Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985
25
Samningar korthafa, kortafyrirtækjanna og
þjónustuaðila virðast mönnum í góðu lagi.
Athuganir á lagahlið hafa leitt til þess að
menn virðast orðnir afhuga sérstakri laga-
setningu um kortin.
„Loksins eru bankarnir ábyrgir, en ekki
einhver ábekingur eða þjónustuaðili.“
Kemur ríkjandi samkeppni í frjálsri verð-
myndun í veg fyrir að kostnaðurinn fari út
í verðlagið, eða er hann þegar kominn út í
Forráðamenn fyrirtækjanna
voru m.a. spurðir, hvort komið
gæti til þess, að fyrirtækin lánuðu
korthöfum fjármuni í takmarkað-
an tíma, og þá hugsanlega með
hærri vöxtum en gengur og gerist.
Þeir svöruðu því til, að útlána-
starfsemi af þeirra háflu væri
ólögleg og því óhugsandi.
Auk Visa- og Eurokorta hafa
íslendingar aðgang hérlendis að
kortum, sem einvörðungu er hægt
að nota erlendis. Má þar nefna
American Express og Diners-Club.
Samræmdar reglur eru um notkun
ferðamanna á greiðslukortum er-
lendis. Ferðamanni er heimilt að
taka út sem svarar 1.500 $, en ef
um viðskiptaferð er að ræða eða
ferð á vegum opinberra stofnana
er heimildin allt að 3.000 $. Þá eru
ákveðin viðmiðunarmörk við
hverja úttekt. Hjá Visa-þjónustu-
aðilum erlendis má til dæmis ekki
taka út hærri upphæð en 150 $ á
eina greiðslukvittun, þannig að
greiðslur bankastofnana séu
tryggðar. Hið sama á reyndar við
hér innanlands, en kortafyrirtæk-
in segja þá upphæð viðskipta-
leyndarmál milli sín og þjónustu-
aðila. Ef viðskipti eru hærri þarf
viðkomandi starfsmaður verzlunar
eða fyrirtækis að hringja í næstu
þjónustumiðstöð til að fá heimild.
Gjaldeyrisdeildir hérlendis taka
síðan 0,5% í þóknun við innheimtu
og 1% i leyfisgjald, en innheimt
er á því gengi sem gildir útskrift-
ardag erlendra úttekta. Erlendir
bankar innheimta sérstaka þókn-
un, þegar peningar eru teknir þar
út á plastkort. Visa-bankar erlend-
is taka 3,5% í þóknun, en Euro-
card-bankar 2,5%.
Þó hlutfall plastkortanotkunar
í gjaldeyrisnotkun hafi aukist, þá
er meðalnotkun íslenskra ferða-
manna enn vel undir 1.500$ mörk-
unum. Miðað við stöðu mála í lok
ágústmánaðar 1983 nam eyðslan
að meðaltali 665$ á hvern ferða-
mann, og eru þá taldar komur
íslendinga til landsins. í lok ágúst-
mánaðar sl. nam samsvarandi
upphæð 813$ á mann.
VISA aö taka upp beint
gervihnattasamband vid
alheimsnet VISA
íslendingum á ferðalögum er-
lendis, sem nota greiðslukort í
verzlunum, kemur ekki orðið á
óvart að afgreiðslufólk skuli grípa
næsta síma og þylja upp í hann
númer plastkorts. Þetta er gert í
þeim tilgangi að athuga hvort
kortið sé á „svörtum lista“, þ.e.
tapað kort, stolið, eða að búið sé
að loka viðkomandi reikningi.
Viðkomandi þjónustumiðstöðvar
fylgjast þannig með hreyfingum á
reikningum korthafa, þó samband
sé ekki enn beint til lslands. Mjög
margar hringingar í sömu borg
einn og sama daginn geta því vakið
athygli og eftirgrennslan í því
skyni að kanna, hvort korti hafi
verið stolið, og verið sé að ná eins
miklu og unnt sé á því, áður en
stuldur uppgötvast. Allt fer það
eftir upphæðum og fjölda hver
viðbrögð eru. Viðbúið er, að þjón-
ustumiðstöðvar í stærstu verzlun-
arborgum Evrópu séu orðnar
nokkuð vel að sér hvað varðar
verzlunarhætti landans á ferðalög-
um erlendis, þannig að minnkandi
hætta sé á að lenda í vandræðum,
þó mikið sé verzlað á stuttum tíma.
