Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
Það var hann Eggert Óiafsson, sem ýtti úr kaldri skor. Þetta er Skor, þaðan
sem Eggert lagði upp með brúði sína í helförina.
Stáihlein. Kolanámið var upp af vfkinni.
Astrid Ellingsen í námugöngunum, sem voru 2 metrar á hæð.
Man vel ef tir
kolanáminu
í Stálfjalli
segir Ólafía Egilsdóttir er hún rifjar
upp uppvaxtarárin á Sjöundá
Vestasta sveit á íslandi, Rauðasands hreppur, teygir sig út í Atlantshafið á suðvesturhorni Vestfjarðakjálkans ferðalag sitt um Suður-Ameríku. Og í næsta sæti situr amma hans, Ólafía Egilsdóttir, sem hefur fallist á að
á hálendum fjallaskaga sem endar rifja upp uppvaxtarár sín fyrir 90
í hrikalegu Látrabjargi og liggur öll sveitin árum á þeim afskekkta örlagabæ, Sjöundá, sem
vestar en ysti oddi Gunnar Gunnarsson
Snæfellsness. Landslag hefur lýst svo dramat
er hrjúft og um aldir ískt í sögunni Svart
hafa ábúendur háð fugli um þau Bjarna og
harða lífsbaráttu. Gera Steinunni, enda kann
raunar enn. Hinar hún að segja frá at
miklu þjóðfélagsbreyt ingar á einni mannsævi burðum sem eru að falla í gleymsku, eins og
blasa þó við blaðamanni kolanámi í klett unum
Morgunblaðsins í eld húsinu á Hnjóti í Ör Ólafía Egilsdóttir lítur sannarlega ekki út fyrir að vera orðin 91 árs gömnl og ekki er hún síður ung í anda. á árum fyrri heimsstyrj aldar innar o.fl. atburð
lygshöfn. Hinum megin um og lífi sem er ungu
við borðið situr ungi bóndinn, Krist fólki nútímans næstum enn meira
inn Egilsson, sem býr þar félagsbúi framandi en ævintýri sonar sonar
með föður sínum og spjallar um hennar í fjarlægri heimsálfu.
Ekki svo að skilja
að Ólafía líti út
sem þjökuð forn-
aldarkona eða
fornleg, vestfirsk
sögupersóna frá
Hagalín. Þvert á
móti. Þarna situr
faileg kona og vel snyrt, lítur ekki
út fyrir að vera mikið eldri en sextug
þótt komin sé á 92. árið. Og það er
stutt í brosið. Þá Ijómar andlitið.
Enda segir hún sjálf að létt lund
hafi aldrei brugðist sér og undir það
tekur hennar fólk. Og þegar farið
er að tala við hana tíundar hún ekki
erfiðleikana og minningarnar eni
allar jákvæðar. Það er bjart yfir
minningunum frá æskuárunum á
Sjöundá, bæ sem stendur innst í
sveitinni, langt frá öðrum bæjum.
Æskuárin á Sjöundá
Á Sjöundá gerðust I upphafi 19.
aldar hörmulegir atburðir. A þess-
um afskekkta bæ, þar sem aðeins
voru tvær fullorðnar manneskjur
fyrir utan ábúendur og börn
þeirra, voru tvenn hjón. Bjarni
Bjarnason og Steinunn Sveins-
dóttir felldu hugi saman, myrtu
þar maka sína og voru dæmd til
að hálshöggvast. Steinunn dó þó í
tugthúsinu í Reykjavík og hlaut leg
í Steinkudys, en Bjarni var fluttur
til Noregs og hálshöggvinn þar.
Söguna um ástir og harma Bjarna
og Steinunnar á Sjöundá hefur
Gunnar Gunnarsson sagt á stór-
fenglegan hátt, þar sem hann lýsir
Stálfjallið, en í klettunum niðri við sjóinn til hægrí eru námuopin (sjá ör).
Þar voru unnin kol á árunum 1914—1918. Bærínn Völlur er á syllunni í
fjallinu Lv.
dýpt mannlegra þjáninga og teflir
fram sekt og samábyrgð mannsins
gegn mannlegri reisn. Og í verkinu
skynjar maður þennan afskekkta
stað í ðllum sínum mikilleik. Svo
vel er honum lýst. Lesendum
finnst þeir þekkja hann.
