Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 24

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Ein og hálf öld fráfœðingu MARK TWAIN „Hershöfðingi, ég virðist hálffeiminn; en þú? " sagði Mark Twain þegar vandrœðaleg þögn varð í fyrsta samtali hans og Grants, hins fræga herforingja norðanmanna í bandaríska þrœlastríðinu og síðar forseta. Hershöfðinginn hló og engin önnur vandræðaleg þögn varð í samtali þeirra. Þótt það væri sérgáfa Twains að fá fólk til að hlæja var hann annað og meira en kímniskáld og háðfugl. Frægasta bók hans, „S tikilsberja-Finnur ", kom fyrst út fyrir einni öld og á því merkisafmœli um svipað leyti og höfundurinn, sem fœddist fyrir réttum 150 árum. Bókin er ekki aðeins skemmtileg aflestrar og góð afþreying: húner bókmenntaafrek og hefur Asvipaðan hátt og „Stikilsberja- Finnur" er „Am- eríkumaður við hirð Artúrs kon- ungs“ („A Connecticut Yankee in King Arthur’s Court") annað og meira en sérvizkuleg fu rðusaga; sú bók er nöpur og háðsk ádeila á riddaramennsku og léns- skipulag miðalda. Ádeilan kemur skýrast fram þegar höfundurinn fjallar um yfirgang hinna ríku og voldugu og kúgun alþýðufólks. Mark Twain hafði ekki síður áhrif á önnur kímniskáld en alvar- lega rithöfunda á borð við Hem- ingway. Spéfuglar, sem skemmta öðru fólki, líkja enn eftir aðferð- um, sem hann notaði þegar hann hélt fyrirlestra. Allir höfundar grínefnis hafa orðið fyrir áhrifum frá stuttorðum og kaldhæðnislegu m predikunum ha XLns (dæmi: „Maðurinn er eina lífveran sem roðnar; eða ætti að gera það.“). Twain samdi fyndnar ferðabæk- ur. Hann skrifaði ævisögur eins og „Joan of Arc“, sem er undarlegt verk, en þótti skemmtilegt. Ein- kennilegast var að hann skrifaði af djúpri, heimspekilegri alvöru um lífið og manninn og trúarbrögð mannsins. Síðast en ekki sízt skrif- aði hann á „alþýðlegri og tilgerðar- lausri ensku“ af mikilli kunnáttu og leikni. Sumir segja að því megi halda fram að hann sé merkasti rithöfundur Bandaríkjanna. Fljótalíf Mark Twain hét réttu nafni Samuel Langhorne Clemens og fæddist 30. nóvember 1835 í Florida, Missouri, afskekktum stað, um 60 km suðvestur af bæn- sér höfundarheitið „Mark Twain", sem lóðsarnir hrópuðu þegar þeir mældu dýpt og hún reyndist „tveir faðrnar." Til Nevada Þáttaskil urðu í Ufi Twains þegar þrælastríðið hófst. Hann missti atvinnuna þegar átökin nálguðust og tók þátt í heræfing- um vopnaðrar sveitar, sem æsku- félagar hans komu á fót í Hannibal 1861 til stuðnings Suðurríkjasam- bandinu. Eftir hálfan mánuð urðu þeir leiðir á æfingunum og her- flokkurinn leystist upp. Skömmu síðar fór Mark til Nevada ásamt Orion bróður sín- um, sem hafði barizt fyrir kjöri Lincolns forseta og fékk að launum vellaunað embætti þar. í Nevada starfaði Twain við blaðið „Enter- prise" í Virginia City, leitaði að gulli og aflaði sér reynslu, sem hann lýsti rúmum tíu árum síðar í bókinni „Roughing It“. Ári síðar fór hann til Kaliforníu, hóf þar ritstörf og náði skjótum vinsældum. Höfundarnafn sitt notaði hann í fyrsta skipti þegar hann sendi frá sér gamansamt ferðabréf í febrúar 1863. Tveimur árum síðar varð hann fyrst frægur þegar hann gaf út „froskasögu" sína („The Celebrated Jumping Frog of Calaveras County"), sem náði mikilli útbreiðslu. Um sama leyti hófst ferill hans sem fyrirles- ari. Snemma árs 1867 fór hann alfar- inn til austurstrandarinnar til að afla sér frægðar og frama. Um sumarið og haustið ferðaðist hann um Evrópu og Landið helga og viðaði að sér efni í ferðabókina „A flækingi" („The Innocents Abro- ad“), sem varð geysivinsæl þegar hún kom út 1869. Við tók mikið velgengnitímabil. Árið 1870 kvæntist hann Oliviu Langdon frá Elmira, New York. Hún var erfingi mikilla kola- auðæfa og 61 honum þrjár dætur. Þau bjuggu fyrst í New York, en síðan í Hartford, Connecticut, og loks í „Stormfield" í Redding í sama ríki. Twain ferðaðist mikið alla ævi, var sískrifandi og flutti ótal fyrir- lestra. Hann varð næstum því eins vinsæll á Englandi og í heimalandi sínu. Svo mikla hylli hlaut hann fyrir bækur sínar, fyrirlestra, ræður, fleygar staðhæfingar og er deilt um um Hannibal við Mississippifljót. Þangað fluttist hann með fjöl- skyldu sinni fjórum árum síðar. f Hannibal varð hann þátttak- andi í iðandi lífi þess tíma á bökk- um stórfljótsins og alla ævi lof- söng hann bæinn, fljótið, fólkið og skólafélagana, sem hann lýsir í „Stikilsberja-Finni“ og „Tom Sawyer" (í þeirri bók er bærinn Hannibal kallaður St. Petersburg). „Ég sé enn fyrir mér gamla tíma: gamli bærinn blundar á sumar- morgni, fljótið Mississippi líður áfram, mílubreitt, stórfenglegt og tignarlegt og geislandi í sólskin- inu,“ skrifaði hann síðar. Faðir hans, John Clemens, var misheppnaður lögfræðingur, sem lét sig alltaf dreyma um auð og lézt áður en sá draumur hans yrði að veruleika að hann gæti gert Hannibal að mikilvægum við- komustað við járnbrautina, sem færðist vestur á bóginn. Twain var 12 ára gamall þegar faðir hans lézt og varð að sjá um sig sjálfur. Hann hætti skólagöngu tveimur árum síðar og fór að heim- an 1853, lærði prentiðn, vann á blöðum í mörgum borgum og fór alla leið til New York. Árið 1857 fór hann aftur heim og varð stýrimaður og lóðs á Miss- issippi. Um þetta leyti tók hann Skopmynd af Twain um það leyti sem „froskasaga" hans kom út. Twain i þeim árum þegar hann ferð- aðist til Evrópu og Palestínu. að geyma harða þjóðfélagsgagnrýni. JStikilsberja-Finnur" hefur að vísu verið umdeilt verk, sem hefur verið gagnrýnt fyrir kynþáttahroka, en er fyrir löngu orðin klassískt. „Allar bandarískar bókmenntir eru runnar frá einni bók eftir Twain," skrifaði Ernest Hemingway, „oghún kallast JStikilsberja-Finnur". Á undan henni var ekkert til. Síðan hefur ekkert jafnazt á við hana." semenn Háðfugl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.