Visa-ísland er þessa dagana að
taka í notkun beint gervihnattar-
samband við þjónustumiðstöð Visa
í London og þar með Evrópunet
Visa. f byrjun verður það aðeins
til að hraða afgreiðslum úttekta
til landsins, sem nú koma flugleið-
is á tölvudiskettum með ákveðnu
millibili. Síðar er ætlunin að koma
á beinu sambandi milli Reikni-
stofu bankanna, sem sér um reikn-
ingsfærslur Visa-íslands og al-
heimsþjónustukerfisins, þannig að
fylgjast megi með stöðu reikninga
við hverja úttekt. Svipuð þróun er
framundan hjá Kreditkortum sf.
og reyndar er útlit fyrir gífurlegar
breytingar á sviði plastkortavið-
skipta, sem komið verður að í lok
þessarar samantektar.
Hvað háværastaí deilur hafa
verið um fyrirkomulag greiðslu-
kortanna á milli greiðslukortafyr-
irtækjanna og kaupmanna eins og
lesendum er kunnugt af blaða-
skrifum. Nýverið féllu síðustu vígi
matvörukaupmanna í andstöðu
þeirra, eins og einn þeirra orðaði
það, þegar Hagkaup og KEA á
Norðurlandi hófu greiðslukorta-
þjónustu. Þessi deila byggir á
þeirri staðreynd, að kaupmenn
þurfa að greiða greiðslukortafyrir-
tækjunum ákveðna þóknun og
telja þeir að með því séu þeir,
andstætt öllum peningaviðskipta-
reglum, að greiða peninga fyrir að
lána viðskiptavinum sínum fjár-
muni í allt að 45 daga, en meðaltal
útlánstíma er um 30 dagar. Mat-
vöruverzlanir greiða fyrirtækjun-
um dm 1,4% að meðaltali í þóknun,
eða allt frá 2.25% í 1% eftir veltu,
aðrar verslanir 2-3% eftir veltu,
veitingahús 2,5% og flugfélög og
hótel 2,0%. Kaupmenn áætla að
matvöruverzlun nemi 40% af
heildarkortaviðskiptum, önnur
verslun 30% og önnur þjónusta
30%. Með því að notast við töluna
300 millj. kr. i mánaðarveltu má
reikna þóknunargreiðslur mat-
vöruverzlana 1.68 millj. kr. á mán-
uði, eða rúmar 20 millj. kr. á ári.
Þetta telja matvörukaupmenn
mikla óhæfu og hafa bent á að
álagning þeirra sé ekki það mikil
fyrir að þeir megi við þessu.
Korthafar langeygir
eftir þjónustu á
benzínstöðvum
Þess má geta, að erlendis eru
það helst matvörukaupmenn sem
ekki eru með plastkortaþjónustu,
enda álagning á matvæli víðast
hvað lægst. Aftur á móti eru benz-
ínsölur í velflestum löndum með
þessa þjónustu og telja t.d. Banda-
ríkjamenn þá staðreynd helst
koma í veg fyrir rán á benzínstöðv-
um, en þær liggja yfirleitt vel við
fyrir ræningja, sem geta stokkið
upp í bifreið með ránsfenginn og
komist á brott með skjótum hætti.
Þá er benzín vara, sem fæstir geta
„hamstrað" og eru margir kort-
hafar langeygir eftir að íslensk
olíufélög veiti þessa þjónustu.
Til viðbótar áðurnefndum þjón-
ustugjöldum má minna á annað
fjárstreymi til greiðslukortafyrir-
tækjanna, þ.e. árgjöld, 500 kr. á
kort, 500 kr. stofngjald, útskriftar-
gjöld sem eru 35 kr. hjá Visa og
50 kr. hjá Eurocard á mánuði,
margfaldað með fjölda korta. Hér
er um háar upphæðir að ræða og
aðspurðir um hvernig þessum fjár-
munum væri varið var bent á
mikinn kostnað við rekstur, fjölda
starfsmanna og dýran tölvubúnað.
