Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÖVEMBER1985
23
Golfvöllur fyr-
ir Árborgar-
svæðið nærri
Eyrarbakka?
Morgunblaöiö/Sig Jóns.
Formaður Golfklúbbs Selfoss, Samúel Smári Hreggviðsson, á svæðinu sem
klúbburinn er að leita eftir undir golfvöll.
Selfossi, 9. nóvember.
HORFUR eru nú á, að Golfklúbbur
Selfoss, sem hefur í rúmt ár leitað
eftir landi undir golfvöll, fái land
undir starfsemi sína í landi Eyrar-
bakkahrepps. Hreppsnefndin á Eyrar-
bakka er einhuga um að láta land
frá jörðunum Gamla-Hrauni og Borg
undir golfvöll og hefur verið gerður
uppdráttur að níu holu velli. Golf-
menn hér hafa verið landlausir síðan
f maí í fyrra, að þeim var sagt upp
samningi um níu holu golfvöll í landi
Alviðru. Eftir brottförina hafa tún á
þeim bæ farið í órækt og golfmenn
verið landlausir.
Hluti landsins, sem fer undir
fyrirhugaðan völl við Eyrarbakka,
er i eigu ríkisins (Litla-Hrauns) og
skiki er þar i einkaeign. Dómsmála-
ráðherra hefur tekið vel í málaleit-
an golfmanna um að fá landið til
afnota og engin fyrirstaða er af
hálfu einkaaðilans. Ráðherra hefur
beðið Náttúruverndarráð að gefa
umsögn varðandi erindi golfmanna
og munu ráðamenn skoða landið
eftir helgina.
Hraunsá rennur með fyrirhuguð-
um golfvelli að austan, en i ós
hennar hefst við og verpir sjaldgæf
fuglategund, þórshani. Á hverju
sumri leggur fjöldi ferðamanna leið
sina um fjöruna milli Eyrarbakka
og Stokkseyrar, m.a. til að skoða
þórshanann.
Samúel Smári Hreggviðsson,
formaður Golfklúbbs Selfoss, sagði
í samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins, að umrætt land væri mjög
hentugt fyrir klúbbinn — þar
mætti útbúa skemmtilegan völl
með tjörnum og fleiri hindrunum
og þar væri hægt að leika golf
tveimur mánuðum lengur á hverju
ári en var i landi Alviðru undir
Ingólfsfjalli. Samúel sagði því ekk-
ert til fyrirstöðu, að völlurinn yrði
tilbúinn snemma næsta sumars, svo
fremi jákvætt svar fengist frá rík-
inu.
I golfklúbbnum er fólk víðar að
en frá Selfossi og mikill áhugi
meðal golfmanna að fá nýjan völl,
sem hægt er að byggja upp til langs
tíma. Þessi fyrirhugaði völlur
kemur til með að þjóna Árborgar-
svæðinu, þ.e. Selfossi, Eyrarbakka,
Stokkseyri, Hveragerði — og Þor-
lákshöfn, þegar brú á Ölfusárósa
verður að verður að veruleika.
— SigJóns.
Klingjandi kristall-kærkomin gjöf
r \ r.
V_ KDSl rA J öQ DA
Bankastræti 10. Sími 13122 — 621812.
HREINT
Skoöaöu í ró
og næöi stór-
kostlegt úrval
stærstu hús-
gagnaverslunar
landsins.
BVSGACNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410