Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
23
Hryðjuverka-
menn sprengja
í Belgíu
— einn madur lét lífið
(hidenaarde, Beigíu, 6. desember. AP.
SPRENGING laskaði olíuleiðlsu
Atlantshafsbandalagsins í grennd
við borgina Oudenaarde í Belgíu á
föstudag en engin slys urðu á mönn-
um, að sögn lögreglu. Um hálftíma
fyrr sprakk sprengja í skrifstofu
CEOA í Versailles sem sér um
rekstur olíuleiðslunar, og urðu þar
minniháttar skemmdir.
Tvær sprengjur sprungu við
dómhúsið í Liege á föstudag og lét
einn maður lífið en tveir slösuðust.
Að sögn lögreglu virðist maðurinn
sem lést hafa verið að koma
sprengjunni fyrir.
Lögreglan segir að maður í síma,
sem ekki vildi segja til nafns, hafi
lýst ábyrgð á sprengingunni við
olíuleiðsluna á hendur Baráttu-
sveitum kommúnista (CCC). Eng-
inn hefur lýst ábyrgð á hendur sér
af sprengingunni á skrifstofu
CEOA en lögreglan telur líklegt
að tengsl séu á milli sprenging-
anna. Hinn 11. desember 1984 lösk-
uðu sex sprengjur olíuleiðslu
NATO í Belgíu og lýsti CCC þá
ábyrgðinni á hendur sér.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Nýtt bindi af íslenskum fornritum komið út
3telen$ fornrít
Sérstakt tilboösverö til áramóta
kr. l.OOO,- hvert bindi
Tilvalin jólagjöf
®Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18
Þeir sem heimsækja Amst-
erdam eru nokkuö sammála
um að hún sé einhver
skemmtilegasta og jjúfasta
stórborg sem þeir hafa
nokkru sinni komið til. Amst-
erdam er borg allra árstíða:
Þar er alltaf líf og fjör, hvort
sem þú kemur vetur, sumar,
vor eða haust.
Amsterdam er heimsfræg
fyrir skemmtanalíf og ekki að
ástæðulausu. Þar eru þús-
undir bara, kráa, kaffihúsa,
diskóteka, næturklúbba og
matstaða að velja úr. Margir
vinsælustu staðirnir eru í
kringum torgin tvö: Rem-
brandtsplein og Leidseplein,
en pessi torg iða af mannlífi
langt frameftir nóttu.
Brúnu krárnar eru sér-
hollenskt fyrirbæri, en gegna
svipuðu hlutverki og bresku
pöbbarnir. Þar koma Hol-
lendingar saman til að leysa
lífsins gátur og vandamál og
taka hlýlega erlendum gest-
um sem vijja leggja orð í
belg. Innréttingarnar eru yfir-
leitt gamaldags og ekki alltaf
sérlega fínar. en það er fínn
andi innan dyra.
Siglingar um síkin eru
vinsælar, ekki síst á kvöldin
pegar brýrnar eru upplýstar
og rauðvín og ostar eru born-
ir fram við kertaljós. Það eru
mörg stórskemmtileg diskó-
tek í borginni og jazzunn-
endur hafa úr nógu að vejja.
í Amsterdam eru yfir fimm-
tíu kvikmyndahús og þau
bjóða upp á mjög gott úrval
mynda. Allar myndir eru á
frummálinu, með „neðan-
málstextum" á hollensku.
Þarna eru líka Qölmörg
leikhús og nokkur peirra
sýna reglulega leikrit á ensku.
Og svo eru óperur og ballett
og skemmtigarðar og versl-
anlr og skoðunarferðir og
matstaðir og ... Það er nokk-
uð óhætt að lofa því að það
verður enginn svikinn af því
að heimsækja Amsterdam.
Athugið að Arnarflug getur
útvegað fyrsta flokks hótel
og bílaleigubíla á miklu hag-
stæðara verði en einstakling-
ar geta fengið.
Nánari upplýsingar fást
hjá ferðaskrifstofunum og á
söluskrifstofu Arnarflugs.
Flug og gisting
frá kr. 12.990,-
^fARNARFLUG
Lágmula 7, s/m< 84477
I