Morgunblaðið - 23.10.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 23.10.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Umbótatími í viðskiptaráðuneyti Síðustu tvö ár hafa verið umbótatími í viðskiptaráðu- neytinu.Þegar Matthías Á. Mat- hiesen tók við embætti viðskipta- ráðherra við myndun þessarar ríkisstjórnar var hann fyrsti Sjálf- stæðismaðurinn, sem settist í þann stól í tæplega þrjá áratugi. Þegar Matthías Á. Mathiesen lætur nú af þessu embætti og verður utan ríkisstjórnar um skeið er full ástæða til að vekja athygli á þeim árangri, sem hann náði í störfum sínum í viðskiptaráðuneytinu á þessum tveimur árum, árangri, sem a.m.k. stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins geta verið ánægðir með. Matthías Á. Mathiesen hefur af- numið nánast allar verðlagshöml- ur í landinu. Einungis standa eftir verðlagsákvæði á vörum eins og landbúnaðarvörum,og olíuvörum. Þetta er mikill áfangi eftir áratuga baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn verðlagshöftum, sem á stundum virtist vonlítil vegna andstöðu allra annarra stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga. Það gerði fráfar- andi viðskiptaráðherra að sjálf- sögðu auðveldara um vik að starf- semi stórmarkaða hafði sýnt og sannað að verðlagshöft voru frá- leit. Engu að síður hljóta verk Matthíasar Á. Mathiesen í þessum efnum að vekja verðskuldaða at- hygli. I bankamálum hefur nánast orðið bylting á þessum tveimur árum. Aukið frelsi banka og spari- sjóða til þess að taka ákvarðanir i vaxtamálum hefur komið eins og ferskur andblær inn í íslenzkt viðskiptalíf og gjörbreytt öllum viðhorfum bæði einstaklinga og fyrirtækja. Ný löggjöf um banka og sparisjóði hefur staðfest þessar breytingar og í undirbúningi hefur verið ný löggjöf um Seðlabanka Islands, sem fyrirhugað er að undirstriki frelsi banka og spari- sjóða í vaxtamálum. Fáar ákvarð- anir hafa átt eins mikinn þátt í því hin síðari ár að breyta íslenzku þjóðfélagi og einmitt þessi. í gjaldeyrismálum varð önnur bylting í viðskiptaráðherratíð Matthíasar Á. Mathiesen. I fyrsta lagi tók hann ákvörðun um ásamt Albert Guðmundssyni að afnema sérstakan ferðamannaskatt á gjaldeyri. f öðru lagi tók hann ákvörðun um að leyfa almenningi notkun greiðslukorta erlendis, sem fram að þeim tíma var eingöngu leyft þeim, sem mikið þurftu að ferðast vegna viðskipta. Þessi ákvörðun hefur giörbreytt ferða- máta fslendinga. I þriðja lagi tók Matthías Á. Mathiesen ákvörðun um að rýmka heimild fólks til þess að flytja eignir sínar til útlanda þannig að það er nú hægt að gera á tveimur árum en tók 15-20 ár áður. I fjórða lagi ákvað ráðherr- ann að allir bankar og sparisjóðir skyldu hafa rétt til viðskipta með gjaldeyri, sem að sjálfsögðu bætti mjög þjónustu þeirra við við- skiptavini sína. í fimmta lagi ákvað Matthías Á. Mathiesen að þeir, sem afla gjaldeyris með sölu vöru eða þjónustu mættu leggja þetta aflafé inn á gjaldeyrisreikn- inga og ráðstafa því síðan í þágu viðskipta sinna. Þetta er náttúr- lega slik grundvallarbreyting I gjaldeyrismálum að á tveimur árum hefur meira áunnizt en á einum og hálfum áratug áður eða frá lokum Viðreisnar. Þá má nefna að I viðskiptaráð- herratíð Matthíasar Á. Mathiesen var afurðalánakerfi bankanna gjörbreytt, þannig að afurðalánin voru færð úr Seðlabanka yfir í viðskiptabankana og bindiskylda jafnframt lækkuð að mun. Akveðið var að verðbréfaþing tæki til starfa, sem verður á næstu vikum, og afnumin voru fáránleg ákvæði um að iðnfyrirtæki þyrftu að sækja um leyfi til þess að flytja út framleiðsluvörur sínar. Auk þessara umbótastarfa í málum, sem snúa að heimavíg- stöðvum tókst Matthíasi Á. Mat- hiesen að fá því frestað a.m.k. að tollur yrði settur á saltfiskútflutn- ing okkar til Portúgals og Spánar og nú síðast varð hann fyrsti ís- lenzki ráðherrann til þess að kanna af