Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985
Minning:
Greta Björnsson
listmálari
Fædd 25. janúar 1908
Dáin 14. október 1985
Greta fæddist í Stokkhólmi í
Svíþjóð og voru foreldrar hennar
Bettý Erdmann og Axel Erdmann
sem var þekktur myndlistarmaður
í sínu heimalandi. Um tvítugt hóf
hún nám í listaskóla í Stokkhólmi.
Þar kynntist hún verðandi eigin-
manni sínum Jóni Björnssyni sem
þá var við nám í sama skóla. Þau
fluttust til íslands árið 1930 og
hófu búskap á Vesturgötu 17 í
Reykjavík. Ári síðar keyptu þau
Laugatungu í Laugardal sem nú
er hluti af gróðrarstöð og útivist-
arsvæði Reykvíkinga. Það þurfti
að endurbyggja og breyta því hús-
næði sem fyrir var, sem áður hafði
verið fjós og hlaða. Af einstakri
smekkvísi tókst að gera þetta að
rúmgóðu og vistlegu íbúðarhús-
næði sem einnig var vinnustaður
fyrir þau. Ég kynntist þeim hjón-
um vorið 1946 þegar ég hóf nám í
húsamálun hjá Hákoni Jónssyni
sem þá var í samvinnu við Jón
ásamt tveim öðrum málarameist-
urum. Fljótlega tókust sterk tengsl
með okkur Jóni og hans fjölskyldu
sem þá bjó í Laugatungu og þaðan
á ég margar góðar minningar.
Húsakynnin í Laugatungu voru
ekki háreist og þar var heldur ekki
íburður innan dyra, en þar ríkti
ferskur andblær og í vitund minni
var Laugatunga menningarsetur
og þar bjó mikilhæft og gott fólk.
Þar sat í öndvegi húsmóðirin og
listkonan og deildi störfum sínum
á miili fjölskyldunnar og listagyðj-
unnar þannig að aldrei kom til
átaka. Umhverfis þessi lágreistu
húsakynni var stór garður alsettur
litríkum gróðri, þar dvöldu þau
hjónin mörgum stundum meðvit-
andi um að allt sem lifir þarf á
umhyggju að halda.
En þar kom að fjölskyldan þurfti
að yfirgefa þennan stað, það var
ekki kærkomin ákvörðun en varð
ekki umflúin. Nú kom glöggt í ljós
að þau hjónin voru gædd góðum
eiginleikum, sem í þessu tilviki var
að sætta sig við orðinn hlut og
semja sig að breyttum aðstæðum.
Nú hófst uppbygging á nýju heim-
ili á Norðurbrún 20. Þar voru skil-
yrði til ræktunar takmörkuð og
sambýli við aðra með öðrum hætti
en í Laugardalnum. En þessi
umskipti höfðu einnig jákvæðar
hliðar. Garðurinn í Laugardal
gerði miklar kröfur til húsbænda
sinna og nýi staðurinn hafði að
bjóða meira útsýni. Við blöstu
sundin blá og víðsýni til fjalla.
Þegar húsið var risið af grunni var
hafist handa við að skapa um-
hverfi sem samrýmdist nýju heim-
ili.
Þar kom til skjalanna listræn
sköpunargáfa þeirra hjóna. Garð-
urinn að Norðurbrún 20 ber hönn-
uðum sínum gott vitni. Þar fyrir-
finnst ekki neitt formfast skipulag
eins og auðkennir gerð margra
húsgarða. Það er næstum eins og
hver steinn og hvert hlóm hafi
haft aðsetur þarna áður ci. húsið
var byggt. Þetta frjálslega samspil
gróðurs og grjóts, forms og lita
gerir umhverfið raunverulegt
næstum því eins og maður væri
staddur á afviknum stað upp til
fjalla þar sem náttúran hefur
notið skjóls fyrir utanaðkomandi
áhrifum. Út af Jóni og Gretu er
komið atorkufólk, elst af börnum
var Bettý fædd 9.1. 1930 gift Jóni
Þorvarðarsyni bónda Vindási
Rangárvallas., Sigurbjörg fædd
20.12. 1937 gift Jóhannesi Ingi-
bergssyni, búsett á Akranesi,
Guttormur fæddur 13.5. 1942 gift-
ur Emelíu Árnadóttur, þau cru
búsett á Akranesi, þá má ekki
gleyma Margréti dóttur Jóns, en
Greta hefur ætíð litið á hana sem
eitt af sínum börnum og hafa þær
verið mjög samrýndar, Margrét er
ógift, skólastjóri á Löngumýri í
Skagafirði. Afkomendur Gretu og
Jóns munu nú vera 30.
