Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 43

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 43 „Við erum miðaldra þegar við erum of ung til þess að fá ellilíf- eyri, og of gömul til þess að fá vinnu," sagði spakur maður Laurence J. Peter. Látum vinn- una vera í þetta sinn. En fáum við sem erum að potast upp eftir aldursstiganum lífeyri? Þetta þykir flestum eflaust skrytin spurning. En lítum á þá sem bíða þess að komast á ellilífeyrisald- ur. Það eru allir íslendingar sem lifa svo lengi, eiga bara mislangt í það. Og eru mismargir á hverju aldursskeiði, fjölgar hratt með hverju árinu sem líður í næstu 40-50 árin, eins og glöggt má sjá á línuritinu yfir aldurskiptingu íbúa Reykjavíkur sem birtur var og skoðaður með tilliti til fjöl- mennis á skólaaldri í síðasta Gárupistli. Nú þegar eru allir árgangar aldraðra mun fjöl- mennari en þeir voru fyrir 15 árum. Höldum áfram að spá í línuritið, nú í efri hlutann. íslendingar eiga met í langlífi, eins og svo mörgu öðru. Og þeir hafa haft tilburði til að tryggja það að hafa eitthvað að lifa á síðasta hluta æfinnar. Sá sem kemst á ellilífeyrisaldur á von á að lifa í 15 ár. Þarf vitanlega að fá sinn eyri til að lifa á þann tíma. Til þess hefur verið stofnað til lífeyrissjóða, sem fólk borgar í sjálft á móti vinnuveitandanum og fær hans tillegg sem hluta af launum. Sé sjötug manneskja búin að vera í lífeyrissjóði 40 ára starfsæfi er hún þannig búinn að greiða 10% af launum sínum í lífeyrissjóðinn í 40 ár. Er sem- sagt búinn að leggja inn fjögur árslaun. En þarf að fá út úr sjóðnum 15 árslaun. Þótt nú sé ekki reiknað með að fá nema 60% af tekjum er þarna greinilega heljar mikið gat. Og væri það jafnvel þótt fé þessa einstaklings hefði verið verðtryggt til að halda í við laun hans, sem lengst af hefur ekki verið gert hér. Og í ofanálag kemur svo að með fækkun yngri sjóðfélaga í hverj- um aldursflokki minnka inn- greiðslurnar. Það er víst þetta sem átt er við þegar reiknimeist- arar rýna í kristalkúlur sínar, töflur og línurit, og sjá þar að almennir lífeyrissjóðir eru á leið í gjaldþrot - bara mishratt. Meðan þeim fækkar ekki veru- lega sem greiða inn er lífeyrir ekki svo þungur á sjóðunum. En ef við lítum á aldurstölur íbú- anna þá sjáum við að þetta verð- ur orðið breytt að 20-30 árum liðnum. Sumar stéttir endast skemur, aðrar lengur, áður en sjóðir þeirra komast í greiðslu- þrot. Líklega endast sjóðir eins og Lífeyrisjóður verslunarmanna einna lengst, þar sem þriðjungur félaganna er enn undir þrítugu og innstreymið því enn mjög mikið. I nokkrum stéttum, þar sem t.d. með nýrri tækni hafa orðið starfsháttabreytingar, er meðalaldur sjóðsfélaga orðinn hár, jafnvel allt að 60 ár og stétt- in endurnýjar sig ekki. Þeir líf- eyrissjóðir endast varla mörg ár enn þegar innborganir fjögurra ára árslauna eiga að duga í 15 ára lífeyrir. Vissir sjóðir í byggð- arlögum þar sem fólki fækkar lenda í sömu klípunni. Þetta er ósköp dapurlegt. En hvað skal svo gera? Fyrst auðvit- að að ávaxta allt innkomið fé, sem fólk greiðir inn á lífeyri sinn eins vel og mögulegt er, ekki satt? E.t.v. hækka inngreiðslurn- ar meðan hægt er? Það er bara ekki nema hluti þjóðarinnar sem þarf að hafa áhyggjur af því að lífeyririnn verði upp urinn áður en þeir þurfa að nýta hann. Hinn helmingurinn hefur allt sitt á þurru. Það eru þeir sem vinna hjá hinu opinbera. Ríkið ábyrgist þeirra lífeyri. Greiðir það sem á vantar þegar þeirra lífeyrirsjóð- ur hrekkur ekki til. Víst um 70% nú. í vikunni er Hjördís Antons- dóttir, fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn Sambands almennu lífeyrissjóðanna, spurð hvort hún eigi einhverja draumsýn varðandi lífeyrissjóðina og hún svarar: „Líklega helst að allir landsmenn sitji þar við sama borð með sömu réttindi...