Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 43 ;ani SVARARI SIMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS If Tvískinnungur í málrækt- arstefnu Morgunblaðsins Til Velvakanda. I forystugrein Morgunblaðsins 11. október sl., er fjallað m.a. um áhrif enskrar tungu á íslenskt mál. í greininni er lögð áhersla á að undanfarið hafi Morgunblaðið varað við hættu, sem stafar af er- lendum áhrifum á tungu okkar og menningu. í umræddri grein segir einnig að það hafi jafnan verið grundvallarregla hjá Morgunblað- inu að birta ekkert, hvorki rit- Góð lög og góður söngur stjórnartexta eða auglýsingar, á öðru tungumáli en íslensku. Því geri ég þessa forystugrein Morgunblaðsins að umræðuefni nú, að mér finnst gæta þar lítils- háttar tvískinnungs. Aðeins 6 síð- um aftar en forystugreinina birtir Morgunblaðið á hverjum einasta degi og hefur gert svo um langan tíma, myndasöguna „Smáfólkið" með enskum texta. Myndasögur eru, eins og flestir vita, vinsælt efni, ekki síst hjá yngri kynslóðinni, þeim sem auð- veldast er að hafa áhrif á. Að vísu eru jafnframt birtur íslenskur texti undir umræddri myndasögu, en samt stingur enski textinn í augun. Hina yfirlýstu stefnu Morgun- blaðsins, að birta ekkert á öðru tungumáli en íslensku, er til mik- ils sóma hjá svo víðlesnu blaði, en þá líka nauðsynlegt að fylgja henni út i ystu æsar. Jafnvel fynd- ist mér, nöfn sögupersónanna { annari myndasögu hjá Morgun- blaðinu, sem birt er undir heitinu „x-9“ ættu að vera íslensk. Þar eru mannanöfn og staðaheiti jafnan höfð á ensku og eru því hinar mestu málrósir. Finnst mér vera ástæða til þess, — í tilefni af fyrrnefndri forystu- grein — að vekja athygli á þessari misfellu í framkvæmd málrækt- arstefnu blaðsins. Með kveðju Hagbarður Síðskeggs Hcuid- lyfH- wgnor Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-handlyfti- vagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. Útvegum einnig allt sem viðkemur flutningstækni. LÁGMÚU5, 105 REYKJA VÍK SlMI: 91 -68 52 22 PÓSTHÓLF: 887, 121REYKJAV/K spurt og svarad Kona í Breiðholti hringdi: Ég skrapp í Þórscafé til að hlusta á keflvísku söngvarana sem fram koma á „Fimm stjörnu kvöldi" danshússins. Er skemmst frá því að segja að ég varð mjög hrifin, því lögin voru hvert öðru betra og söngurinn góður. Hljómsveitin Pónik annaðist und- irleik og stóð sig með prýði. Eingöngu voru leikin og sungin lög eftir þá Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason. Jóhann G. hefur einn samið á þriðja hundrað laga og þegar bætt er við tónsmíðum Gunnars Þórðarssonar, sem ekki er með í hópnum í Þórscafé, getur maður ekki varist þeirri hugsun að ef tefla ætti fram „landsliði dægurlagasmiða" ætti Keflavík þar flesta menn. Sjómenn starfi í Þór í frítímum 4465—8070 skrifar. Nú er Slysavarnafélagið búið að „kaupa" Þór. Þá er að reka hann. Hafnar- gjöld, tæplega 250.000 krónur á ári, ættu að fást eftirgefin eins og þegar skipið var varðskip. Ekki er leyfilegt samkvæmt reglum hafn- arinnar að hafa skipið vakt- mannslaust í höfn enda mjög óæskilegt. Einnig er kostnaður við rafmagn þegar legið er við bryggju, tryggingar, málningu og annað til viðhalds, auk kostnaðar við olíu og vatn. Síðan þarf að manna skipið til siglinga, vakta og viðhalds. Mín tiilaga er að félagar Farmanna- og fiskimannasambandsins og Sjó- mannasambandsins ásamt öðrum sem vildu leggja hönd á plóginn, gerðu það sama og flugmenn gera í frítíma sínum, þegar þeir manna landgræðsluflugvélarnar. Hvar er Dynasty? Spurning Hafdis Ásgeirsdóttir er orðin langeyg eftir næsta þætti úr myndaflokknum „Dynasty“ sem verið hefur til útleigu á mynd- bandaleigum um nokkurt skeið. „Siðasti þáttur kom í maí síðast- liðnum og þá var lofað að haldið yrði áfram þar sem frá var horfið í ágúst. En nú er komið fram í október og ekkert bólar á nýjum þætti. Hverju sætir þetta?“ Svar: Pétur Kristjánsson forstjóri Stigs hf. sem flutt hefur inn „Dyn- asty“ sagði að ekki stæði til að fyrirtækið flytti inn fleiri þætti: „f fyrstu fengum við 36 þætti en þeg- ar stóð til að halda áfram höfðu 6 eða 7 aðilar gert tilboð i þættina þannig að fyrirframgreiðsla hafði hækkað til mikilla muna. Þess vegna treystum við okkur ekki til frekari innflutnings, en án efa verða aðrir til að sjá landanum fyrir „Dynasty". VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 30 hö. Hraöabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI; 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.