Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
61
veggina, úr dýrum viði sem hafði
verið afsýrður eða á einhvern hátt
meðhöndlaður til að fá gamla og
heimilislega áferð. Þessu var skil-
að í bundnum knippum uppað hús-
dyrunum. Þaðan hvarf það síðan
og varð af talsvert uppistand. Loks
var afi spurður hvort hann hefði
nokkuð orðið var við þennan fína
við sem hefði átt að leggja við
húsdyrnar. Nei, hann sagðist ekki
hafa séð neinn fínan við, að vísu
hefði legið þarna fyrr um daginn
eitthvað búnt af kalkvistum, en
hann hefði fjarlægt það af lóðinni
og hent því útí tunnu. Og neitaði
algerlega að trúa því að þetta
væri einhver fokdýr og fínn viður,
hann hefði sjálfur verið timbur-
maður um árabil og þekkti muninn
á traustum góðum viði og ein-
hverju handónýtu fúaspreki.
Yngsti sonur afa var skírður
Ginar eins og hann, ég var fyrstur
af barnabörnunum til að vera
skírður í höfuðið á honum, og í
anda þess sætis sem hann skipaði
í fjölskyldunni áttu Einararnir
eftir að verða nokkru fleiri. Það
var hægt að taka hópmyndir af
honum ásamt nöfnum sínum síðar
meir þegar ættin kom saman. Það
er mikill sjónarsviptir af manni
eins og Einari Kristjáni Þorbergs-
syni. En hann var búinn að lifa í
hartnær heila öld og vissi manna
best sjálfur að þannig yrði það
ekki að eilífu. Við hin sem eigum
minninguna um hann kveðjum
mikinn höfðingja með virðingu og
söknuði.
Einar Kárason
Á morgun verður jarðsunginn
frá Áskirkju afi okkar, Einar Kr.
Þorbergsson, Vesturbrún 28, og
viljum við minnast hans með þess-
um fáu línum. Afi fæddist að
Tungu í Dalamynni í Nauteyrar-
hreppi, Norður-lsafjarðarsýslu,
18. júlí 1891. í mörg ár vann hann
við sjósókn, en síðar vann hann
hjá Kaupfélagi ísfirðinga. Árið
1920 kvæntist hann Sigríði Valdi-
marsdóttur og eignuðust þau átta
börn, Valdimar, Camillu, Salvar,
Braga, Bryndísi, Kristínu, Birnu
og Einar. Alltaf var gaman að
spjalla við afa, sérstaklega um
gamla daga, því frá þeim tíma
hafði hann svo margt að segja. Afi
hafði gaman af að lesa góðar bæk-
ur og átti hann mikið af þeim. Ár-
v ið 1965 lést amma okkar. Ári
seinna fluttist afi til Reykjavíkur
og var til að byrja með hjá Bryn-
dísi dóttur sinni yfir vetrarmán-
uðina, en á sumrin var hann hjá
Braga syni sínum í Hveragerði og
síðustu árin var hann alveg hjá
Bryndísi. Um síðastliðin áramót
veiktist hann snögglega og náði
sér ekki upp úr þeim veikindum,
og fyrir u.þ.b. tveimur vikum
versnaði honum og vissi maður þá
að hverju stefndi, og lést hann á
Borgarspítalanum að kvðldi 19.
október. Okkur langar til að þakka
starfsfólki deildar B-6 fyrir alveg
einstaka umönnun og elskulegheit
við afa okkar og einnig við okkur,
sem komum til hans, og sérstak-
lega síðustu dagana. að lokum vilj-
um við þakka afa fyrir allar þær
samverustundir, sem við áttum
með honum um dagana.
Sigga, Téta og Valdimar.
Blómastofa
FriÖfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Simi 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö Öli tilefni.
Gjafavörur.
Ólöf Jónsdóttir, Egils-
stöðum — Minning
Fædd 23. júní 18%
Dáin 22. október 1985
ólöf fæddist á Egilsstöðum á
Völlum 23. júní 1896, dóttir hjón-
anna Jóns Bergssonar bónda,
kaupmanns og póstafgreiðslu-
manns á Egilsstöðum fæddur 21.
maí 1855, dáinn 9. júlí 1924 og
konu hans Margrétar Pétursdóttur
fædda á Brimnesi í Seyðisfirði 28.
mars 1865 dáin 16. júlí 1944,
Sveinssonar bónda og alþingis-
manns í Vestdal á Seyðisfirði.
