Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Rannsóknir á lyfjum og bóluefni gegn alnæmi: Enn er ekkert i til að lausn sé sem bendir í sjónmáli Haraldur Briem (Lv.) og Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknar við Borgarspítalann. Bak við Harald er skápur, sem spítalinn festi nýlega kaup á, til ad meðhöndla áhættusýni. — segja smitsjúkdóma- læknar Borgarspítalans, Haraldur Briem og Sig- urður Guðmundsson EINA leiðin til að hefta útbreiðslu alnæmis er að fínna lyf og bóluefni gegn sjúkdómnum. Þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur það ekki tekist, og aukin þekking á alnæmisveirunni HTLV-3 gefur ekki tilefni til sér- stakrar bjartsýni. Sífellt er að koma betur í Ijós að veiran sækir mjög inn í miðtaugakerfí sjúklinga. Það gerir lyfjameðferð óliklegri til að skila árangri, því mjög fá lyf eru þeim eiginleika gædd að geta brotið sér leið inn í miðtaugakerfí manna. Þá breytir veiran sér mjög ört, sem gerir það mun erfiðara en ella að fínna bóluefni sem dugar. Eini raunverulegi árangurinn sem náðst hefur í baráttunni gegn alnæmi er í sambandi við meðferð á þeim fylgisjúkdómum sem tíð- astir eru meðal alnæmissjúklinga. Með þvi móti hefur læknum tekist að auka lífslíkur þeirra og gera þeim lífið léttbærara. Nýlega sátu þrír íslenskir smit- sjúkdómalæknar ráðstefnu um smitsjúkdóma í Minneapolis i Bandaríkjunum. Tveir þeirra starfa á Borgarspftalanum, þeir Haraldur Briem og Sigurður Guð- mundsson, en sá þriðji, Sigurður B. Þorsteinsson, á Landspítalan- um. Eins og að líkum lætur var alnæmi aðalumfjöllunarefni ráð- stefnunnar. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti fyrir skömmu samtal við þá Harald Briem og Sigurð Guðmundsson, og sögðu þeir að ekkert hefði komið fram á ráð- stefnunni sem benti til að lausn á alnæmisplágunni værí í sjónmáli. Rannsóknir á lyfjum „Það er þó verið að vinna að rannsóknum með ýmis lyf, sem hugsanlega gætu komi að notum," sagði Sigurður. „Rannsóknir sýna að sum lyf hefta vöxt veirunnar í tilraunaglasi, en þau hafa ekki verið prófuð á sjúklingum að neinu marki ennþá. Það eru einkum fjög- ur lyf sem er um að ræða. Eitt er suramin, sem er vel þekkt lyf og hefur verið notað með ágætum árangri gegn egypskri svefnsýki. Það verkar á ákveðna efnahvata (ensím) HTLV-3-veirunnar og dregur greinilega úr vexti hennar. Þá eru Svíar að þreifa sig áfram með lyf sem kallað er fosfono- format. Þeir höfðu áður gert til- raunir með að nota lyfið gegn herpes-sýkingu og eru nú að reyna það gegn alnæmi. Hin tvö lyfin sem athlygli manna beinist að eru ný. Annað er franskt og heitir HPA 23, en hitt er bandarískt, azidothymidin. Það má vel vera að eitthvert þessara lyfja reynist geta haldið sjúkdómnum í skefj- um, en það er hæpið að þau geti unnið bug á honum vegna þess hve sækin veiran er í miðtaugakerfið, þar sem erfitt er að komast að henni. Auk þess vita menn lítið um þau áhrif sem þessi lyf kunna að hafa á líkamann að öðru leyti." Haraldur sagði að þessi svart- sýni á að lyf geti komð að raun- verulegu haldi í baráttunni gegn alnæmi gerði það enn mikilvægara að finna bóluefni til að fyrirbyggja sýkingu. „En það er ekki auðvelt verk, því alnæmisveiran er sifellt að breyta sér. Rannsóknir beinast því