Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 62

Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Það eru ekki sælgæt- iskúlur, nærbolir eða treflar merktir Duran Duran eða öðrum álíka dægurnafnaáletrunum sem eru áberandi í minjagripaverslunum í Salzburg, heldur er flest allt sem fyrir ber og ætlað er til eftirtekt- ar gestum merkt Moz- art heitnum í bak og fyrir. Jafnvel fávís blaða- maður sem fátt kann fyrir sér í tónlist utan slagara dagsins, kemst varla fetið í Salzburg án þess að læra að þekkja andlit tónskáldsins af öllum styttunum og fá í eyra óma frá götuspil- ara á næsta horni, til dæmis úr Töfraflau- tunni eða ámóta ef ni. Þvíþóað t.d. Mozart líkjör og súkkulaðikúla só falboðið hvarvetna þá er það tónlistin sem skipar öndvegið í borg- inni. jög hefur verið um Mozart og list hans tal- að á liðn- um miss- erum, einkum og sér í lagi mun kvik- myndin Amadeus hafa vakið nýjan áhuga fyrir verkum hans. Og þó að liðin verði í janúar næstkom- andi 230 ár frá fæðingu hans lítur út fyrir að tónlistin geti ennþá kveikt hrifningu í brjóstum áheyr- enda rétt eins og forðum daga. • Ekki hefur kvikmyndin einungis aukið áhuga fyrir verkum Mozarts, persónugerð hans og lífssaga hefur einnig vakið athygli og það tímabil sögunnar sem fóstraði hann. Hér er ekki ætlunin að fjalla um slíkt, heldur bregða upp fáeinum myndum frá fæðingarborg meist- arans, Salzburg, þar sem blaða- maður var á ferðinni nýverið og komst ekki hjá því að reka augun í fjölmargt er borgarbúar gera til að heiðra þennan uppáhaldsson sinn. Húsid sem Mozart fæddist í Árið 1756, nánar tiltekið hinn 27. janúar, fæddist Wolfgang Amadeus Mozart við Getreide Gasse í Salzburg. Húsið, sem er í einum elsta hluta þessarar fögru borgar, er dæmigert fyrir bygging- arstíl hennar á þessum tíma og er að því er best er vitað frá árinu 1408. Þarna bjó fjölskyldan þangað til árið 1773 en þá fluttisst hún í hús nefnt „Dansmeistarahúsið" eftir fyrri eigendum en það er við „Makartplatz" (áður kallað „Hannibalplatz"). Húsið við Getreide Gasse var árið 1880 gert að Mozart-safni en bréf frá föður Mozarts, Leopold. Tónlistarskóli hefur aðsetur í hús- inu og þar má einnig finna skrif- stofur og miðasölur. í garði hússins „Der Wieden" er lítið sumarhús er Mozart dvaldi í oft á tíðum í Vínarborg og flutt var til Salzburg á sínum tíma. í því húsi samdi tónsmiðurinn með- al annars Töfraflautuna. í þessum garði eru oft haldnir tónleikar á sumrin er vel viðrar og þykir þá skemmtilegt að hlusta við kerta- ljós á verk meistarans með litla sumarhúsið hans í augsýn. „Dansmeistarahúsið“ er fjölskyldan bjó í Eins og áður var greint frá bjó Mozart aðeins í 17 ár við Getreide Gasse en þá fluttist fjölskyldan í hús kallað „Dansmeistarahúsið" eftir fyrrverandi eiganda við „Hannibalplatz" sem kallast „Makartplatz" í dag og þar hefur nú einnig verið komið upp safni í nafni meistarans. Húsið var byggt árið 1694 en skemmdist mjög í seinni heimsstyrjöldinni og af híbýlum fjölskyldunnar stóð að- eins svokallað tónlistarherbergi eftir. Þarna bjó Mozart svo frá 17 ára aldri og til 25 ára aldurs þegar hann var ekki að ferðast. Talið er að þarna hafi hann ritað nokkur af sínum bestu verkum frá Salz- burgartímabilinu og má nefna Krýningarmessuna og kirkjusin- fóníur. í þessu safni hefur verið komið fyrir hlutum sem tengjast veru Mozarts í húsinu, skjölum, munum, hljóðfærum og fleiru. Faðir