Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÖVEMBER1985 27 MorgunbUtið/Emilta Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, ræddi við Alemu Shetta fri Eþíópíu i biskupsstofu. Með þeim er Skúli Svavarsson, formaður Sarobands ísl. kristniboðsfélaga. Þakkaði fyrir gott starf íslensku kristniboðanna — sagði hr. Pétur Sigurgeirsson biskup eftir fund sinn með Alemu Shetta frá Eþíópíu ALEMU Shetta fri Eþíópíu, forseti suður-syndódu Mekane Yesus-kirkj- unnar þar í landi, itti i miðvikudag stuttan viðræðufund með herra Pétri Sigurgeirssyni, biskupi fslands. Bisk- upinn fri Eþíópfu kom í boði Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga, en kristniboðar þess hafa itt niið samstarf við kirkju hans í iratugi. — Það fór mjög vel á með okkur og við ræddum einkum saman um kirkjuna hans i Eþíópíu, sagði hr. Pétur Sigurgeirsson i samtali við Mbl. — Hann sagðist hingað kominn einkum til að þakka fyrir þá ávexti sem hafa sprottið i Eþi- ópiu, eins og hann orðaði það, fyrir starf íslenskra kristniboða. Hann sagði að krist.niboðar frá mörgum löndum hefðu verið og væru við störf i landi hans og það væri ekki sist þakkarefni að hafa notið starfs þeirra íslensku. Þá kom fram i samtalinu að kirkja hans, hin lútherska Mekane Yesus-kirkja, er sú kirkjudeild sem er i örustum vexti i dag í Afriku og þótt viðar væri leitað, sagði hr. Pétur Sigur- geirsson. f heimsókn sinni á biskupsstofu ræddi Alemu Shetta einnig við fulltrúa Hjálparstofnunar kirkj- unnar, en stofnunin hefur sem kunnugt er annast ýmiss konar neyðarhjálp suður þar. Biskup færði Alemu Shetta að gjöf Passiu- sálma Hallgríms Péturssonar, út- gáfu þá er Barbara Árnason myndskreytti. Alemu Shetta hélt i gærmorgun áleiðis til Eþiópiu eftir að hafa verið á námskeiðum í London og heimsókn hjá norska lútherska kristniboðssambandinu. Upphaf- lega var ráðgert að hann dveldi hérlendis yfir helgina, en vegna starfa sinna heima þarf hann að hraða för sinni. Átti hann að taka þátt í samkomum á Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík í tengsl- um við kristniboðsdaginn nk. sunnudag, en aðrir ræðumenn hafa nú hlaupið í skarð hans. Sambandið: Fryst sfld seld til Bretlands „Þaó er búið að leggja drög að sölu á frystri sfld, sem væntanlega verður framleidd hjá okkur,“ sagði Olafur Jónsson hjá Sjávarafurðadeil SÍS þegar hann var spurður um söluhorf- ur á frystri sfld á þessari vertíð. Sfldin verður aðallega seld til Bret- lands og væntanlega eitthvað til meginlandsins. Svipað verð fæst fyrir sildina . nú í ár og fékkst í fyrra. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hversu mikið verður selt eða hvort síldin verður seld heilfryst eða flökuð en það fer eftir stærð sfldar- innar í hvernig vinnslu hún fer. Fram til 15. febrúar er 15% tollur á innfluttri sild til þessara landa, sem eru i Efnahagsbandalagi Evrópu og má búast við einhverj- um erfiðleikum í sölu þann tíma. Eftir 15. febrúar og fram til 15. júni falla niður tollar á sild á þessum markaði. FRIED CHICKEN NVBVLAVEGI22 KÓRAVOGI S 46085. kynnir gulllínuna Það er nafnið á nýju frábæru kjúklingunum okkar. Við verðum með kynningarverö á kjúklingabitunum út nóvembermánuð. P.s. Viö lumum einnig á heitri kjúklingasósu, hamborgara, heimsborgara, ostborgara, heims- ___________borgara meó osti og meöiæti._________ Launaforritið Laun Vandað námskeið í notkun þessa vin- sæla laúnaforrits. Að loknu námskeiði eru þátttakendur færir um að nota forritið hjálparlaust. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölvu. ★ Helstu atriði við launaútroikning, akrúningu og starfsmannahald. ★ Launaforritið LAUN. ★ Æfingar í notkun launaforritsins. ★ Skráarvinnsla og útprantun. Leiöbeinandi: Pótur Friöriksson kerfisfræöingur Tími: 19., 20. og 21. nóv. kl. 13—16. Innritun í símum 687590 og 686790. Q StöLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.