Morgunblaðið - 10.11.1985, Page 2

Morgunblaðið - 10.11.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Hafberg GK rétt sokkið í Seyðisfjarðarhöfn: Menn voru á sundi í bátn- um og við hann - segir Þorvaldur Jóhannesson sýslufulltrúi á Seyðisfirði „ÞAÐ mátti ekki tæpara standa — Hafbergid var rett sokkið við bryggjuna og raunar óttuöust menn að báturinn myndi sökkva fljótlega eftir að hann lagðist á hliðina hér fyrir utan, enda gengu skipverjarnir á síðu bátsins og voru að fara í gúmmíbátana þegar Haukafellið kom að,“ sagði Þorvaldur Jóhannesson, sýslufulltrúi á Seyðisfirði, í samtali við Morgunblaðið í gær- morgun. Þá var nýlega búið að dæla sjó úr sfldarbátnum Hafbergi frá Grindavík, sem lagðist á hliðina útaf Seyðisfirði um hádegisbilið á föstudag. Hafbergið var dregið til hafnar af skipin komið að bryggju um hálfátta Illa gekk að draga Hafbergið inn til Seyðisfjarðar. „Þeir komu með hann afturábak inn fjörðinn á 2—3 mítíía hraða og þurftu að snúa honum á leiðinni," sagði Þorvald- ur. „Þegar komið var að bryggju var Hafbergið meira og minna á kafi I sjó — aðeins hvalbakur, yfirbyggingin og stýrishúsið stóðu upp úr. Vélarrúmið var fullt af sjó og lestir, þannig að það gekk erfiðlega að koma slöngum niður, svo það væri þétt. Menn voru á sundi í bátnum og við hann meðan á þessu stóð en loks tókst að koma Haukafellinu frá Hornafirði og voru leytið á fostudagskvöldið. borði á lestirnar og þá fór að ganga betur að dæla. Þá var búið að rétta skipið nokkuð við með aðstoð krana og Haukafellsins." Hafberg GK er 162 tonna stál- bátur og var með um hundrað tonn af síld innanborðs meðan á þessu stóð. Ljóst er að verulegar skemmdir hafa orðið á Hafberg- inu. Aðalvélin fór út seint á föstu- dagskvöldið og rafmótorar eru ónýtir, að sögn Þorvalds Jóhannes- sonar. Reiknað var með að sjópróf vegna slyssins færu fram síðdegis í gær og í dag. Morgunblaðið/Þorkell Akkerið komið á þurrt land. Maðurinn á myndinni er Eiríkur. Til viðmiðunar má geta þess að Eiríkur er 180 cm á hæð. Akkeri frá skútuöld NOKKRIR áhugamenn um köfun fundu merkilegan grip er þeir voru að kafa í mynni Straumsvíkurhafnar síðastliðið sumar. Var þar um að ræða stórt og mikið járnstokksakk- eri frá slðustu öld. Það var þó ekki fyrr en um miðjan þennan mánuð að ákvörð- uh var tekin um að bjarga akker- inu, sem lá á 60 feta (18 m) dýpi. Að björguninni stóðu sex áhuga- menn um köfun, en hún reyndist nokkuð erfiðari í framkvæmd en á horfðist í fyrstu, þar sem akkerið er bæði stórtogfyrirferðarmikið. Fyrsta tilraunin fór út um þúfur vegna þess að poki sá sem nota átti til að lyfta akkerinu, rifnaði er hann var fylltur af lofti. Þá var horfið til þess ráðs að láta sér- smíða poka hjá seglagerðinni Ægi, sem ætlaður er til að lyfta þungum hlutum af hafsbotni. Næsta skref var að strengja línu milli lands og akkeris, svo auð- veldara væri að koma nauðsynleg- um búnaði fyrir. Þegar búnaðinum hafði verið komið fyrir, reyndist óhjákvæmilegt annað en að bíða færis sökum mikilla strauma. Við fyrsta tækifæri var akkerinu svo lyft með því að hleypa lofti í pokann. Því næst var akkerið dregið inn í Straumsvíkurhöfn, en þar var því sökkt meðan krani var fenginn til að lyfta því á þurrt Síðastliðinn þriðjudag var akker- inu svo lyft með með aðstoð hafn- arkrana í Straumsvíkurhöfn. Þegar akkerið var komið á þurrt kom í ljós að það var bæði stærra og tilkomumeira en gert hafði verið ráð fyrir. Til gamans má geta þess að akkerið er um tveir og hálfur metri á hæð, liðlega faðmur á breidd og á annað tonn á þyngd. Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík: Utankjör- staðakosning hefst á morgun Utankjörstaðakosning vegna próf- kjörs um skipan framboðslista Sjálf- stæöisflokksins í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar, hefst á morgun, mánudaginn 11. nóvember, kl. 14:00. Utankjörstaða- kosningin fer síðan fram á virkum dögum frá kl. 9:00 til 17.