Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 57 Kaupfélag Hafnfirð- inga og lögbann Kökubankans MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Bergi Haraldssyni, stjórnarmanni Kökubankans hf.: „Vegna yfirlýsinga frá Kaup- félagi Hafnfirðinga í útvarpi og blöðum óska ég eftir því að eftir- farandi verði birt: Á sínum tíma fékk KH úthlutað lóð á Miðvangi 41, en þar skyldi rekin þjónustumiðstöð s.s. banki, pósthús, bakarí, fiskbúð, apótek o.fl. Árið 1977 kaupir Kökubank- inn hf. fokhelt húsnæði af KH til þess að setja upp bakarí í fyrr- nefndri þjónustumiðstöð. Samn- ingar voru gerðir í vinsemd og bróðerni og sá um þá f.h. Kaup- félags Hafnfirðinga Jón Finnsson hrl. Stjórn KH undirritaði öll samninginn. Ekki kvaddi Köku- bankinn lögmann sér til aðstoðar, þar sem hæfni og heiðarleika lög- manns KH var fullkomlega treyst. í samningi þessum eru mjög skýr ákvæði til hvers húsnæði þetta skyldi notað, svo og réttur og skyldur beggja aðila nákvæmlega tilgreind. I samningnum segir meðal annars: „Kökubankanum hf. er heimilt að reka í húsnæðinu á Miðvangi 41 framleiðslu og sölu á brauðum og kökum og skyldum vörum en óheimill annar rekstur, nema til komi samþykki annarra rekstraraðila í húsinu. Á sama hátt skuldbindur Kaupfélag Hafn- firðinga sig til þess að versla ekki með daglega framleiðslu annarra brauðgerðarhúsa nema samkomu- lag verði um annað." Samningar sem þessi eru mjög algengir og raunar alger forsenda þess að húsnæðið var keypt í þessu tilfelli. Nauðsynlegt er, ef þjónustumið- stöð eins og Miðvangur á að standa undir nafni, að samstarf, sam- vinna og gagnkvæmt traust ríki milli aðila. í byrjun var samstarfið með ágætum eða í u.þ.b. 3 ár, en breyttist þegar núverandi kaup- félagsstjóri hóf störf. Þá var byrj- að að brjóta gerða samninga og hefja sölu á brauðvörum frá öðrum bakaríum. Síðan telur KH sig geta einhliða sagt upp samningi og kemur með órökstuddar dylgjur og beinan atvinnuróg, en því verður svarað á öðrum vettvangi. Þegar svo var komið þótti ljóst að KH ætlaði ekki að standa við gerða samninga og var því nauð- synlegt að leita réttar síns fyrir dómstólum. Fyrsta skref er að óska eftir lögbanni og síðan leggja málið í dóm. Kaupfélagsstjórinn lætur í það skína i útvarpsfrétt að kvöldi 31/10 að KH sé með þessu að hugsa um hag neytenda og bjóða upp á aukið vöruframboð í verslun sinni. KH ætti e.t.v. að leggja á það höfuð- áherslu að koma betur út úr verð- könnunum en verið hefur og t.d. gefa Kökubankanum tækifæri á að selja mjólkurvörur á þeim tíma sem KH er lokað. Það væri að hugsa um hag neytenda. Sú auglýsing sem KH fær með þessum hætti er ekki til þess að auka veg þess á nokkurn hátt, a.m.k. er það ljóst að forráðamenn þess virða ekki gerða samninga. Kökubankinn ætlaði að hlífa KH við að gera framangreint að opin- beru útvarps- og blaðamáli, en fyrst stjórnendur þess hafa kosið þá leið, skal ekki standa á Köku- bankanum að leggja öll spilin á borðið. Biskup frá Eþíópíu á fundi í Reykjavík