tónskáldsins, Leopold. Olíumálverk gert árið 1765. Móðir Mozarts, Anna María. Myndin er máluð með olíu árið 1775. Alþjóðlega Mozart-stofnunin gekkst fyrir þessum framkvæmd- um. Margir veigamiklir hlutir eru í safninu og má þar nefna stóra konsertpíanóið er tilheyrði Mozart sem smíðað var árið 1780 í Vínar- borg af Anton Walter. Fyrrgreint píano barst safninu að gjöf árið 1856 frá syni meistarans, en þetta hljóðfæri kaus Mozart sjálfur að nota á tónleikum síðustu 10 ár ævi sinnar. Þá er í húsinu einnig að finna fiðlu Mozarts frá bernsku, handrit, málverk og bréf svo eitt- hvað sé nefnt. Árið 1931 var ný deild stofnsett í safninu, það er að segja leiksögu- deild þar sem brugðið er upp svip- myndum úr þeim óperum sem hafa verið settar á svið eftir Mozart allt fram til okkar daga. Þarna eru meira en eitt hundrað sviðssetningar útbúnar með ljós- um og hreyfanlegum hlutum, sannkallað undraland sem gefur fólki mikla innsýn í verk Mozarts og hvernig tónsmíðar hans hafa verið settar á svið um aldirnar. Hvert land hefur auðsjáanlega fundið sína lausn og sínar útfærsl- ur hvað varðar uppsetningar á óperunum og það er talið einna sérstæðast sem komið hefur frá Vestur-Þýskalandi. Þessi deild safnsins hefur alltaf verið að vinda upp á sig og árið athygli vegfarandans í Salzburg. „Mozarteum" nefnist hljómleika- hús eftir meistaranum. Byggingin sem reist var á árunum 1910 til 1914 stendur á hægri bakka Salzach-árinnar sem rennur í gegnum borgina. í því húsi er að finna tvo tónleikasali, svokallaðan „Stóra sal“ og annan minni sem ber nafnið „Vínarsalurinn". Orgel- ið í Stóra salnum er fjögurra hljómborða með 57 röddum af Walker-gerð, annað er í litla saln- um en nokkru minna. Þá er einnig í byggingunni bókasafn með 30.000 bókatitlum, skjalasafn sem inni- heldur 186 bréf frá tónskáldinu, 65 tónlistarhandrit og einnig 360 Fjöldi húsa tengd nafni Mozarts Fjöldi annarra húsa í Salzburg en þeirra sem hér hefur verið minnst á eru á sérstakan hátt tengd nafni Mozarts, svo sem dóm- kirkjan þar sem hann var skírður og þar sem hann einnig lék á fiðl- una sína ásamt föður sínum, gegndi organistastarfi um tíma og voru verk hans sum frumflutt þar. í Klausturskirkju heilags Péturs voru einnig frumflutt nokkur verk eftir hann eins og messan". Constanze eiginkona Mozarts söng þar einsöng. Af miklu er að taka í framangreindum orðum hefur verið vikið að fáeinum atriðum sem Mozart-aðdáendum stendur til boða að gleðjast yfir í Salzburg. Af svo miklu er að taka að manni finnst flest vera ónefnt þá látið er lokið, því borgin bókstaflega „ilmar og andar" af Mozart. En verði þessar línur til leiðbeiningar einhverjum sem hefur fengið ást á Amadeusi og langar meira að heyra, þá er vel. ABERNSKUSLOÐUM MOZARTS SALZBURG HEIMSÓTT 1956 var hún stækkuð til muna. Gætir slíkrar fjölbreytni þarna að deildin er ekki einungis forvitnileg venjulegum gesti, heldur ómiss- andi þáttur í lærdómi leikstjóra og leikhússfólks að kynnast þarna hugmyndum og aðferðum atvinnu- fólks ýmissa landa. Tónleikahúsið „Mozarteum“ Það er fleira en fæðingarstaður tónskáldsins, hljóðfæraleikarans og hljómsveitarstjórans sem vekur Talið er að þetta ófullgerða olíumálverk af meistaranum Wolfang Amadeus Mozart við píanóið gefi hvað besta hugmynd um útlit hans sfðustu árin sem hann lifði. Myndin er máluð af Josef Lange árið 1789.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.