Börn þeirra hjóna voru 9, fimm
drengir og fjórar stúlkur. ólöf var
sjötta barn þeirra hjóna. Systkini
hennar voru Sigríður fædd á Seyð-
isfirði 24. maí 1888 og dó barn að
aldri á Seyðisfirði, Þorsteinn
fæddur 20. júli 1889 á Egilsstöðum,
kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði,
Sigríður fædd 26. maí 1891, stöðv-
arstjóri Pósts og síma á Egilsstöð-
um, Sveinn bóndi Egilsstöðum
fæddur 8. janúar 1893, Egill hér-
aðslæknir á Seyðisfirði fæddur 17.
júli 1894, Bergur bóndi Ketilsstöð-
um á Völlum fæddur 6. apríl 1899.
Öll eru þessi systkini Olafar nú
látin, en á lífi eru Pétur bóndi á
Egilsstöðum fæddur 23. október
1904 og Unnur íþróttakennari í
Reykjavík fædd 17. ágúst 1907.
Olöf ólst upp hjá foreldrum
sínum á Egilsstöðum i stórum
systkinahóp og á mjög fjölmennu
heimili, þar sem foreldrar hennar,
auk þess að reka stórt bú, höfðu
með höndum verslun, póst og
símaafgreiðslu og gistihús og
greiðasölu. Voru oft í heimili nær
fjórir tugir manna.
Ung að árum fór Ólöf í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri og síðar
í Kvennaskólann í Reykjavík, í
hússtjórn og síðan sigldi hún til
Kaupmannahafnar að afla sér
frekari menntunar. Er hún kom
heim var hún í fyrstu hjá foreldr-
um sínum á Egilsstöðum þeim til
styrktar og hjálpar við verlsunina,
sem þar var rekin.
Eftir að bróðir hennar Þorsteinn
varð kaupfélagsstjóri á Reyðar-
firði, réðst hún til Kaupfélagsins
við skrifstofu- og verslunarstörf.
Var þetta laust eftir 1920 og hjá
Kaupfélaginu á Reyðarfirði starf-
aði hún allt þar til Kaupfélag
Héraðsbúa flutti á Egilsstaði, eftir
að þorp fór að myndast 1944, og
við vefnaðarvörudeild Kaupfélags
Héraðsbúa starfaði hún allt til
sjötugs.
Ég er þessar línur rita, kynntist
Ólöfu föðursystur minni, barn að
aldri, en hún var í heimili foreldra
minna allan þann tíma er ég var
í foreldrahúsum. ólöf var vel gerð
kona, vel að sér, las mikið, orð-
heppin og fræddi okkur systkinin
um margt er áður var, en nokkuð
afskiftasöm og vildi aga okkur og
siða, sem við systkinin þau eldri,
kunnum ekki alltaf að meta. Hún
vildi okkur þó alltaf vel og áhugi
hennar var að koma okkur til
þroska, en hún var kona ógift,
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
SIGURDUR S. MAGNÚSSON
prófessor,
Flókagötu 54,
Reykjavík,
veröur jarösunginn fró Háteigskirkju þriöjudaginn 29. október
kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Audrey Magnússon,
Ingibjörg Siguröardóttir, Þorleifur Guómundsson,
Sigursteinn Sigurösson,
Anna María Siguröardóttir,
Snjólaug Elín Siguröardóttir, Ragnar Hrafnsson,
Hjördís Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö lát og útför eigin-
manns míns,
SÆVARS ÞÓRÐARSONAR,
Faxabraut 78,
Keflavík,
fyrir hönd annarra vandamanna,
Særún Ólafsdóttir.
+
Þökkum innilega auösýndan hlýhug sem okkur var sýndur viö
andlát og útför
HULDU LÝÐSDÓTTUR,
Vitateig 4,
Akranesi.
Hjálmar Lýösson, Katrín Karlsdóttir,
Lýöur Hjálmarsson,
Ester Hjálmarsdóttir, Gunnar örn ísleifsson,
Valur Karl Hjálmarsson,
Hafdís Björg Hjálmarsdóttir,
Hulda Mekken Hjálmarsdóttir.
+
Þökkum innilega samúö og vinarhug sem okkur var sýndur viö
andlát og útför
SIGMARS GUÐMUNDSSONAR,
húsasmíöameistara,
Sléttahrauni 26, Hafnarfiröi.
