Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 28

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Jónas Guðmundsson Saltar sögur eftir Jónas Guðmundsson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina Saltar sögur eftir Jónas heitinn Guðmundsson, en það er sýnisbók af smásögum höfundar. Helgi Sæmundsson valdi efni í bókina og ritar eftirmála þar sem hann kveðst hafa lokið við að velja sögurnar í samráði við Jónas er hann lést 9. júní í sumar. Fimmtán „Saltar sögur" eru í bókinni og eru þrettán þeirra úr smásagnasöfnunum Dáið á mið- vikudögum, sem út kom árið 1969 og Farángri frá 1979. Tvær hafa ekki birst fyrr. Kynning höfundar og bókar á kápu er á þessa lund: „Sögur Jónasar Guðmundssonar fjalla nær allar um sjómannalíf og farmennsku eða að minnsta kosti hlutskipti fólks við sjávarsíð- una, en af þessu draga Saltar sög- ur nafn. Höfundur var jöfnum höndum rithöfundur og myndlist- armaður. Sögurnar bera þessu vitni. Þær einkennast löngum af frásagnargleði og hugkvæmni Jón- asar Guðmundssonar en eru eigi síður myndrænar, hvort heldur viðfangsefnið telst mannlýsingar eða atburðir. Saltar sögur eru sýn- isbók smásagna Jónasar og harla fjölbreyttar enda þótt drög að þeim virðist oft hin sömu í fljótu bragði. Þær reynast margar skemmtileg listaverk sem spegla aldarfar, baráttu og sífellda ham- ingjuleit, þó að á ýmsu velti. Best lætur höfundi að skilgreina sér- kennilega einstaklinga í átökum við óblíð náttúruöfl þar sem iðu- lega munar mjóu hver úrslit verði. Smásagnagerðin hentaði Jónasi Guðmundssyni vel og skipaði hon- um á bekk með sjálfstæðum og listfengum höfundum. Bak við gáska og tiltektir ríkir einlæg alvara og næmur skilningur á mannleg örlög." Saltar sögur eru 172 bls. að stærð. Bókin er unnin í prent- smiðjunni Eddu. Kápu teiknaði Sigurður Örn Brynjólfsson. 1.600 íbúðir fullgerðar 1984 f ÁRSLOK 1984 voru í byggingu 4.476 íbúðir hér á landi, samtals 2.288 þásund rúmmetrar að stærð. Fullgerðar íbúðir á árinu voru 1.601, samtals að stærð 813 þúsund rúm- metrar. Til samanburðar voru 4.516 íbúðir í byggingu (2.394 þús. rúmm.) og lokið við 1.623 íbúðir (783 þús. rúmm.) (Heimild: Atvinnuvegaskýrslur/ Þjóðhagsstofnun) Cterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! DAVID MORRELL Konsalík am Tt 'USI Lík ungrar stúlku er flutt af skuröstofu sjúkrahússins um miöja nótt. Enginn veit hver fylgdi henni á sjúkrahúsið né hverjir ættingjar hennar eru. Þessa nótt hefst harmleikur sem hefur örlagaríkar afleiöingar á sjúkrahúsinu. Erika Werner er ungur læknir sem stendur í ástarsambandi viö Bornholm yfirlækni, aöalskurö- lækni sjúkrahússins. Henni er ekki Ijóst að hann notar hana á miskunnarlausan hátt til aö hylja yfir glæp. Áöur hafa komið út eftir Heinz G. Konsalik á íslensku bækurnar Hjartalæknir mafíunnar, Eyði- merkurlæknirinn og Hákarlar um borð og hefur hann þegar tryggt sess sinn á íslenskum markaði. Ó guö minn góöur!“ sagði konan. „Þaö eru fleiri grafir sem ekki finnast." Allt byrjaði þetta í heimsstyrjöldinni síöari og endaði þrjátíu og sjö árum síðar á skelfi- legan hátt. Pétur Houston kemurtil Frakk- lands til að efna gamalt heit um aö heim- sækja leiði fööur síns sem dáið haföi í stríðinu. En yfirvöld tjá honum aö leiöiö finnist ekki og franskur vinur fööur hans sem lofað haföi að annast gröfina haföi horfiö á dularfullan hátt áriö 1944. Eini maðurinn sem veit leyndarmál hans er gamall og lasburöa prestur sem er þögull eins og gröfin. Höfundur bókarinnar, David Morrell, nýtur mikilla vinsælda og bækur hans seljast í stórum upplögum um allan heim. Eftir fyrstu bók hans, í greipum dauöans, var gerð samnefnd kvikmynd (First Blood), og söguhetjan Rambo varö síöar tilefni annarrar geysivinsællar myndar. IÐUNN ví- ÞÚ ’*SOFNAR> SEINT lfM*ÞESSI*JÓL ÁRA OCTAVO/SlA 23.24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.