Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
39
Fertugsafmæli Sameinuðu
þjóðanna 24. október nánast
drukknaði á íslandi í kvennadeg-
inum mikla, enda sameinaðist
drjúgur heimingur þjóðarinnar
um vel valdar aðgerðir að vekja
athygli á launamisrétti eftir
kynjum hér á landi. 24. október
er raunar ekki dagur kvenna i
heiminum heldur hefur hann i
40 ár verið dagur Sameinuðu
þjóðanna. Aðeins tvisvar sinnum
hefur 24. október orðið „kvenna-
dagur“ á íslandi og verið vel
nýttur sem slíkur. Það var 1975
vegna þess að þá ákváðu Samein-
uðu þjóðirnar að helga árið átaki
í réttindamálum kvenna. Á
kvennaráðstefnunni i Mexíkó var
ákveðið að ekki dygði minna en
áratugur í þetta átak og þeim
áratug er að ljúka nú með
kvennaráðstefnunni í Nairobi.
Þar sem svo góð samstaða náðist
þennan dag fyrir 10 árum ákvaðu
íslenskar konur að ljúka vel
heppnuðu lokaári á degi Samein-
uðu þjóðanna og tókst stórkost-
lega að ná samstöðu sem fyrr.
Raunar tókst líka að ná samstöðu
allra þjóða á kvennaþingi Sam-
einuðu þjóðanna í Nairobi í
sumar - á síðustu stundu þó. Er
í rauninni stórkostlegur árangur
þar eð þarna fléttuðust inn í öll
stórpólitisk mál heimsins, s.s.
hryðjuverkamenn, gyðingahatur,
Suður-Afríku-mál o.s.frv. En þar
sem ekki var allt uppi loft eins
og á ráðstefnunum i Mexíkó 1975
og í Kaupmannahöfn 1980, þá
hefur lítið farið fyrir fréttum af
þeirri ráðstefnu - sjónvarp hafði
td. engan áhuga.
Þetta er því ekki eyrnamerktur
dagur íslenskra kvenna- nema
tvisvar og af þessu gefna tilefni.
Sameinuðu þjóðirnar beita sér,
sem betur fer, fyrir velferðar-
málum fleiri hópa í heiminum
og gera sérátak afmarkaðan
tima. Ekki allar konur á íslandi
átta sig á þessu. Dagur islenskra
kvenna er 19. júní og hefur verið
allar götur siðan konungur Dan-
merkur staðfesti á þeim degi
1915 stjórnarskrána sem veitti
konum á íslandi kosningarétt.
Það er dagurinn sem ætti að vera
islenskum konum sérlega kær -
á hverju einasta ári. Enda
gleymdist hann ekki á þessu
lokaári kvennaártugar. Var
minnst víða um land, ekki sist
með vel heppnuðum kvennafundi
á Þingvöllum.
„Hafi ég konurnar með mér
þá er ég úr því ekki smeykur við
karlmennina. Það verður þá
hægt að ráða við þá,“ er haft
eftir járnkanslaranum þýska,
Otto von Bismarck, á síðustu öld.
Kannski hefur þetta sama
hvarflað að einhverjum hæst-
virtum við að sjá hafsjó íslenskra
kvenna á Lækjartorgi á fimmtu-
dag. Og þá er sá fundur ekki til
einskis. Fram undir þetta hefur
þetta nú víst verið öfugt og hægt
að segja: Hafi ég karlana með
mér þá er ég úr því ekki smeykur
við konurnar. Hitt á eflaust
rætur sínar í þeirri þjóðfélags-
gerð sem Bernhard Shaw gat
sagt um: „Heimilið er fangelsi
stúlkunnar og vinnuhæli kon-
unnar.“
En hvaða breytingar á viðhorfi
til málefna kvenna hafa nú orðið
á sl. 1-2 áratugum, þó ekki sé
litið nema til okkar litla af-
markaða heimshluta í Vestur-
Evrópu og Ameríku. Ég leit f
tvær bækur eftir forustukonu
kvenréttinda á 6. áratugnum.
Viðhorf hennar til áhersluatriða
hefur allmikið breyst, svo sem
margra annarra.
í bókinni „The Feminine
Mystique", sem þótti mjög rót-
tæk fyrir 20 árum, segir Betty
Friedan m.a: „Þessi orðvana
vandi sem er að brjótast um í
svo mörgum konum nú byggir
ekki á þungum kröfum um hús-
legheit, missi kvenleikans eða of
mikilli menntun. Vandinn er
veigameiri en menn átta sig á.