Greta var gædd sterkum per-
sónueinkennum, hafði fastmótaða
skapgerð, glaðleg og aðlaðandi í
viðmóti, hógværð og virðuleiki
einkenndu samskipti hennar. Hún
hafði þroskaðan listasmekk, sem
endurspeglaðist í verkum hennar,
þar gætti sterkrar þjóðernis-
kenndar frá hennar föðurlandi.
En þrátt fyrir tryggð við uppruna
sinn var hún og vildi vera íslend-
ingur, hún dáðist að íslenskri nátt-
úru og fjölbreytilegum litbrigðum
hennar, sem hún kallaði fram í
myndum sínum, og hún lagði sig
fram til að kynnast þjóðlegri
menningu okkar. Þau hjónin voru
mjög samrýnd, þrátt fyrir ólíka
persónugerð, þau áttu mörg sam-
eiginleg áhugamál og unnu mikið
saman bæði við að skapa sitt eigiö
heimili og umhverfi og einnig að
sérstökum verkefnum sem kröfð-
ust faglegrar og listrænnar kunn-
áttu. Þær eru orðnar margar kirkj-
urnar vítt og breitt um landið sem
bera svipmót handverka þeirra
auk margra annarra smærri og
stærri verkefna sem þau unnu að
í sameiningu. Greta hélt sjálfstæð-
ar sýningar á verkum sínum og tók
þátt í samsýningum, bæði hér
heima og erlendis. En þrátt fyrir
listræna hæfileika Gretu og áhuga
hennar á því sviði, var umhyggja
hennar fyrir heimili og fjölskyldu
þyngri á metunum í hennar lífi.
Hún var börnum sínum traustur
og góður félagi og tók þátt í leik
og starfi. Þau hjónin ræktu vel
samskipti við fjölskyldu, vanda-
menn og vini, enda að eðlisfari
félagslynd og vinahópurinn fjöl-
mennur. Jón lést á afmælisdaginn
sinn 30. júlí 1980,77 ára gamall.
Ég og mín fjölskylda vottum
afkomendum Jóns og Gretu dýpstu
samúð á þessari stundu. Kynnin
við þau veittu mér mikla lífsfyll-
ingu og þá ekki síður að hafa orðið
aðnjótandi að eiga traust þeirra
og vináttu. Minningin um þau mun
lifa þótt þau séu nú bæði horfin
af sjónarsviðinu.
Hjálmar Jónsson
„Grasið visnar, blómin fölna, en
orð Guðs vors stendur stöðugt ei-
líflega". (Jes. 40). Á haustdegi
verður merking þessara orða
brýnni en ella, og nú hefur það
gerst á haustdegi, að okkur hafa
borist þau tíðindi að Greta Björns-
son sé Iátin. Sú fregn snertir djúp-
an streng í hjörtum okkar margra
hér á Selfossi. Mörg eigum við
góðar minningar um kynni af
þessari konu og þegar nafn hennar
er nefnt leitar hugurinn ósjálfrátt
til Selfosskirkju, helgidóms okkar,
Kijdd 5. október 1906
Dáin 14. október 1985
Halldóra Guðmundsdóttir var
fædd í Neskoti í Fljótum í Skaga-
fjarðarsýslu. Foreldrar hennar
voru merkishjónin Aðalbjörg Pét-
ursdóttir og Guðmundur Halldórs-
son. Þau bjuggu myndarlegu búi í
Neskoti, en fluttu síðar til Haga-
nesvíkur og kenndi Halldóra sig
jafnan við Neðra-Haganes.
Systkini Halldóru eru þrjú: Jón,
sem lengi var bóndi í Fljótum, en
býr nú hjá dóttur sinni á Sauðár-
kroki, Jórunn og Petra Björg sem
eiga báðar heima í Reykjavík.
