Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 55

Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 55 Spónsgerði í Hörgárdal um 1930. síðar vann hún sjálfstætt bæði við sauma- skap og saumakennslu. Þegar ég tók við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, fékk ég Margréti til að kenna þar, og starfaði hún þar alllengi. Síðar kenndi hún um skeið við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Eftir að móðir mín var flutt til Reykjavíkur bjuggu þær saman, mamma og Margrét, í íbúð sem við Valtýr bróðir minn höfðum keypt og ég hef áður nefnt. Síðustu árin bjó Margrét hjá fóstursyni mínum í íbúð sem við höfð- um keypt saman. Hún lést 1956. Margrét var að mörgu leyti töluvert lík móður sinni. Hún hafði ekki áðeins erft framúrskarandi hagleik hennar, heldur og frásagnargáfuna. Segja má, að Margrét hafi saumað á fimm ættliði. Á Möðruvöll- um hafði hún saumað föt á afa minn og ömmu, en undir ævilokin saumaði hún á börn Helgu Valtýsdóttur bróðurdóttur minnar. Eg býst varla við, að slíks séu mörg dæmi. Og allt var gert af þeirri snilld, sem fáum mun gefin. Frásagnargáfan var einstök. Svo hvers- dagslegur atburður sem ferð milli bæjar- hluta í strætisvagni gat orðið mikið frá- sagnarefni því að Margrét tók eftir því, sem fer framhjá okkur hinum. Og það var enginn hversdagsbragur yfir frásögninni. A unga aldri hafði Margrét víst verið hálf- eða altrúlofuð einum skólapiltinum á Möðruvöllum, en ekkert varð úr því, þegar á reyndi. Eftir það mun hún ekki hafa hugsað til hjúskapar, en hún var fríð sýnum og gekk vissulega í augun á karlfólk- inu. Hún naut lítillar skólagöngu. Var að vísu um skeið í Hússtjórnarskóla Hólmfríðar Gísladóttur í Reykjavík. En hún.var eins og móðir hennar fróðleikfús og vel gefin. Hún batt mikla tryggð við mig og mitt fólk, og eins og til áréttingar því arfleiddi hún Guðrúnu dóttur mína að miklum hluta þess, sem hún átti. Það voru að vísu engin ósköp, en það sýndi samt hug þessarar góðu vinkonu minnar. Hjónin Margrét Stefánsdóttir og Jón bóndi Kjartansson í Spónsgerði. RAUÐI KROSS ÍSLANDS REYKJAVÍKURDEILD. THORN HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 ■ 21240 KENWOOD TRAUST NERKI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta BESTA ELDnÚStíJÁLPm AUGLST BJARNA D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.