Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
Mikið vatnsveður á Siglufirði:
Aurskriður lokuðu
vegum og vatn
flæddi inn í hús
Siglufirði, 26. október.
MIKIÐ vatnsveður hefur verið hér
á Siglufírði og hefur vatnselgurinn
valdið skemmdum bæði á húsum og
vegum. Miklar aurskriður féllu á
veginn bæði austan og vestan við
Strákagöng í gær og lokaðist vegur-
inn af þeim sökum. Unnið hefur
verið að viðgerð á veginum og er
búist við að henni Ijúki dag.
Að sögn stöðvarstjórans í Skeið-
fossvirkjun fór vatnsborðið um 30
sentimetra yfir það sem eðlilegt
er. Hvanneyrará stíflaðist og
flæddi inn alla Hvanneyrarbraut
og inn í hús víða i bænum. Fyrir
utan vegaskemmdir hefur vatns-
elgurinn valdið talsverðu tjóni á
húsum hér í bænum. Meðal annars
varð tjón á nýju íþróttabygging-
unni, sem fylltist af aur og grjóti.
Er þetta eitthvert mesta vatnsveð-
ur sem hér hefur komið í manna
minnum.
Fréttaritari
ar um 7,2 %
VERÐLAGSRÁÐ hefur samþykkt 7,2% hækkun á útsöluverði
gasolíu. Hver lítri hækkar um 80 aura, úr 11,10 í 11,90 kr.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að hækkunin hafí verið
heimiluö vegna hækkunar á innkaupsverði olíunnar.
Kristján Ragnarsson formað- Sagði Kristján að svo virtist sem
ur Landssambands íslenskra út- ekki væri sama hver ætti í hlut
vegsmanna sagði, þegar álits hjá Verðlagsstofnun því LÍU
hans var leitað á hækkuninni, væri ekki enn búið að fá svar við
að markaðsverð á olíu hefði
hækkað og þess vegna væri ekk-
ert við hækkuninni að segja.
Viðskiptabankamir:
Lánveitingar til sjávarútvegs
takmarkaðar við 75 % afurðalán
Geti fyrirtækin ekki starfað á þeim grundvelli, verða þau bara
að loka, segir Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans
beiðni sinni um staðgreiðsluverð
á olíu sem Verðlagsstofnun hefði
verið sent í sumar.
Olíufélögin sóttu um hækkun
olíu vegna þess að þau þurftu að
kaupa olíu á hærra verði á al-
mennum markaði þar sem olíu-
laust var að verða í landinu en
olía fékkst ekki afgreidd frá
Sovétríkjunum. Að sögn Georgs
kom síðan í ljós að orðið hafði
almenn hækkun á gasolíu. Hann
sagði að meðalverð birgða í
landinu væri orðið um 7% hærra
en var við síðustu verðákvörðun,
auk þess sem Bandaríkjadollar
hefði hækkað um 1,6% á sama
tíma.
Ypsilon-ralliÓ:
Hörkukeppni um efstu sætin
ÞEGAR þremur sérleiðum var
ólokið í Ypsilon-rallinu var staðan
mjög tvísýn og hafði verið hörku-
keppni um efstu sætin frá byrjun,
aðeins sekúndur skildu keppendur
að á einstökum sérleiðum. Félög-
unum Þórhalli Kristjánssyni og
Sigurði Jenssyni á Talbot Sunbeam
Lotus hafði þó tekist að smáauka
forskot sitt, en þeir náðu fljótlega
forystu í keppninni.
Er Morgunblaðið fór í prentun
höfðu þeir 40 sekúndna forskot
á bræðurna ólaf og Halldór
Sigurjónssyni á Escort. Slíkt
þykir lítill munur í rallkeppni.
Þessar tvær áhafnir voru í sér-
flokki, en mikil barátta var um
næstu sæti á eftir. Aðeins 40
sekúndur skildu næstu þrjá bíla
að, en Jón Ragnarsson og Rúnar
Jónsson voru í þriðja sæti. Einn
keppnisbíll eyðilagðist í gær. ók
Eiríkur Friðriksson Escort sín-
um útaf. Staðan eftir sérleið við
Svartagil: Þórhallur 54,56 mínút-
ur í refsingu, ólafur 55,36, Jón
59,29, Þorsteinn Ingason 59,01,
Ásgeir Sigurðsson 59,29 mínútur.
MorgunblaðiÖ/Gunnlaugur Rögnvaldsson
„Það þýðir víst ekki annað en að gefa hressilega í núna,“ sagði Þórhallur Kristjánsson fyrir keppni. Hann hefur
staðið við orð sín og stefndi í gær hraðbyri aðlslandsmeistaratitlinum í rallakstri.
Gasolía hækk-
Viðskiptabanakarnir hafa nú tekið
þá ákvörðun að takmarka lán til sjáv-
arútvegsins við afurðalán, sem nemi
75% af áætluðu skilaverði. Stjórn-
endur þeirra telja sig ekki lengur
geta fjármagnað taprekstur með lán-
veitingum og segja að gangi fyrirtæk-
in ekki við þessa kosti verði þau að
hætta rekstri.
