Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27: OICÍÓBER1986
Hanna Björg Guöjónsdóttir í hlutverki sögumanns.
Fúsi hefur sögumann á sínu valdi
og ræður sér ekki fyrir kæti.
Smiðurinn hefur náð að króa Fúsa
froskagleypi af og aumingja Fúsi
má búast við hinu versta.
Morgunbladið/Júlíu8
Leikfélag Hafnarfjarðan
Fúsi
Barnaleikrit eftir Ole Lund Kirkegaard
frumsýnt í Bæjarbíói í dag
Leikstjórinn, Viðar Eggertsson, sat í miðjum salnum,
keðjureykti, skrifaði hjá sér í litla skrifblokk og hristist af
hlátri. A sviðinu var smiðurinn að rasskella Fúsa froska-
gleypi í eitt skiptið af mörgum en „sögumaður" sat uppi í
tré og skemmti sér jafnvel enn betur en Viðar. Þetta var á
æfingu Leikfélags Hafnarfjarðar á barnaleikritinu Fúsi
froskagleypir eftir Danann Ole Lund Kirkegaard í þýðingu
Olgu Guðrúnar Árnadóttur. Leikfélagið hefur lagt undir sig
Bæjarbíó fyrir sýninguna og þar var allt á tjá og tundri.
Aðeins nokkrir dagar í frumsýningu, sem er núna í dag.
síðan hefur það sett upp leikritin,
Bubbi kóngur, Þið munið hann
Jörund, Catch 22 (22. grein) og
einþáttunginn Veisluna og núna
síðast Rokkhjartað slær. Þau fóru
með það til Monakó og sýndu á
áhugaleikhúsahátíð í ágúst síðast-
liðnum. Að þeirri ferð lokinni hófst
uppsetning á þessu verki og svo
stór er leikarahópurinn hjá félag-
inu að megnið af þeim sem eru í
þessari sýningu komu ekki fram í
„Rokkhjartanu".
Þú hefur aldrei leikstýrt barna-
leikriti áður, er það?
„Nei, en ég hef leikið í átta slík-
um. Mér fannst það ágætishug-
mynd þegar þau komu að máli við
mig og vildu setja upp barnaleik-
rit. Við fórum strax að leita að
verki og fundum Fúsa froska-
gleypi. Mér fannst það svo
skemmtilegt og það er miklu betra
að gera eitthvað sem manni finnst
skemmtilegt — eða þannig vil ég
hafa það.
Leikritið frá hendi Kirkegaards
er eiginlega aðeins beinagrind,
sem maður getur gert hvað sem
maður vill við. Samtöl eru mjög
stutt og allt er í þröngu formi og
hann gefur leiðbeiningar og segir
að hér geti það verið svona og hér
Viðar Eggertsson
leikstjóri.
„Þetta leikrit segir frá lífinu í
litlum og huggulegum bæ þar sem
allir brosa sífellt," sagði Viðar og
kveikti í sígarettu. „En að mati
bæjarbúa eru maðkar í mysunni.
Þessir maðkar eru ekki margir en
sleipir og fremstur þeirra er Fúsi,
nefndur froskagleypir. Söguna
segir strákpolli, sem er kannski
svolítið hlutdrægur því honum er
illa við Fúsa greyið enda er Fúsi
mesti hrekkjalómur bæjarins og
situr um að gera sögumanninum
grikk. Mottó Fúsa er þetta: Þú ert
það sem þeir vilja að þú sért, og
lifir hann sig þar af leiðandi
rækilega inn í prakkarahlutverk-
ið.“
Og Viðar heldur áfram: „Kirke-
gaard, sem nú er látinn, var marg-
verðlaunaður fyrir barnabækur
sínar í Danmörku en eftir flestum
þeirra hafa verið gerðar kvik-
myndir eða leikrit. Allar bækur
hans hafa verið gefnar út á ís-
lensku og má nefna auk Fúsa
froskagleypis, bækurnar Gúmmí-
Tarsan, Ottó nashyrningur og
Albert. Kvikmyndir, sem gerðar
voru eftir Gúmmí-Tarsan og Ottó
hafa verið sýndar hér á landi og
leikrit eftir bókinni um Gummí-
Tarsan hefur verið sett upp hjá
Leikfélagi Kópavogs. Fúsi froska-
gleypir er því önnur leikgerð
Kirkegaards, sem sett hefur verið
upp hér á landi.
Með sirkusnum kemur sterkasti
maður heims og sýnir getu sína, sem
er ótrúleg.
„Leikfélag Hafnarfjarðar," segir
Viðar svo eftir langa þögn, „er
byggt af ungu fólki á aldrinum20
til 30 ára. Flestir koma í það úr
Flensborg þar sem hefur verið
öflugt leiklistarlíf. Það var fólk úr
skólanum, sem endurreisti leik-
félagið hér í firðinum árið 1982 og
froskagleypir