Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 47 Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Övænt tap Hauka fyrir nýliðunum „ÞETTA er gott dæmi hvernig leikir geta fariA þegar sigurvissan er of mikil. Strákarnir voru með hugann viö laugardagsleikinn og þegar þeir fengu svona harða mótspyrnu frá liöi ÍBK, var eins og þeir tryöu því ekki hvaöan á þá stóö veöriö og lótu slá þig gjörsamlega út af laginu í leikn- um,“ sagöi Einar Bollason þjálfari Hauka, eftir að lið hans haföi tap- aö sínum fyrsta leik í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik gegn liöi ÍBK, 58—59. „Þetta var því góö kennslustund sem viö fengum og eflir okkur fyrir Evrópuleikinn og sýnir okkur aö enginn leikur er unninn fyrirfram," sagöi þessi reyndi leikmaöur og þjálfari. „En ef menn taka ósigrin- um meö réttu hugarfari þá veröa ófarirnar í kvöid eingöngu til þess aö þjappa okkur saman fyrir Evr- ópuleikinn svo og fyrir keppnis- tímabiliö í heild," sagöi Einar. Þaö kom svo sannarlega á óvart aö Haukar skyldu tapa sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni gegn nýliöum (BK meö einu stigi. Gífur- leg spenna var í leiknum sem lauk með eins stigs sigri ÍBK 59—58 eftir aö staöan í hálfleik haföi veriö 32—31 fyrir Hauka. Nú er aö sjá hvort fall sé fararheill því aö á morgun, laugardag, leika Haukar gegn sænska liöinu Táby í Evrópu- keppni bikarhafa á heimavelli sín- um í Hafnarfiröi. Leikur ÍBK og Hauka var mjög fjörugur allan tímann. i byrjun virt- ust Haukar ætla aö vinna öruggan sigur þvi aö þeir léku góöan varn- arleik og tókst Keflvíkingum ekki aö skora sín fyrstu stig fyrr en eftir fimm mínútur en þá fundu leik- menn ÍBK glufurnar í vörn Hauka og höföu jafnaö leikinn 12—12. Leikmenn ÍBK komust síöan i 20—14 þegar sjö mínútur voru til hálfleiks en Haukum tókst að ná yfirhöndinni og hafa eitt stig yfir í hálfleik. IHoriuntMnfri^ ^ (MnD Haukar skoruöu í fyrstu sókn sinni eftir hálfleikinn en von bráöar töpuöu þeir forystunni til Keflvík- inganna sem komnir voru í mikiö leikstuö. Höföu Keflvíkingar undir- tökin þaö sem eftir var og náöu um tíma 10 stiga forskoti, 52—42 en þá voru átta mínútur eftir. Reyndu Haukar allt hvaö þeir gátu til aö jafna metin og tókst þaö meö mik- illi baráttu þegar 40 sek. voru til leiksloka. Var þá staðan 56—56. Jón Kr. Gíslason kórónaöi stór- leik sinn meö því aö koma ÍBK í 59—56 þegar 18 sek. voru eftir Kðriuknattielkur meö glæsilegum einleik í gegnum Haukavörnina. Síöustu sekúndur leiksins reyndu Haukar allt hvaö þeir gátu aö minnka muninn, en tókst aðeins aö koma honum í eitt stig. Bestu menn ÍBK voru Jón Kr. Gíslason, Hreinn Þorkelsson og Guöjón Skúlason, en liöiö í heild átti mjög góöan leik. Hjá Haukum voru þeir Pálmar og ívar Webster einu sem stóöu upp úr. STKS HAUKA: ivar Webster 21. Pálmar Slg- urösson 20, Reynir Krisljánsson 9, Ivar As- grimsson 4. Hálfdán Markusson 2 og Bói Hjálmtýsson 2. STK5 ÍBK: Jón Kr. Gislason 