Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 31
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 31 Leiðin frá Skor inn i Sjöundá lá um þessar skriður. Um þsr þurfti að fara með heyið þegar það var sótt út að Skor. Var það þá borið um einstigið, hvergi hægt að fara með sjó. Arasvæð- ið við Söðulinn til vinstri var hættulegast, segir Ólafía. Ólafía á Ijúfar minningar frá uppvaxtarárum sínum á Sjöundá, þeim fræga bæ, þar sem örlaga- saga Bjarna og Steinunnar spannst, sem Gunnar Gunnarsson segir í Svartfugli. Bærinn fór í eyði 1921 er faðir Ólafíu flutti þaðan. Hér eru fjárhústóftir í túninu. f námugöngunum voru notaðir vagnar á teinum og gufuvél til að koma kolunum út úr göngunum. Hér er Egill Ólafsson við einn vagninn í göngunum. Geirlaugsskriður. Eftir þeim hljóp Ólafía með tvö lömb f fanginu og þótti í frásögur færandi. Frá Sjöundá. Jón Þorgrímsson, maður Saka Steinunnar var sagður hafa farið yfir klifið til hægri og hrapað í skriðunum. litinn. Einnig tíndum við fjalla- grös til að láta í slátrið og borða í grasamjólk. Þetta var svo holl fæða. Pabbi skaut líka mikið af sel. Það var mikil búbót. Saltað selspil er svo gott og bræðingur- inn,“ segir Ólafía. Til að komast leiðar sinnar á þessu landi þurfti vitanlega brúk- lega skó og þeir voru heimagerðir. „Maður rakaði gæruna, þurrkaði skinnin og gerði sauðskinnsskó með eltisreimum úr nárunum. En svo hafði maður roðskó utan yfir til að spara hina. Við gerðum mikið af roðskóm á Sjöundá. Þá var roðið bleytt og maður verpti þetta, var fljótur að því. Skórnir entust vel. Voru heilir þegar ég kom heim frá að smala. Annars var það misjafnt eftir því hvernig roðið var. Hlýraroðið er fallegasta stein- bítsroðið. Það er blettótt og gott.“ Enn gerir ólafia þessa fallegu roðskó þegar hún fær skinn og prjónar í þá rósaleppa. Þetta eru hreinustu dýrgripir. Sýnishorn má skoða í safninu á Hnjóti. Raunar fellur Ólafíu ekki verk úr hendi enn þann dag í dag þótt komin sé yfir nírætt. Hún prjónar, saumar út og heklar skálar sem hún stífar, og gefur fjölskyldu sinni og vinum. Kolanám í Stálfjalli ólafía var ung heimasæta Í þessari afskekktu byggð þegar allt í einu voru komnir aðkomumenn að vinna kol úr klettunum í Stál- fjalli innan við Skor. Þegar horft Ólafur og Ólafía dvelja á Hnjóti, 1 Örlygshöfn, eins og þau hafa gert langa æfi, nú í skjóli sonar síns Egils og konu hans Ragnheiðar Magnúsdóttur. er upp í þessa kletta, þar sem ekki er hægt að taka mynd nema af sjó, virðist með ólíkindum að nokkrum skyldi detta í hug að hefja þarna námuvinnslu við þær aðstæður sem þá voru. En þetta var á fyrri stíðsárunum, 1914 til 1918, og ríkjandi ótti við eldsneyt- isleysi. Vitað var um surtar- brandslög og brúnkolalög á þess- um stað. Þorvaldur Thoroddsen sem fór þar um 8. júlí 1886 til að skoða surtarbrandinn eða kolin undir Skorarhlíðum segir í Ferða- bók sinni: „Vorum fimm saman og riðum hjá Sjöundá, eftir dalverpi, unz við komum upp undir Stál- skarð. Skildum hestana eftir uppi á fjallinu og gengum niður Öldu- skarð, brattar skriður milli hamra niður undir sjó, og nokkurn kipp austur með berginu, unz við kom- um að surtarbrandinum. Kolalögin eru rétt niður við sjó, og er mynd- unin öll með leirlögum þeim, sem eru á milli kola og surtarbrands- flísanna, 8-10 m á þykkt og hallar til austurs og suðausturs 6-7 gráð- ur. Surtarbrandsmyndun þessi er sambreyskingur af margs konar lögun. Hvítgrá leirlög, stórgerður leirsteinn, sums staðar járnrauður leir, en á milli alls staðar surtar- brands- og kolalög, sum aðeins 6-12 millimetrar, 5-7 sentimetrar og hin þykkustu 12-15 sentimetrar. Lögin þykkna og þynnast á ýmsum stöðum. Standa víða úr kvistir og samþrýstir, þunnir trjádrumbar. Neðst er móleitt móberg og sést eigi hve langt það nær niður. Kolin eru fullt eins góð eins og þau, sem fundist hafa nálægt Hreðavatni, og geta orðið að töluverðum notum fyrir þá, sem næst búa. Þau eru svo nálægt sjó, að hægt er að flytja þau ef vel gefur, en veðrið verður að vera gott, því hér er engin höfn og engin lending. Ef kolin