aðallega að því að reyna að finna í veirunni einhverja mót- efnavaka sem eru stöðugir. Það hefur ekkert áþreifanlegt komið út úr þeim rannsóknum ennþá, en þó fannst mér sem menn væru heldur vonbetri nú en áður um að það tækist," sagði Haraldur. Útbreiðsla Að sögn Haraldar er fjöldi al- næmissjúklinga í Bandaríkjunum sem vitað er um með vissu nú kominn upp í 15 þúsund, og fjölgar um eittþúsund á mánuði. ÍEvrópu er útbreiðslan hlutfallslega mest í Belgíu, Sviss, Danmörku og Frakklandi, en í þessum fjórum löndum var vitað um samtals tæplega 600 sjúklinga í júní sl. Heildarfjöldinn í Evrópu var þá 1.226. Sagði Haraldur að heldur hefði dregið úr útbreiðsluhraðanum í New York, en á móti hefði út- breiðslan stigmagnast á öðrum stöðum í Bandaríkjunum. „En það er greinilegt," sagði hann, „að áróður um notkun smokka og fækkun rekkjunauta hefur haft einhver áhrif, að minnsta kosti meðal homma í New York. Menn telja sig merkja það af þvi að tíðni lekanda í endaþarmi hefur minnk- að, en það er algengur kynsjúk- dómur meðal homma." Smitleiðir Sigurður sagði að á ráðstefnunni hefði verið talað um rannsóknir á smitleiðum sjúkdómsins. Þær hefðu allar staðfest það sem áður var talið að veiran smitaöi ekki við daglega umgengni. Sigurður: „I Bandaríkjunum hefur verið fylgst náið með sam- býlisfólki alnæmissjúklingaogenn hefur ekkert komið á daginn sem bendir til að veiran berist við daglega umgengni. Það eru heim- ildir um fólk sem notar að stað- aldri sama tannbursta og rakvéla- blöð og alnæmissjúklingar án þess að hafa smitast. Það bendir því allt til þess að að veiran berist aðeins eftir þremur leiðum: með blóðgjöf, nálastungum, en fyrst og fremst við samfarir. Á ráðstefnunni komu ennfremur fram frekari staðfestingar á því að að alnæmi berst einnig og ekki síður með kynmökum karls og konu. í Afríku eru hommar til dæmis enginn sérstakur áhættu- hópur og hafa líklega aldrei verið. Því virðist sem veiran berist einnig frá konum til karla, þótt enn hafi hún ekki fundist í skeið kvenna. En menn telja víst að hún sé þar.“ ísland: spurning um tíma ísland er eitt þriggja landa í Evrópu þar sem alnæmis hefur ekki orðið vart ennþá. Sérfræðing- ar segja að það sé þó aðeins spurn- ing um tíma hvenær fyrsta tilfellið greinist. Þegar er vitað um nokkra Islendinga sem hafa alnæmisveir- una í blóði sínu án þess að sýna nokkur sjúkdómseinkenni, auk þess sem staðfest hefur verið að fáeinir tslendingar séu með svo- kölluð forstigseinkenni alnæmis. Einkennin eru eitlastækkun, lang- varandi hitavella, þrálátur niður- gangur, sveppasýking í munni, næstursviti, þreyta og slen. Talið er ólíklegt að fólki sem fær sjúk- dóminn á þessu stigi batni nokk- urn tíma. Lífslíkur þess eru þó álitnar sæmilegar, svo fremi sem sjúkdómurinn þróist ekki áfram í alnæmi á hæsta stigi. En það gerist í a.m.k. fjórðungi tilfella. Það er því ljóst að vandamálið sem að íslendingum snýr er annað og meira en það að finna íslenskt orð yfir sjúkdóminn. Hvað þarf að gera? í ályktun Alþjóðaheilbrigðis- * Attræður: Ingibergur Jónsson frá Drangsnesi Áttræður er í dag Ingibergur Jónsson frá Drangsnesi. Ingiberg- ur fæddist á Kletti í Ketildal í Arnarfirði hinn 27. október 1905. Foreldrar hans voru hjónin Jón Július