Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 45

Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 45 sem fyldu í kjölfar hins óvænta friðarsamnings í Villafranca. En Cavour kom því til leiðar með þjóðaratkvæðagreiðslum að Pied- mont sameinaðist Toscana og Em- ilia og Garibaldi og eitt þúsund sjálfboðaliðar hans lögðu undir sig Sikiley og Suður-ltalíu. ÁHRIF WAGNERS Nú stóðu aðeins Róm og Feneyj- ar utan sameinaðs Ítalíuríkis. Þegar ítalska þingið kom saman í Torino til þess að skipa Viktor Emmanúel II konung Italiu var Verdi í hópi þingmanna, en hann lifði fyrir tónlist, ekki stjórnmál. Rúsar báðu hann um óperu og hann samdi La forza de destino (Vald örlaganna) fyrir keisara- leikhúsið í St. Pétursborg (1862). Verdi varð þess áþreifanlega var í Rússlandi, ekki síður en á Italíu, að unga fólkið var orðið honum andstætt og vildi heldur hlusta á þýzka óperuskáldið Wagner og hina „nýju tónlist" hans. Þegar Verdi var um fimm- tugt lifði hann mikinn erfiðleika- tíma. Honum fannst hann vera orðinn á eftir tímanum. Um þessar mundir endursamdi Verdi óperuna Macbeth, sem hann samdi fyrst 1846 eftir verki Shakspeares sem hann dáði. Hann samdi einnig Don Carlos fyrir Par- ísaróperuna (1867). Verdi og Gius- eppina höfðu aldrei eignazt barn svo að þau tóku kjördóttur, Filom- enu. Skömmu síðar lézt velgerðar- maður hans Barezzi, sem hafði verið honum eins og annar faðir. Samband Verdis og foreldra hans hafði alltaf verið fremur stirt. Nokkrum mánuðum eftir að Barezzi lézt kynnti hljómsveitar- stjórinn Angelo Mariani Verdi og konu hans fyri söngkonunni Ter- esu Stolz. Hún hafði frábæra rödd, var ung, fjörmikil og full yndis- þokka. Söngkonan heillaði tónskáldið, en aldrei hefur verið vitað hvort ástarsamband hafi verið milli þeirra. Samband þeirra olli Gius- eppinu miklum hugarkvölum í nokkur ár. Þegar Suezskurður var opnaður 1867 fólu Egyptar Verdi að semja óperu um egypskt efni. Hann samdi óperuna Aida og Teresa Stolz fór með aðalkvenhlutverkið. Eftir lát rithöfundarins Aless- andro Manzoni samdi Verdi hina frábæru sálumessu sína og í henni söng Stolz einnig aðalkvenhlut- verkið. Leikhúsfólk og tónlistar- áhugamenn töluðu stöðugt um meint ástarsamband Verdis og Teresu og sérstaklega rætin grein birtist í blaði einu í Flórenz. Einu ári síðar fóru Verdi, Gius- eppina og Teresa til Parísar til að hlýða á Aidu flutta þar. Hneykslið var því á allra vörum og það var ekki fyrr en Teresa fór í langt ferðalag til Rússlands að slúðrinu linnti. Samband Giuseppinu og Verdis varð aftur eðlilegt. MEISTARAVERK Árin liðu. Filomena giftist og Verdi og Giuseppina urðu ein eft- ir. Nú fannst Giuseppina gaman að fá Teresu í heimsókn, en Verdi leiddist hún. Síðan Aida var fyrst flutt beið allur heimurinn eftir nýrri óperu frá Verdi. Hljómsveit La Scala-óperunnar efndi til tón- leika undir svölum hótels, sem hann gisti á Mílanó, og mannfjöld- inn hrópaði að hann vildi fá að heyra nýja óperu eftir tónskáldið. Verdi taldi að hann væri orðinn of gamall til þess að semja nýtt óperuverk. En eftir 15 ára þögn og mikið hik sendi meistari ítalskrar óperutónlistar allt i einu frá sér nýtt verk sem reyndist hið næst- síðasta. Það var ópæran Otello eft- ir verki Shakespeares og hún vakti mikla hrifningu þegar hún var fyrst flutt í Scala 5. febrúar 1887. Þegar Verdi var um áttrætt samdi hann enn eitt meistara- verkið, þótt ótrúlegt megi virðast, við annan texta eftir Boito. Að þessu sinni var það gamanóperan Falstaff, sem var frumflutt í La Scala 9. febrúar 1893. Verdi var heilsuhraustur í ell- inni og varði síðustu árum ævinn- ar til þess að reisa heimili fyrir aldraða tónlistarmenn í Mílanó. Það hús stendur enn. Giuseppina lézt 1897: Verdi lifði hann í þrjú ár og Filomena, Boito og Teresa sýndu honum mikla um- hyggju síðustu árin sem hann lifði. Hann lézt eftir stutt veikindi í Mílanó 27. janúar 1901. Að hans ósk var útför hans gerð i dögun og mjög látlaus. Enginn fylgdi lík- vagninum, en gífurlegur mann- fjöldi stóð við allar götur á leið- inni til kirkjugarðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.