Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Viðtal við Ólaf Magnússon, sem skrýtt hefur 17 presta í Sauðlauksdalskirkju ur vel hirt og snyrtileg á sínum stað, þótt dalurinn og bærinn sé kominn í eyði. Ólafur Magnússon við kirkj- una þar sem hann var svo lengi meðhjálpari. talið er að Ingibjörg Guðmunds- dóttir, brúður Eggerts Ólafssonar varalögmanns hafi saumað og er nú geymdur í Þjóðminjasafni. Ól- afur segir mér að Ragnhildur Sigurðardóttir móðir Eggerts sé grafin þarna í kirkjunni. En for- eldrar hans, Ragnhildur og Ólafur Gunnlaugsson, gáfu danska pred- ikunarstólinn með mynd af heilög- um anda í dúfulíki og yfir stólnum lítur alsjáandi auga guðs yfir söfn- uðinn. Altaristaflan er aftur á móti gjöf frá Þorsteini Þorsteins- syni og Hildi Gunnlaugsdóttur Scheving árið 1850. Sauðlauks- dalskirkja var endurbyggð 1863. Og um aldamótin síðustu lét sr. Þorvaldur Jakobsson, afi Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, járnklæða hana. Bad drenginn fyrir móður sína Sem við göngum um kirkjuna og kirkjugarðinn í sólskininu er ekki erfitt að skynja sveitasæluna og unaðinn sem kemur fram i ljóði Eggerts Ólafssonar. Ólafur Magn- ússon hefur hefur alltaf átt heima í þessari sveit og er jafngamall öldinni, fæddur 1. janúar árið 1900, sonur Magnúsar Árnasonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Foreldr- ar Ólafs bjuggu á Hnjóti í Örlygs- höfn. Komu þangað 1886 og keyptu part af jörðinni 1890. En Örlygs- höfn er dalur með allmiklu sjávar- lóni við sunnanverðan Patreks- fjörð, kenndur við Örlyg þann sem þar hafði vetursetu, en nam svo land á Esjubergi á Kjalarnesi. Hann kom þar að tilvísan Patreks hins helga biskups í Suðureyjum. Nú eru í dalnum þrír bæir. For- eldrar Ólafs höfðu aðeins hluta af jörðinni Hnjóti og var þröngt í búi á uppvaxtarárum hans. Ekki síst eftir að faðir hans féll frá. „Faðir minn hafði ætlað að láta mig læra til smíða en sú von fór þegar hann dó,“ segir Olafur. „Ég var þá á tólfta ári. Þegar hann fór suður til lækninga fylgdi ég honum á leið. Það síðasta sem hann sagði við mig var að hann vonaðist til þess að ég annaðist móður mína. Það gerði ég, hún var hjá mér þar til hún dó 1943.“ „Móðir mín hafði 'A af jörðinni, en Árni föðurbróðir minn hafði % jarðarinnar. Við gátum haft eina kú og 20-30 kindur. Foreldrar mínir áttu 13 börn. Tveir drengir sem voru sinn hvoru megin við mig dóu úr barnaveiki. Ég var eini sonurinn heima hjá mömmu og systurnar fóru að tínast í burtu þegar þær uxu upp. Búið bar ekki meira og þær fóru strax að bjarga sér, leita sér atvinnu á Patreks- firði. Nei, mér datt aldrei í hug að fara,“ segir Ólafur ákveðinn. Ólafur kvæntist 1924 Ólafíu Egilsdóttur. Árni föðurbróðir hans bjó á Hnjóti í 17 ár og hætti 1930. Undir bláum sólarsali, Sauðlauks uppí lygnum dali... orti Eggert Olafsson á þessum fagra stað hjá mági sínum og systur, þar sem hann dvaldi stundum og skrifaöi m.a. Ferðabók sína. Var að flytja þaðan þegar þau hjónin lögðu frá kaldri Skor 30. maí 1768 og hurfu í Breiðafjörðinn. En Sauðlauksdalur hefur fengið annan og öllu órómantískari blæ í huga þessa skrifara. Frá barnaskólaárunum situr í minninu setningin: „í Sauðlauksdal ræktaði sr. Björn Hall- dórsson fyrstur manna kartöflur á ísiandi á ofanverðri 17. öld.“ Eflaust hefur fallegi hvíti skeljasandurinn á botni þessa dals, sem liggur inn úr Patreksfírði sunnanverðum, gert framfarasinnaða jarðyrkjumanninum léttara fyrir við tilraunir á kartöflurækt. Nú býr enginn í Sauölauksdal, en þar stendur enn gamla Sauðlauksdalskirkjan með söguleg- um gersemum sínum. Og gamli bóndinn, Olafur Magnússon á Hnjóti, býðst strax til að skreppa þangaö með blaðamanni á ferð. Betri leiðsögumann er ekki hægt að fá. ólafur var meðhjálpari í Sauðlauks- dalskirkju þar til í fyrra. Hefur skrýtt þar 17 presta, þar á meðal einn kvenprest, sr. Döllu Þórðar- dóttur. Presturinn átti von á barni, sem fæddist þremur vikum síðar. Ólafur kveðst hafa kunnað því vel að hafa slíkan prest, er ekki aldeil- is fastur i gömlum kreddum þótt hann sé iafngamall öldinni, orðinn 85 ára. Ólafi þykir vænt um gömlu kirkjuna sina, en bæði henni og kirkjugarðinum hefur sýnilega verið vel og snyrtilega við haldið. Þetta er sögulegur staður. Á miðöldum var bænahús í Sauð- lauksstað, en kirkja var byggð þar 1512. Jón Jónsson „fslendingur" og Dýrfinna kona hans gáfu kirkj- unni 6 hundruð í heimalandi jarð- arinnar, vetrarbeit fyrir 60 sauði að Hvallá*rum, tolllausan rétt fyrir teinært skip til róðra frá Hvallátrum og rétt til fuglaveiða °K eggjatekju í Látrabjargi og að auki reka og skógarítök. Ekki nóg með það, biskup lagði til hennar tíundir og tolla af öllum bæjum í Patreksfirði, enda áttu þeir þang- að kirkjusókn. Vígði Stefán Skál- holtsbiskup Jónsson kirkjuna 1515. Segir Ólafur mér að kirkjunni hafi þjónað 25 prestar, skipaðir í embætti, fyrir utan aðkomupresta. Hefur hann safnað upplýsingum og skrifað æviágrip allra prest- anna, svo og upplýsingar um kirkj- una og alla gripi hennar. En Sauð- lauksdalskirkja geymdi ýmsar sögulegar minjar, m.a. hökul sem Yfir prédikunarstólnum cr skemmtilegur steind- ur tréskuróur. Þar horfir alsjáandi auga guös yfir söfnuðinn. Gamli prédikunarstollinn, sem for- eldrar Eggerts Ólafssonar, Ragn- hildur Sigurðardóttir og Ólafur Gunnlaugsson, gáfu kirkjunni í Sauðlauksdal á 18. öld. Sauðlauks uppí t lygnum dali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.