Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ríkismat sjávarafuróa Unnið er að endurskipulagningu Ríkismats sjávarafuröa í samræmi við ný lög um stofn- unina, en með þeim er verkefnum hennar breytt að mörgu leyti frá því sem áður var. Ætlunin er að gera Ríkismatið að stofnun meö nútímalegum starfsaðferðum sem svar- ar kröfum tímans. Okkur vantar því framtakssamt og drífandi fólk, sem á auðvelt með að stárfa með öðrum viö lausn verkefna og stjórnun stofnunarinnar. Okkur vantar fólk í eftirtalin ábyrgðar- og stjórnunarstörf: Rekstrarstjóri Starfssvið: Um er að ræða nýja stöðu sem nýr maður mun móta. Rekstrarstjórinn mun m.a. sjá um skipulagningu verkefna og verkstjórn varðandi starfsemi stofnunarinnar um allt land. Kröfur: Starfið felur í sér náin samskipti við aöra starfsmenn stofnunarinnar svo og fyrir- tæki og samtök í sjávarútvegi. Menntun: Krafist er háskólamenntunar og reynslu af stjórnun. Forstöðumaður afurdadeildar Starfssvið: Afuröadeild annast faglega stjórnun afurðaeftirlits og þjálfun þeirra starfsmanna stofnunarinnar sem um það sjá. Deildin hefur með höndum mat á afurð- um, eftirlit með vinnslustöðvum og eftirlits- deildum útflytjenda. Forstöðumaðurinn mun sjá um mótun afuröamatsins. Kröfur: Starfið felur í sér nána samvinnu við fyrirtæki í sjávarútvegi og sölusamtökin. Einnig þarf forstööumaöurinn aö fylgjast með þróun markaöa fyrir íslenskar sjávarafurðir, stööu þeirra og einstakra söluaöila á mörkuðunum. Menntun: Starfið krefst háskólamenntunar í matvælafræðum eöa annarrar sambærilegr- ar menntunar og starfsreynslu. Forstöðumaður ferskfiskdeildar Starfssvið: Ferskfiskdeildin annast faglega stjórnun ferskfiskmatsins og hefur á hendi þjálfun þeirra starfsmanna sem sjá um það. Stefnt er aö því aö taka uþp nýtt mats- kerfi, svokallaö punktamat, sem miðar að því aö gera matið áreiöanlegra og sambæri- legt um allt land. Forstöðumaöurinn mun hafa yfirumsjón meö þessum breytingum. Kröfur: Starfiö felur í sér náin samskipti bæöi viö aöila sjávarútvegsins og við ferskfiskmats- mennina og aöra starfsmenn stofnunarinnar. Menntun: Starfið krefst háskólaprófs í mat- vælafræðum eða annarrar sambærilegrar menntunar eða starfsreynslu. Forstöðumaður gagnavinnslu- og upplýsingasviðs Verið er aö tölvuvæða starfsemi stofnunarinn- ar, en gagnavinnsla er mikilvægur þáttur m.a. við ferskfiskmat og afurðamat. Nauösyn- legt er aö greina upplýsingaþörf sjávarútvegs- ins, svo Ríkismat sjávarafuröa geti veitt þær uppl. sem sjávarútvegurinn þarf á aö halda. Starfssvið: Forstöðumaöurinn á aö sjá um undirbúning tölvuvinnslunnar, úrvinnslu gagna og útgáfustarfsemi í því sambandi. Einnig er honum ætlað að aðstoða við áætlanagerö vegna reksturs stofnunarinnar. Menntun: Æskilegt er að viðkomandi hafi viðskiptamenntun auk þekkingar og reynslu af tölvuvinnslu. Hreinlætissérfræðingur Starfssvið: Hann á aö sjá um faglega hlið hreinlætis- og búnaöareftirlits, annast þjálf- un starfsmanna, fylgjast meö nýjungum og kynna þær. Menntun: Viðkomandi þarf aö hafa háskóla- menntun í matvælafræðum eða hliöstæöa menntun. Þeir sem ráðast í þessi störf munu vinna náiö saman og meö forstööu- manni stofnunarinnar, viö daglega stjórn og mótun starfshátta. Hlutverk Ríkismats sjávarafuróa er aó stuöla aó bættum hráefnis- og vörugæöum íslenskra sjávarafuröa. Stofnunin mun vinna náiö meö fyrirtækjum í sjávarútvegi, útflytjendum og samtökum í sjávarútvegi. Ríkismat sjávarafuróa mun fylgjast meö stööu íslenskra sjávarafuröa á mörkuöum erfendis meö þaö aö markmlöi aö tryggja sem bestan oröstír þeirra. