Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Verðandi öreigafjölskylda f Iowa. Að halda fótfestunni Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: SVEITIN — COUNTRY ☆ ☆ >/j Leikstjóri Richard Pierce. Frara- leiðendur Jessica Lange og Will- iam D. Witliff. Handrit Witliff. Tónlist Charle Gross. Kvikmynda- taka David Walsh. Klipping Bill Yahraus. Aðalhlutverk: Jessica Lange, Sam Shepard, Wilford Brimley, Matt Clark, Therese Graham, Levi L. Knebel. Banda- rísk, gerð af Touchstone Films 1984. Dreifing Buena Vista. 110 mín. Það er víðar stórvandi fyrir höndum hjá skuldunautum en í íslenskum peningastofnunum. í Country kynntumst við kreppu bandarískra miðríkjabænda. Sagan gerist reyndar á síðasta áratug, en hún hefur heldur betur endurtekið sig uppá síð- kastið. Nú blasir við að bændur flosni upp í víðfeðmum héruðum þar vestra, sem áður voru eink- um fræg fyrir fiatneskju og frjó- semi moldarinnar. Er skemmst að minnast að Willie Nelson, Bruce Springsteen og fleiri góðir menn héldu stórhljómleika, í anda Eþíópíusöfnunarinnar, til hjálpar þessum nauðstöddu lönd- um sínum. Þeim Sam Shepard og Jessicu Lange rennur greinilega blóðið til skyldunnar, bæði afkomendur þessara þrjósku, ólseigu mið- ríkjabænda, sem eins og segir í myndinni eru þjóðfélaginu ómissandi en hafa löngum átt sín feitu eða mögru ár. Bóndi er bústólpi. 1 Sveitinni fer Shepard með hlutverk bónda sem fengið hefur afbragðsjörð með ekki síðri eig- inkonu, Lange. En tengdapabbi (Wilford Brimley) hefur þokað sér til hliðar. En þegar hér er komið sögu hafa mögru árin orðið of mörg í röð og bankavald- ið kippir að sér höndunum; nú skulu lánin gerð upp, annars gengið að veðunum. Shepard brotnar er hann stendur frammi fyrir gjaldþroti en Lange reynist ódeig þegar á hólminn er komið. Hún þjappar bændum saman sem að lokum tekst að stöðva aðför lánar- drottnanna. Mikil skelfing eru þær keimlík- ar, þessar þrjár myndir sem Bandaríkjamenn gerðu í rykk um erfiðleika sveitafólks. Places in the Heart fjallaði öðru fremur um óbifanleik og þrautseigju hinnar amerísku bóndakonu þegar í harðbakkann slær og Gibson og Spacek áttu i höggi við miskunnarlaust peningavald í The River. Það er því Sveitinni tvímælalaust i óhag að hún er sýnd hér síðust af þrenningunni. Efnisþráðurinn er, þrátt fyrir allt, heldur tilkomulítill og ekki hefur tekist að nálgast hina dramatískari þætti hans af nein- um mætti. Myndin rennur átaka- lítið áfram, sumir hápunktarnir næsta ósannfærandi eins og bragðlítið uppboðið og ofbeldi Shepards gagnvart syni sínum. Þá var kafli foreldra þroskahefta piltsins yfirdrifið innlegg í ann- ars að mörgu leyti mæta mynd. Því eftir situr umhugsunin um þetta ómennska vandamál, að halda fótfestunni þegar erfið- leikarnir eru yfirþyrmandi og hokrað er fyrir lánardrottnana. Það er jafn óvægt og átakanlegt hvort sem skuldunauturinn er bóndi í Iowa eða Ölfusinu eða ríkisstjórnin, sem komin er í þá úlfakreppu að verða að nota vænan skerf af svitadropum þegna sinna til að greiða vexti af erlendum okurlánum. Sveitin er einstaklega vel leikin mynd og óaðfinnanleg valið í hlutverkin. Kvikmyndatakan sannkallað augnayndi. Með broddbetra handriti hefði hún hæglega getað orðið það minnis- merki þrautseigju litla mannsins gagnvart kerfinu, sem til var stofnað. Kröftugur ófögnuður Stjörnubíó: Martröð í Álmstræti — Nightmare on Elm Street -b'/i Leikstjóri, handrit, tónlist Wes Craven. Aðalhlutverk Ronee Bla- keiey, John Saxon. Bandarísk, 1984. Wes Craven er einn þeirra minniháttar spámanna í kvik- myndagerð sem á sér stóran hóp fylgjenda reyndar hinn traust- asta söfnuð. (T.d. er sá semsetn- ingur sem hér býðst búinn að hala inn hátt á annan tug millj- óna Bandaríkjadala og nýbyrjað er að sýna framhald hans vestra.) Flest verka hans verða svokallaðar „cult-myndir“, sem sf og æ skjóta upp kollinum við vænar undirtektir „safnaðarins". Þær eru snöfurlega gerðar og reyndar mun betur en margar sem ekkert er til sparað að gera sem vandaðastar. Fjalla undan- tekningarlaust um efni tengt miskunnarlausu ofbeldi og hafa, mitt í allri blóðstorkunni, deilt á vissa þætti í bandarísku þjóðlífi. Sem fyrr, þá flæðir tómatsós- an upp um alla veggi og útum öll gólf í Martröóinni í Álmstræti og efnið glórulaus rökleysa: aft- urgenginn fjöldamorðingi reynir að ná hefndum í gegnum martr- aðir nokkurra unglinga. Sjálfsagt býður flestum við hinum takmarkalausa hrotta- skap og öllu því ofsafengna of- beldi sem blasir við í myndinni. Þaö hefði ekki verið fráleitt að banna hana innan a.m.k. átján ára, eða jafnvel öllum þeim sem ekki er í sértrúarsöfnuði Cra- vens. Þóoer ein afsökun fyrir sýningu hennar: Craven tekst flestum betur að fylla áhorfend- ur skelfingu, er vel á veg kominn með að hræða úr þeim líftóruna þegar djöfulgangurinn er í al- gleymingi. Og allt á þetta að gerast mitt í vernduðu öryggi bandarískrar millistéttar. Að öðru leiti flokkast þetta nýjasta afkvæmi Wes Cravens undir sóðaskap. Sinfóníuhljómsvei t íslands Amadeus tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 12. des. kl. 20.30. Efnisskrá: V.A. Mozart: Sinfónía nr. 1 Forleikur aö óp. Brúökaup Figarós. Tvær aríur úr óp. Brúökaup Figarós. 2. þáttur úr píanókonsert nr. 21. Aría úr óp. Don Giovanni. 1. þáttur úr sinfóníu nr. 39 Ave verum. Einsöngvari: Einleikarar: Kór: Kórstjóri: Kynnir: Stjórnandi: 3. þáttur úr klarinettukon- sert Lacrymosa. Katrín Siguröardóttir Einar Jóhannesson, klari- nett. Gísli Magnússon, píanó. Langholtskirkjukórinn. Jón Stefánsson. Siguröur Sigurjónsson. Jean-Peirre Jacquillat. Forsala aðgöngumiöa er í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyjugötu 1. Sinfóníuhljómsveit íslands Grípandi Frábært og fallegt úrval sængurver handklæði gardínuefni vattefni í rúmteppi og allt í stíl! finla frá yTníatiean Heildsölubirgðir: F. Bertelsen Síðumúla 23 S: 686260 & 6862 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.