Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 58

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 * ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Afdrifarík mistök 1978 — Eftirmáli við útvarpsumræður Samkvæmt fimmta kafla nýrra þingskaparlaga skal útvarpa frá Alþingi sem hér segir: * Frá þingsetningu. * Stefnurædu forsætisráðherra og uraræðu um hana innan tveggja vikna frá þingsetningu. * Almennri stjórnmálaumræðu á síðari hluta þings. * Umræðu um vantraust, ef níu þingmenn eða fleiri krefjast. * Umræðu um ákveðið þingmál ef einn þingflokkur óskar og aðrir þingflokkar samþykkja. (Ef aðrir þingflokkar en sá, sem óskar út- varpsumræðu, synja um hana, og ósk er ítrekuð, skal umræðu útvarpað). * Frá þinglausnum. Stjórnarandstaöan hafði tvo þriöju ræðutímans Um tilhögun útvarpsumræðna segir svo í þingsköpum: „Þegar útvarpað er umræðu um þingmál skulu þingflokkar hafa rétt til jafnlangs ræðutíma og forsetar gefa þingmönnum færi á að taka til máls þannig að flokkar skiptist á... «< Þessi háttur var að sjálfsögðu hafður á þegar útvarpað var stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana fyrir skemmstu. Tveir þingflokkar styðja ríkis- stjórnina. Fjórir ekki. Þar af leiðir að ríkisstjórn, sem styðst við góð- an meirihluta þings, hafði til umráða einn þriðja útvarpstim- ans. Stjórnarandstaða, sem hefur minnihluta þings að baki sér, hafði tvöfaldan ræðutima á við ríkis- stjórnina, eða tvo þriðju útvarps- timans. Stjórnarandstaða, sem skiptir sér upp i fleiri þingflokka en þá sex sem nú eru til staðar, getur enn aukið á „yfirburði" stjórnar- andstöðu, hvað heildarræðutíma varðar. Þar að auki kveða þingsköp á um rétt þingmanna utan þing- flokka til aðildar að útvarpsum- ræðum, „þó þannig að enginn þeirra fái lengri tíma en helming þess er hver þingflokkur hefur til umráða... “ „Þröngsýnasti kerfis- flokkurinn“ Stjórnarandstaðan, sem hafði tvo þriðju útvarpstímans að vopni, hafði ekki erindi sem erfiði, að mínum dómi. Ein ræða stjórnar- andstöðuþingmanns skar sig þó úr, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Það var að vísu auðvelt að vera á öndverðum meiði við hann, skoð- analega, en hann gerði engu að síður heiðarlega tilraun til mál- efnalegrar umræðu. Breytt ríkisstjórn Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, eftir uppstokkun, sem m. a. fél í sér að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, tók við embætti fjármálaráðherra. Auk ráðherra sjást á myndinni forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Það var einkum tvennt sem vakti athygli í ræðu Jóns Baldvins. Hið fyrra var að hann tók stjórn- arandstöðuflokka ekki síður til bæna en stjórnarflokkana. Það síðara var lítt dulbúið tilboð til Sjálfstæðisflokksins um stjórnar- samstarf, nýja viðreisnarstjórn. „Enginn hugsandi maður bindur framar vonir við Framsóknar- flokkinn," sagði Jón Baldvin. „Hann er dæmdur af verkum sín- um eftir 14 ár í ríkisstjórn sem þröngsýnasti og íhaldssamasti kerfisflokkur landsins. Það er póli- tískt gustukaverk að gefa fram- sókn frí og senda hana í andlega endurhæfingu næsta áratuginn.“ Pólitísk framtíöar- músík „Lítum ögn á stjórnarandstöð- una,“ sagði formaður Alþýðu- flokksins. „Ástand hennar birtist þjóðinni í hnotskurn eina helgi i október, þegar Bandalag jafnaðar- manna hélt landsnefndarfund, Alþýðubandalagið miðstjórnar- fund og Alþýðuflokkurinn flokks- stjórnarfund." Síðan rakti hann meint innanmein bæði i Alþýðu- bandalagi og Bandalagi jafnaðar- manna, „sem fréttir bárust um á öldum ljósvakans af þessum fund- um“. „Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins kom fram að sögn viðstaddra bullandi gagnrýni á forustu flokksins, formann og þingflokk, sem var sakaður um stefnuleysi og skort á nútimaskiln- ingi..." Samstaðan var hinsvegar góð hjá Alþýðuflokki, að sögn formannsins. Slðar í ræðu sinni horfir Jón Baldvin fram á veginn og segir, orðrétt: „Haldi Sjálfstæðisflokkurinn svipuðum styrkleika og nú verður hinsvegar ekki hjá því komist að semja við hann um nýja ríkis- stjórn ... “ Innskot af þessu tagi í ræðu hans töluðu sínu máli um það, hvar hann les nóturnar þegar Sumir vakna 'topfflo ' ne" Dun s •Sveigjanleiki gúmmísins tryggir rétta fjöðrun. • Latex gúmmíið bœgir •Loftrœstikerfi heldur frp Qg sýklum. loftfnu hreinu og raka- • Fallegt ðklœði stlginu réttu. að eigin vali. Latex dýna Latex dýnan er eina dýnan d markaðnum sem gerð er úr ekta ndttúrugúmmíi. Latex dýnan fjaðrar vel og veitir líkamanum góðan stuðning. Þyngri líkamshlutar sökkva hœfi- lega djúpt í dýnuna en hún veitir jafnframt stuðning undir hina léttari. Stabiflex rúmbotn Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar í full- komnu samrœmi við hreyfingar og þyngd líkamans. •Hryggsúlan helst bein *Sfabiflex rúmbotninn er sniðinn undlr Latex og það slaknar ó vöðvum. dýnuna - samvlrkandi og hljóðlaust kerfi. Of hörð dýna. Latex dýnan: Dýnan lagar sig að líkamanum - hryggsúlan er bein Of mjuk dyna. •Botnramminn er gerður úr níðsterku límtré. • Fverrimlamir eru gerðir úr llmtré *Pverrimlamir hvíla ó veltiörmum og bogna upp ó við um miðjuna úr gúmmíi sem hreyfast effir - eru sveigjanlegir. þrýstingi. • Hoegt er að hœkka rúmbotnlnn undir höfði og fótum. Dugguvogl 8-10 Slml 84655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.