Jónatansson og Kristjana Einarsdóttir, og voru í hús- mennsku á Kletti um þessar mundir. Árið 1908 fer fjölskyldan að Kleifum á Selströnd í Stein- grímsfirði og er þar í tvö ár, en 1910 flytjast þau til Drangsness og setjast að á Sæbóli. Þeim Jóni og Kristjönu fæddust átta börn, en þrjú létust í bernsku. Systkinin er upp komust voru auk Ingibergs: Guðbjörg, er giftist Brynjólfi Jónssyni, þau bjuggu lengi á Broddadalsá en eru nú flutt suður; Hallbjörg, giftist Sigurði Guð- monssyni, en þau fluttust til Skagastrandar og er Sigurður lát- inn fyrir nokkru; Hugi, var lengi vélamaður við frystihúsið á Drangsnesi, hann lést sl. vetur og hafði lengi átt við vanheilsu að striða og Einar sem er yngstur. Hann fæddist á Sæbóli og giftist síðar Hólmfríði Pálmadóttur frá Akureyri. Skólaganga Ingibergs var í knappara lagi svo sem oft vildi verða hér áður fyrr hjá alþýðu manna. Á tíunda ári var hann vetrarpart í skóla á Bólstað í Steingrímsfirði hjá Jóni Strand- fjeld farkennara og síðar hálfan mánuð hjá Jóni Jónssyni barna- kennara á Drangsnesi. Svo var þeirri skólagöngu lokið. En það gafst enginn tími til að fást um það eða láta sér leiðast. Ellefu ára hóf Ingibergur sjóróðra á skektu, tveggja manna fari sem Guðmundur Guðmundsson í Bæ smíðaði fyrir föður hans. Báturinn hét Sæbjörg. Sextán ára verður Ingibergur formaður á þessum báti og með honum reri Guðmund- ur Jónsson í Asparvík í tvö ár. Sjósóknin var með þeim hætti að veitt var á línu svo sem klukku- stundar róður frá Drangsnesi. Beitan var kúfiskur og síld. Fimmtán ára er Ingibergur sína fyrstu vorvertíð vestur í Hnífsdal og stóðu þessar vorferðir í sjö ár samfleytt. Var slík farand- sjómennska algeng frá Ströndum norður og vestur um Djúp í þá tíð, sem kunnugt er. í Hnífsdal reri Ingibergur með Hálfdáni Hálf- dánarsyni í Búð á átta tonna báti. Fór vel á með þeim Hálfdáni og Ingibergi. Þessar vorvertíðir við Djúp stóðu frá páskum og fram í endaðan júní. Árið 1929 eignaðist Ingibergur átta tonna vélbát er Gislína nefndist. Meðeigandi hans um skeið var Árni Ingvarsson á Akra- nesi. Árið 1965 veiktist Ingibergur og dvelst um skeið syðra til lækn- inga. Markar þetta þau tímamót í lífi hans að hann lætur þá af sjó- mennsku að mestu og fer að vinna í frystihúsinu á Drangsnesi ásamt öðru sem til féll í landi, en gaf sig gjarnan að grásleppuveiðum á vorin. Árið 1938 hóf Ingibergur sam- búð með eiginkonu sinni, Jónínu Pálmadóttur frá Akureyri, systur Hólmfríðar sem áður er getið. Þau höfðu heimili á Sæbóli. Þeim Jón- inu og Ingibergi fæddust þrjú börn. Það elsta, Ragnar fæddist 1939. Hann lést af slysförum sjö ára að aldri. Þegar lát hans bar að var þeim hjónum nýfæddur dreng- ur sem skírður var í höfuð bróður síns. Þá eignuðust þau eina dóttur, Sigrúnu Önnu. Ragnar Ingibergs- son stýrimaður býr í Kópavogi ásamt konu sinni, Dagbjörtu Árnadóttur og þremur börnum. Sigrún Anna er búsett í Reykja- málastofnunarinnar kemur fram sú skoðun að í hverju landi eigi að vera til staðar aðstaða til að greina alnæmissmitun. í því felst m.a. að hægt sé að gera svokallað- ar mótefnamælingar á blóði ein- staklinga, sem gefa til kynna hvort viðkomandi hafi komist í snert- ingu við alnæmisveiruna. Hvatt er til mótefnaprófunar á blóði einstaklinga