Ólafía Egilsdóttir er afkomandi
Steinunnar. „Saka-Steinunn var
langalangamma mín,“ útskýrir
ólafía og bætir við: „Það var sorg-
legt hvernig hún þurfti að líða áður
en unnið var á henni.” Hún segir
að í uppvexti sínum hafi hún vitan-
lega þekkt hvern hól og hvern stað
sem lýst er í Svartfugli og þar sé
allt rétt með farið. Árni afi hennar
var frá Lambavatni, en foreldrar
Ólafíu, Egill Árnason og Jónína
Gísladóttir, bjuggu á Sjöundá og
þar átti hún sín æskuár þar til þau
hættu að búa 1921. Síðan hefur
Sjöundá verið í eyði.
Sjöundá er sunnan megin á
skaganum, við Breiðafjörðinn
nokkru vestar en Skor, þaðan sem
Eggert Olafsson lagði í sína hinstu
ferð með brúði sína svo sem hver
íslendingur þekkir af ljóði Matt-
híasar Jocumssonar: „Þrútið var
loft og þungur sjór ... „Er stand-
berg þar með sjónum og liggur
leiðin frá Skor út að Sjöundá um
snarbratta hlíð. Milli sjávarhamra
og brunabjarga að fara ut i svo-
nefndan Söðul, sem er skarð í hlíð-
arhamrana þar sem þeir ganga
óslitnir upp frá sjó. Er einstigi
neðan við Söðulinn og stígurinn
liggur á brún hengiflugs og glæfra-
legt og hættulegt eftir honum að
ganga. Létu þau Steinunn og
Bjarni að því liggja að Jón Þor-
grímsson, maður Steinunnar, hefði
hrapað við fjárgæslu í skriðunum
og þótti trúlegt. Fer fé mjög þarna
um. En nokkru innar er Stálfjallið
sem kolin voru unnin úr. Þarna fór
Ólafía um á sínum æskuárum og
fannst ekki mikið til um það.
Með lömb yfir
skriðurnar
„ Pabbi minn heyjaði í Skor og
hlíðinni þar upp af,“ segir Ólafía
og augun ljóma við minninguna.
Síðan var farið á báti í Skor og
heyið flutt heim. Ef ekki gaf svo
að hægt yrði að flytja heyið að
sumrinu varð bera það þegar
komið var fram í april og þörf á
því fyrir kýrnar. Já, já, yfir þctta
einstigi vitanlega. Pabbi var með
150 kindur og 4 kýr. Hjá okkur
voru fráfærur. Við áttum kindur
í kvíum. Ég sat yfir ánum frammi
á Sjöundárdal. Það var alveg dýrð-
lega fallegur dalur og aldrei
gleymi ég þessum vornóttum. Við
vorum átta systkinin og við syst-
urnar smöluðum annan hvern dag
á vorin. Þegar búið var að smala
kindunum var farið beint í að
strokka í bullustrokknum. Pabbi
þurfti að borga svo mikla leigu
fyrir jörðina, 10 fjórðunga af
smjöri. Saurbær á Rauðasandi átti
allar jarðirnar þarna. En maður
lifði ákaflega góðu lífi á Sjöundá,
hafði sauðamjólkina og svo var
farið fram á báti til að sækja í
soðið.
„Við fórum líka fram á stapann
við Skor til að ná í egg. Við stelp-
urnar gátum komist þetta á fjöru
en það varð að vera stórstraums-
fjara. Einu sinni fórum við of seint
af stað. Við vorum ekki syndar og
komið mikið aðfall. Við vorum svo
hræddar, en busluðum í land í sjó
upp undir hendur og sem betur fer
er þetta ekki langt. Og það blessað-
ist.“
Ekki hefur verið minni svaðilför
oft á tíðum að fara klettana inn
að Skor. Arasvæðið var erfiðast,
þegar komið er þar yfir þá er
manni borgið, að því er Olafía
segir. En í frásögur er fært er hún
hljóp á leið að Stáifjalli hinar
hættulegu Geirlaugarskriður með
tvö lömb í fanginu. „Ég hefði ekki
átt að fara þetta þá,“ segir hún
aðeins. En fólk þurfti að komast
leiðar sinnar ýmissa erinda og ,
vandist því. Til dæmis var tínt
mikið af reyr upp af Skor og látið
í fötin. Það var svo ósköp góð lykt
af honum. Þurfti ekki að fara til
Parísar til að sækja ilmefni. Þá-i
tindi maður grös og mosa til að
lita bandið sem prjónað var úr.
LátiC var álún út i til að styrkja