23. Guójón Skúla- son 12. Hreinn Þorkelsson 12, Ólafur Gott- skálksson 6, Matti Stefánssón 4. Morgunblaöiö/Bjarnl • Nýliöarnir í úrvalsdeildinni, liö ÍBK, unnu óvæntan sigur á Haukum í gærkvöldi. Hér sækja Keflvíkingar aö körfu Hauka og (var Webster kemur engum vörnum við. Mikiö um félagaskipti í úrvalsdeildinni Körfuknattleiksvertíöin er nú hafin og koma liöin vel undirbúin til leiks ef marka má árangur þeirra í Reykjavíkur- og Reykja- nesmótinu sem nú er ný lokið. í úrvalsdeildinni eru aex liö og verður keppni þar örugglega spennandí og skemmtileg. Ýmsar breytingar hafa verið á skipan liöanna frá síöasta ári og munum viö reyna að gera því skil hér á eftir. Njarðvík: Jonas Jóhannsson er nú hættur aö leika meö félaginu, óvíst er hvort Gunnar Þorvaröarson, þjálf- ari komi til meö aö leika i vetur. Njarðvíkingar hafa fengiö góöan liðsauka, Krístin Einarsson og Jó- hannes Kristbjörnsson, sem voru í námi í Bandaríkjunum í fyrra en eru nú komnir heim, þeir eru báöir úr Njarðvík. Einnig hafa þeir Ingi- mar Jónsson og Jóhann Krist- jánsson gengiö til liös viö liðið. Meöalaldur liösins er 21,4 ár. Haukar: Halfdán Markússon hefur lagt skóna á hilluna vegna náms, en jafnvel er búist viö aö hann taki þá fram aftur er líöa tekur á veturinn. Sveinn Sigurbergsson byrjaöi aö æfa í vor en er nú meiddur. Eins gekk Viöar Vignisson til liös viö Hauka, hann var í Bandaríkjunum i fyrra vetur, lék áöur meö ÍBK. Hann hefur veriö meiddur aö und- anförnu og veröur ekki meö í fyrstu leikjum mótsins. Pálmar Sigurösson er nú allur aö koma til eftir meiösli og mun hefja keppn- istímabiliö. Valur: Valsmenn hafa misst einn besta ieikmann sinn frá í fyrra, Kristján Agústsson. Þeir hafa fengiö einn nýjan leikmann, Sturlu Örlygsson úr Njarðvík, sem lék meö Reyni i Sandgeröi í fyrra. Aörar breytingar eru ekki hjá Val. KR: KR-ingar hafa fengið mikin liös- styrk frá því í fyrra. Þaö er aöeins þjálfarinn, Jón Sigurösson, sem veröur ekki meö frá hópnum í fyrra. Guöni Guönason hefur veriö meiddur, handarbrotinn. Nýir leikmenn eru fyrrum KR-ingarnir Árni Guömundsson og Eiríkur Jó- hannsson en þeir léku meö fS í fyrra. Guömundur Jóhannsson, sem lék meö Stúdentum í fyrra, hefur einnig gengiö í raðir KR-inga. Samúel Guömundsson úr ÍA, Guömundur Björnsson úr Þór Ak. og Hafsteinn Þórisson úr Borgarnesi hafa allir gengiö til liös viö KR. Svo eru þeir komnir aftur. Páll Kolbeinsson, sem dvaldi í Bandaríkjunum j fyrra, og Garöar Jóhannsson, sem hefur tekiö fram skóna aö nýju. ÍBK: Nýliðarnir í deildinni fá til liðs viö sig Hrein Þorkeisson, sem jafn- framt þjálfar liöiö, og Sigurö Ingi- mundarson sem var í Bandartkjun- um í fyrra. Þeir Þorsteinn Bjarna- son og Björn Víkingur hafa lagt skóna á hilluna. Liö ÍBK er mjög ungt. ÍR: Hreinn Þorkelsson og bróöir hans Gylfi hafa gengið í önnur fé- lög, Hreinn til ÍBK og Gylfi í Reyni, Sandgeröi. Nýir leikmenn hjá IR i vetur veröa Hafsteinn Óskarsson úr Njarövík og