sem tilheyra sérstökum áhættuhópum - þá er átt við homma, blóðþega og eitur- lyfjaneytendur fyrst og fremst - til að kanna útbreiðslu smitunar, ekki síst í löndum þar sem alnæm- issjúklingar hafa ekki enn fundist. Þá er álitið mjög æskilegt að mót- efnaprófa blóð hjá blóðgjöfum. Margt fleira er tekið fram í ályktun WHO, svo sem að tryggja þurfi því fólki sem kemur jákvætt út úr mótefnaprófi vlðtæka lækn- isskoðun og ráðgjöf; að upplýsa heilbrigðisstarfsfólk um smit- hættu og smitleiðir HTLV-3- sýkingar; að heilbrigðisyfirvöld móti leiðbeinandi reglur varðandi umönnun sýktra, meðferð sýna o.fl. Hvað hefur verið gert? Á Borgarspítalanum hefur verið innréttuð sérstök rannsóknastofa til að rannsaka áhættusýni og hefjast mótefnamælingar þar á næstu vikum. Þá hefur verið ákveðið að innrétta húsnæði í W-álmu Landspítalans fyrir Rannsóknastofu háskólans í veiru- fræði, þar sem hægt verði að fram- kvæma mótefnaprófanir. Það hús- næði á að vera tilbúið i síðasta lagi um áramótin. Fyrst um sinn stendur til að rannsaka einungis blóð þeirra sem teljast til áhættu- hópa, en síðan á að hefja kerfis- bundna skimun á öllu blóði sem berst Blóðbankanum. Matthías Bjarnason fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fella alnæmi inn I lög um kyn- sjúkdóma og stendur til að flytja frumvarp þess efnis fljótlega. Þá hefur verið unnið að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um eðli sjúkdómsins og smithættu. Má i því sambandi nefna bækling sem komið hefur út á vegum land- læknis og heitir „Alnæmi, spurn- ingar og svör“. Á vegum landlækn- is starfar nú nefnd sem hefur það hlutverk að semja tillögur um sótt- varnir á sjúkrahúsum og leiðbein- ingar handa smituðum sjúkling- um. „Það verður að uppfræða al- menning um eðli þessa sjúkdóms, ekki síst til að koma í veg fyrir hóphræðslu eins og maður sér skýr merki um í Bandaríkjunum," sagði Sigurður. „Nýleg könnun þar í landi leiddi í ljós að um 9% manna töldu að alnæmi gæti borist við snertingu. Ranghugmyndir af þessu tagi eru stórhættulegar, og stuðla að því að alnæmissjúklingar séu útskúfaðir úr samfélaginu." vík. Hún á þrjú börn. Ingibergur á nú sex barnabörn og Jónína nítj- án, en hún á börn frá fyrri sam- búð, sem ekki er getið hér. Enn- fremur eignaðist Ingibergur dótt- ur með Guðrúnu Guðmundsdóttur á Drangsnesi áður en hann kynnt- ist Jónínu. Þeirra dóttir er Frið- björg, fædd 1934 og býr í Reykja- vík. Ingibergur er enn við allgóða heilsu. Þó er sjónin tekin að dapr- ast og fæturnir að gefa sig. En hann fer út og röltir þegar til þess viðrar til að halda sér gangandi. Andlega er Ingibergur hins vegar stálsleginn. Hann er gæddur ein- stöku jafnaðargeði, glaður og reif- ur á hverju sem gengur. Hann er einhver prúðasti maður sem ég hef kynnst. Háttvísi, glaðværð og fáguð framkoma eru uppistaðan í persónuleika hans, og sannast hér sem fyrr, að mannkostirnir eru ekki endilega komnir undir háu veraldargengi. Ingibergur fluttist alfarinn frá Drangsnesi sl. haust. Við munum sakna þeirra hjóna heima á Drangsnesi og vonum að þau láti sjá sig á hverju sumri svo lengi sem heilsa og aðstæður leyfa. Með bestu afmæliskveðjum frá mér og mínum. I»órir Haukur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.