Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 42
'42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Maríus Helgason Akureyri -Minning Fæddur 22. desember 1906 Dáinn 1. desember 1985 Vinur minn Maríus Helgason er allur. Hann lést í Akureyrarsjúkra- húsi morguninn 1. desember eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Útför hans verður gerð frá Akur- eyrarkirkju í dag. Maríus fæddist á Stokkseyri 22. desember 1906. Sonur hjónanna Helga Halldórssonar trésmiðs þar og Guðrúnar Benediktsdóttur. Hann var næstyngstur 5 systkina. Er Maríus var enn ungur að árum 'fluttust þau Guðrún og Helgi til Reykjavíkur. Þar stundaði Helgi faðir hans trésmíðar meðan honum entist aldur til, en Guðrún hélt heimili að Helga látnum með börn- um sínum uns hún lést 96 ára að aldri. Á þeim tímum sem hér um ræðir var aðstaða til skólagöngu öll hin erfiðasta, en Maríus gerði sér fljótt grein fyrir gildi menntunar og jók því við þekkingu sína með sjálfs- námi, einkum í málum og tæknivís- indum. 14 ára að aldri réðst hann sem sendill til Landsímans, en sú stofnun átti eftir að verða vinnustaður hans mestan hluta starfsævinnar. 18 ára hóf hann svo nám í Loftskeytaskól- -• 'anum og varð að fá undanþágu, til þess að mega hefja nám þar svo ungur. Talið er að það hafi verið vegna mjög sterkra meðmæla vinnu- veitenda hans á Landsímanum sem skólavistin fékkst. Þeir munu hafa talið sig hafa reynslu af vinnusemi, hæfni og einbeitni unga mannsins og að þar mundi liðtækur framtíðar- vinnukraftur. Að loftskeytanámi loknu árið 1925 réðst Maríus til Kveldúlfs og var loftskeytamaður á togurum þess fyrirtækis um nærri 10 ára skeið. í - starfi var Maríus sérlega traustur GENGIS- SKRANING Nr.233 — 6. desember 1985 Kr. Kr. TolF Ein. Kl. «9.15 Kaup Sala gengi 41,660 Dollari 41,540 41,660 SLpund 61^42 61,419 61461 Kan.dollari 29,753 29,839 30,161 Dönslt kr. 44387 44518 4,5283 Norsk kr. 5,4561 5,4719 5,4611 San.sk kr. 5,4177 5,4333 5,4262 Fi. mark 7,6046 7,6265 7,6050 Fr. franki 5,3927 5,4083 54770 Belg. franki 0,8094 0,8118 04100 St. franki 19,7415 19,7985 19,9140 Holl. gyllini 14,6139 14,6561 144649 V-þ. mark IL líra 16,4515 16,4990 164867 0,02410 0,02417 0,02423 Auxtnrr. 9ch. 2,3414 24482 2,3323 PorL escudo 0,2613 04620 0,2612 Sp. peseti 0,2664 04672 0,2654 fap. jen 0,20420 040479 0,20713 Irskt pund 50,826 51,973 50,661 SDR (SérsL 45,1825 454133 | 454689 y og íhugull. Hann stundaði hvert það starf sem honum var falið af kost- gæfni og samviskúsemi. Því var það að þegar hann varð var veilu á heils- unni og hann treysti sér ekki til að stunda sjóinn lengur, þá reyndist honum auðvelt að fá starf hjá fyrri vinnuveitendum fyrst á Loftskeyta- stöðinni í Reykjavík og síðar á rit- símastöðinni þar. Þessi veila í heilsufari Maríusar hafði þær afdrifaríku afleiðingar, að 1938 var hann lagður inn á Vífils- staðahæli með lungnaberkla. Á Víf- ilsstöðum lágu leiðir okkar saman. Þau kynni leiddu til náins samstarfs um áratugi og vináttu sem entist meðan báðir lifðu. Maríus var til- tölulega stuttan tíma á hælinu og hvarf þaðan beint til sinnar fyrri vinnu. Nú hafði hann eignast nýtt áhuga- mál. Samband ísl. berklasjúklinga, SÍBS, var stofnað um þessar mundir og Maríus var að sjálfsögðu öflugur liðsmaður frá upphafi. Hann var í fyrstu stjórn deildar félagsins í Reykjavík og kom inn í miðstjórn samtakanna árið 1942. Þar starfaði hann á meðan hann átti heimili hér syðra. Það var að sjálfsögðu mjög þýðingarmikið fyrir ung félagasam- tök með ofviða verkefni að fá slíkan eldhuga til starfa þegar í upphafi. Hann var tillögugóður og fylginn sér og eftir