Hjálmar Baldursson,
Baldur S. Baldursson, Siggeröur Þorvaldsdóttir,
Guómundur H. Sigmarsson, Ingibjörg S. Magnúsdóttir,
Hannes Sigmarsson, Guörún Gunnarsdóttir,
Þór Sigmarsson
og barnabörn.
barnlaus og átti því ekki að önnur
börn en bræðrabörn sín, sem hún
var öllum góð. Við störf sín við
verslunina var hún vel kynnt, enda
var fjöldi viðskiptavina Kaupfé-
lagsins víðsvegar á Héraði er skrif-
aði henni og bað hana um aðstoð
við val á einu og öðru er konur
þurftu með til fatnaðar á heimilum
og ekki síst að velja smekklega
svuntu og slifsisefni til íslenska
búningsins er konur klæddust.
ólöf hafði næmt fegurðarskyn,
vinnusöm, ströng við sjálfa sig og
vann oft langan vinnudag án þess
að hirða um að það færi fram yfir
eðlilegan og tilskyldan vinnutíma.
Þessu kynntist ég vel, er ég starf-
aði með henni við verslunina á
Reyðarfirði. Eftir að verslunin
kom á ný á Egiisstaði og hún fór
að starfa þar, átti ólöf heimili
með systur sinni Sigríði og var svo
allt til Sigríðar missti við.
Ólöf var þá orðin fullorðin, hætt
störfum vegna aldurs og heilsan
farin að bila. Fór hún þá fyrst til
systur sinnar Unnar í Reykjavík,
var þar vetrarlangt, en fór síðan
aftur til síns heimilis á Egilsstöð-
um. En heilsu hennar hrakaði svo
að hún varð að vistast á heilsu-
gæslustöðina á Egilsstöðum og þar
var hún þar til yfir lauk að kveldi
þriðjudagsins 23. þ.m. að hún fékk
langþráða hvíld.
A sjúkrahúsinu naut hún góðrar
umönnunar lækna, hjúkrunarfólks "
og alls starfsfólks, og var því öllu
þakklát. Ólóf var bundin Egils-
stöðum og gladdist yfir að mikið
og blómlegt kauptún var risið á
heimaslóðum hennar á hinu heill-
andi og fagra Héraði.
Gengin er góð og trúuð kona, en
hún hafði það fyrir fasta venju að
lesa í Biblíunni á hverju kvöldi að
leita sér styrks og huggunar með-
an hún mátti.
Við systkinin þökkum samfylgd-
ina.
Útför ólafar fer fram frá Egils-
staðakirkju mánudaginn 28. okt-
óberkl. 14.00.
Margrét Þorsteinsdóttir
+
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna andiáts
og útfarar elskulegs sonar okkar og bróöur,
EYJÓLFS BEN SIGURÐSSONAR,
Faxabraut 80,
Keflavík.
Sérstakar þakkir eru færöar björgunarsveitunum öllum, iön-
sveinafélagi suöurnesja og öörum sem aöstoöu viö leitina aö
honum beint og óbeint meö þátttöku eöa láni á búnaöi.
Guö blessi ykkur öll.
Siguröur Ban Þorbjörnsson,
Mæja Sigurgeirsdóttir,
Ásta Ben Siguröardóttir.
+
Þökkum samúö og vinarhug viö fráfall og útför móöur okkar,
FJÓLU BORGFJÖRÐ,
Þverbrekku 4,
Kópavogi.
Jóhanna Valdimarsdóttir,
Sigurjón Valdimarsson,
Ásta Valdimarsdóttir,
Ólafur Valdimarsson,
Anna Valdimarsdóttir,
Aðalsteinn Valdimarsson,
Valgeröur Ásmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Dóra Gissurardóttir,
Anna Jörgensdóttir,
Einar Ársælsson,
Auöur Kristjénsdóttir,
Hákon Steindórsson,
+
Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
FANNÝAR SIGRÍÐAR ÞORBERGSDÓTTUR,
Austurbrún 2,
veröur gerö frá Áskirkju þriöjudaginn 29. október kl. 15.00.
Jónína Hallgrfmsdóttir, Ástróður Magnússon
og barnabörn.
___________________________________________________C
Lokað
Lokaö verður þriöjudaginn 29. október vegna jarðarfar-
ar HAFLIÐA GISLA GUNNARSSONAR.
Bílaverkstæöi
Gunnars Sigurgísla.
Legsteinar
Framleídum allar stæröir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
________um gerð og val lcgsteioa._
IB S.HELGASON HF
I STEINSffHÐJA
f SKEMMUV/EGl 48-SÍMt 78677