Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 BSRB-þing: kjaramál, eins og aörar starfs- greinar gera. Tillögur um gagngera uppstokkun á skipulagi — afleiðing upplausn- ar í verkalýðshreyf- ingu og stjórnmála- flokkum, segir Kristj- án Thorlacius UMRÆÐUR um uppstokkun i skipulagi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja settu svip sinn i fyrsta dag 33. þings bandalagsins í gær. Tvær tillögur um grundvallarbreyt- ingar i skipulagi samtakanna og aðildarfélögum þeirra komu fram og verða þær ræddar i næstu dögum. önnur tillagan, sem er frá Þor- steini óskarssyni í Félagi ís- lenskra símamanna, gerir ráð fyrir að „starfsgreinafélög“ geti fengið aðild að BSRB. Hin tillagan er frá Einari Ólafssyni, formanni Starfsmannafélags ríkisstofnana og stjórnarmanni í BSRB, og gerir Hólmavík á Ströndum: Flugvél hlekktist á ÞRÍR menn sluppu ómeiddir þegar lítilli flugvél hlekktist á flugvelíinum við Hólmavík á Ströndum um miðjan dag á mánudag. Vélin rann fram af flugbrautinni og stakkst ofan í læk og skemmdist töluvert. Mennirnir komust út úr vélinni, en vatn náði upp á miðja vél. Annar vængur vélarinnar bognaði og skrúfan skemmdist. Veður var fremur slæmt þegar óhappið varð. Flugvélin er af gerðinni Cessna 172, fjögurra sæta. Sjónvarpi stolið Litasjónvarpstæki var á föstu- dag stolið úr bifreið manns, sem hafði brugðið sér frá skamma stund. Maðurinn var á leið með tækið í viðgerð þegar hann brá sér augnablik i hús við Grundarstíg þar sem hann átti erindi. Tækinu hafði verið stolið úr bifreiðinni þegar hann kom út aftur. Sjón- varpstækið er af Grundig-gerð, með 20 tommu skjá. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Rannsóknarlögrelgu ríkisins. GETA karlmenn haldið samfélag- inu gangandi í einn dag án aðstoðar kvenna? Svar við þeirri spurningu ætti að fást á morgun, ef víðtæk samstaða myndast hjá konum um Ijúka kvennaáratugnum á sama hátt og þær hófu hann: Með því að leggja niður vinnu. Fjöldi kvennasamtaka hefur hvatt til þess að konur taki sér frí, a.m.k. til að sækja útifund sem halda á í miðbæ Reykjavíkur. Hvað sem líður góðum vilja karlmanna að leggja sig alla fram þennan dag er ljóst að tölu- verð röskun getur orðið á starf- semi fjölda stofnana og fyrir- tækja. Á sumum vinnustöðum gerist kannski ekkert annað en það að biðraðir verða lengri og ráð fyrir að „endurskoðuð verði uppbygging samtakanna og öll lög og reglur sem að því lýtur“. í greinargerð Þorsteins Óskars- STJÓRN BSRB hefur gert að tillögu sinni að yfirstandandi þing banda- lagsins skikki stjórn Kennarasam- bands íslands til að endurtaka alls- herjaratkvæðagreiðslu um úrsögn KÍ úr bandalaginu „eins fljótt og við verður komið“. Ljóst er að stjórn og fulltrúaráð Kennarasambandsins mun synja þessum tilmælum og verkefni verða söltuð þar til konur mæta aftur til vinnu á föstudag. Á öðrum stöðum gæti starfsemin raskast verulega eða lamast alveg, til dæmis í skólum og á barnaheimilum, þar sem konur starfa í miklum meiri- hluta. Bergur Felixsson, fram- kvæmdastjóri Dagvistar barna, sagði að mjög erfitt og nánast vonlaust væri að halda úti nokk- urri starfsemi á dagheimilum og gæsluleikvöllum ef fóstrur legðu niður störf í stórum stíl. Foreldr- ar um 4 þúsund barna yrðu því að gera aðrar ráðstafanir til að koma börnum sinum í gæslu. Kennarar í grunnskólum landsins eru einnig I miklum meirihluta konur. Ragnar Ge- sonar segir að með þessari breyt- ingu á lögum um aðild að banda- laginu sé stuðlað að því að tækni- menn innan BSRB, til dæmis raf- ekkert virðist geta komið í veg fyrir að KÍ gangi úr BSRB um áramót eins og ákveðið hefur verið. Deilt er um hvort allsherjarat- kvæðagreiðslan var lögleg - hvort rétt er að telja með 150 auða at- kvæðaseðla úr atkvæðagreiðsl- unni. Það veltur á hvoru megin hryggjar þeir seðlar lenda til að orgsson skólafulltrúi sagði að í Reykjavík væru á milli 850 og 880 starfandi kennarar við grunnskóla, og uppundir 80% þeirra væru konur. En verður þá kennslu aflýst í grunnskólum? „Það verða skólastjórar á hverj- um stað á taka ákvörðun um,“ sagði Ragnar. „Við höfum ekki myndugleik til að gefa út tilskip- un um allsherjar kennslufall." Hjá Pósti og sima starfa 1.040 konur á móti 890 körlum. Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma sagði að óhjákvæmilega hlyti að verða röskun á starfsemi margra deilda ef konur tækju sér frí. Nefndi hann í því sambandi langlínumiðstöðina og talsam- band við útlönd, þar sem starfa nær eingöngu konur. Þessi þjón- eindavirkjar, þyrftu ekki að sækja út fyrir bandalagið (í Sveinafélag rafeindavirkja) til að geta fjallað beint um réttindamál, mennta- og öruggt sé hvort tilskilinn 67% meirihluti hefur verið fyrir úrsögn KÍ úr bandalaginu. Tillaga stjórnar BSRB er byggð á 17. grein laga BSRB, þar sem segir m.a.: „Ef stjórn bandalags- ins, þing eða bandalagsráðstefna telja nauðsyn bera til að leita alls- herjaratkvæðagreiðslu í banda- usta gæti allt að því lamast al- gerlega ef konur sameinuðust um að mæta ekki. Starfsemi annarra deilda myndi jafnframt raskast. Nefndi Ragnar Póstgíróstofuna, skrifstofu Pósts og síma, póstaf- greiðslur og símstöðvar um allt land. En hvað með bankana? Þar starfa konur í ríkum mæli. Ragn- ar önundarson bankastjóri Iðn- aðarbankans: „Ég á ekki von á því að starfsemi bankanna rask- ist svo mikið, en þjónustan gæti orðið lakari. Karlmenn munu vafalaust víða leggja metnað sinn í að ljúka störfum dagsins. Ég held að karlmenn geti bjarg- ast einn dag án kvenna, en alls ekki lengur!" Einar Ólafsson lagði til að skip- aðar verði tvær nefndir, sem starfi samhliða - önnur að skipulagsmál- um samtakanna og hin að endur- skoðun samningsréttarlaganna og öðrum þeim lögum og reglum, sem varða samtökin í heild sinni. Báð- um tillögunum var vísað til alls- herjarnefndar sem tekur þær til meðferðar í dag. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði um tillögu Þorsteins, að yrði hún samþykkt myndi verða grundvallarbreyting á starfi ein- stakra félaga og heildarsamtak- anna. „Kostirnir sýnast mér vera þeir, að starfsgreinafélög fengju meira svigrúm til að vinna beint að sínum málum,“ sagði Kristján. „ókostirnir eru hinsvegar, að þetta gæti þýtt mikla fækkun í minni félögum - ég nefni sem dæmi að sjúkraliðar eru dreifðir í bæjar- starfsmannafélög um allt land og þau félög ættu vafalaust erfitt uppdráttar ef af þessu yrði. Fyrir BSRB gæti þetta fyrirkomulag orðið til þess að heildarsamtökin héldu betur saman og að stöðvuð yrði sú upplausn, sem óneitanlega verður vart bæði hjá okkur, ASl, BHM og í stjórnmálaflokkunum." Kristján sagðist telja að banda- lagið þyrfti að huga mjög að virk- ara skipulagi, eins og kæmi fram í umræðum á þinginu. „Menn hafa vaknað til umhugsunar um skipu- lagsmál verkalýðshreyfingarinn- ar. Þetta er almenn þróun, sem hefur orðið í landinu á undan- förnum árum,“ sagði hann, „og kannski ekki fyrir tilviljun eina, því hver ríkisstjórnin á fætur annarri undanfarin ár hefur tekið aftur helstu ávinninga launafólks. Það hefur veikt launþegasamtökin og stjórnmálaflokkanna. Því er þetta allt í deiglu og þess hlýtur að gæta innan BSRB eins og ann- arra samtaka." lagsfélögunum, skal hún snúa sér til hlutaðeigandi félagsstjórnar, sem þá er skylt að láta slíka at- kvæðagreiðslu fara fram.“ Tillögu stjórnarinnar var vísað til allsherjarnefndar þingsins en þegar Kristján Thorlacius, for- maður bandalagsins, mælti fyrir henni sagði hann m.a. að afstaða stjórnar BSRB til þessa máls væri einföld og skýr: Kennarasamband- ið réði því sjálft hvort það væri innan Bandalags starfsmanna rík- is og bæja en stjórn BSRB legði áherslu á að farið væri að lögum í þessum efnum. Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands, varp- aði fram þeirri spurningu á þing- inu hvort BSRB væri ekki betur sett með því að láta KÍ „róa“ í stað þess að knýja það til áfram- haldandi veru í bandalaginu. „Hér er deilt um lögfræðilega túlkun," sagði Valgeir. „Stjórn BSRB telur að atkvæðagreiðslan um úrsögn okkar hafi verið ólögleg en við teljum hana hafa verið löglega eins og við höfum sýnt fram á með rökum. Það eru langtímasjónar- mið sem ráða gerðum okkar í þessu máli - úrsögnin er ekki gerð í neinu fljótræði." Hann sagði að KÍ gerði sér fulla grein fyrir að það myndi taka sambandið langan tíma að laga sig að nýjum aðstæðum en stefnt væri að því að íslenskir kennarar sam- einuðust í einu bandalagi. „Við ætlum okkur að berjast fyrir sjálf- stæðum samningsrétti," sagði Valgeir Gestsson. „Það verður harður slagur - en við treystum okkur í hann.“ Hvaða afleiðingar hefur verkfall kvenna á samfélagið: „Getum bjargast án kvenna í einn dag — en alls ekki lengur!“ Morgunblaðið/Júlíus Fulltrúar á þingi BSRB fjalla um skipulagsmál bandalagsins: Óróleiki og ýmsir hugsa sér til hreyfings. Úrsögn Kennarasambandsins úr BSRB: Stjórn BSRB vill knýja fram nýja atkvæðagreiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.