Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 3 Sláturtíð að ljúka f Strandasýslu: Fallþungi dilka minni en oftast áður Nokkrar rollur urðu léttari í haust og skutu dauða sínum i frest UorgunblaðiS/Sigrlður Þórannadóttir. Þessari á, sem er eign Jóns Stefinasonar ( Broddaneai, tókst að bjarga Iffi sfnu meó því aó eignast tvö státin lömb nú f október. Björn Þorsteinsson ÚT ER komin hjá Politikens Forlag í Danmörku saga Íslands eftir Björn Þorsteinsson, prófessor, meó aðstoð sagnfræðinganna Bergsteins Jóns- sonar og Helga Skúla Kjartanssonar. Þetta er í fyrsta sinn, sem saga 1»- lands er gefin út í Danmörku. Bókin er sú þríðja f fimm binda rítröð um sögu Danmerkur utan beimalands- ins. Bók þessi hefur ekki verið gefin út á íslenzku, en fyrirhugað er að gera svo með auknum kaflanum um 20. öldina. í frétt frá Politikens Forlag um útgáfu bókarinnar segir meðal annars, að þar sem saga landanna hafi verið samtvinnuð á sjötta hundrað ára, sé það eðlilegt að saga íslands skipi sinn sess f rit- röðinni um sögu Danmerkur utan heimalandsins. Hinn virti sagn- fræðingur og prófessor Björn Forsfós bókarinnar. Þorsteinsson hafi skrifað þessa fyrstu frásögn um sögu íslands frá upphafi fram á þessa öld, sem komið hafi út á dönsku. Þegar saga tslands sé sögð, sé það eðlilegt að hún fjalli ekki aðeins um sam- bandið við Danmörku. Hin mögru ár fyrir 1382 og hins vegar tiltölu- lega færri ár eftir 1944 eigi vissu- lega sinn þátt í mótun sögu lands- ins, sem í dag sé fremur fámennt, en mjög tækniþróað og vel skipu- lagt ríki með góða afkomu. Frásögnin um rúmlega 1.000 ára sögu íslands sé áhrifamikil og aðeins i stórum dráttum kunnug dönskum almenningi. Honum gef- ist með útgáfu þessarar bókar ómetanlegt tækifæri til að kynnast sögu þessa norðlæga lands, sögu, sem i hundruð ára hafi einnig verið hluti af sögu Danmerkur. Broddanesi, 20. október. _ SLÁTRUN er nú ýmist lokió eða um það bil að Ijúka hér í Strandasýslu. I sýslunni eru fjögur sláturhús og þar af eru aðeins tvö löggild en tvö eru á undanþágum. Kaúpfélag Strandamanna rekur sláturhús á Norðurfirði, Kaupfélag Steingrfmsfjarðar á Hólmavfk, Kaupfélag Bitrufjarðar á Óspaks- eyri og Kaupfélag Hrútafjaröar á Borðeyri. Mestu umsvifin eru i sláturhús- inu á Hólmávfk, en þar er jafn- framt frystihús. Þetta haust var slátrað þar á sautjánda þúsund fjár og er það nokkur aukning frá þvf sem verið hefur. Munar þar mest um fé sem flutt var norðan úr ísafjarðardjúpi til slátrunar i Hólmavfk, um þrjú þúsund talsins. Fallþungi dilkanna var aftur á móti nokkru minni en i fyrra eða um 16 Vi kg að meðaltali. Af stórgrip- um var slátrað um 20 nautgripir og 10—15 hrossum, en hér um slóð- ir eru aðallega fjárbændur. Slátur- tfðin gekk sæmilega en mannfæð tafði þó nokkuð fyrir framgangi vinnunnar. Ekki tókst að slátra nema um 900 á dag í stað 1.000— 1.100 sem væri æskilegt. Ástæður þess hve illa gekk að fá fólk eru eflaust ýmsar, en kannski fyrst og fremst þær að kaupið þykir ekki mjög eftirsóknarvert. Atvinnu- ástand er fremur gott á Hólmavfk og nágrenni og fólk tekur sér ekki frf úr annarri vinnu, jafnvel þótt það ætti þess kost, til að fara að vinna f sláturhúsinu fyrir lágt kaup. Flest yngra fólk sem er við nám er