að SÍBS hafði fastmótað hugmyndir sínar um framtíðarverk- efni þá vann Maríus ötullega að framgangi þeirra mála. Hann var mikill áhugamaður um byggingu Vinnuheimilisins að Reykjalundi. Var í nefnd er vann að undirbúningi þess máls og síðan í fyrstu stjórn Reykjalundar. Hvarvetna reyndist hann ötull og vel fallinn til að leita lausnar á hinum ólíkustu vandamálum. í ársbyrjun 1945 var Maríus vara- forseti SfBS og það kom i hans hlut að flytja vígsluræðuna við opnun Reykjalundar 1. febrúar 1945, þar eð forsetinn Andrés Straumland var forfallaður vegna veikinda. Maríus var forseti SÍBS frá 1945—1956. Um störf hans fyrir SÍBS á þessu tímabili segir Þórður Benediktsson sem tók við forseta- starfinu af honum meðal annars eftirfarandi í grein í blaði SÍBS, Reykjalundi, 1956: „Ferill Maríusar í stöðu forystu- manns sambandsins var bæði því og honum til mikils sóma. Framkoma hans öll sómdi vel forystumanni, var í senn virðuleg og prúðmannleg." Störf hans í þágu samtakanna innti hann af hendi með einstakri alúð og samviskusemi. Hann fylgdist af nákvæmni með öllum daglegum störfum, hvort sem unnin voru í aðalstöðvum sambandsins eða úti um byggðir landsins. Persónuleg kynni og góð tókust með honum og öllum trúnaðarmönnum sambands- ins, hvar í sveit sem þeir voru settir, enda notaði hann löngum sumarfrí sín til að ferðast um landið og heim- sækja þá og treysta samstarfið — og síðar segir Þórður: „Æfi sína alla mun hann verða sami trúi, sterki og góði samherjinn, reiðubúinn að vinna þeim allt það gagn sem núver- andi staða gerir honum kleift" (til- vitnun lýkur). Þannig var Maríus trúr og sterkur í starfi, reiðubúinn til að veita samherjunum alla þá aðstoð er hann mátti. Þegar litið er til baka þá verður manni ljósara en áður hið geysivið- amikla og erfiða sjálfboðastarf sem forystumenn SÍBS leystu af hendi á þessum árum. Vikulegir kvöld- og næturfundir og margvíslegir erfið- leikar við að fást, á tímum hafta og vöruskorts, i miðju stríði, þegar óþekktur og áhrifalítill hópur byggði upp stofnun á stuttum tíma. Þá var mikils um vert að hafa trú á málefninu, gera sér grein fyrir þörfinni og horfa ekki um of á erfið- leikana. Árið 1956 var Maríus skipaður umdæmisstjóri Pósts og síma á Vestfjörðum. Þar vann hann hið ágætasta starf í sínu umdæmi en auk þess vann hann áfram að félags- málastörfum fyrir SÍBS. 1966 var Maríusi veitt umdæm- isstjóraembætti Pósts og síma á Norðurlandi eystra, með aðsetri á Akureyri. Þar starfaði hann, þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 1976. Fyrir utan hin miklu störf fyrir SÍBS þá sinnti Maríus öðrum störf- um á félagsmálasviðinu. Hann var meðlimur fyrsta Lions- klúbbsins hérlendis og stofnaði síðar nýja klúbba á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Hann hlaut heiðurs- merki Lions fyrir frábær störf. Félagi í Oddfellowstúku var hann lengi og þann félagsskap mat hann mikils. Hann var einnig mjög lengi í stjórn stéttarfélaga sinna, Félags ísl. lfotskeytamanna og Félags ís- lenskra símamanna. Um skeið var hann einnig stjórnarmaður BSRB. Framkoma hans, áhugi og vand- virkni leiddi til þess að hann var gjarnan kosinn til forystu. Það er hreint ótrúlegt hve miklu Maríus gat afkastað á félagsmálasviðinu. Auk þess sem áður er getið var hann um árabil í Dýraverndunarfé- lagi Norðurlands og hafði brennandi áhuga á málefnum þess félags. Maríus var alla tíð eindreginn sjálfstæðismaður og tók á tímabili mjög virkan þátt í flokksstarfinu. Hann var alllengi í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra og um tíma formaður kjör- dæmisráðs. Fyrir félagsmálastörf