ALEMU Shetta, biskup frí Eþíópíu, er væntanlegur til fslands í dag og mun hann dvelja hér í tvo daga. Mun hann tala á samkomu á vegum Sambands ísl. kristniboósfélaga annað kvöld og í kvöld situr hann fund med stjórnum hinna ýmsu kristniboðsfélaga innan SÍK. Alemu Shetta var kjörinn for- seti suðursynódu lúthersku kirkj- unnar í Eþfópíu árið 1983 og er það hliðstætt starfi biskups. Kirkja hans, Mekane Yesus kirkj- an, starfar í nánum tengslum við kristniboða frá mörgum löndum, m.a. frá fslandi. Sem fyrr segir mun Alemu Shetta tala á sam- komu kl. 20.30 annað kvöld í húsi KFUM og K á Amtmannsstíg í Reykjavík og er hún opin öllum. f kvöld, þriðjudagskvöld, mun hann hins vegar eiga fund með stjórnar- mönnum kristniboðsfélaga og hópa innan SfK. Hefst sá fundur kl. 21 og verður einnig haldinn í húsi KFUM og K. Alemu Shetta biskup frá Eþíópíu talar á samkomu á vegum SÍK f Reykjavík á miðvikudagskvöld. KFUM og K: Kristniboð- komuvika í KRISTNIBOÐS- og samkomuvika stendur yfir í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð dagana 3.—10. nóvember, og hefjast samkomurnar alla dagana kl. 20.30. Fluttar verða ræður á hverju kvöldi, en auk þess verða myndasýningar, vitnisburðir og fjölbreyttar sögur. Dagskrá verður þannig: Þriðjudagur 5. nóvember: Ræða: Benedikt Arnkehson. Myndir frá Kenýa. Skúli Svavarsson. Miðvikudagur 6. nóvember: Ræða: Séra Lárus Halldórsson. Fimmtudagur 7. nóvember: Ræða Benedikt Amkelsson. og sam- Sunnuhlíð Föstudagur 8. nóvember. Ræða: Alemú Shetta frá Eþíópíu. Laugardagur 9. nóvember: Vitnis- burðir. Lokaorð og bæn: Jón Viðar Guðlaugsson. Kl. 23.30 miðnætur- samkoma. Sunnudagur 10. nóvember: Kristniboðsdagurinn. Kl. 14.00 guðsþjónusta með altarisgöngu í Akureyrarkirkju. Ræðumaður Reynir Hörgdal. Séra Þórhallur Höskuldsson þjónar fyrir altari. Kl. 20.30 Samkoma i SunnuhUð. Ræða: Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. (Frétutilkjumg.) Club8 ■ Loksins loksins geturþú keypt þér veggeiningar sem þú innréttar sjálfur ~— Þú kaupir grunneiningar í beyki eöa hvítlakkaðar í mismunandi stærðum og síðan eftir þörfum glerhurðir, viöar- hurðir, hillur, plöturekka eða Ijósakappa. Sendum myndalista. Vdrumarkaðurinn hl. ARMÚLA 1 a cristal vönduðu bresku vegg-og gólfflísarnar Steinprýði hf. hefur tekið við umboði John Lindsay hf. á fslandi fyrir hinar þekktu framleiðsluvörur breska fyrir- tækisins H & R Johnson Tiles, og fyrirtækjanna A G Tiles og Maw & Co. Fyrirtækin eru þekkt fyrir vandaða og fjölbreytta fram- leiðslu á CRISTAL vegg- og gólfflísum, auk fylgihluta og margvíslegrar gjafavöru úr gleri. Verðið er hagstætt og í sumum tilvikum lægra, en áður hefur þekkst hér á landi. Steinprýði hefur fyrirliggj- andi sýnishorn ásamt öllum nánari upplýsingum, og býður nýja viðskiptavini og að sjálfsögðu gamla viðskipta- menn velkomna. Nýr umboðsmaður á íslandi 15 steinprýöi hf. ■■ Stórtiotöa 16 simi 83340-84780 UmboAsmaður í Akureyri: ^skpptií

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.