Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 1
128 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 278. tbl. 72. árg.__________________________________SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins # # Morgunblaöið/Friöþjófur Helgason Horft yfir Hringbraut í austumtt í morgunsárið. Kúbumenn virkari í átökum í Nicaragua Wa.shington, 6. desember. AP. Bonner til Banda- ríkjanna Hóm, 7. desember. AP. GERT var ráð fyrir að Yelena Bonn- er, kona sovéska andófsmannsins Andrei Sakharov, héldi til Banda- ríkjanna á hádegi í dag laugardag. Þar mun hún gangast undir hjarta- aðgerð. A meðan Bonner dvaldist á ítal- íu hitti hún bæði Craxi forsætis- ráðherra og Jóhannes Pál II páfa. Á leið út á flugvöll neitaði hún að segja nokkuð um það hvað henni og páfa hefði farið á milli. Hún sagðist hins vegar vera glöð yfir því að í dag myndi hún sjá 85 ára gamla móður sína, börn og fjögur barnabörn. Há tíðni hvítblæðis við kjarn- orkuver London, 7. deaember. AP. VART hefur orðið við óeðlilega háa tíðni hvítblæðis meðal barna sem búa í grennd við kjarnorkuver, að því er fram kemur í grein f breska tímaritinu Brítish Medical Journal. I greininni segir að á árunum 1972—84 hafi 34 börn undir 5 ára aldri í vesturhluta Berkshire feng- ið sjúkdóminn. Samkvæmt lands- meðaltali hefði tíðni sjúkdómsins í þessum aldursflokki hins vegar átt að vera um 20,6 tilfelli. Læknarnir segja að taka beri þessar tölfræðilegu staðreyndir með fyrirvara því fleiri orsakir gætu komið til en kjarnorkuverin á svæðinu. Karólína meðal glæsikvenna New York, 7. desember. AP. KARÓLÍNA prinsessa af Mónakó er í hópi 10 glæsilegustu kvenna heims, að mati ritstjóra tízkuritsins Elle, sem gefið er út í Bandaríkjun- um, Frakklandi og Englandi. Ritstjórarnir segja 10 glæsileg- ustu konurnar hafa einstakt tízku- skyn og að klæðaburður þeirra og framkoma kalli fram meðfæddan yndisþokka, sem sé ekki einungis aðlaðandi heldur beinlínis töfr- andi. Auk Karólínu eru í hópi 10 glæsilegustu kvenna heims sjón- varpsfréttamaðurinn Barbara Walters, leikkonan og sýningar- stúlkan Lauren Hutton, gullsmið- urinn Paloma Picasso, veitinga- maðurinn Tina Chow, söngkonan Sade, franska tízkusýningarstúlk- an Ines de la Fressange, leikkonan Anouk Aimee og fatahönnuðurinn Carolina Herrera. Tekið er til þess að á listanum eru hvorki Díana prinsessa, frú Nancy Reagan eða Jacqueline Onassis. KÚBUMENN verða sífellt virkari í átökum við uppreisnarmenn, sem berjast gegn ríkisstjórn Nicaragua með tilstyrk Bandaríkjastjórnar. Þetta kemur fram í skýrslu frá ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna og er hún byggð á frásögnum liðhlaupa úr her og stjórn Nicaragua. Þar segir að Kúbumenn taki nú beinan þátt í átökum við uppreisnarmenn og fullyrti George Shultz utanríkis- ráðherra á fréttamannafundi í til- efni af útkomu skýrslunnar að þetta væri rétt. Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, hefur ásakað Bandaríkja- stjórn fyrir að ógna friði í lofti í Mið-Ameríku, með því að láta uppreisnarmönnum í té SAM-7- flugskeyti, sem að hans sögn grandaði þyrlu frá her Nicaragua fyrr í vikunni með 14 manns innan- borðs. Ef þetta er rétt er það í fyrsta skipti sem uppreisnarmenn beita flugskeytum. Sagði hann að með þessu styddi og löggilti Bandaríkjastjórn aðgerðir hryðju- verkamanna og þetta gæti leitt til örrar útbreiðslu þessarar notkun- ar vopna í höndum uppreisnar- manna. Hann vék sér undan því að svara spurningum um það hvort einhverjir Kúbumenn hefðu farist með þyrlunni, en fregnir herma að þeir hafi verið fjórir talsins. Sagði Ortega þessa notkun vopna ógna friðnum í Mið-Ameríku og að hann vonaðist til að önnur lönd í heiminum krefðust þess að komið yrði í veg fyrir notkun þeirra. Að sögn Elliott Abrams, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem fer með málefni Mið- Ameríku, eru 2.500 kúbanskir hernaðarráðgjafar í Nicaragua og sagði hann að stöðugt fleiri þeirra tækju þátt í bardögum við upp- reisnarmenn, einkum sem varalið. Hann bætti því við að stjórn Sandinista virtist vera að herða aðgerðir sínar gegn uppreisnaröfl- unum í framhaldi af því er neyðar- ástandi var lýst yfir 15. október í ár í landinu. Hann sagði að af 27 milljón dollara aðstoð við upp- reisnarmenn sem þingið hefur samþykkt, hefði helmingurinn verið afhentur og hefði hluti henn- ar farið til kaupa á ýmsum hjálp- argögnum til aðhlynningar sjúkra. I gær þvertók talsmaður Nic- aragua-stjórnar fyrir það að kúb- anskir hernaðarráðgjafar tækju þátt í átökum við uppreisnarmenn og ásakaði Bandaríkjastjórn fyrir að nota það sem tylliástæðu fyrir því að auka aðstoð sína við upp- reisnarmenn. Svissneskir flugmenn dæmdir fyrir manndráp á Grikklandi: Hæstiréttur vísaði máli þeirra frá sér Aþenu, 7. desember. AP. HÆSTIRÉTTUR Grikklands vís- aði frá sér máli tveggja svissn- eskra (lugmanna sem grískur dómstóll dæmdi fyrir manndráp af gáleysi. Formgallar voru á mál- inu og verður það tekið upp að nýju fyrir áfrýjunarrétti. Tildrög málsins eru þau að 14 manns fórust er DC-8 þota frá Svissair, með 154 farþega innan- borðs, rann fram af flugbraut á Aþenuflugvelli 7. október 1979. Eldur kviknaði í þotunni er hún féll fram af upphækkun og biðu 14 manns, sem sátu fastir í aft- asta hluta hennar, bana. Dómstóll úrskurðaði í fyrra að orsök óhappsins væri flug- mannsmistök. Flugmennirnir, Fritz Schmutz, flugstjóri, og Martin Deuringer, kváðust hafa farið að öllu rétt en fengið rangar upplýsingar frá flugumferðar- stjórum i Aþenu um ástand flug- brautarinnar, sem var undir vatni er flugvélin lenti. Schmutz var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi og Deuringer í tveggja. Þeir voru látnir lausir gegn tryggingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.