sæmdi Forseti íslands Marius ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954. Maríus var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Sigríði Berndsen, kvænt- ist hann árið 1933, þau eignuðust tvö börn, Baldur og Ernu, sem bæði eru búsett í Reykjavík. Sigríður er nú látin. Seinni konu sinni, Bergþóru Eggertsdóttur, kvæntist Maríus árið 1957, hún lifir mann sinn. Heimili Maríusar stóð jafnan opið vinum þeirra hjóna og samstarfs- mönnum. Maríus var sérstakur heim að sækja, einlægur og hlýr, víðlesinn og margfróður. Hann var hinn mesti fagurkeri sem unni bæði listum og bókmenntum. Hann var vinmargur og munu nú margir sakna vinar í stað. Við hjónin þökkum ótal ánægju- legar samverustundir og vottum ekkjunni, börnunum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd stjórnar Reykjalundar votta ég virðingu og þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu þeirrar stofn- unar. Oddur Ólafsson í gær kvöddum við í SÍBS for- seta okkar og félaga Maríus Helga- son. Hann var einn af stofnendum SÍBS, mætti á stofnfund Berkla- varnar i Reykjavík og var kosinn formaður deildarinnar þar 1939, en sambandið hafði verið stofnað á Vífilsstöðum um haustið 1938 af fulltrúum berklahælanna, sem þá voru þrjú öll fullsetin af berkla- sjúklingum. í stjórn SÍBS var Maríus síðan kosinn 1941, sem varaforseti sam- bandsins, en við fráfall fyrsta forseta þess, Andrésar Straum- land, 1945, tók Maríus við og gegndi forsetastarfinu óslitið til ársins 1956 þegar hann sagði af sér vegna starfs síns, sem um- dæmisstjóri Pósts og síma á ísafirði og flutnings þangað frá Reykjavík. Þótt Maríus flyttist búferlum vegna starfs síns í fjarlægt byggð- arlag og léti af störfum forseta SÍBS sleit hann ekki tengslin við sambandið. Gerðist Maríus strax virkur fé- lagi í deild sambandsins á ísafirði og mætti sem fulltrúi hennar á 12. þing þess 1960. Var Maríus kosinn fyrsti forseti þingsins og gegndi þeim störfum með sama sóma og hann hafði áður gegnt í forsetatíð sinni fyrir sam- bandið. Þau 14 ár sem Maríus var í forystusveit SÍ BS, þar af 12 ár sem forseti þess, hafa stærstu sigrar þess verið unnir og sá stærsti er Reykjalundur, sem var vígður af Maríusi 1. febrúar 1945, en sú stofnun hefur borið hróður sam- bandsins víða og landsins okkar, og er fagurt vitni um hverju má koma í verk og framkvæmd ef vilji og hyggindi haldast í hendur að settu marki. Maríus Helgason tók loftskeyta- mannspróf 1925 og starfaði fyrst á togurum frá þeim tíma til 1934 að hann hóf störf hjá Landsíman- um hjá Loftskeytastöðinni og sið- an hjá ritsímanum. Var hann mikill félagshyggjumaður og tók þátt í félagsstörfum loftskeyta- manna og starfsmanna símans, auk mikilla starfa hans að stjórn- málum í fulltrúaráðum sjálfstæð- ismanna á ísafirði og síðar á Akureyri er hann fluttist þangað 1966, en um þann þátt í störfum Maríusar munu aðrir mér fróðari væntanlega skrifa. Margvíslegur sómi var Maríusi sýndur vegna félagsmálastarfa hans m.s. var hann sæmdur Fálka- orðu íslensku þjóðarinnar og SÍBS veitti honum æðsta heiðursmerki sitt, gullmerki sambandsins, en á það höfum við verið heldur spör. Tvíkvæntur var Maríus Helga- son. Fyrri konu sinni, Sigríði Berndsen, kvæntist hann 10. sept- ember 1933 og átti með henni tvö börn; Baldur, kvæntur Ingu Clea- ver og eiga þau þrjú börn, og Erna, gift Val Pálssyni, og eiga þau 4 börn. Sigríður er látin fyrir nokkr- um árum. Seinni kona Bergþóra Eggerts- dóttir kjólasaumameistari, lifir mann sinn. Frá ísafirði flytur Maríus 1976 til Akureyrar og þá í starf um- dæmisstjóra fyrir allt Norðurland. Einnig tók Maríus þátt