eru sótt sjóleiðis verður áður að senda menn til þess að taka þau upp og skilja þau frá leirlögunum. Er það æðisleg vinna og er eigi tiltökumál fyrir þá, sem koma sjóveg, þar sem engin er lending og mjög brima- samt, að tefja sig á því. Að flytja kolin landveg upp á Stálfjallið, upp Ölduskarð, er eigi hægt, því þessi leið er illfær gangandi mönnum. Kolalögin eru svo þunn, þó að þau séu mörg, að ég get ekki séð að það sé tilvinnandi að leggja nokkuð verulegt í kostnað til þess að vinna þau... Riðum við siðan út undir Sjöundá uppi á fjallinu, 200 m yfir sjó, í Landbroti upp af Skor. Er illt að komast að þeim surtar- brandi í bröttum skriðum, en myndin er hin sama og sú, er ég fyrr gat um undir Stálfjallinu. Eru þetta eflaust sömu lögin. Þau liggja hér svo hátt, en ganga niður að sjó undir Stálinu vegna hallans. Fyrir neðan sést Skorarvogur, þar er höfn allgóð. Þaðan sigldi Eggert Olafsson í síðasta sinni árið 1768, og fórst með konu sinni á leiðinni yfir Breiðafjörð eins og öllum er kunnugt. Sá galli er á þessari höfn, að eigi er hægt að setja þar skip upp, svo þeim sé óhætt fyrir brimi, svo háir eru vogbakkarnir. Liggja hamrasker þrjú fyrir framan: Nónsker og Kríustapar tveir, nokkru vestar er Kálstapi. Upp af höfninni er fagurt og grösugt land. Var þar áður bær, en nú er þar útibeit góð frá Sjöund£.“ Á þennan óárennilega stað var Texti/Elín Pálmadóttir Myndir/Bjarni Jónsson samt allt i einu kominn mannskap- ur sumarið 1914, útlendir menn og innlendir, til að ná kolum úr klettunum. Og vitanlega létu heimasæturnar á Sjöundá það ekki fram hjá sér fara þótt um kletta og einstigi væri að fara. „Ég man þetta vel,“ segir ölafía Egilsdóttir nú, 75 árum síðar. Ég var þá 17 ára gömul. Við fórum auðvitað á staðinn, þar sem þeir voru að sprengja sig inn í Stálið. Var það kallað fara inn á Völlur. Þar var námubærinn, rétt utan við Stál- fjallið. Og okkur var tekið tveim höndum, gefið kaffi og kökur. Kona úr Reykjavík sá um matseld- ina. Þarna var byggt nýtt hús, sem rifið var þegar þeir hættu. Hugsa sér að nokkur skyldi byrja á þessu, svo erfitt var það. Þarna voru fimm eða sex útlendir karlar, held að það hafi verið danskir verk- fræðingar, en við námugröftinn unnu piltar sem komu úr Reykja- vík. Það var ekki svo mikið um mannskap hér að vinnukraft væri að fá. Menn urðu fyrir meiðslum, einn piltanna man ég að hafði fót- brotnað. Það voru miklar spreng- ingar þegar þeir voru að sprengja sig inn í fjallið og mikil læti. Þeir sprengdu holur inn í fjallið og þegar lengra var komið komu þeir með fjalir til að styrkja opin. Úr fjörunni voru kolin flutt út í skip sem lá frammi á sjó. Þeir voru við þetta í tvo mánuði á sumrin í 3-4 ár. En kolin voru víst léleg, loguðu illa og ég hefi heyrt að mikið tap hafi orðið á þessu. Við fórum auðvitað oft inn eftir og eitt sinn var ég þarna í mánuð að hjálpa til. Þetta þótti okkur afskaplega spennandi. Stundum voru hjá okkur menn sem höfðu meitt sig. Og þegar þeir voru orðnir matar- litlir en komið var undir haust í námubænum þá slátruðum við á Sjöundá handa þeim lömbum. Okkur þótti þetta svo gaman, enda voru þeir svo gestrisnir við okkur,“ segir Ólafía. Fimm námugöng munu hafa verið sprengd inn í Stálfjallið og þau stærstu náðu áttatíu metra inn, fyrir utan hliðargöngin, og lofthæð var um 2 metrar. Hliðar- göngin hafa verið um 150-200 metrar, að því er Egill sonur Ólafíu telur, en hann hefur skoðað þau. Þarna voru teinar og gufuvél og kolin flutt á vögnum. Var þetta skilið eftir þegar kolanáminu lauk. Hrunið er í göngin og erfitt að koma auga á þau nema vita af þeim. En Egill, föðurbróðir Egils ólafssonar á Hnjóti, mun hafa verið með í hlutafélaginu sem stofnað var af innlendum aðilum og útlendum um námugröftinn. Ljóstnóðir í 25 ár „Það var svo skemmtilegt á Rauðasandi þegar ég var að alast upp,“ segir ólafía. „Unga fólkið var heima og það var sungið og dansað, líka hér í Órlygshöfn eftir að ég kom hingað. Það voru böll og grimubðll.“ Það er bjart yfir minn- Sjá bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.