Halldóra fór á unglingsárum til
Reykjavíkur og vann lengst af við
verslunarstörf. Var hún um árabil
útibússtjóri hjá versluninni Liv-
erpool í Reykjavík.
Hinn 5. október 1935 gengu þau
sem hún gaf svo ríkulega af því
besta sem hún átti í list sinni.
Hún fæddist i Stokkhólmi 25.
janúar 1908. Foreldrar hennar
voru Betty Elisabeth og Axel
Erdmann listmálari. Hún hlaut
nöfnin Agnes Margareta Erd-
mann. Foreldrar Gretu slitu sam-
vistir og fluttist hún þá með móður
sinni til Danmerkur, þar sem hún
ólst upp fram á tíunda aldursár.
Fór hún þá aftur til Stokkhólms
og kynntist úr því föður sínum á
ný. Fimmtán ára gömul hóf hún
nám í Konstfackskolan í Stokk-
hólmi og nam þar meðal annars
skreytilist. Á þeim árum ferðaðist
Greta um Svíþjóð með föður sín-
um, en hann lagði sig sérstaklega
eftir sænskri alþýðulist og skreyti-
list sænskra timburkirkna. Árið
1927 fór ungur Vopnfirðingur, Jón
Björnsson, til náms við sama skóla
og Greta nam við. Þar hófust kynni
þeirra Jóns og Gretu, og kom hún
með honum til íslands árið 1929.
í janúar 1930 giftust þau og settust
að í Reykjavík. Bjuggu þau fyrst
á Vesturgötu, en síðar um árabil
í Laugatungu í Laugardal. Þar
komu þau sér fyrir í gömlum úti-
húsum á þann hátt sem mörgum
varð eftirminnilegt að sjá og
prýddu umhverfi sitt mjög með
fjölbreyttri ræktun. 1968 fluttust
þau hjón svo í hús sitt að Norður-
brún 20, þar sem þau áttu heima
æ síðan.
Fjögur urðu börn þeirra Jóns og
Gretu, en þau eru: Margrét Betty,
sem búsett er í Garðabæ. Karin
býr á Vindási á Rangárvöllum.
Guðlaug Sigurbjörg er búsett á
Akranesi og Guttormur býr einnig
á Akranesi. Eru barnabörnin nú
13 og þeirra börn einnig 13. Mar-
grét Katrin skólastýra á Löngu-
mýri í Skagafirði er dóttir Jóns.
Kom hún á heimili þeirra Jóns og
Gretu um fermingu og tók Greta
henni sem sínu barni upp frá því
og urðu raunar miklir kærleikar
með þeim tveimur allt til hins
síðasta. Mann sinn missti Greta
þann 30. júlí 1980, en þann dag
varð hann 77 ára.
Lengi var Greta húsmóðir á
stóru heimili og það hlutverk rækti
í hjónaband Halldóra og Björn L.
Jónsson frá Torfalæk. Hann and-
aðist 15. september 1979. Hann var
veðurfræðingur og vann á Veður-
stofu íslands í 30 ár. Seinna varð
hann læknir, síðast yfirlæknir á
Heilsuhæli Náttúrulækningafé-
lags íslands í Hveragerði frá 1.
júní 1965 til dauðdags.
Þau Halldóra og Björn eignuð-
ust þrjú börn. Eitt þeirra lést ný-
fætt. Tvö komust til fullorðinsára.
Þau eru: Ingibjörg fædd 6. ágúst
1936 og Guðmundur fæddur 13.
desember 1945. Ingibjörg er deild-
arstjóri í fjármálaráðuneytinu,
gift Magnúsi Ingimarssyni hljóm-
listamanni yfirverkstjóra hjá
Prentsmiðjunni Eddu í Reykjavík.
Guðmundur er verkfræðingur og
stjórnar Verkfræðistofu Suður-
nesja i Keflavík, kvæntur Vilborgu
Georgsdóttur bankagjaldkera.
hún af þeirri samviskusemi, sem
einkenndi hana í öllu. Ávallt iðkaði
hún þó list sína eftir því sem tök
voru á og helgaði sig henni æ
meir með árunum. Málaði hún
myndir og hélt nokkrar sýningar.
