Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 26

Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 MARK TWAIN Ameríkumaður við hirð Artúrs konungs. í tugum sveitarfélaga í Bandaríkj- unum. Bókin olli miklu fjaðrafoki í Fairfax-sýslu, Virginíu, 1982, þegar unglingaskóli, sem kenndur er við Mark Twain, tók hana út af námskrá, þar eð hún væri full kynþáttahroka. Æðri stjórnvöld í Fairfax hnekktu ákvörðuninni. En í fyrra var hún tekin út af námskrá í Waukegan, Illinois, vegna kvört- unar héraðsráðsmanns um að hún væri móðgandi í garð blökku- manna. í vor sagði síðan fulltrúi í fræðsluráðinu í Chicago að brenna ætti bókina. Óþekkt bréf Fyrr á þessu ári birtu fræði- menn áður óþekkt bréf frá Twain í von um að það mundi endanlega hreinsa hann af öllum ásökunum um kynþáttahatur á stórafmælum hans og Stikilsberja-Finns. Twain skrifaði þetta bréf forseta lagadeildar Yale-háskóla til að fara fram á að efnilegur blökku- stúdent, Warner T. McGuinn, fengi styrk. McGuinn varð síðar kunnur lögfræðingur í Baltimore og bar- áttumaður mannréttinda. Twain skrifaði: „Kæri herra, þekkirðu hann? Heldurðu að hann sé verðugur? Eg held ég mundi ekki fúslega hjálpa hvítum stúdent, sem bæði ókunnan mann að gera sér greiða, en mér finnst öðru máli gegna með menn af öðrum litarhætti. Við höfum drepið manndóm þeirra og það er okkur til skammar, en ekki þeim. Við ættum að bæta fyrir það ... svo framarlega sem ungi maðurinn sparar við sig, og það ætti sá sem þrengt hefur verið að fjárhagslega að leggja stolt sitt í að gera.“ Twain bauðst síðan til að greiða fæði McGuinns og húsnæði og gerði það þar til hann útskrifaðist 1887. Fræðikonan dr. Shelley Fisher Fishkin, sem staðfesti að bréfið væri skrifað með rithönd Twains, kallaði það fyrstu beinu sönnunina um að hann hefði stutt nokkra blökkustúdenta fjárhagslega. Hún sagði að bréfið væri fágæt yfirlý3- ing rithöfundarins um afstöðu hans til arfleifðar þrælahaldsins, sem hafði verið afnumið 20 árum áður en bréfið var skrifað. Aðrir lýstu yfir stuðningi við þessa túlkun, en dr. John Wallace, svartur fræðimaður í Chicago, var á öðru máli: „Ég held að hann hafi viljað leiðrétta nokkrar þær misgerðir, sem hann gerði sig sekan um með því að skrifa þetta rusl.“ Mark Twain. Málmristumynd eftir Ijósmynd. Einn þeirra sem tóku upp hanzk- ann fyrir Twain var Ronald Reag- an forseti, sem sagði að Stikils- berja-Finnur og vinur hans Jim strokuþræll væru ímynd banda- rískra verðmæta. „Stikilsberja- Finnur reyndi hvað hann gat að gera Jim kleift að halda frelsi sínu og honum tókst það að lokum," sagði Reagan. „Ég held að bókin segi mikla sögu um siðferðilegan tilgang menntunar og um gott hjartalag, sem við reynum að innræta börnum okkar." Forsetinn sagði að nemendur í einkaskólum jafnt sem opinberum skólum „ættu ekki aðeins að læra undirstöðugreinar, heldur einnig grundvallar verðmætamat. Nokk- ur þeirra verðmæta, sem ætti að kenna, sagði Reagan, eru „mikil- vægi réttlætis, jafnréttis, trúar- bragða og frelsis og reglur um rétt og rangt". „Margt af því sem Reagan segir er satt,“ sagði Doris Grumbach, prófessor í Ameríkuháskólanum í Washington. „En hvers vegna strauk Stikilsberja-Finnur, ef hann mat lífið í Bandaríkjunum mikils? Hann vildi verða frjáls og óháður, reykja þegar honum sýnd- ist og sækja ekki skóla." Hún kvaðst sammála því að Stikilsberja-Finnur væri „hjarta- hreinn, en aðalatriðið er að hann veit meira um hið góða og illa í manninum en nokkur annar skóla- drengur. Mark Twain hafði þá bjargföstu skoðun að menntun skipti ekki hinu minnsta rnáli." GH tók saman. 1 11 Jólakveöja Jólin nálgast og árin líða eftir jólakortum ekki bíða. Verðum á sjónum í skemmtitúr vonum þið veröiö ekki súr. Svo héðan úr Californiusól, óskum við öllum gleöileg jól. Systa, Baddi og Stefán. T-Jöföar til XJLfólks í öllum starfsgreinum! "STRIÐ OG SÖNGU R Matthias Viöar Sœmundsson —Hispurslaus frásögn litríkra listamanna Sex islensk skáld lýsa viöhorfum sinum til lífs og dauða, trúar, ástar og listarog rekja leiö sina til skáldskapar. Skáldin rekja þá reynslu sem þeim er minnisstæðust og haft hefur dýpst áhrif á þroska þeirra og lifsviðhorf. Þau eru öll fædd milli striða og tóku út þroska sinn á miklum umbrota- tímum i sögu þjóðarinnar. Hér er margt látið fjúka sem fæstum er áður kunnugt. Guörún Helgadóttir Álfnln Gunnlaugsdóttir Thor Vilhjálmsson Indriði G. Þorsteinsson Þorsteinn frá Hamri Matthlas Johannessen Verö kr. 1.280.00. TVF JARÐARFÖR”....—....... LANDSMOÐURINNAR GÖMUI Gabriel Garcia Márquez —Meistaraverk Nóbels- skáldsins Makondó — þorpið þcu sem menn þrauka og biöa. Þorpiö þar sem grimmdin og niöurlægingin ríkir. Andrúmsloftið mettað raka — hita- svækjan óbærileg. Af meistaralegri íþrótt fléttar skáldið saman sögu þjóðar sinnar, kvunn- dagsleika hennar, kjaftasagnir og goð- sagnir. Þessi veröld er allt i senn, jarð- bundin og smámunasöm, full af undr- um og stórmerkjum. Þorgeir Þorgeirsson þýöir verkið af einstakri snilld. Verö kr.1.087.00 innb.—kr. 850.00 kilja. ÍSLENSKIR ELSKHUGAR —viötöl viö átjan karlmenn- Jóhanna Sveinsdóttir — Opinská og heiðarleg Karlmenn á aldrinum 20—75 ára ræða um ástir sinar og tilfinningamál. Hreinir sveinar og flekkaðir, skemmti- staöafolar í ævintýraleit, ráðsettir margra barna feðpr, Einsi kaldi úr Eyjunum og Fúll á móti. í bókinni er að finna einlægar um- ræður um ástir og tilfinningar karla— efni sem islenskir karlmenn ræða sjaldan ódrukknir nema í tvíræöni og hálfkæringi. Verð kr. 1.180.00 innb —kr. 880.00 kilja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.