Þá sögðust forráðamenn fyrir-
tækjanna stöðugt vinna að bættri
þjónustu, aukinni kynningu o.fl.
Nú er t.d. unnt að kaupa leik-
húsmiða með plastkortum símleið-
is. Eurocard sendir útskriftarseðla
sína með sundurliðun á notkun
viðskiptavinar eftir vöruflokkum,
þá hefur fyrirtækið boðið upp á
fría ferðatryggingar o.fl.
Kaupmenn hafa fundið greiðslu-
kortunum fleira til foráttu og telja
sig þurfa aukið starfslið til að
sinna aukinni þjónustu henni
samfara. Þeir hafa nefnt tölur allt
að 5%, þegar kostnaður við aukna
vinnu sé lagður saman við þjón-
ustugjöldin. í móti er bent á, að
með tilkomu kortanna séu kaup-
menn betur tryggðir hvað varðar
greiðslur, bankarnir og Kreditkoi t
sf. beri þar fulla ábyrgð, ef kaup-
menn aðeins fari að settum regl-
um. Þá séu kaupmenn með þessu
móti lausir við að hafa fasta við-
skiptaaðila í mánaðarreikningum,
eins og víða tíðkaðist fyrrum, með
misjöfnum árangri í innheimtu.
Einnig er bent á að kortaþjónustan
auki viðskipti og að notendur
kaupi meira magn með þau í hönd-
unum. Sú saga gengur m.a. í við-
skiptaheiminum, að stórmarkað-
urinn Hagkaup hafi að mestu verið
orðinn tómur af viðskiptavinum
síðustu daga mánaðar, en á þeim
tíma bjargi margur launþeginn sér
á plastkortaviðskiptum fram að
næstu mánaðarmótum. Sú sé
meginástæðan fyrir því að Hag-
kaup ákvað að hefja plastkortavið-
skipti á ný, enda hafi nú snarlega
fjölgað viðskiptavinum. Hjá korta-
fyrirtækjunum fengust þær upp-
lýsingar, að líklega sé hagur veit-
ingahúsa af kortaviðskiptum mest
áberandi, viðskipti hjá þeim hafi
blómgast umtalsvert með fjölgun
korta.
Spurningin um hver
greiðir kostnaðinn
í viðtölum við þá sem til þekkja
voru margir á þeirri skoðun, að
umræddur kostnaður þjónustuað-
ila hlyti að fara út í verðlagið, þ.e.
að almennt verðlag muni hækka
fyrr en síðar, ef það hefði ekki
gert það nú þegar. Aðrir töldu, að
ríkjandi samkeppni í frjálsri verð-
myndun, kæmi í veg fyrir að verð-
lag hækkaði af þessum sökum. Sú
spurning er hvað áleitnust í þessu
sambandi, hvort réttlátt sé að þeir
sem ekki njóta eða nota greiðslu-
kort eigi að greiða kostnað af þeim
til jafns við aðra, ef hann fer út í
verðlagið. I því sambandi benda
menn á þann gífurlega fjölda sem
nú þegar notar kortin og einn
viðmælandi orðaði það svo að ætla
mætti að velflestar fjölskyldur
hlytu að hafa kort til umráða og
spyrja mætti á móti, hvort réttlátt
væri að allir greiddu til íþrótta-
mála þjóðarinnar, hvort sem þeir
nytu íþrótta eða ekki o.s.frv. Þess
má geta að talið er að langstærsti
hópur korthafa hérlendis sé á
aldrinum 25-50 ára. Þó eru dæmi
um 18 ára kortanotendur og 80 ára
kona sótti um Eurocard nýverið,
„til að hafa með sér til útlanda í
öryggisskyni", en þeim fer fjölg-
andi sem verða sér út um kort í
þeim tilgangi einvörðungu.