farið burt, þar sem skólar eru vfðast byrjaðir. Bændur hafa verið aðal vinnuaflið en þeir þurfa margir að fara langan veg dag hvern til vinnu og ekki eiga allir alltaf heimangengt þar sem ýmsu öðru þarf að sinna. Engin úrvinnsla afurða fer fram á Hólmavfk, en kaupfélagið er aðili að Sambandinu og fer megnið af kjötinu og öðrum afurðum suður til Reykjavíkur til úrvinnslu og markaðsdreifingar á vegum þess. Á Borðeyri verður slátrað um 15.000 fjár og um 50 stórgripum, en slátrun lýkur þar f þessari viku. Ekkert frystihús er á Borðeyri svo allt kjöt, sem og ullin, fer beint til Reykjavíkur. Treglega gekk og þar að fá fólk til vinnu. Á Óspakseyri var skortur á vinnuafli framan af en úr rættist þó áður en yfir lauk og gekk slátur- tíðin vel. Af Norðfirði er sðmu sögu að segja og annars staðar úr sýslunni, illa gekk að fá fólk og gengur verr með hverju árinu. Þar lauk slátrun f sfðustu viku. Á fjórða þúsund fjár var slátrað þar en einnig var selt þaðan fé á fæti inn á nokkur riðu- veikisvæði, um sex hundruð gimbr- ar, og er það liður f að fylla upp i skörðin þar sem þurft hefur að skera niður fé sökum veikinnar. En að sögn dýralæknisins í Strandasýslu, Guðbjargar Þor- valdsdóttur, hefur ekki borið á neinum alvarlegum sjúkdómum í sauðfé hér um slóðir. Sumarið var fremur kalt f sýsl- unni og á það eflaust sinn þátt f þvf að fallþungi dilkanna er alls- staðar minni en oft áður. En þrátt fyrir kalt sumar heyjaðist vel svo að það fé sem á var sett þarf ekki að kvíða vetrinum. Nokkrar rollur, sem fóru geldar á fjall í vor urðu léttari nú f haust, og skutu þannig dauða sfnum á frest. Svo er verið að segja að sauökindin sé heimsk! — Sigrfður Saga íslands gefin út á dönsku Höfundur er Björn Þorsteinsson, prófessor ■W- T i / Vetrarm og viðskiptaferðir Skíðadýrð í Lech Toppurinn í skíöaferöum Brottfarardagar: 21. des. uppselt 18. jan., 1., og 15. febr., 1. og 15. marz — 2 vikur. Vetrardvöl á Costa del Sol Ódýrust vetrarsól Styttiö veturinn og njótiö lífsins á sólarströndinni. Brottför: 20. nóv., 4., 11. og 18. des. — jólaferö — 8., 15., 22. og 29. jan., 5., 12., 19. og 26. febr., 5. og 12. marz — 26. marz páskaferö. Ferdaskrifstofan UTSÝIM Heimsborgin London Miöstöö viðskipta og listalífs Evrópu meö þaulkunnugum farar- stjóra Útsýnar. Vikulegar brottfarir föstudaga. Amsterdam Þar finna allir eitthvaö viö sitt hæfi. Listviö- buröir, skemmtanir, verzlanir, sælkeralíf litríkt mannlíf. Vikulegar brottfarir fimmtudaga. Austurstræti 17, sími 26611. Kanaríeyjar Nú fer hver aö veröa síöastur aö tryggja sér far meö Kanarí- klúbbnum. Brottför 17. des. upp- selt, 7. jan. uppselt, 28. jan., 18. febr. Örfá sæti, 11. marz uppselt. Vörusýningar á næstunni Diisseldorf: DRUPA 2,—15. maí 1986. Frankfurt: HEIMTEXTIL 9.—12. jan. 1986. FRANKFURT INTERNATIONAL FAIR 1.—5. marz 1986. Köln: PHOTÓKINA 3.-9. sept. 1986. MUnchen: ISPO 20.—23. febr. 1986, BAUMA 7.-3. apríl 1986. Hanover: CONSTRUCTA 19,—26. febr. 1986. HANOVER FAIR 9,—16. apríl 1986. Birmingham: INTERNATIONAL SPRING FAIR 2.-6. febr. 1986. Köbenhavn: FASHION WEEK 27. febr,—2. marz 1986. SCANDINAVIAN FURNITURE FAIR 7.—11. maí 1986. WORLD FISHING 17,—21. júní 1986.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.