“ Hvar skal byrja, hvar skal standa? Er ekki til siðs að byrja á að snúa sér til forsjármanna okkar, sem við höfum kjörið ti' að hafa vit fyrir þjóðinni, al- þingismanna og ráðherra. Og þá eru hæg heimatökin. Þingmenn og ráðherrar búa nefnilega við bestu kjörin hvað lífeyrisréttindi varðar (fyrir utan bankastjóra vitanlega sem ekki borga einu sinni 4% sín upp í lífeyrinn). Þeir fá mikil réttindi á skömm- um tíma og gulltryggðan lífeyri. Rikiskassinn, þ.e. kassi skatt- greiðenda borgar. Þeir sjálfir, fyrrverandi og núverandi úr öll- um flokkum hafa komið þessu svona fyrir í bróðerni. Og í bróð- erni — og kannski í einni nefnd eða svo — mætti koma þvi svo fyrir í öllu lítillæti að þeir greiði sama hlutfall af launum sínum jafn lengi í væntanlegan lífeyri og aðrir landsmenn og búi við sömu kjör í réttindum. Mætti kannski verða forgangsefni áður en nefndin til að jafna rétt hinna tekur til starfa. Nema eitthvað sé til í að: ósérplægni vér óska þorum, — einkanlega náunga vorum. (PH/ABS) Víkjum aftur að ríkistryggða lífeyrissjóðnum, sem nefndur var hér að ofan. Lífeyri þeirra sem vinna fyrir okkur hin hjá opin- berum aðilum. Þar greiðir hver maður eins og við sinn hluta af launum sínum, en fær miklu meiri réttindi en aðrir lands- menn. Þeirra lífeyrir getur ekki rýrnað. Og þeir hafa bestu kjör þegar kemur að þvi að taka líf- eyri. Fá borgaða hærri hlutfalls- tölu af fyrri launum, upp í 80% ef þeir hafa unnið í 40 ár í stað þess að aðrir hafa 60%, þeir geta hætt fyrr og hafa því að meðal- tali 20 ára lífeyrisgreiðslur i stað þess að aðrir nota 15 ár, aukin réttindi þeirra fyrir hvert ár eru hærri, eða 2% á móti 1,8% hjá öðrum, og lífeyrisupphæðin er miðuð við síðustu laun hjá vinnu- veitanda hjá opinberum starfs- mönnum en hjá öðrum tekið meðaltal launa yfir æfina. Reikn- ingsglöggur tryggingamaður komst að þeirri niðurstöðu að lífeyrisréttindi þessa fólks væru 75% meira virði en annarra þegna landsins. Ekki skal um það dæmt hvort það er nákvæmlega talan. En iðgjöldin í þennan sjóð á árinu 1984 munu hafa verið 430 þúsund en útgreiddur lífeyrir úr honum 3,1 milljón, þ.e. sjöföld iðgjöldin. Ríkið það er ég, sagði frægur maður og hinum glögga reiknast svo til að til lífeyris opinberra starfsmanna greiði hver lands- maður 1000 krónur í sköttum. Það er viðbótartillag þeirra sem greiða af launum sínum í eigin lífeyrissjóð í lífeyri þeirra sem þarna fá trygg og betri kjör. Og sumir sem fæða ríkissjóð eiga ekki einu sinni neinn lífeyrissjóð, borga bara í þennan án réttinda. Með vaxandi fjölda lífeyris- þega í framtíðinni i hverjum aldurflokki og fækkun í aldurs- flokkunum sem greiða inn á væntanlegan lífeyri sinn, er þetta orðið mikilvægasta mál okkar, þessarar fámennu þjóðar hér á eyjunni úti í Atlantshafi. Þótt tekist hafi að halda henni sameinaðri um eina tungu, svo sem tíundað er í hátíðaræðum um þessar mundir, virðumt við vera á góðri leið með að aðskilja aldraða i landinu í tvær þjóðir. Kannski það sé þessvegna sem svo margir sem fara í háskóla til að búa sig undir lífið - allt lífið - kjósa aö stefna á störf hjá ríkinu. Getur enginn láð fólki það að vilja lenda réttu megin í silengdri elli, eða hvað? Sagði ekki hinn klóki karl Oscar Wilde svo réttilega: „Að elska sjálfan sig er byrjunin á æfilöngu ástar- sambandi." Gardínuhúsið I Nýkomin stofugardínuefni, eldhúsgardín- i ur og kappaefni í úrvali. Rúmteppi, hand- I klæði, dúkar og fl. til gjáfa. Vönduö vara, gott verð. GARDÍNUHÚSIÐ lönaðarmannahúsinu. Sími 22235. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Til útlanda? Ert þú á aldrinum 18—25 ára? Umsóknarfrestur vegna ársdvalar erlendis framlengist til 15. desember. Alþjóðleg ungmennaskipti, Snorrabraut 60. S: 24617. /________» I AVOXTUNSf^ Ratið rétta leið ÁVÖXTUNSfW Óverðtryggð Verðtryggð veðskuldabréf veðskuldabréf Vantar í umboðssölu: Óverðtryggð og verðtryggð veðskuldabréf. AVOXTUNSf^ LAUGAVEG 97 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 621660 r'* / r i r x ..r rjarmálaraögjoi - Verðbréfamarkaður Avöxtunarþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.