í umræðu um lagasetningu
vegna plastkortanna hafa aðallega
verið rædd þrjú atriði. f fyrsta
lagi félagsform kortafyrirtækj-
anna sjálfra og þá hvort rétt sé
e.t.v. að gera kröfu um hærra
hlutafé, t.d. allt að 20 millj. kr.
Þá hefur ábyrgð korthafa verið
rædd, ef þeir týna korti, þ.e. hvort
rétt sé að setja í lög ákveðna
ábyrgð þeirra, t.d. í hálfan eða
heilan sólarhring. Umræðan hefur
fremur leitt til þess álits, að slík
ábyrgð sé ósanngjörn. Núverandi
samningar gera ráð fyrir að kort-
hafi geti leyst sig undan ábyrgð
með því að tilkynna hvarf til næstu
þjónustumiðstöðvar. í þriðja lagi
hefur kostnaður af notkun kort-
anna verið mikið ræddur, þ.e.
hvort korthafar eigi alfarið að
greiða hann eða hvort þeir samn-
ingar sem í gildi eru séu tryggasta
leiðin. Þessi þáttur hefur m.a.
verið ræddur í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings, en Bandaríkja-
menn eru hvað þekktastir fyrir
plastkortanotkun. Fulltrúadeildin
hefur samkvæmt heimildum
blaðamanns ekki treyst sér til að
ákveða lagasetningu hvað þetta
varðar. Þá hafa menn leitt að því
rök, að ef þessum reglum yrði
breytt myndi það þýða endalok
kortaviðskipta hérlendis í núver-
andi mynd. Stóru alheimssamtök-
in myndu ekki leyfa „litla Islandi"
að komast upp með slíka breyt-
ingu, sem yrðu öðrum þjóðum
fordæmi um svipaða lagagjörn-
inga. Reyndar hafa Danir gert
þessar kröfur, en viðskipti þeirra
við alþjóðfyrirtækin eru sam-
kvæmt upplýsingum undirritaðra
ekki þau sömu og hér.
Lagaheimildir nægar?
Verðlagsráð hefur fjallað um
umrætt þjónustugjald, væntan-
lega vegna umræðna um að kostn-
aðurinn fari út í almennt verðlag.
Ráðið óskaði eftir athugunum á
málinu og var Jóni Magnússyni
lögmanni falið af hendi ráðherra
að gera tillögur hér að lútandi, sem
hann hefur skilað. Spurning er,
hvort ekki felist nú þegar laga-
heimild fyrir Verðlagsráð til að
setja ákveðnar reglur um greiðslu
kostnaðar í 8. gr. laga nr. 56/1978
um verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti. í 2.
málsgrein segir m.a. „Nú er sam-
keppni takmörkuð að mati verð-
lagsráðs á sviði þar sem verðlagn-
ing er ekki undir verðlagsákvæð-
um, eða samkeppni er ekki nægileg
til að tryggja sanngjarnt verðlag
eða horfur eru á ósanngjarnri þró-
un verðlags og álagningar, og get-
ur þá ráðið ákveðið eftirtaldar
aðgerðir til að ná því takmarki,
sem um ræðir í 1. gr.:“ og í 4. tölu-
lið greinarinnar segir m.a. um
heimilaðar aðgerðir: „Setningu
annarra reglna um verðlagningu
og viðskiptakjör sem verðlagsráð
telur nauðsynlegar hverju sinni.“
Vegna umræðnanna um hugsan-
lega lagasetningu virðist nokkuð
rökrétt að ætla, að frjálsir samn-
ingar korthafa, kortafyrirtækj-
anna og þjónustuaðila séu í nokkuð
góðu lagi a.m.k. á meðan ekki
verður snúið aftur í þeirri stefnu
að verzlun geti búið við sem mest
frjálsræði og með því tryggi heil-
brigð samkeppni hagstæðasta
vöruverð neytenda. Ef út af bregð-
ur virðist löggjöf fyrir hendi, eins
og bent hefur verið á. Það mun
kannski helst á skorta, að löggjöf
sé nægileg hvað varðar ógildingu
ósanngjarnra samningsskilmála.