Þarna er lykillinn að nýjum og
gömlum vanda sem hrjáð hefur
konur, eiginmenn þeirra og börn
og ruglað lækna þeirra og kenn-
ara í langan tima... Við getum
ekki lengur litið framhjá rödd-
inni í brjósti kvenna, sem segir:
„Mér dugar ekki eiginmaðurinn,
börnin min og húsið mitt. Ég
þarfnast einhvers meira...“ Og
konurnar tóku til við að skipu-
leggja sig svo að þær næðu áhrif-
um utan fjölskyldunnar. Þær
lærðu að breyta stofnunum. Og
með því að þær höfðu náð valdi
á barneignum sinum gátu þær
rutt sér braut inn í fyrirtæki og
opinberar stofnanir til varan-
legrar setu. Þær komust upp með
sumt af því sem þær kröfðust
af því að lifskjörin hefðu ekki
orðið jafn góð ef eiginkonan og
mamman hefðu ekki unnið úti.
Og vegna þess að efnahagsmálin
og framleiðslan hefði ekki staðist
án vinnuframlags þeirra. Og nú
vinna um 80% kvenna úti.
En Betty Friedan finnur að
„eitthvað er ekki í fókus, hefur
farið úrskeiðis" þegar konurnar
reyna að lifa þvi lífi sem hún og
aðrar kvennahreyfingakonur
börðust fyrir. Það kemur fram i
bókinni sem Betty Friedman nú
skrifar „Where Do We Go from
Here?“ og veltir fyrir sér hvert
nú skuli halda. Hún reynir að
átta sig á hvað að sé í ljósi
menntunar sinnar og þjálfunar
sem sálfræðingur og formaður
bandarísku kvennahreyfingar-
innar. Og hún segir einfaldlega
að konur vilji fá það sem allir
vilja - allt eða eins mikið af þvi
og mögulegt er. Þær vilja vinna
og velja sjálfar hvenær þær eiga
börn. Þær vilja taka að fullu þátt
i öllum þáttum samfélagsins -
viðskiptalífinu, stjórnmálum,
menntunarmálum, íþróttum og
félagsmálum - en þær vilja líka
frelsi til að gera það sem þær
einar eru færar um að gera af
líffræðilegum ástæðum. Þær
vilja geta átt börn og alið þau
upp og þær vilja til þess aðstoð
karlmannanna og stofnana sem
þeir hafa komið upp.
„Grunnspurningin sem sam-
félag okkar stendur nú andspæn-
is er þessi:“ segir Betty Friedan:
„Verður - getur - konan nú mætt
ýtrustu gæðakröfum á vinnustað,
sem myndaður var og mótaður
fyrir löngu af og fyrir karlmenn
með eiginkonur sér við hlið til
að sjá um alla þætti daglegs lífs,
og - samtímis - mætt gæðakröf-
um á heimilinu og í móðurhlut-
verki sem áður fyrr var mótað
af konum er mældu gildi, vald
og snilli á mælistiku hinnar full-
komnu húsmóður og móður?*
Svar hennar er nei, vegna þess
að konurnar höfðu tvöfaldan
skammt af þörfum: Völd, sjálfs-
vitund, félagslegt öryggi gegn um
starf eða framlag í samfélaginu
sem afturhaldssamir andstæð-
ingar kvenréttinda hafna. Og
hins vegar þörf fyrir ást, sjálfs-
vitund, félagslegt öryggi gegn um
hjónaband, börnin, heimilið og
fjölskylduna, sem stækustu
kvenréttindakonur fastar í upp-
reisninni hafna. Þessar þarfir
telur hún báðar nauðsynlegar
konum og mannlegu samfélagi.
Því sem áunnist hefur verði að
halda og þróa áfram. En nú
verðum við að breyta lífsháttum
okkar. Konur og karlar þurfi
syeigjanlegan vinnutíma og
sveigjanlega menntun og við
verðum að endurskipuleggja
heimilislífið engu síður en at-
vinnulífið. Hún trúir því að
kvennahreyfingarnar, sem
komnar eru í blindgötu hafi
fengið karlmennina til að spyrja
nýrra spurninga um sitt eigin líf
- til hvers er vinnan, hvað þýðir
fjölskyldan, hvar kemur ástin
inn? Og hún heldur að gildismat
með sameiginlegar þarfir að
markmiði geti „skapað nýtt afl
og orku er leysi það sem virðist
óleysanlegt i dag. Það að skapa
fullkominn heim þar sem allir
fá allt sem þeir kjósa*.
Semsagt nýtt lifsmynstur,
byggt á nýjum forsendum. Eða
eins og Voltaire orðaði það víst
endur fyrir löngu: „Ef guð væri
ekki til þyrfti að skapa hann*
ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN -
LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN
- FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN
BÚNADARBANKINN
TRAUSTUR BANKI