Bar þar mikið á vatnslitamyndum
en einnig málaði hún olíumyndir
og sýndi tauþrykk. Margs konar
muni skreytti Greta, stóra og
smáa. Voru það bæði húsmunir
fólks og kirkjugripir. Mikið fékkst
hún og við vefnað og loks má geta
um það, hve lagin og hugkvæm
garðyrkjukona Greta var.
1933 munu þau hjónin hafa séð
um málningu og skreytingu Þjóð-
kirkjunnar í Hafnarfirði. Var það
upphafið á þeim hætti í listiðju
Gretu Björnsson, sem ég þekki
best til og lengi mun halda nafni
hennar á loft á meðal þjóðarinnar.
Þar á ég við kirkjuskreytingarnar,
en þau hjónin unnu að málningu
og skreytingu yfir fjörutíu kirkna.
Jón var málarameistari og unnu
þau þessi verk í nánu samstarfi.
Hvað sem einstaka menn kynnu
nú að vilja hnjóða í þetta starf
þeirra, þá verður því ekki á móti
mælt, að Greta Björnsson olli
nokkrum straumhvörfum í ís-
lenskri kirkjulist. Þar sem hún
kom við sögu vék litaspil brjóst-
sykurlitanna fyrir markvissara
samspili dýpri tóna. Þar fór einnig
svo, að meiningarlaust smekks-
atriðaflúr vék fyrir myndmáli því
sem kirkjan hefur um aldir notað
til að boða raunveruleikann hand-
an myndanna sem augað sér. í
skreytingum sínum notar Greta
gjarnan hið sígilda táknmál kirkj-
unnar og brá hún á loft sjálfsögð-
um og þörfum táknum, sem ekki
höfðu sést á íslandi í langa tíð. í
kirkjuskreytingum sínum minnti
Greta okkur á þau augljósu sann-
indi, að eins og það er til lítils að
kunna að draga til stafs ef maður
kann ekki að lesa, þá er til lítils
að ætla að skreyta kirkju án þess
að vita nokkuð um hvað boðað
skal í helgidóminum.
Fyrir allt þetta stendur íslensk
kirkja í þakkarskuld við Gretu
Björnsson og í sérstakri þakkar-
skuld stöndum við hér á Selfossi.
Þetta segi ég vegna þess, að Greta
skreytti Selfosskirkju áður en hún
var vígð árið 1956. Selfosskirkja
var hennar stærsta verk. Bæði
kom hún að kirkjunni nýrri og svo
býður hún upp á óvenjulega mynd-
fleti. Við þetta verk lagði Greta
mikla alúð. Þar sáu menn hana
standa við votan múrinn með
pensilinn í annarri hendi og nýja
testamentið í hinni. Ofan við súlur
í kirkjuskipinu, beggja vegna, er
myndröð, er tákna skal kirkjuárið.
Áhrifamikið er að fylgja myndun-
um eftir og ihuga efni þeirra og
blæ. Þetta þekki ég af eigin reynslu
og einnig af því að hafa oft notað
þessar myndir sem fræðsluefni
fyrir viðstadda. Þegar við á kom-
andi tíð munum njóta þessara
mynda og hljóta not af boðun
þeirra, munum við í þakklæti
minnast höfundarins og um leið
þakka gjafara allra góðra hluta
þá blessun sem hann lagði okkur
með starfi þessarar gengnu systur.
Barnabörnin voru 7 alls og eitt
barnabarnabarn.
Frú Halldóra var greind kona
og dugleg að hverju sem hún gekk,
myndarleg húsmóðir og gestrisin.
Árni Ásbjarnarson framkvæmda-
Halldóra Guðmunds-
dóttir — Minningarorð
Greta Björnsson er eftirminni-
leg þeim sem henni kynntust. í
framkomu allri var hún yfirlætis-
laus og hljóðlát. Sífellt var hún
þó starfandi og áhugaefnin ætíð
nóg. Hún var vönduð manneskja í
öllu, góðgjörn og skilningsrík. Hún
var kona, sem bjó yfir heilbrigðum
tilfinningum, ærlegum mannskiln-
ingi, og átti lifandi von í trú sinni
á frelsara sinn og Drottin. Guði
séu þakkir fyrir það allt. Guð
blessi minningu hennar og varð-
veiti ástvini hennar alla.