Þetta kom fram í ræðu Jónasar
Haralz, bankastjóra Landsbank-
ans, á aðafundi Samtaka fisk-
vinnslustöðvanna á föstudag. Jón-
as sagði, að skuldbreytingu fyrir-
tækja í sjávarútvegi, bæði við
opinbera lánsjóði, banka og aðra
viðskiptavini, væri nýlega lokið og
nú yrði að taka upp eðlilega við-
skiptahætti. Nú væru afurðalán
75% af áætluðu skilaverði og í
erlendum gjaldeyri. Áður hefðu
afurðalánin verið með þeim hætti,
að hluti þeirra hefði verið í er-
lendri mynt, endurkeyptur af
Seðlabankanum og ofan á þann
hluta hefði síðan komið viðbótar-
lán úr viðskiptabönkunum, mis-
hátt hlutfall fasta hlutans. Nú
væri hvorki meira né minna en
75% af áætluðu skilaverði lánað.
Væri fyrirtæki í fjárhagsvandræð-
um og afurðalánin dygðu ekki
gætu stjórnendur þeirra komið í
bankann og fengið fyrirgreiðslu til
skamms tíma, sýndu þeir fram á,
að erfiðleikarnir væru aðeins
tímabundnir. Gætu fyrirtæki ekki
gengið á þessum grundvelli yrðu
þau bara að loka. Það væri ekkert
sem bankarnir gætu gert eða gerðu
til þess að halda fyrirtækjum
gangandi, því þá væru þau bersýni-
lega rekin með tapi og bankarnir
gætu ekki staðið undir taprekstri.
Þetta væru breytt viðhorf frá þvf,
sem áður var, því á erfiðleikatíma-
bilinu frá 1982 til loka skuldbreyt-
ingar, hefði fyrirtækjum verið
haldið gangandi vegna þess, að
einhverjar aðgerðir hefðu verið
framundan, gengis- og skuldbreyt-
ingar. Nú væri þessu lokið og sjáv-
arútvegurinn yrði að starfa við
þær aðstæður, sem hefðu verið
myndaðar. Gæti hann það ekki,
væri það ekki á færi bankanna að
halda honum gangandi og engum,
greiði gerður með því. Þess vegna
væru ströng fyrirmæli um að það
skyldi ekki gert.
Nafn drengsins
sem beið bana
DRENGURINN, sem lést þegar
hann varð fyrir vörubifreið á Höfn
í Hornafirði, hét Sævar Þór Vals-
son, til heimilis að Hæðargarði 4,
Nesjum í Hornafirði. Hann var
ellefu ára, fæddur 17. apríl 1973.
Sævar heitinn var á leið úr skóla-
sundi, þegar hann varð fyrir vöru-
bifreið á Hafnarbraut í Höfn í
Hornafirði.
Atvinnuráðstefna
íÓlafsvík:
Sjónvarpað
beint til
bæjarbúa
Ólafsrík, 26. október.
í MORGUN hófst hér atvinnumála-
ráðstefna á vegum bæjarstjórnar,
atvinnumálanefndar Ölafsvíkur og
samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, opnaði ráðstefnuna
með ítarlegri ræðu um fiskveiði-
stefnuna. Um hádegi höfðu 12
manns kveðið sér hljóðs, en jafn-
framt umræðum um sjávarútvegs-
mál verða framsögur um ýmis
önnur mál, er varða atvinnulíf í
ólafsvík.
Á annað hundrað manns eru á
ráðstefnunni, sem er sjónvarpað
beint til allra bæjarbúa um kapal-
kerfí Fréttaritari
Von á Mikka mús á
skjáinn á næstunni
SAMNINGAR hafa tekist milli sjón-
varpsins og bandaríska fyrirtækisins
Walt Disney um kaup á efni frá
fyrirtækinu. fslensk böm mega því
eiga von á því á næstunni að sjá
nokkrar helstu teiknimyndapersón-
urnar á skjánum hér, svo sem Mikka
mús, Andrés önd, Plútó og aðra
góða.
Þá var samþykkt í útvarpsráði
á föstudaginn að hefja í janúar-
mánuði 1986 beinar útsendingar í
sjónvarpinu á einskonar „maga-
zín-þætti“ undir stjórn Ómars
Ragnarssonar, þar sem reynt
verður að gera helstu þáttum þjóð-
lífsins, fréttum, menningu og list-
um og íþróttum skil. Þetta sagði
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
útvarpsráðs, blaðamanni Morgun-
blaðsins. Sagði hún að þátturinn
myndi verða sendur út vikulega
til að byrja með, undir nafninu
„Á liðandi stundu“.
Inga Jóna sagði að méiningin
væri að inn í þennan þátt kæmu
umfjöllunarefni sem verið hefðu i
öðrum þáttum sjónvarpsins, svo
sem það efni sem verið hefur i
Glugganum og fleiri þáttum.
Þá sagði Inga Jóna að rætt hefði
verið á þessum fundi með hvaða
hætti hægt yrði að haga útsend-
ingum á nýársnótt nk. en hug-
myndir væru uppi um að eftir
miðnætti yrði skemmtiprógramm
í beinni útsendingu, þar sem ýmsir
kæmu við sögu. Sagði hún að verið
gæti að hliðsjón yrði höfð af þeim
þætti, sem var í beinni útsendingu
á nýársnótt síðastliðinni í útvarp-
inu, en þó væru hugmyndir þar
að lútandi ekki fullmótaðar. Þá
var ákveðið að vera með beina
útsendingu á gamlárskvöld frá
áramótabrennu og mun leikhópur-
inn Svart og sykurlaust aðstoða
við þá dagskrárgerð. Inga Jóna
sagði að gengið hefði verið frá
dagskrá hátíðardaganna á fundin-
um. Ákveðið væri að jólaleikritið
yrði „Bleikar slaufur", sjónvarps-
leikrit Steinunnar Sigurðardóttur,
og á jóladag og annan í jólum
yrði sýnd mynd um Jóhannes
Kjarval, I tilefni þess að 100 ár