Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 pýramída. Liðið sem hafði puðað og erfiðað vikum saman, og helst þegar aðrir voru ekki á ferli, hafði safnast saman í þéttan hóp við bálköstinn. Pálmi var í essinu sínu. Eiinhver hafði gert honum þann grikk að hella í hann víni. Pálmi var því ekki alveg eins stöðugur á fótunum og manni í slíkri ábyrgð- arstöðu, sem brennukóngi, ber að vera. Nú var eldur borinn að stæð- unni og logarnir sleiktu sig upp eftir bálkestinum. Pálmi vildi fá meira fútt í brunann og fyllti fötu af olíu til að skvetta á bálið. Hann sveiflaði fötunni með tilþrifum hins þjálfaða manns, en rann til í olíuvotri moldinni og snerist hálf- um hring lengra en til stóð. Olíu- gusan sveif í glæsilegum boga og beint á sjálfa aðstandendur brenn- unnar sem rennblotnuðu. Skyggði það nokkuð á fögnuð brennumanna að verða fyrir gusunni og skemma föt sín. Fatan var nú tekin af Pálma og aðrir stöðugri fengnir til að væta í bálinu. Brennan var tignarleg og fengum við mikið hrós. En hvers vegna að hafa brennu á þjóðhátíð? óheiðarleikinn við söfnun brennuefnisins óhreinkaði samvisku ungra drengja og oft urðu slys við íkveikjuna. Næsta ár hélt ég enn upp á þjóð- hátíð sem óharnaður unglingur. Ég var alsgáður, því ég hafði mjög slæmt magasár og hélt það mér frá vínneyslunni. Þá þegar var orðið nokkuð algengt að menn skvettu í sig og hæfu víndrykkju á þjóðhátíðum. Það má sjá tvær hliðar á þjóð- hátíð. Önnur hliðin sneri að þjóð- legri skemmtun Eyjamanna. Gaman var að heyra Vestmanna- kórinn syngja undir stjórn Brynj- úlfs Sigfússonar. Ræður séra Jes A. Gíslasonar voru alltaf eftir- minnilegar og athyglisverðar. Bjargsigið frábært og átti varla sinn líka í útiskemmtunum hér- lendis. Ég man þá Sigurjón Sig- urðsson frá Brekkuhúsi og Þorgeir Jóelsson frá Sælundi síga niður Molda í Herjólfsdal. Það var tign- arleg og sönn íþrótt. Ég man Hafstein heitinn Snorrason á Hlíðarenda sigra Garðar Gíslason, mesta spretthlaupara landsins. Friðrik Jesson stökkva manna hæst í stangarstökki og síðar þá ólaf Erlendsson og Guðjón Magn- ússon. Torfi Bryngeirsson Evr- ópumeistari kom svo seinna fram á sjónarsviðið og stökk manna hæst. Fótboltalið úr Reykjavík komu oftast í heimsókn og ef þau sigruðu þótti það setja skugga á hátíðina. Þessi hlið hátíðarinnar er hin upprunalegasta, sem hófst á laugardegi og endaði á sunnu- dagskvöldi. Gleðskapur var í hófi og eftirmálar litlir sem engir. Svo var farið að lengja þjóð- hátíðina með allslags útþynning- um og fyllt upp í glufurnar með áfengisdrykkju. Það er skugga- hliðin og hefur hún margan skað- að. Á umræddri þjóðhátíð 1939 komu menn saman og nutu góð- viðrisins í Herjólfsdal. Skemmtan- ir voru með hefðbundnum hætti. Ég hafði dálítið stundað dansleiki og fór á pallinn með nýju dönsun- um. Góð hljómsveit úr Keflavík lék fyrir dansi. í danshléi, rétt undir miðnættið, kemur til mín myndar- legur aðkomumaður lítillega við skál og segist vera í spreng. Spyr hann mig hvort ég viti hvar salerni sé að finna. Ekki var ég búinn að svara honum þegar hann gekk að vírnetinu, sem umlukti danspall- inn, og sprændi yfir mannfjöldann fyrir utan. Varð nú heldur betur fjaðrafok í mannþrönginni yfir þessari óvæntu sendingu. Meðal þeirra, sem urðu fyrir bleytunni, var hópur trúaðs fólks. Ég hugsaði með mér að þetta hefði verið mátu- legt á það að vera að þvælast þarna. Hver var munurinn á því að vera inni á danspallinum eða standa límdur við vírnetið? Mér fannst að fólk ætti að vera heilt í því sem það sagðist vera. Þetta sama haust tók ég á móti Jesú Kristi sem frelsara mínum. Kom ég ekki framar á þjóðhátíð eftir það, þótt ég ætti eftir að eiga heima í Eyjum í þrjátíu ár. SENNILEGA BESTU HÁRSNYRTIVÖRUR SEMVÖLERÁ, SPYRJIÐ FAGFÓLKIÐ. FÁST AÐEINSÁ HÁRSNYRTI- STOFUM. J#IC# V HÁRSNYRTIVÖRUR H. HELGASON SÍMAR 18493-22516 r. Jóhannes Svelnsson Kjarval Ævisaga eftir Indriða G. Þorsteinsson „ . . . bók Indriða um Kjarval fylgir í flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún líklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta. Stíll bókarinnar er tilgerðarlaus, sléttur og felldur . . . með einföldum orðum og skrúðlausum . . . Slíkt litleysi sem gætir í fari Indriða við gerð bókarinnar er afar sjaldgæft meðal rithöfunda. Því það er nú einu sinni sú skoðun þeirra að þeim beri að hafa vit fyrir öðrum, líka sérfræðingum . . . Margar prýðilegar ljósmyndir eru í bókinni og ekki eru myndirnar af málverkunum síðri. Umhyggja fyrir myndunum er einstæð . . .“ (Guðbergur Bergsson í Helgarpóstinum 31. október 1985). .....ég (kann) naumast annað en hrósyrði að segja um þessa sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Hann hefur gefið okkur frábærlega vel skrifaða og glögga mannlýsingu á mikilhæfum einstaklingi, og barmafulla af smellnum frásögnum í kaupbæti . . .“ (Dr. Eysteinn Sigurðsson í NT 15. okt. 1985) „Það fer ekki milli mála að það er gífurlegur fengur að lesa jafn vel ritaða ævisögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals . . .“ (Jóhann Hjálmarsson skáld í Morgunblaðinu 15. október 1985) „Ég get . . . lýst því sem minni skoðun að höfundurinn hafi unnið hér þrekvirki . . .“ (Kristján frá Djúpalæk skáld í Degi 15. okt. 1985) AUÐVITAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SÍMI 25544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.