Sigurdur Sigurðarson, Selfossi
Það er einhver tómleiki, sem
fyllir hugann, þegar vinir hverfa
héðan, en það er lögmál lífsins, er
aldur færist yfir og heilsu þrýtur.
Dauðinn kemur oft fyrirvaralítið
og þannig var með vinkonu mína,
Gretu Björnsson, listmálara.
Greta var sænsk að þjóðerni, en
varð sannur íslendingur. Hún kom
ung til íslands, er hún giftist Jóni
Björnssyni, málarameistara. Tók
hún fljótt ástfóstri við ísland og
íslenska náttúru, enda sá hún, sem
listakona, margt það sem aðrir
sjá ekki yfirleitt og það festi hún
á pappír og léreft okkur hinum til
gleði að njóta.
Einnig eru þær margar kirkjur
landsins, sem þau hjónin, Greta
og Jón, máluðu og skreyttu, og var
það lífshamingja þeirra að list-
hneigð beggja fór saman.
Greta var hógvær kona, bæði í
list sinni og lífi, sem er einkenni
hins sanna listamanns. Auk þessa
voru garðyrkja og gróðurstörf
henni hugleikin, enda var mikið
ræktað við litla húsið Laugatungu,
þar sem þau hjónin undu saman
besta hluta ævi sinnar. Ber sá
garður elju þeirra vitni um
ókomna tíð. Margar voru þær
gleðistundir sem við hjónin, og
aðrir vinir, áttum á heimili Gretu
og Jóns. Þar ríkti einstakt and-
rúmsloft, að ekki sé talað um jólin,
sem þar voru ætíð haldin með sér-
stökum blæ. Jón andaðist fyrir
rúmum fimm árum og hélt Greta
eftir það heimili sínu við Norður-
brún af reisn meðan kraftar
leyfðu.
Ég veit að hún syrgði Jón, en
þau hjónin áttu góð börn, sem
studdu móður sína eftir mætti.
Börn þeirra eru fimm, fjórar dæt-
ur og einn sonur. Af þeim var
Margrét lengst viðloðandi heimilið
báðum til mikillar gleði.
Greta var ein af stofnendum
félags okkar málarameistara-
kvenna og reyndist þar góður liðs-
maður og eru henni færðar bestu
þakkir fyrir það. Greta Björnsson
var dóttir hins kunna sænska list-
málara Axels Erdmann, og átti
hún fögur málverk eftir föður sinn.
Greta andaðist 14. þ.m. í Borg-
arspítalanum og verður jarðsett í
dag. Ég og fjölskylda mín vottum
börnum og öðrum aðstandendum
samúð. Blessuð sé minning Gretu
Björnssön.
Svava Ólafsdóttir
stjóri, starfsmaður Björns á
Heilsuhælinu í Hveragerði um
margra ára skeið þekkti þau hjón-
in betur en flestir aðrir. Hann
segir um Halldóru í minningar-
grein um Björn: „Sambúð þeirra
hjóna hefur verið farsæl, Björn
mat konu sína mikils. Þau áttu
fallegt og friðsælt heimili og frú
Halldóra veitti manni sínum
elskulega alúð, styrk og hlýju til
hinstu stundar." Þessi ummæli eru
rétt og sönn og vil ég gera þau að
mínum orðum.
Fjölskyldurnar frá Torfalæk
minnast Halldóru með sérstakri
þökk fyrir vináttu hennar og
hjálpfýsi, ekki síst við föður okkar,
Jón Guðmundsson, á síðari æviár-
um hans.
Síðustu árin átti Halldóra við
vanheilsu að stríða, einkum eftir
að maður hennar dó. Að síðustu
dvaldi hún á Borgarspítalanum í
Reykjavík B-álmu, og var öll
umönnun þar svo góð, að ekki varð
á betra kosið. Fyrir það er hér
þakkað fyrir hönd aðstandenda.
Guðmundur Jónsson