Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 49 Afmæliskveðja: Rebekka Þiðriks- dóttir 95 Rebekka Þiðriksdóttir, amma okkar, varð 95 ára 27. október 1985. Hún ber aldurinn vel. Hún hefur fulla fótavist og tekur enn til hendinni við prjóna og aðra snún- inga inni við, því ömmu er vinnan í blóð borin. Þá nýtur yngsta kynslóðin góðs af hlýjum höndum langömmu og sagnaforða þeim sem hún býr yfir og miðlar þeim af. Amma má muna tímana tvenna á langri ævi. Hún ólst upp á Rauðs- gili í Hálsasveit í Borgarfirði. Fósturmóður sína, Pálínu Páls- dóttur, missti hún aðeins sjö ára gömul og varð það henni djúpstæð- ur harmur. En Drottinn lagði líkn með þraut því ekki leið langur tími, þar til ný húsmóðir settist að á Rauðsgili, er Helgi móðurbróðir ömmu og fósturfaðir hóf nokkru síðar sambúð með Valgerði Jóns- ára dóttur. Þau eignuðust tvö börn, Ingibjörgu og Jón, síðar prófessor. Það varð fyrsta viðfangsefni ömmu á löngum kennaraferli, að kenna Jóni lestur og skrift. Verður ekki annað sagt en að hann hafi fengið gott veganesti, en ömmu hefur ætíð verið mjög umhugað um íslenskt mál. Þegar hún var sautján ára lést Helgi, en hann hafði ætíð verið henni mjög hjart- fólginn. Ommu þyrsti eftir að komast til mennta, en ekki voru peningar gripnir upp í þá daga. En hún var dugleg og átti tiltrú frænda síns í Reykholtsdal, sem greiddi henni sumarkaupið fyrirfram, er gerði henni kleift að stunda nám í Flens- borg í Hafnarfirði í tvo vetur. Hefur hún alla tíð minnst þessa frænda síns með miklu þakklæti og virðingu. Haustið 1917 fór Rebekka amma vestur í Arnarfjörð, ráðin sem farkennari í Ketildali. Örlögin höguðu því þannig að hún ílengdist þar um fimmtíu ára skeið. í Feigs- dal kynntist hún manni sínum, Magnúsi Magnússyni, ættuðum úr Steingrímsfirði á Ströndum. Þau bjuggu lengst af í Feigsdal, og fæddust þeim þar sex börn, tvær dætur og fjórir synir. Þau fluttu síðar eða vorið 1937 í Reykjarfjörð í Suðurfjörðum. Haustið 1948 létu þau af búskap af heilsufarsástæð- um og fluttu til Bíldudals. Mann sinn missti hún 1959 og son sinn tveim árum síðar. En hún á líka góðar minningar frá Bíldudal. Amma var þar með forskóla og hafði af því ómælda ánægju. Einnig var hún mjög virk innan kvenfélagsins. Á Bíldudal eignaðist hún dýrmæta vini. Nú fór aldurinn að segja til sín og haustið 1968 hættir amma að halda heimili þar vestra og flytur heim í átthagana, en þangað hefur hún alltaf haft mjög sterkar taug- ar. Heimili sitt hefur hún átt þar síðan hjá dóttur sinni í Borgarnesi. Frá því að við fyrst munum eftir, hefur amma ætíð dvalið á heimili foreldra okkar um lengri eða skemmri tíma ár hvert. Teljum við það ávinning að hafa fengið að njóta návistar hennar svo vel og lengi sem orðið er. Er við látum hugann reika aftur og minnumst samverustundanna með ömmu, þá bera hæst sögurnar hennar mörgu, sem hún kunni svo vel. Einnig var hún óþreytandi að lesa fyrir okkur, en ekki vantaði víst tilætlunarsemina af okkar hálfu, aldrei var of mikið af slíku. Amma hafði þann hæfileika að lesa upp af þeirri snilld að það gleymist engum er á hlýddi. Oftast tifuðu þó prjónarnir í höndum hennar eða voru ekki langt undan svo fljótlegt væri til þeirra að grípa ef tóm gafst frá öðrum önnum. Ekki eru minningarnar frá ferðalögunum síðri, þegar amma fræddi okkur um landnáms- mennina og annan þjóðlegan fróð- leik á svo líflegan hátt að þreyt- andi bílsetur urðu að hinum bestu skemmiferðum. Er það ekki rétt munað, að það hafi verið sorg og stutt í barnstái**' in, þegar amma var að búast til heimferðar og raða niður í töskur sínar. Og enn hefur amma yndi af að segja sögur og lesa fyrir börn, en nú eru það langömmubörnin sem njóta góðs af hennar sagnabrunni. Við óskum þér heilla amma á þessum tímamótum og þökkum þér þá umhyggju sem þú hefur sýnt okkur alla tíð. Systkinin í Háagerði. E3BUÐIN VIFTUR-HITASTILLAR c> c -v BRYNNINGARSKÁLAR Brynningarskálar fyrir kýr og hesta. Emilerað- ar járnskálar, einfaldar og tvöfaldar. Plastskálar og galv- aniseraðar járnskálar fyrir kýr og hesta. Brynningarskálar með flotholti. Hentugar fyrir kindurog hesta. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 164, 105 REYKJAVÍK. SiMI 11125 OG 24355 m MetsöluHad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.