Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
49
Bókverk íslenzkra
listamanna og nor-
rænar listaverkabæk-
ur og sýningarskrár
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Á vegum Norræna hússins,
Norræna myndlistarbandalagsins
og Sambands íslenzkra myndlist-
armanna, stendur nú yfir sýning
í tilefni 40 ára afmælis Norræna
myndlistarbandalagsins. í anddyri
hússins eru sýnd bókverk íslenzkra
myndlistarmanna en í bókasafni
sýnishorn norræna listaverkabóka
og samtíningur af sýningarskrám
frá ýmsum tímum.
Bókverkin spanna tímabilið er
þeir Dieter Rot og Magnús Pálsson
voru með ýmsar tilraunir í bók-
verki á sjöunda áratugnum og allt
fram til síðustu tíma er bókverk
er orðið að kennslufagi í Mynd-
lista- og handiðaskóla íslands. Hér
væri að fara út í of langt mál að
útskýra nákvæmlega samhengið í
þeirri sérstöku tegund af bókverki
sem verið er að kynna. Skrifið yrði
of fræðilegt og svo eru bókverkin
á sýningunni lokuð inni í plast-
skápum og þannig ekki tilgengileg
til uppflettingar. Tíminn til sýn-
ingar bókverkanna er afleitur og
staðurinn einnig. Nær hefði verið
að sýna þau í kjallarasölum húss-
ins á þægilegri tíma og sýna þá
um leið Norrænu listaverkabæk-
urnar en það er sanast sagna æði
þröngt um þær í bókasafninu.
Margt er í hæsta máta athyglis-
vert í þeirri sérstöku listgrein er
nefnist bókverk listamanna og um
þessa listgrein hefur þjappast
saman harður kjari nýlistamanna.
Bókverk í sjálfu sér hefur undirrit-
uðum jafnan fundist sígild list-
grein enda er saga þess aldagamalt
en hefur verið vakið til nýs lífs af
ýmsum framúrstefnulistamönnum
aldarinnar. Þetta er áhugaverð
sýning fyrir þá er listgreinina
kunna að meta en fer vafalítið
fyrir ofan garð og neðan hjá öðr-
um. Hvað norrænu listaverkabæk-
urnar og sýningarskrárnar snertir
eru gripirnir öllu aðgengilegri og
hér er um að ræða mikla námu
fróðleiks um norræna myndlist og
útgáfu listaverkabóka á Norður-
löndum. Auðséð er af sýningunni
að hér sækir litla ísland mjög í
sig veðrið hvað síðasta áratug
viðvíkur, og er það máske það
merkilegasta við sýninguna.
í Kaupmannahöfn
FÆST
Í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Fólki, er vill kynna sér þennan
þátt norrænnar menningar er ráð-
lagt að gefa sér góðan tíma því að
úr miklu er að moða. Er það tillaga
mín að Norræna húsið reyni að
festa sér flest af því athyglisverð-
asta á sýningunni því að ekki veitir
af. f stuttu máli þá eru báðar
þessar sýningar hvaireki fyrir
áhugamenn um bókverk, lista-
verkabækur og sýningaskrár.
JOLA
BÆKUBNAR
SENDAR
HEIM
ÞERAÐ KOSTNAÐARLAUSU
Við bjóðum heimsendingarþjónustu á
jólabókunum. Pantir þú hjá okkur
3 bœkureða fieiri, fœrðu þœrsendar
heim að dyrum.
Við bendum sérstaklega á bókalista sem
birtast um þessar mundir í dagblöðunum.
Haldir þú þeim til haga, geturþú pantað
eftir þeim.
Dagana 13. til 18. desember geturðu
síðan hringt í síma 622635 eða 622636,
lagt inn pöntun og við keyrum bœkurnar
út að kvöldi átjánda, nítjánda og tuttug-
asta desember. Vanti þig jólapappírinn
og merkimiðana, geturðu pantað allt slíkt
um leið og bœkurnar.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
EYMUNDSSON
Austurstræti 18
GYLMIR/SÍA