Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 30

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Sveinn Björnsson listmálari við eitt verka sinna í Listveri. Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er um margt óvenjuleg sýning sem í gangi er í hinu nýstofnaða galleríi, eða réttara sagt sýningarsal, á Seltjarnar- nesi, er hlotið hefur nafnið Austurver. í stuttu máli þá hófu þeir Sveinn Björnsson listmálari og Matthías Johannessen skáld í rælni þann leik að tengja saman myndlist og ljóð og mun sú samvinna hafa átt upphaf sitt á síðastliðnu vori. Myndirnar eru unnar á þann hátt, að Matthías skrifaði ljóð eða ljóðabrot á auðar arkir og síðan málaði Sveinn myndirn- ar á arkirnar. Má segja að í þessu formi séu myndirnar ekki bein og skipuleg mynd- skreyting við ljóð, heldur er ætlast til að ljóðin verði hluti af heildinni, — falli að formi lit, línu og hugarflugi mynd- listarinnar. Ljóðin eru og misjafnlega læsileg eftir viðhorfi málarans hverju sinni en einnig virðist næmt auga geta greint að stundum hafi litur og vatn óvart blandast ljóði og að nokkru máð út línur og hnikað til samhengi orða. Slíkt er sjaldan til prýði nema að unnið sé út frá súrrealistískum við- horfum. Mynd og ljóð, svo og ljóðabrot, eiga að njóta sín til fulls og mynda órofa heild ef vel á að fara. Þetta tekst á köflum svo sem í myndunum „Fagur er dalur" (4) „Flýgur örn yfir“ (6), sem er að mínu mati heillegasta myndin vegna þess að ljóðíð rennur inn í myndheildina lík- ast árfarveg úti í náttúrunni, rökrétt og eðlilega. Þá er myndin „Ljóð úr sögu“ (12) ákaflega létt og ljóðræn í út- færslu allri. Það er líkast til, sem að þessi samvinna hafi magnað Svein upp sem myndlistarmann því myndirnar eru margar hverjar mýkri og ferskari en maður á að venjast frá hendi hans. Matthías er líka óvenju kröft- ugt og myndríkt skáld, sem hlýtur að hrista upp í hugar- flugi þeirra er myndskreyta ljóð hans. Matthías hefur og flestum skáldum verið skilningsríkari á þýðingu lýsingu ljóða því að ýmsir myndlistarmenn hafa lagt hönd að verki við útgáfu ljóða hans. Samvinna skálda og mynd- listarmanna er ekkert sem telst til nýjunga því að lýsingar hafa verið gerðar í margri mynd og bæði við ljóð og mál- verk. Stundum hafa myndlist- armennirnir teiknað fyrst og skáldið síðan samið Ijóðið undir hughrifum frá teikning- unni. Hef ég séð mörg stórvirk- in á því sviði á sýningum er- lendis. Þetta er og ekki heldur óþekkt hérlendis. Listamenn ólíkra listgreina eiga að vinna saman í einhverjum mæli því það er þeim til góðs og eykur á sköpunarmátt þeirra — upp- hefur þá í hæstu hæðir í sum- um tilvikum. Hvað sem öðru líður þá hefur þessi samvinna þeirra Sveins og Matthíasar skilað eftirtekt- arverðum árangri, sem kann að marka tímamót í list annars hvors og jafnvel beggja. Slík samvinna sem þessi er alltaf skemmtun frá upphafi til enda og aldrei á að koma til tals að sýna myndir fyrr en þær standa fyrir sínu sem gild myndverk. Sem myndlistarsýning er þetta ein sú besta, sem frá Sveini hefur komið og rökrétt framhald af sýningu hans á Kjarvalsstöðum eigi alls fyrir löngu. Inn í hreina ljóðrænuna í lit hefur Sveinn staðsett fyrri hugarflugsform sín og gerir það af fíngerðari tilfinningu — fjarlægst hið grófa og hvella til hags fyrir l’Art líkt og þeir segja í Frans. Það er hárrétt sem Sveinn segir „að ekki sé mögulegt að vinna á þennan hátt nema ljóð- in séu myndræn (malerísk). Það veit enginn nema sá er reynt hefur hve erfitt er að myndskreyta ljóð er á engan hátt ýta við tilfinningum myndlistarmannsins. Dregið saman í hnotskurn þá hefur þessi samvinna skilað góðum árangri og mega báðir lista- mennirnir vel við una. AMSTRAD ---háþróuð afburðatölva- Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. f þeirri þróun er Amstrad tvímælalaust toppurinn: Allt á einum st«6: AMSTRAD CPC 6128 128k meft diskdrifi og litaskja . 32.980 kr. AMSTRAD CPC 464 64k með segulbandi og Mtaskjá . 21.980 kr. AMSTRAD DISKDRIF með tengi..................... 12.995 kr. AMSTRAD diskdrif nr. 2 .................................. 8.200 kr. AMSTRAD talbox og 2 sterio hatalarar........... 2.495 kr. AMSTRAD Ijósapenni.............................. 960 kr. AMSTRAD telex-tengi............................ 3.950 kr. AMSTRAD sjónvarps-tengi........................ 2.320 kr. AMSTRAD stýripinni ........................................ 850 kr. Aliar tæknilegar upplysingar fast í tölvudeild Bókabúð Braga TOLVULAND H/F Bókabúð Umboðsmenn um land allt Bókabuð keflavikur • Kaupfélag Hafnarljarðar Bókaskemman Akranesi KEA - hljómdeild Akureyri og viðar. Laugavegi 118v/Hlemm S 29311.6?1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.