í störfum deildarinnar á Akureyri og mætti á þingum SÍBS eftir það, en vegna vaxandi anna af embættisstörfum og af heilsufarsástæðum smá rofn- uðu tengsl hans við deildina þótt hann fylgdist ávallt með fram- gangi mála sambandsins þegar hann átti leið til Reykjavíkur. Nú að ferðalokum foringja okk- ar og vinar var mér sérstakt ánægjuefni að bjóða hann velkom- inn til vistar á Reykjalundi, óska- barni okkar allra, en því miður varð dvöl hans styttri en til stóð af heilsufarsástæðum, en hann dvaldi þar ásamt konu sinni í októbermánuði sl. Skömmu eftir heimkomuna til Akureyrar var hann lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en hann andaðist þar hinn 1. des- ember sl. og verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju í dag. Um leið og við kveðjum vin okkar og foringja með innilegustu þökkum fyrir farsæla forystu sendum við eftirlifandi eiginkonu, börnum, barnabörnum og aðstand- endum öllum innilegustu samúðar- kveðjur. Kjartan Guönason, formaöur SÍBS. Jvíax Tifirlicíi Tíndurfœðingin Pétur Proud, aðstoðar- prófessor við Suður-Kali- forníuháskóla, dreymir sömu drauma nótt eftir nótt. Draumarnir eru úr hversdagslífi fólks sem hann kannast ekki við. Einn þessara drauma er þó martröð: Pétur dreymir að hann sé myrtur. Sagan greinir frá viðleitni Péturs til að losna við þessa drauma, skilja hvernig á þeim stendur og loks leit hans að sögusviði draumanna og fólkinu sem þar kemur fram. Skáldsagan Endurfædmgin er dulræn spennusaga þar sem sérstætt efni er gert aðgengilegt með góðri frásagnar- tækni. Sagan kallar á sterka innlifun lesanda í æsilegt efni oger spennandi frá upphafi til enda. Þessi bók er jafnt fyrir áhugafólk um dulræn efni og þá sem vilja spennu. Sagan hefur verið kvikmynduð. Bókin er 279 bls. Þýðandi er Þorsteinn Antonsson. ÍSAFOLD mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi Guðmundur Daníelsson TÓLFTÓNA^,^ Tólftónafuglinn snýst um atburði í sjávarþorpinu Skerveri. Eins og mörg önnur þorp á Skerver sér glæsilega fortíð en óvissa framtíð. Þaðan eru margir helstu framámenn þjóðar- innar, jafnt athafnamenn sem listamenn, allir löngu burtfluttir en Skerverjar engu að síður. Heima í Skerveri undir- búa menn hátíðarhöld í til- efni af aldarafmæli barna- skóla þorpsins. Mikils er vænst af hinum miklu sonum Skervers, og það kemur líka á daginn: í afmælishófi eru gefin hástemmd loforð um uppbyggingu þorpsins með hafskipabryggju og tilheyr- andi. Þegar afmælisvíman rennur af mönnum er efnd- anna beðið. Löngu síðar rís Tólftónafuglinn, minnisvarði um einn af sonunum. Bókin er gefin út á 75 ára afmæli og 50 ára rithöfundar- afmæli Guðmundar Daníelssonar. Bókin er 182 bls. ÍSAFOLD Régine Deforges Stúlkan á bláa hjólinu Árið er 1939. Lea Delmas er sautján ára heimasæta á óðalsjörðinni Montillac í hjarta vínræktarhéraðs í nágrenni Bordeaux. Hún er falleg, lífsglöðogáhyggju- laus og vefur karlmönnun- um um fingur sér. Hún hefur þegar ákveðið hvern hún vill. í undirbúningi er mikill dansleikur... Stríðið skellur á og fyrr en varir kasta örlögin Leu út í hringiðu þess. Hún lendir í straumi flóttamanna undir stöðugu kúlnaregni og kemst í návígi við dauðann og hernám Þjóðverja. Brátt verður hún þekkt sem Stúlkan á bláa hjólmu, mikilvægur sendiboði á milli hins hernumda og hins frjálsa hluta Frakklands. Hættur, ábyrgð og sorgir þroska þessa villtu og lífsglöðu stúlku en temja hana ekki... Régine Deforges mun koma og kynna bók sína og árita í bókaverslunum í vikulokin. Bókin er 360 bls. Þýðandi er séra Dalla Þórðardóttir. ÍSAFOLD mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.