Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
37
Fæðist líf af fold?
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ásta Siguröardóttir. Sögur og Ijóð.
Útgefandi Mál og menning 1985.
Sögur Ástu Sigurðardóttur hafa
verið kynntar allítarlega síðustu
mánuði og er hlutur Kjallaraleik-
hússins þar drjúgur. Helga Back-
mann og liðsmenn hennar unnu
þar ágætt verk eins og lofað hefur
verið víða.
Smásögurnar í bók Ástu Sunnu-
dagskvöld til mánudagsmorguns
voru mjög nýstárlegar á sínum
tíma og eru löngu uppseldar. Þær
virðast eftir þessi endurnýjuðu
kynni ekki síður höfða til fólks nú
en um þær mundir sem bók sú var
send út. Hrár og miskunnarlaus
er sá veruleiki sem er brugðið upp
í fyrri smásögum Ástu Sigurðar-
dóttur. Þó missir hún ekki trúna
á það góða í manneskjunni og
persónur hennar (sem oft eru hún
sjálf í ýmsum útgáfum) bregðast
fagnandi við litlu viðviki. Og ætlar
eiginlega engum beinlínis illt, þótt
svo kunni það að horfa við.
Margar þessara sagna eru afar
vel skrifaðar og vel uppbyggðar.
Agað og knappt form smásögunn-
ar hefur Ásta á valdi sínu og hún
dregur persónur sínar upp af því-
líkri leikni að þeir stíga sumar
ljóslifandi upp af blöðum bókar-
innar.
Nú hefur verið gefið út eins
konar ritsafn Ástu, Því að nokkrar
sögur og nokkur ljóð „fundust" að
henni löngu látinni. Ég hef áður
tjáð þá skoðun mína, að það geti
orkað tvímælis svo að ekki sé
meira sagt að gefa út verk sem
höfundar virðast hafa lagt frá sér.
Annaðhvort vegna þess þeir ætfe
sér að vinna það meira síðar, elleg-
ar hugnast það ekki: það hefur
ekki heppnast sem að var stefnt.
Höfundar eru hins vegar afar treg-
ir til að eyðileggja hugverk sín,
þótt þeir líti svo á að þau séu hálf
eða algerlega misheppnuð. Það er
vitað og margsýnt mál. Þó að
vissulega sé freistandi að sinna
handritum sem koma í leitirnar
síðar verður að reyna að meta það
hlutlægt og án þess að tilfinningar
eða skyndistemmning ráði.
Aðeins ein af sögunum í seinni
hlutanum, sú fyrsta, Frostrigning,
>
mvWmí
Asta Sigurðardóttir
finnst mér hefði átt að vera prent-
uð. Það vantar kjöt á beinið í þeim
flestum hinna, það vantar stíl Ástu
og tjáningu þá sem henni var
framan af töm. Ljóðin eru að
mínum dómi langt frá því að vera
fullunnin.
Ásta Sigurðardóttir var að mínu
viti einnar bókar höfundur. Fyrst
og fremst vegna ytri aðstæðna og
erfiðrar baráttu hennar í lífinu.
Hún stendur eftir söm og jöfn og
sterk þrátt fyrir þessa viðbót, en
öllu nær hefði verið að endurút-
gefa smásagnasafnið í uppruna-
iegri mynd og þá hefði kannski
mátt skrifa greinargóða úttekt um
feril hennar og geta í framhjá-
hlaupi ýmissa þeirra smásagna
ófullgerðra sem hún hefur þó
sennilega aldrei hugsað sér að láta
frá sér fara. Smásögurnar gömlu
sýna að hún hafði til að bera meiri
ögun og sjálfsgagnrýni en svo.
Niótið gleðinnar sem
fytgir undirbúningi jólanna
riorúmarms
þunur
Norömannsþynur (Norömanns-
ÖeWnastójólatréð.-ognýtur
vaxandi vinsælda.
Veana hagkvæmra mnkaupa er
Sömannsþynurámiöggoðu
verði hjá okkur þessi jol.
Komið í iólaskoginn, veljið ykkar
eigiðtré. „
Kertamarkaður
jólakerti í tugþúsundatali. Allir
regnbogans litir og gerðir. Litil,
S'ÆSSntaeyiarKerttn
vinsælu.
Jölastjaman
20% afslattur
Seljum jólastjörnu með miklum
aíslætti pessa dagana.
Áður 398.- NÚ318.-
Áður 380.- NÚ304.-
Áður320.- Nú 256.-
Áður260.- Nú 208.-
BúÖ i búöinni
Höfumsettuppsérstakabuð
með skreytingarefm. Allt i
efni sem erfitt er að utvega og
Sursumtekkisésthérlendis
Gerð purrblómaskreytinga er
pínföld og ánægjuleg i senn.