Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 38

Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 38
38 MORGUNBLÁÐÍÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Það er maður einhvers staðar í einskis manns landi að byrja nýtt líf. Einn af hin- um flóttamönnunum gaf honum skyrtuna sem hann klæðist, annar lánaði honum öxi og hann fann sér sjálfur viðardrumba sem hann heggur til af talsverðri íþrótt: hann er að smíða sér rúm. Skýli hans er gert úr nokkrum viðarrenglum og dulu sem veita skjól fyrir brennandi heitri sólinni. Þetta skýli er eitt fjölmargra sem nú eru í flótta- mannabúðunum í Wad Sherife í Súdan. Skammt þarna undan er kona. Tvær viðarrenglur halda uppi grasmottu sem skýlir ungbarni sem liggur á jörðinni undir litríku klæði. Þetta barn var fætt á flótta. Þau eru nýkomnir flóttamenn frá Eþíópiu. Nú á þessu hausti liggur straumur flóttamanna á ný inn í búðirnar í Wad Sherife. Óvisst ástand Nýr straumur flóttamanna er uggvænleg tíðindi. Fyrir um það bil einu ári steymdu flóttamenn inn í Súdan frá Eþíópíu. Fólkið flúði hungur og þurrka og bogara- stríð í Eritreu. Hundruð þúsunda manna komu yfir landamærin á nokkrum mánuðum. Fólkið var sárþjakað af matarskoti, margir náðu aldrei að komast inn í flótta- mannabuðirnar sem hvarvetna mynduðust meðfram landamær- unum. Þar ríkti ægilegt ástand: fólk dó úr hungri þrátt fyrir átak fjölmargra hjálparstofnana að koma því til aðstoðar. Síðan herj- nt 4* <. ' m > - Hreysi flóttamanna í Wad Sherife. Ungbarn fett i flótta. Við flúðum stríðið uðu farsóttir á fólkið sem stáféll, þá kom rigningatíminn og léleg skýli og tjöld sukku í eðju. Þetta ár hefur verið mikil þolraun fyrir flcttamennina og starfsfólk líkn- arstofnana í búðunum. Wad Sherife búðirnar eru kenndar við smáþorp á landamær- um Súdan og Eþíópíu. Þar hafa verið flóttamenn í mörg ár, einkum þeir sem flúðu borgarastyrjöldina í Eritreu. I október í fyrra voru þar 5000 manns. Á nokkrum mánuðum fjölgaði flóttamönnunum í þessum búðum upp í 100.000. Hið sama gerðist hvarvetna meðfram landa- mærunum, talið er að meira en hálf milljón manna hafi komið yfir síðari hluta fyrra árs og í upphafi þessa. Nú eru meira en 800.000 eþíópskir flóttamenn i Súdan. Um mitt sumar virtist sem ástandið myndi batna. Fólkið í búðunum frétti af góðum rigning- um í Eritreu og Tígris og margir snéru til fyrri heimkynna. Að mati Flóttamannahjálpar Samein- uðu Þjóðanna skiptu þeir tugum þúsunda sem lögðu land undir fót og héldu heim. Nú hefur þessi þró- un snúist við. 1 Wad Sherife búð- unum birtust nýir aðkomumenn snemma í ágúst; áður en mánuður- inn var á enda höfðu 17.000 bæst í hóp þeirra eitt hundrað þúsund sem þar bjuggu. Straumurinn hélt áfram í september, á hverjum morgni komu nýir flóttamenn; í októberbyrjun er talið að upp undir 60.000 manns hafi tekið sér bólfestu í ræfilslegum skýlum i útjaðri búðanna. Fólk eins og maðurinn sem er að smiða sér rúm. Hann heitir Ismal Ahmed. Hann segist vera 47 ára en túlkurinn heldur að hann viti það ekki gjörla. Ahmed situr i skugga frá sólinni og er að höggva til viðarbúta sem verða fætur á væntanlegu rúmi. Hann segist eiga sjö syni, en hann hafi sent þá alla inn í búðirnar til að leita forsælu. Fólk hans var rúmlega tvær vikur á leiðinni yfir landamærin, „við flúðum stríðið" segir hann. Ahmed missti bróður sinn i skærunum. Á daginn urðu þessu hausti. Ástandið er ótryggt og óvissa ríkir um hve mikla aðstoð verður hægt að veita. Það vantar tjöld fyrir nýja aðkomufólkið sem hefst við í ömurlegum skýlum i mörkinni i útjaðri gömlu búðanna. Útvega verður vatn, sjá til þess að lágmarkshreinlæti sé viðhaft, og svo þarf auðvitað að fæða þessa mörgu munna. Nú i lok ársins eru hjálparstofnanir og samtök fjár- vana; engin áætlun gerði ráð fyrir auknum vanda. Til að mynda er brýn nauðsyn að flytja fólk frá Wad Sherife, lengra inn í landið þar sem komið hefur verið á lagg- irnar búðum einsog Norður Girba og Kilo 26. Þar hefur Alþjóðasam- band félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans veitt aðstoð því flóttafólki sem engin veit hvað um verður. 600 Grafír Norður Girba búðirnar eru samfélag 10.000 manna. Þær voru skipulagðar af Alþjóðasambandi Rauða krossins og hálfmánans í vor þegar ástandið var orðið hræðilegt við landamærin. Girba búðirnar eru í um 2ja tíma akst- ursfjarlægð frá landamærunum. Þar er nú sjúkraskýli, sérstök barnahjálp og matvæladreifing til flóttamannanna. 10.000 manns búa í tjöldum sem teygja sig í löngum röðum yfir sléttu sem nú er grasi vaxin, í fyrra var þar auðn vegna þurrka. 12 út- Shena frá Eritreu ásamt 2 börnum sínum. flóttamennirnir að láta berast kyrru fyrir, en á nóttunni gátu þeir gengið áleiðis með ítrustu gát. Flestir flóttamannanna koma frá Eritreu. Það er átakanlegt að fólkið skuli ekki geta dvalist í heimalöndum sfnum nú, loksins þegar sæmilegar rigningar gáfu vonir um uppskeru. Fólkið sem nú kemur segir að hafi orðið að hverfa frá blómlegum ökrum. Aðrir koma frá Tígris, þar hefur regn verið gloppótt og ákveðin svæði munu enn verða fyrir uppskerubresti í ár. Líknarstofnanir voru ekki búnir undir nýjan straum flóttamanna á lendir sendifulltrúar Rauða kross- ins vinna í búðunum, læknir frá Finnlandi, hjúkrunarkonur frá Svíþjóð, Belgíu, Japan, og svo má áfram telja. Állt er þetta fólk ungt, þau eru á tvítugsaldri, samstilltur hópur sem öðlast hefur mikla reynslu við aðstæður sem hafa verið ólýsanlega erfiðar. „Það er satt, síðustu mánuðir hafa verið erfiðir," segir Jean- Marie Meyssen, Belgi og fyrirliði Rauða kross fólksins á Kassala svæðinu, þar sem Girba búðirnar og Kilo 26 eru. Fyrst var það hungursneyðin, þá farsóttir. Síðan regntímabilið, og nú bæt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.