Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 59

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 59 -v - hann spilar sína pólitísku framtíð- armúsík. „Afdrifaríkustu mistök íslenzkra stjórnmála“ Viðreisnartímabilið, 1959-1971, var farsælt tímabil stöðugleika og jafnvægis í íslenzku atvinnu- og efnahagslífi. Það var og tími ný- sköpunar í þjóðarbúskapnum, þrátt fyrir ytri áföll. Vöxtur verð- bólgu á þessu 12 ára tímabili var að meðaltali 5—10% á ári. Vinstri stjórn sem við tók 1971 sigldi síðan inn í þá verðbólgu, sem hefur sett mark sitt á íslenzkt þjóðlíf allar götur til dagsins í dag. Eftir alþingiskosningar 1978, þegar Alþýðuflokkurinn vann einn sinn stærsta kosningasigur, lagði Sjálfstæðisflokkurinn til myndun viðreisnarstjórnar undir forystu Alþýðuflokksins. Sigurvegara þeirra kosninga, Alþýðuflokkinn, brást hinsvegar kjarkinn. Um þetta efni segir Morgunblaðið í nýlegri forystugrein: „Líklega er þessi afstaða Alþýðu- flokksins sumarið 1978 einhver af- drifaríkustu mistök, sem gerð hafa verið í íslenzkum stjórnmálum hin seinni ár.“ Morgunblaðið segir áfram í þessari forystugrein: „Sjálfstæðismenn könnuðu al- varlega möguleika á stjórnarsam- starfi með Alþýðubandalaginu í desember 1979. Alþýðubandalags- menn höfðu ekki kjark til þess að taka í framrétta hönd þá en notuðu tækifæri, sem gafst, til þess að reyna að kljúfa Sjálfstæðisflokk- inn. Það er geymt en ekki gleymt." Báðir þessir flokkar gengu til stjónrarsamstarfs með Framsókn- arflokknum - eftir að hafa hafnað samstarfstilboðum Sjálfstæðis- flokksins. Pólitíska atburðarás síðan verður að skoða í ljósi fram- angreinds. Velferðarkerfið Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók ekki lík- lega í viðreisnarbónorð Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Að minnsta kosti mátti skilja á máli hans að reynt yrði til þrautar núverandi stjórnarsamstarf. Uppstokkun stjórnarinnar bendir og til þess. Tilboð formanns Alþýðuflokksins var því illa tímasett. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði f útvarpsræðu sinni: „Við höfum á undanförnum árum unnið að miklum umbótum á sviði mennta-, heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála. Það er ásetningur okkar að treysta vel- ferðarkerfið og búa unga fólkinu í landinu eins góð menntunarskil- yrði og kostur er. En til þess að uppskera góðan ávöxt á þessum sviðum þurfum við að plægja jarð- veginn. Framfarir í atvinnumálum byggjast nú í ríkari mæli en áður á menntun og þekkingu. En við búum fólkinu í landinu ekki betri menntunarskilyrði nema okkur takist að auka framleiðslu og verð- mætasköpun í þjóðarbúinu og veita þannig raunverulegum verð- mætum til þessara mikilsverðu verkefna. Allt helzt þetta í hendur sem við erum að vinna að.“ Ávextir A-flokka Samtímis veittist Þorsteinn hart að A-flokkunum, einkum Alþýðubandalagi. Hann benti á tvennt, sem hafa yrði í huga, þegar sá flokkur talar nú um rýrðan kaupmátt: * Hið fyrra er að Alþýðubandalag- ið stóð að því í ríkisstjórn í des- ember 1982 „að svipta launafólk umsömdum kauphækkunum um helming". * Það síðara er að kaupmáttar- skerðing, sem hér hefur orðið frá 1977, var „að mestum hluta til komin fram í tíð fyrri ríkisstjórn- ar, þar sem Alþýðubandalagið réð mestu“. Og hann bætti við: * „Misgengið milli launa og láns- kjara varð að mestum hluta til í tíð fyrri ríkisstjórna, þar sem Alþýðubandalagið var í forystu og innleiddi lánskjaravísitöluna." Vetrarskoðun Hver kannast ekki við annarleg hljóð úr vélasalnum á jökulköldum vetrar- morgni? Gerðu fyrirbyggjandi aðgerðir strax og pantaðu vetrarskoöun hjá okkur. Eftirfarandi skoðun er á föstu veröi kr. 2.200 og gildir þaö verð út nóvember. □ I.Mælageymi □ 2. Hreinsa geymasambönd □ 3. Strekkja viftureim □ 4. Yfirfara Ijós — Ljósaskoöun □ 5. Mæla frostþol kælikerfis □ 6. Ath. þéttleika kælikerfis □ 7. Skipta um og stilla kerti □ 8. Skipta um platínur, (hamar, lók) □ 9. Stilla mótor □ 10. Smyrja lása Aö skoöun lokinni prufukeyrum viö bílinn og látum þig vita ef eitthvað þarfnast viögeröar. Veriö velkomin. Vilver Auðbrekka 25 • 200 Kópavogur GUÐMUNDUR ÞOR BJORNSSON SIMI 4 6350 Viðurkennd VOLVO þjónuata og viðgerðfr efnnlg ieppaWðfgerðfr Citroén Axel áigerft '86 30%Ét og gieiðast mánaðarlega í24mánuði / Isumar kynntum við hjá Globus nýjan bíl á óvenju hagstæðu verði: '86 árgerð af Citroén Axel fyrir aðeins 280.000,- kr. Nú bætum við um betur og bjóðum þér að eignast Axel með því að borga á borðið þriðjung þeirrar upphæðar og eftirstöðvarnar með jöfnum mánaðargreiöslum á skuldabréfi í allt að 24 mánuði. Skuldabréfið er verðtryggt en vaxta- laust. Axel er vel búinn aukahlutum, svo sem hlífðarpönnu undir vélinni, læstu bensínloki og öryggisbelt- um í aftursætum. Einnig er innifalið í tilboðinu ryðvörn, nýskráningargjald og bifreiðaskattur, skoðun eftir 1.000 km akstur og stútfullur bensíntankur. Greiðsludæmi: Staðgreiðsluverð miðað við gengi 14.10................ kr. 280.000,— Þriðjungs útborgun ásamt stimpilgjaldi, þinglesningu og umsýslu............................. kr. 89.300,— Eftirstöðvar lánaðar á skuldabréfi með mánaðarl. greiðslum í 24 mánuði, verðtryggt skv. lánskjaravísitölu en vaxtalaust................ kr. 234.512,— Mánaðargreiðsla ...................................... kr. 9.980,— ( eftirstöðvunum eru reiknaðar kr. 1.812,- í fjármagnskostnað á mánuði í 2 ár. Citroén Axel er óvenju sterkbyggður smábíll. Hann er framhjóladrifinn, ótrúlega rúmgóður og búinn sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum sem gefur hefðbundinni Citroén vökvafjöðrun lítið eftir. Það er hátt undir Axel og hann er hreint frábær á mölinni. Einnig hefur Axel diskahemla á öllum hjólum sem er mjög óvenjulegt fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Sætin bera hönnuðum Citroén bílanna fagurt vitni - en Frakkarnir eru þekktir fyrir að koma Ijúfustu stofuþægindum fyrir í bílunum sínum. Þú ættir að líta innog reynsluaka, þá veistu hvað við eigum við. Globust SÍMI81555 CITROÉN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.