Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Saumurinn mættur eða Kjögx kveður sér hljóðs Þérarina EMjárn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þórarinn Eldjárn: MARGSAGA. Gullbringa 1985. Nöfnin á smásögum Þórarins Eldjárns eru sum sérkennileg. Ein sagan kallast Yxu víur og hefst á þessum orðum: „Föstudagurinn langi er langur. Ég veit þetta er flatt, en ég finn bara ekkert betra yfir það. Hann var að minnsta kosti langur þessi. Svona huglægt séð. Auðvitað var hann þó ekki nema tólf tímar. Ekki nema? Jæja það er nú 8VO..." Margsaga birtir sögur úr hversdagsleikanum, stundum smámyndir úr næsta nágrenni, en líka margræðari sðgur sem skilja má táknrænt eftir því hvort les- andinn hefur fjörugt hugmyndalíf eða ekki. Frásögnin er sjaldan flöt, en slíku bregður þó fyrir, einkum þegar höfundurinn beinir skeytum sínum í ákveðnar áttir, að lögreglu og gagnrýnendum til dæmis. Yfirleitt er Þórarinn Eld- járn fyndinn. í Margsaga er fyndni hans góðlátleg, en í henni broddur á stöku stað. Nokkrar sagnanna eru mjög stuttar, eiginl- ega eins og sendibréf, aðrar trúar þeim hugmyndum sem menn gera sér almennt um smásögur. Það er ekki auðvelt að gera upp á milli þessara sagna. Þær njóta sín vel saman í bók. Hinar styttri vekja þó meiri athygli. En það merkir ekki að þær séu endilega betri en lengri sögurnar og hefð- bundnari. Þær sýna einfaldlega þróun í skáldskap Þórarins Eld- járns, þróun sem var líka greinileg í ljóðabók hans, Ydd, sem kom út í fyrra. Þessa þróun mætti orða svo að Þórarinn láti ekki nægja að yrkja gamankvæði og skrifa gamansög- ur. í Margsaga er Konu saknað dæmi um það sem hér hefur verið reynt að koma orðum að. Maður virðir fyrir sér mynd í dagblaði af konu sem er saknað. Eins og hann segir sjálfur er það sjaldan „sem dagblöðin koma inn um lúguna og segja eitthvað sem snertir mann persónulega". í einræðu mannsins sem ávarpar horfnu konuna í dag- blaðinu er gefin i skyn lengri saga en sú sem rúmast á rúmlega einni blaðsíðu í smásagnasafni: „Ég þekkti þig strax, og myndin kallaði fram j huga minum mynd af þér eins og þú varst, en það hafði mér ekki tekist lengi, að fá fram skýra mynda af þér hugan- um ..." M y n d i n skýrist og verður einnig lesandans eftir því sem hún er betur skoðuð. Tvær aðrar sögur, líka stuttar, eru dálítið óvenjulegar með hlið- sjón af öðru sem Þórarinn Eldjárn hefur skrifað. Saumavélin er ekki gamansaga, heldur háðsk úttekt á skáldi og yrkisefni. Skáldið rekst á kirkju og hún minnir það á saumavél. Én varast ber orðaleiki. Saumavél má ekki hitta regnhlíf uppi á skurð- borði eins og í ljóði eftir súrreal- ista. í framhaldi af henni er saum- ur og hver er saumurinn? Líkfylgd liðast út um kirkjudyrnar: „Saumurinn mættur, hugsaði skáldið, og efnið verður þá bara að vera... lífið sjálft." Skáldið kemur þessu ekki heim og saman. Eigi að skilja þessa sögu sem svar við þeirri staðhæ- fingu að Þórarinn Eldjárn og fleiri skáld af hans kynslóð stundi orðaleiki má bæta þvi við að það er auövitað iðja sem getur gefið af sér góðan skáldskap, en af öllu má of mikið gera. Éndurtekningar geta verið þreytandi. Með veggjum fjallar um skoðun sem var veggfóður. Maðurinn í sögunni ákveður að skipta uam skoðun, þ.e.a.s. veggfóður, en það gengur illa því að ný og ný skoðun kemur í Ijós eftir því sem honum tekst að afmá meira af veggfóðr- inu. Skoðanirnar lenda að lokum í plastpoka og það er ekið með þær upp í Gufunes: „Allt kvöldið sat hann og horfði himinlifandi glaður á gráa vegg- ina. Hann fann að þeir voru skoð- un sem hann var að komast á.“ Með veggjum er prýðilega gerð dæmisaga og meðal nýjunga í sagnagerð Þórarins Eldjárns. Annars er ekki meiningin hér að rekja efni hverrar sögu i Marg- saga. Ýmsar gamansögur bókar- innar munu eiga eftir að kæta les- endur því að auk þess að vera fyndnar eru þær gegnumlýsingar á daglegu lífi, sprottnar beint úr veruleika dagsins. Ég nefni i þessu sambandi sögur eins og Yxu víur, Skýrslu, Ókvæða við, Maðurinn er það sem hann væri, Litla stund hjá Hansa og Eigandann. Síðastnefnda sagan, lokasaga bókarinnar, er um þann mikla vanda sem kemur upp í venjulegri fjölskyldu þegar heimilisfaðirinn hirðir stolið hjól. { þessari sögu eins og ýmsum öðrum i Margsaga er ljós sá hæfileiki höfundar að gera hversdagslega hluti grátbros- lega og sýna hvernig ýmislegt smávægilegt í tilverunni getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þórarinn er búinn að koma sér upp fjölskyldu með ættarnafninu Kjögx og er hún fyrirferðarmikil í Margsaga. Svo eru lika ýmsar Rósur á ferli: eiginkona, hjúkrun- arkona, aðstoðarhafnarstjóri og kvenfræðingur. Þórarinn hefur yndi af að leika sér að nöfnum og ekki ólíklegt að lesendur vilja taka þátt í þeim. leik. Allt hefur þetta sina merkingu. Margsaga er spegill sem lesend- ur geta séð sjálfa sig í. Sögurnar eru til marks um frásagnargleði og ósvikna stílgáfu þótt þær séu nokkuð misjafnar. Þeim sem i nafni skáldskaparins kasta þvi fram um þessar sögur að þær séu sumar léttvægar mætti benda á ummæli Korts Kjögx öryrkja: „Hvenær skyldi islensk menn- ing geta farið að slappa af ?“ LEJÐTIL AÐ AF EIGN SINNI Hefurðu hugleitt að til eru fleiri en ein leið til þess að lifa af eign sinni. Spariskírteini ríkissjóðs er ein leiðin - örugg og auðveld. T.d. spariskírteini með vaxtamiðum, sem færa þér mjög góða ávöxtun greidda á 6 mánaða fresti og höfuðstóllinn stendur óskertur og verðtryggður eftir og heldur áfram að ávaxtast. AUÐVELDARI OG ÖRUGGARI LEIÐ ER VARLA TIL. Sölustaðir eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrír verðbréfasalar og pósthús um land allt. RIKISSJOÐURISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.