Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Frakkar afar hrifnir af Raisu Gorbachev París, 3. október. AP. FRÖNSKU blöðin lýstu sovézku leiðtogafrúnni, Raisu Gorbachev, sem „leynivopni" eiginmanns hennar. „Glæsileiki og persónutöfrar leið- togafrúarinnar eru slfkir, að þá má vissulega kalla „leynivopn", sagði blaðið France Soir í dag. Það fór eins nú og í vetur, er Raisa heimsótti London ásamt manni sínum. Þó vakti hún mikla athygli bæði með framkomu sinni og smekklegum klæðaburði. Blað- ið Le Figaro skírskotaði til henn- ar nú sem „sendiherra persónu- töfranna" og rifjaði það upp, hvernig henni hefði tekizt að vinna hug og hjörtu Breta í des- ember sl. Heldur blaðið því fram, að Gorbachev beiti henni fyrir sig jafnt gagnvart löndum sínum, Sovétmönnum, sem Vestur- landabúum. Heimsókn Gorbachev-hjón- anna til Frakklands á að standa yfir í fjóra daga. Strax á fyrsta degi heimsóknarinnar fór Raisa í skoðunarferð um borgina ásamt Danielle Mitterrand, konu Fran- cois Mitterrands Frakklandsfor- seta, og Francoise Fabius, konu Laurents Fabius, forsætisráð- herra. Fóru þau m.a. í ökuferð um Champs Elysees og fylgdi þeim stór hópur lífvarða og lög- reglumanna. Athyglin beinist ekki síður að Raisu en manni hennar, þar sem margir telja, að framkoma henn- ar og fas kunni að gefa vísbend- ingu um, hvort nýir straumar leiki nú um Kreml með nýjum valdamönnum þar. Raisa Gorbachev sést hér umkringd sovézkum öryggisvörðum. Mynd þessi var tekin, er hún kom að Sigur- boganum í París í dag, en þar lagði sovézki leiðtoginn, Mikhail Gorba- chev, blómsveig að lciði óþekkta hermannsins. 9 FJALLA- REFURINN ISPOR NATTURUNNAR Heildsala — bæklingar fyrirliggjandi. poca DK 8722 HEDENSTED Telf. 05 - 89 14 17 Telex: 61277 Danmörk (AP/Simamynd Bladburóarfólk óskast! Austurbær Leifsgata Barónsstígur Karpov tefldi til jafnteflis á hvítt Skák Margeir Pétursson ÞRÁTT fyrir hið klaufalega tap sitt si. þriðjudag ákvað heimsmeist- arinn Karpov ekki að fresta tólftu skákinni, sem því var tefld í gær- kvöldi í Moskvu. Karpov tefldi skákina af mikilli varfærni með hvítu, gaf Kasparov ekkert færi á að flækja taflið og var samið jafn- tefli eftir átján leiki. Byrjunin var Sikileyjarvörn og kom Kasparov með nýjan leik snemma, peðsfórn í áttunda leik, sem bauð upp á miklar sviptingar. Karpov hafði hins vegar engan áhuga á slíku og skilaði peðinu til baka baráttu- laust. Nú þegar einvígið er hálfnað er staðan því sú að hvor keppandi hefur hlotið sex vinninga. Þeir hafa unnið tvær skákir hvor, en átta hefur lokið með jafnteflum. Sá sigrar sem fyrri verður til að vinna sex skákir, eða nær 12 'k v. Heimsmeistaranum nægir þó 12 vinningar til að halda titlin- um. Þréttánda skákin verður tefld á morgun, laugardag. Þá hefur Kasparov hvtt og má búast við því að hann reyni að ná foryst- unni á meðan Karpov hefur ekki fyllilega náð sér eftir yfirsjónina miklu sl. þriðjudag. Tólfta skákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4,4. Rxd4 — Rc6 Þetta afbrigði er kennt við sovézka stórmeistarann Tai- manov. Kasparov hefur ekki beitt því siðan í þriðju skák fyrri einvígisins. 5. Rb5 — d6, 6. c4 — Rf6, 7. Rlc3 — a6,8. Ra3 — d5!? Nýr og hvass leikur. Svartur fórnar peði, en fær opnar línur fyrir biskupa sína. í áðurnefndri skák tefldi Kasparov hefðbundnu leiðina: 8 — Be7, 9. Be2 — 0-0, 10.0-0 — b6,11. Be3 — Bb7 9. exd5 — exd5, 10. cxd5 — Rb4, 11. Bc4 — Bg4,12. Be2. Þessi leikur sýnir að Karpov vill hafa allt á þurru, því hann reynir ekki að hrekja peðsfórn- ina, en skilar feng sínum til baka. 12. f3 er eðlilegri leikurinn í stöðunni, en hann verður að bíða betri tíma. 12. — Bxe2, 13. Dxe2 — De7, 14. Be3 — Rbxd5, 15. Rc2 — Rxe3, 16. Rxe3 — I)e6, 17. 0-0 — Bc5, 18. Hfel 00. í þessari stöðu þáöi Karpov jafn- teflisboð áskorandans. Stórkostlegt hausttilboð Aðeins 10% útborgun af öllum heimilistækjum. VÖRUMARKAÐURINN, ÁRMÚLA 1A, SÍMI 686117 ' " ; ' ‘ ' r . ' .. " ...... ■ ..'...-■■■..... ..-.. ... ú ... I II ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.