-00 og á laugardögum frá kl. 10:00 til 12:00, í sjálfstæðisbúsinu Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Utankjörstaðakosningunni lýkur laugardaginn 23. nóvember en prófkjöríð sjálft fer fram dagana 24. og 25. nóvember. Utankjörstaðkosning er þeim ætluð sem af einhverjum ástæðum geta ekki greitt atkvæði sjálfa prófkjörsdagana vegna fjarveru úr borginni eða annarra forfalla. Atkvæðisrétt í prófkjörinu eiga allir félagsbundnir sjálfstæðis- menn í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana og þeir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt við borgarstjórnarkosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Kjörnefnd Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík hefur lokið gerð prófkjörslistans og er hann skipaður 34 mönnum. Allar frekari upplýsingar um utankjör- staðakosninguna og prófkjörið sjálft eru veittar á skrifstofu Full- trúaráðsins í síma 82900. Frystitogararnir fá allt að 23 % hærra verð en frystihús Aflaverðmæti Akureyrinnar nálgast 200 milljónir Guðjón A. Kristjánsson Farmanna- og fiskimanna- samband íslands: Guðjón A. Kristjáns- son var endurkjör- inn forseti GUÐJÓN A. Kristjánsson var á laugardag endurkjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Helgi Laxdal varaforseti. Þinginu lauk á laugardag og var meðal annars niðurstaða þess, að hafna framkomnu frumvarpi sjáv- arútvegsráðherra um stjórnun flsk- veiða. Aðrir í stjórn voru kosnir eftir- taldir, nöfnum raðað eftir at- kvæðafjölda: Guðlaugur Gísla- son, Ragnar G. D. Hermannsson, Reynir Björnsson, Freysteinn Bjarnason, Þorbjörn Sigurðsson, Höskuldur Skarphéðinsson, Ari Leifsson, Ásgeir Guðnason, Matt- hías Nóason. Varamenn eru Kristján Ingibergsson, Guðbjart- ur Gunnarsson, Hörður Reynir Jónsson, Birgir Stefánsson og Skafti Skúlason. FRYSnTOGARAR fá nú allt að 23% hærra verð á mörkuðum er- lendis en frystihúsin fyrir sambæri- legar afurðir. Rekstur frystitogar- anna er því góður um þessar mund- UM 70 konur voru mættar til iands- fundar Kvennalistans, sem hófst í Gerðubergi í Reykjavík í gær. Svava Kr. Guðmundsdóttir, fundarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrír hádegi hefðu kvennalistafélögin flutt skýrslur um störf sín frá síðasta landsfundi. ir og verði frystitogarinn Akureyrin ekki fyrir neinum skakkafollum til áramóta, verður aflaverðmæti skipsins allt að 200 milljónum króna þetta ár og hefur reksturinn Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, formaður þingflokks kvenna- listans, skýrði frá störfum þing- flokksins og Kristín Einarsdóttir, lífeðlisfræðingur, sem er nýkomin frá New York ræddi þá athygli, sem kvennafrídagurinn á Islandi, vakti erlendis. því gengið þokkalega að sögn út- gerðarstjóra þess. Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarstjóri Akureyrinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, Svava Kr. Guðmundsdóttir sagði, að eftir hádegi í gær yrðu umræður um ýmsa málaflokka og síðan yrðu samþykktar ályktanir landsfundarins, en stefnt er að því að honum ljúki í dag. að undafarið hefðu þeir verið að fá 15 til 23% meira fyrir millilögð þorskkflök með roði í Englandi en frystihúsin fyrir sambærilega vöru. Hvað Japan og Bandaríkin varðaði, fengju frystitogararnir einnig hærra verð fyrir fram- leiðslu sína. Hann sagði skýringu þessa einfaldlega þá, að nú væri mikil áherzla lög á gæði fisks og sjórfyrstur fiskur og ferskur fisk- ur í hæsta gæðaflokki gæfu ein- faldlega bezta verðið. I þessu til- felli væri rétt að geta þess, að fullyrðingar ákveðinna frystihú- samanna um það, að verðmæta- sköpun frystihúsanna væri meiri en frystitogaranna, væru rangar. Við resktur frystitogaranna skipti miklu máli, að tengsl áhafnar við markaðinn væru miklu meiri en starfsfólks frysti- húsa. Sjómennirnir fylgdust grannt með markaðsverði afurð- anna og gæðum og gerðu sér ljóst að þeir væru ábyrgir fyrir gæðum og endanlegu verði framleiðsl- unnar. Verðfelling á henni væri einfaldlega bein launalækkun. Þá skipti það miklu máli, að um borð væru tæki og búnaður nýtt allan sólarhrigninn og slík nýting fjár- festingar hlyti að skila sér. Nýt- ing búnaðar og tækja í frystihús- um væri all miklu lakari og rýrði að sjálfsögðu afkomumöguleika þeirra. Þorsteinn sagðist telja, að fisk- sala í framtíðinni myndi byggjast á ferskum fiski og sjófrystum svo og sérvinnslu frystihúsanna í neytendapakkningar, þar sem greitt yrði fyrir gæði um fram allt. Hann teldi að rekstur frysti- húsanna ætti eftir að styrkjast, þegar hann hefði gengið í gegn um það breytingarskeið, sem nú væri að hefjast. Frystihúsin gætu því í framtíðinni keppt við sölu á ferskum fiski og sjófrystum, þó þau gætu það tæpast nú. Kvennalistinn: 70 konur á landsfundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.