Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
60
Saga íslensku knattspyrnunnar — 1:
Mörk og
sætir
sigrar
Fyrsta bindi. Bókin sem
hefur aö geyma hafsjó
af upplýsingum og
myndum.
Verið með
frá byrjun!
ÓNLI STARFÉLAGIÐ
American String Quartet
Tónleikar í Austurbæjarbíói miðvikudag-
inn 11. desember kl. 20.30.
Efnisskrá:
Alban Berg: LÝRÍSK SVÍTA.
Franz Schubert: STRENGJAKVARTETT op. 161.
Miðasala í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar,
Lárusar Blöndal og versluninni Istóni.
Jótl Ól.
Hermanm-
son - Minn-
ingarorð
Fæddur 26. mars 1934
Dáinn 27. nóvember 1985
Hvert liggur sú leið, sem lífið
oss teymir? Hve stór er sá hring-
ur? Frá vöggu til grafar... Já
hringur, — eilífðin er hringur, —
án upphafs og án endis.
Við erum alltaf að miða við eitt-
hvað, — það er eðli vort. Og þá
er fyrir oss fæðing og dauði hið
nærtækasta, sem upphaf og endir.
En er það endilega rétt. Hví skyldi
lífið liggja að gröf og ljúka þar
ferli sínum? Ætli flestum muni
ekki þykja það nokkuð tilgangslít-
ið? Þó víst séu það tímamót, en
takmarkið er æðra, því trúum vér
og það vitum vér, og því er dauðinn
enginn óvinur lífsins, heldur
áfangi á langri leið, sem liggur
hvert? Það verður alltaf hin
áleitna spurning, en henni fæst
seint svarað.
Þroskaskeið hérvistar er mis-
langt, því ræður óséð hönd Drott-
ins.
Hversu sárt sem það er að missa
vini og venslamenn, — ó, það vekur
söknuð og trega, en víst erum við
um ieið þakklát fyrir þann tíma,
sem við fengum að njóta návistar
hans.
Jón ólafur Hermannsson frá
Eyrarkoti í Kjós var frá okkur
hrifinn svo skyndilega að við fáum
það vart skilið, hann var ennþá
ungur að árum og átti hlýtt hjarta,
sem laðaði börn og breiddi um sig
yl, sem lægði storma daglegs
amsturs, með hæglátu tali í leit
að bjartari hliðum á lífinu, lýst
upp af þessu góðlátlega brosi, sem
okkur er svo minnisstætt, sem
þekktum hann. Við munum ætíð
minnast hans í þakklæti fyrir
þetta bros, því það er óendanlega
dýrmætt þegar dökkir skuggar
þrengja að ef hlýir geislar frá brosi
góðs vinar fá að smjúga það myrk-
ur, — þá grípum við hvern geisla
og gerum okkur þræði í þá voð, sem
við erum að vefa gegn um lífið.
Guð blessi Ólaf Hermannsson
og leiði sál hans um ljósa vegu
hins nýja lífs, við vottum þakkir
fyrir samfylgdina, það andvarp
megi fylgja sál hans til himna og
falla að eyrum almættisins, sem
bæn um blessun til handa þeim
anda, sem upp stígur frá ólafi, sem
við öll þekkjum svo vel, og nú
kveðjum með söknuði og trega, en
full þakkar fyrir þá stund, sem við
fengum að njóta hans.
Við vottum hina dýpstu samúð
syrgjendum og sendum okkar hlý-
justu kveðjur, — megi trúin á
almættið vera þeim styrkur gegn-
um lífið og leiða til farsældar.
Jón og Fjóla
Landíó þitt ísland
lokabindi - lykilbók
opnar lesandanum
nýja helma sem felast
i þessu viðamikla
ritverki, opnar nýja
sýn til sögu lands og
þjóðar, þúsundfaldar
notagildi þessara
gagnmerku bóka.
LANDIÐ ÞI
LANDIÐ ÞITT
LANDIÐ ÞITT tSLAND
LANDIÐ ÞITT t
KT’T’T
í tilefni þess að hér er um lokabindi að ræða fylgir
því litmynd úr baðstofunni í Glaumbæ í Skagafirði
að gjöf til kaupenda. Hún er 48x68 cm að stærð
og hugsuð til innrömmunar fyrir þá sem það vilja.
í lokabindinu er sérstakur kafli um Bessastaði eftir
Einar Laxness. Kaflinn er prýddur 100 myndum og
teikningum, gömlum og nýjum, sem varpa skýru
jjósi á þróunarsögu staðarins og á það fólk sem
þar kemur mest við sögu.
f bókinni er einnig afar sérstæður kafli er ber heitið
Leiftur frá liðnum öldum. Þar er brugðið upp
IÐ ÞITT
AND
myndum er endurspegla horfna lífshætti þjóðarinn-
ar tii sjávar og sveita.
Samanburður á gömlu tveggja binda útgáfunni
og þessari nýju:
Fyrri útgáfa:
Bindafjöldi: 2
BlaðsíðuQöldi: 696
Uppflettiorð: 2660
Myndir: 47 svart-hvítar
Staðanöfn: 5686
Mannanöfn: 1923
Nýja útgáfan:
Bindafjöldi: 6
Blaðsíðufjöldi: 1869
Uppflettiorð: 4567
Myndir: 1400 litmyndir
Staðanöfn: 14300
Mannanöfn: 4300
BÓKAÚTGAFAPi ÖRI> & ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866