eigin raun viðskipta- möguleika okkar í Japan. Auðvitað eru þess umbótamál ekki öll persónuleg afrek fráfarandi viðskiptaráðherra, en þau koma til framkvæmda í hans ráðherratíð og hefðu ekki náð fram að ganga nema ýmist vegna frumkvæðis hans eða stuðnings.Stjórnmála- menn sæta oft harðri gagnrýni eins og vera ber, en ekki verður með sanngirni sagt annað en að Matthías Á. Mathiesen hafi átt erindi í viðskiptaráðuneytið. Það fellur nú í hlut Matthíasar Bjarna- sonar að halda þessu umbótastarfi áfram. Það er ákaflega mikilvægt, að ekkert lát verði á því. Enn er eftir að festa vaxtafrelsi bankanna í sessi. Verðbréfaþing er á frum- stigi og setja þarf löggjöf um starf- semi verðbréfamarkaða yfirleitt. En það er óneitanlega sjaldgæft að hægt sé að benda á jafn áþreif- anlegan árangur ráðherra í emb- ætti eins og hægt er nú í þessu tilviki. Fjármálakerfi okkar íslendinga hefur verið vanþróað. Það hefur verið fjötur um fót atvinnustarf- semi í landinu. Líklega er ekkert, sem hefur verið eins mikill hemill á atvinnulifið seinni árin eins og einmitt þetta vanþróaða fjármála- kerfi. Ræða, sem Þorsteinn Páls- son, fjármálaráðherra, flutti á þingi Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna fyrir nokkrum vikum sýndi, að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins gera sér glögga grein fyrir þessari staðreynd. Þess vegna verður þess vænzt, að næstu tvö ár verði jafn viðburðarík í viðskipta- og fjármálalífi þjóðarinnar eins og tvö síðustu ár hafa verið. Skipverjar á Sighvati GK dæla upp úr nótinni. „Ætli gáfur síldar fari ekki eftir stæri — Lónad með Hrafni Sveinbjarnarsyni II í sfldarleit í „ÞETTA er mikil þolinmæðisvinna. En alltaf bíður maður eftir stóra kastinu og vonin um það heldur manni stöðugt gangandi. Það er með þetta eins og vonina um stóra vinn- inginn í happdrættinu", sagði Ásgeir Magnússon skipstjóri á Grindavíkur- bátnum Hrafni Sveinbjarnarsyni II GK-10 í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en blaðamaður og ljósmyndari fóru með Hrafninum á síld í ísafjarðardjúpi kvöld eitt fyrir skömmu. Þegar Hrafninn sigldi út úr ísafjarðarhöfn siðdegis þennan Slattanum landað til frystingar á ísafirði. dag var veiðiútlitið nokkuð gott. í talstöðinni heyrðist að bátar sem lónað höfðu í Djúpinu um daginn höfðu lóðað á torfur niður við botn. Vonuðust menn til að síldin yrði veiðanleg þegar hún færi ofar í sjóinn þegar dimmdi. Eftir miklu var að slægjast því síldin þarna er einstaklega stór, demantssíld eins og sjómennirnir orða það, og mikið af henni í Djúpinu, en hún hafði aftur á móti lítið færi gefið á sér til þessa. Nóttina áður höfðu 11 bátar reynt fyrir sér í Isafjarð- ardjúpi, og fengu þrír ágætan afla 60-90 tonn, og nokkrir slatta, m.a. Hrafninn, og ætluðu þeir að freista gæfunnar aftur, því of lítið var að sigla með 10-20 tonn suður á land til söltunar. „Við verðum á fá síld í nótt, það er ekkert sem heitir", sagði Ásgeir Sýnd veiði en ekki gefin Hrafninn siglir út fyrir Arnar- nesið og inn Djúpið og ekki ber á öðru en að nóg sé af síldinni. Hún kemur fram á dýptarmælinum sem margir ljósir punktar niður við botn. Um klukkan hálf sjö er farið að bregða birtu og síldin hækkar sig í sjónum, er komin upp á 30 faðma. Enn kemur hún fram á dýptarmælinum sem „punkta- rusl“ og bíða menn í ofvæni eftir því hvort hún þéttir sig og verður veiðanleg. Hrafninn snýr við og er að lóna út Djúpið, utan við Arnarnesið, þegar gellur í skip- stjóranum: „Strákar, við skulum skoða þetta nánar". Rauð klessa kemur fram á dýptarmælinum og grænn litur fyrir ofan. Það þýðir að lóðað er á torfu undir bátnum. Strákarnir skella sér í gallana og hlaupa út á dekk til að vera til- búnir að kasta á torfuna. En þetta „Karlinn'* í brúnni. Ásgeir Magnússon Átta af tíu skipverjum á Hrafninum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.