Núgildandi samningar virðist þó
mönnum í þokkalegu lagi, og
reyndar hafa náðst fram veiga-
miklar breytingar á samningum
kortafyrirtækjanna og kaup-
manna. Þær fólust í lækkun þókn-
unar matvörukaupmanna 1. októ-
ber 1984, eða úr 3% í 2,25% há-
marksþóknun.
Tilkoma plastkortanna hefur
væntanlega orðið til þess að meiri-
hluti notenda þeirra eyðir í aukn-
um mæli „fram í tímann". Menn
benda á að notendur, sem jafn-
framt fá laun sín greidd fyrirfram,
séu meira og minna að verzla í dag
fyrir laun, sem þeir vinni fyrir
eftir tvo til þrjá mánuði. En hvað
ber að varast í daglegri notkun
kortanna? Forráðamenn kortafyr-
irtækjanna benda á, að afgreiðslu-
fólki verði það helst á að gleyma
að „strauja", þ. e. að valsa yfir
útskriftarnóturnar. Þá hafi það
stundum ekki nægilegt eftirlit með
gildistíma kortanna, en í þessum
tilvikum sé um tjón kaupmanna
að ræða, ef ekki næst í viðskiptavin
til að fá fram leiðréttingar. Not-
endur gleyma helst erlendis að
gæta þess að fylla út samtalsdálk,
en t.d. er það regla í veitingahúsum
erlendis að fylla hann ekki út til
að gefa viðskiptavini möguleika á
að bæta við þjórfé. Þá hefur borið
á því að til landsins hafi komið
útskriftarseðlar frá bílaleigum
erlendis, sem fylltir hafa verið út,
eftir að viðskiptavinur er farinn
af vettvangi, með hærri upphæð-
um en reiknað var með. Týnt kort
verður samstundis að tilkynna, en
misnotkun týndra korta hefur ekki
verið mikil hérlendis, samkvæmt
upplýsingum frá fyrirtækjunum.
Sú er líklega ástæða þess, að not-
endur verða varir við mikinn mun
á notkun hérlendis og erlendis.
Erlendis er yfirleitt hringt í þjón-
ustumiðstöðvar og afgreiðslufólk
ber rækilega saman handritarsýn-
ishorn á kortum og úttektarseðli.
Hérlendis er það oft að afgreiðslu-
fólk ber ekki við að athuga rit-
handarsýnishorn.
Bankavidskipti framtíð
ar inn á hvert heimili
„Undirheimaviðskipti" hafa ver-
ið nefnd í sambandi við plastkort.
Blaðamanni hafa verið sagðar
sögur af mönnum sem kaupa t.d.
5.000 kr. úttektarseðla af kortanot-
endum á kr. 3.000 og ennfremur
af mönnum sem „losa“ kaupmenn
við úttektarseðla með nokkrum
afföllum. Þó finna megi ýmislegt
að plastkortanotkun er augljóst,
að þróuninni verður ekki snúið
við. Framtíðarsýnin er nokkuð
ævintýraleg. Þegar hafa verið
framleidd plastkort, í núverandi
stærð, með ræmum á sem inni-
halda allt að 800 bls. af upplýsing-
um og segir það magn allt um þá
möguleika sem fylgja. í Frakk-
landi er þegar hafin notkun á
kortum þar sem pappír kemur
hvergi nærri við notkun þeirra. f
gegnum þar til gerð tæki gefur
móðurtölva upplýsingar um inn-
eign og færslur fara í gegn, eftir
að notandi hefur prentað inn
einkanúmer á þar til gerðu tæki
þar sem viðskipti fara fram.
Bankaviðskipti geta með þessari
nýju tækni færst inn á heimili
manna, þar sem notendur annast
flest sín daglegu viðskipti í gegn-
um eigið bókhald á tölvu- eða sjón-
varpskermum. Þetta hljómar
eflaust sem fjarlæg framtíðarsýn
hérlendis á tímum sífjölgandi
bankaútibúa, en var ekki jafn-
framandi að hlusta á lýsingar á
nýjustu tækni og möguleikum
tölvualdar fyrir rúmum áratug?