Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Nýbyggiagfai til Tinstri, letu við kirkjuna, er viðbyggingin við ginmiskóluB. Á milli kírkjunnar og skólnns sér í sandlaugiiuL Úr fjbraai ril Hvmnfgi, ea sveiUratjlHnn segir Mfliu |mr eina þi beztn í landinu frá náttúrunnar bendL ann, að í höfuðborginni væri veitt ýmis sú þjónusta, sem ekki væri veitt úti á landsbyggðinni, til dæmis virtist eldra fólk kjósa að flytja þangað til að fá ýmsa þá þjónustu, sem ekki væri veitt í heimabyggð, svaraði hann: „Þjónusta við aldraða er sú þjón- usta sem full ástæða er til að bæta úti á landsbyggðinni. Við höfum fullan vilja til að byggja hér hjúkrunarheimili og sótt verður um fjármagn til þess. í dag eru á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 20 hjúkrunar- sjúklingar, sem orðnir eru átt- ræðir eða eldri, og samkvæmt könnunum þrefaldast sú tala til aldamóta. Bygging þessara hjúkrunarheimila á landsbyggð- inni er þjóðhagslega hagkvæm og manneskjulegra fyrir aldraða að fá að dvelja í sinni heima- byggð. Minni einingar eru hag- stæðari, daggjöld eru lægri en á stórum stofnunum í höfuðborg- inni og allur rekstur ódýrari. Það gengur ekki lengur, að allt fjár- magn sé sogað af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins." Ekki vantar menntaö starfsfólk Þórður sagði ennfremur, að ekki vantaði menntað starfsfólk á Hvammstanga til að sinna heilbrigðisþjónustu því við sjúkrahúsið á staðnum væru nú tveir læknar, einn tannlæknir, auk þess væru sex hjúkrunarkon- ur á staðnum. Þórður sagði að lokum, að hann væri bjartsýnn á framtíð Hvammstanga, ef stjórnvöld gættu hagsýni I yfirstjórn at- vinnumála og sagðist þar fyrst og fremst eiga við skiptingu á heimildum til skel- og rækju- veiða. Á Hvammstanga væri ein besta höfn á landinu frá náttú- runnar hendi. Á litlum stað eins og Hvammstanga væri afkoma frumatvinnuveganna fljót að segja til sín í afkomu íbúanna. VIÐTAL: FRÍÐA PROPPÉ UÓSMYNDIR: MATTHÍAS G. PÉTURSSON Nýja átta íbúða blokkin, sem er í smíðum á Hvammstanga. næðisþrengsli hafa háð starfi skólans, m.a. hefur verið kennt í félagsheimilinu. Nemendafjöldi hefur liðlega tvöfaldast á skömmum tíma. Tekjur í þveröfugu hlutfalli viö þörfína Þórður sagði, er hann var nán- ar spurður um fjárhag sveitarfé- lagsins, að fjárhagur minni sveitarfélaga, eins og Hvamms- tanga, væri víðast slæmur og verulega ólíkur þvi sem gerðist til dæmis í Reykjavík. „Útsvars- tekjur í Reykjavík eru hærri á hvern fbúa og fara hækkandi. Þá eru aðstöðugjöld þar mun hærri og fasteignamat. Auk þess eru allar stærstu byggingarnar og fyrirtækin staðsett í Reykja- vik og því tekjur borgarinnar hærri. Þjónusta og uppbygging er aftur á móti mun dýrari úti á landsbyggðinni og raunverulega eru tekjur okkar í þveröfugu hlutfall i við þörfina." Er nefnt var við sveitarstjór- — segir Þórður Skúlason sveitar- stjóri um framtíð Hvammstanga Hvammstangi er vax- andi sveitarfélag og á síðasta ári var það þriðja í röð á eftir Bessastaða- hreppi og Mosfellssveit hvað varðar aukningu íbúa i sveitarfé- lögum utan Reykjavikur. Mikil uppbygging hefur verið þar síð- ustu árin, byggðir hafa verið verkamannabústaðir, heilsu- gæslustöð, íbúðir fyrir aldraða, viðbygging við grunnskólahús- næði og á staðnum er ein af betri sundlaugum landsins, enda nýtur sveitarfélagið góðrar og fremur ódýrrar hitaveitu. Að sögn sveit- arstjóra Hvammstanga, Þórðar Skúlasonar, byggist atvinnulif á staðnum fyrst og fremst á þjón- ustu við sveitirnar umhverfis og á útgerð, sem nær eingöngu er skel- og rækjuveiði og vinnsla. Reynt var um tima að gera út á línuveiðar en þvf var hætt árið 1983. Þórður segir Hvamms- tangabúa uggandi vegna atvinnu á staðnum, það verði gifurlegt áfall fyrir íbúana ef skipting rækju- og skelfiskveiða i Húna- flóa verði ekki réttlátari milli staðanna við flóann og tillit tekið til atvinnutækifæra og tækja á hverjum stað fyrir sig við skipt- inguna. 1. desember sl. voru 650 íbúar á Hvammstanga og hefur þeim fjölgað um rúmlega 76% frá ár- inu 1970. Þórður sagði í viðtali við blaðmann Morgunblaðsins að meginástæða þess væri, að næga atvinnu hefði verið að fá, staður- inn lægi vel við aðalsamgöngu- æðum landsins, auk þess hefðu þjóðvegir tekið miklum stakka- skiptum þannig að nú tæki til- tölulega stuttan tima að aka til höfuðborgarsvæðisins. Þekktur staður fyrir brauöostana Auk útgerðar og vinnslu eru stór þjónustufyrirtæki á staðn- um fyrir sveitirnar í kring, svo sem mjólkurvinnsla og tvö slát- urhús. í mjólkurvinnslunni eru framleiddir vinsælir brauðostar - (þessir með rauðu skorpunni), sem Hvammstangi er þekktur fyrir, og hefur mjólk verið flutt frá Blönduósi til þeirrar vinnslu. Undanfarin ár hefur verið byggt mikið á Hvammstanga, en úr því dregið á síðasta ári eins og ann- ars staðar á landinu. Þó er nú átta íbúða blokk í smíðum á vegum einkaaðila, en hún verður fokheld á næstunni. Þórður sagði, að stærstu verk- efni sveitarfélagsins nú og á næsta ári væru gatnagerðar- framkvæmdir, lagt hefði verið á um 18 þúsund fermetra gatna og bílastæða á liðnu sumri og reikn- að með að taka svipaðan áfanga á komandi ári. Þéttbýlisstaðirnir í kjördæminu keyptu malbikun- arstöð nýverið, sem unnið hefði verið með á liðnu sumri á stöðun- um. Hann sagði að samstarf þétt- býlisstaðanna hefði reynst vel, bæði í þessum kaupum sem öðr- um, og vonast væri til að enn yrði hægt að auka það. Dráttur á varanlegri gatnagerð hefur helst stafað af því að mikið fjár- magn hefur farið til viðbygging- ar grunnskólahúsnæðis, en hús- Bjartsýnn, ef stjórn- yöld gæta hagsýni í stjórn atvinnumála Þórður Skúlason sveitarstjóri á skrifstofu sinni á Hvammstanga. KOKAN VINNAN KJORIN 1 SEÐLABANKABYGGINGUNNI opin kl. 16 - 22 og kl. 14 - 22 um helgar til 31. október uinnai1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.