Björn Leoson sem lék meö Stúdentum i fyrra. Liöiö er geysilega ungt og jafnt. Atta lið berjast um fall í Noregi Frá Bjarna Jóhaniuwyni, fréttamanni Morjfun MaAsins, í Noregi. TVÖ LIÐ eiga nú möguleika á aö varöa norskir meistarar í Kolbotn gengur ekki vel Krá Bjarn* Jóhannssyni, frétUm.nni Montunblaásins, I Noregi. KOLBOTN, sem leikur viö Val f IHF-keppninni í kvöld og á morg- un, lék í 1. doildinni í handknatt- leik hér í fyrrakvöld. Liöiö geröi þé jafntefli, 19:19, gegn Retstad. Kolbotn hefur gengiö frakar illa { deildinni í vetur og ef allt fer akv. bókinni ættu Valsmenn aö fara örugglega í 2. umferö IHF- keppnínnar. knattspyrnu þegar tvær umferöir eru eftir af 1. deildinni. Lílleström er efst meö 30 stig og Rosenborg fylgir fast é eftir meö 29 stig. Bæöi liö hafa lokíð 20 leikjum — eins og öll önnur lió deildarinnar — og í síöustu um- feröinni mætast einmitt þessi lió á heimavelli Rosenborg í Þrénd- heimi. Staöan er nú þannig aö hvorki meira né minna en 8 liö berjast um fall úr deildinni. Eik er þegar falliö i 2. deild en 8 önnur liö geta enn falliö, þ. á m. Bjarni Sigurösson og félagar hans í Brann — en hagur félagsins vænkaöist þó um síöustu helgi er þaö sigraöi Viking 4:1 á heimavelli sínum. Bjarni stóö sig vel i þeim leik. Tvö liö falla beint niöur í 2. deild og þriöja neösta liö leikur viö lið númer tvö í hvorum riöli 2. deildar um þriöja lausa sætiö i 1. deild. Essen og Grosswaldstadt í sérflokki í Þýskalandi NOKKRIR leikir fóru fram í 1. deildínni í handbolta hér í fyrrakvöld. Grosswaldstadt og Essen sigruðu enn og hafa því fullt hús eftir fjóra leiki — étta stig. Alfreö Gíslason og félagar i Essen sigruöu Flensburg mjög auöveldlega, 24:15, á heimavelli. Fratz var marka- hæstur Essen-leikmanna meö 10 mörk. Grosswaldstadt sigraöi Sigurö Sveinsson og félaga í Lemgo á heimavelli þeirra síöarnefndu með 17 mörkum gegn 14. Siguröur skoraöi 7 mörk í leiknum og lék vel. Lemgo var yfir i leik- hléi, 7:6. Lemgo sigraöi i fyrsta leik sínum i haust en hefur síöan tapaö þremur í röö. Þá léku Schwabing og Gúnzburg í Múnchen og sigr- aöi fyrrnefnda liöiö, 28:22. • • Winfried Damm ar boati maóurinn í liði Qrosswald- stadt Þetta var fyrsta tap Gúnsburg í vetur. Liö mitt, Kiel, lék ekki nú í vikunni. Páll Ólafsson og félagar í Dankersen uröu aö lúta i lægra haldi fyrir Dússeldorf á heimavelli sínum. Dússeldorf vann stórsigur, 27:20, og ástandiö hjá Dankersen er nú allt annaö en gott. Þetta var fimmta tap liösins í röö — og þriöja tap liösins í vetur á heimavelli. önnur úrslit uröu þau aö Berlin og Göppingen (meö Pólverjann gamalkunna Jerz- ey Klempel í broddi fylkingar) geröu jafntefli, 21:21, og Hof- weier og Dortmund geröu einnig jafntefli, 20:20. Aö mínu mati eru tvö liö í algjörum sérflokki nú í byrjun móts hér í Þýskalandi, Tusem Essen og Grosswaldstadt og munu þau ef aó líkum lætur berjast um meistaratitilinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.