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 13866, 16858 eöa 27533. Umsóknir skulu berast Ríkismati sjávarafuröa, Nóatúni 17, 105 Reykja- vík, fyrir 10. des. nk. Framkyæmdasjóður íslands óskar að ráða lögfræðing til starfa. Umsóknir sendist Framkvæmdasjóði íslands, Rauðar- árstíg 25, Reykjavík. Starfsmaður á aug- lýsingastofu Auglýsingastofa: í Reykjavík óskar eftir starfsmanni frá 15. janúar 1986. Starfið: er fólgið í undirbúningi bókhalds fyrir tölvuvinnslu, útsendingu og innheimtu reikn- inga, útréttingar, vélritun og önnur almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur eru að viökomandi geti starfaö sjálfstætt, hafi nokkra bókhaldsþekkingu, kunni vélritun og hafi mjög gott vald á ís- lenskri tungu. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg. Skilyrði er að starfsmaðurinn hafi bifreið til umráða. Umsóknarfrestur er til 11. desember 1985. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustig ta - I0I Reykjavik - Simi 621355 Viðskiptafræðingar Góð tækifæri Öflug stofnun, á góöum staö í borginni, vill ráða viðskiptafræðinga, í eftirtalin störf. Til starfa í Endurskoðunardeild við endur- skoöun og eftirlit meö bókhaldi. Til starfa í Hagdeild aö gerð fjárhags- og greiðslu- áætlana. Um er að ræöa skemmtileg og krefjandi störf. Góð vinnuaöstaða. Tilvaliö fyrir unga viðskiptafræöinga sem vilja afla sér góðrar reynslu á þessu sviði. Umsóknir er tilgreini aldur og starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir 22. des. nk. QlÐNT ÍÓNSSON RÁDCJÓF & RÁÐNI NCARhJÓNUSTA TÚNGÓTU 5. 101 REYKJAVlK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Opinber stofnun óskar eftir að ráöa nú þegar starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Vélritunarkunn- átta nauösynleg. Laun greiöast samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Umsókn ásamt meömælum, ef til eru, svo og upþlýsingar um aldur, menntun og fyrri störf skal skilaö á augl.deild Mbl. fyrir fimmtudaginn 12. þ.m., í lokuðu umslagi merktu: „Almenn skrifstofustörf — 123“. RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Hjúkrunarfræðingur óskast á dagdeild Geðdeildar Barnaspítala Hringsins við Dal- braut. Þroskaþjálfi og sjúkraliðar óskast á legu- deild Geðdeildar Barnaspítala Hringsins viö Dalbraut. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri Geðdeildar Barnaspítala Hringsins í síma 84611. Hjúkrunardeildarstjóri óskast viö Landspít- alann. Áskilin er framhaldsmenntun í hjúkr- un hjarta- og brunasjúklinga. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast viö taugalækninga- og lyflækningadeildir Landspítalans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Fóstrur og starfsmenn óskast á dagheimili Landspítalans, Sólbakka. Upplýsingar veitir forstööumaður dagheimil- isins í síma 29000-590. Fóstrur og starfsmenn óskast á dagheimili Kópavogshælis, Stubbasel. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil- isins í síma 44024. Sjúkraþjálfari óskast við endurhæfingardeild Landspítalans. Starfið er m.a. fólgið í upp- byggingu nýrrar starfsemi við endurhæfingu hjartasjúklinga. Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn aö afla sér sérþekkingar í hjartaendurhæfingu. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endur- hæfingadeildar í síma 29000. Sjúkraliöi óskast sem fyrst til fastra nætur- vakta (hlutastarf) á Geödeild Landspítalans 32-C. Sjúkraliðar og starfsmenn óskast viö Geö- deild Landspítalans 32-C og 33-C frá næstu áramótum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Geð- deildar Landspítalans í síma 38160. Starfsfólk óskast til frambúöar í eldhús Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður Land- spítalans í síma 29000. Starfsmaður óskast til ræstinga í hálft starf á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Upplýsingar veitir ræstingarstjóri í síma 29000. Reykjavík, 6. desember 1985. sérsfceypm =/ Verkfræðingur — Tæknifræðingur Sérsteypan sf. óskar eftir að ráða hug- myndaríkan tæknimenntaðan starfsmann til að vinna að hönnun, vöruþróun og sérverk- efnum. Sérsteypan sf., sem er í leigu Islenzka járn- blendifélagsins hf. og Sementsverksmiðju ríkisins er staðsett á Akranesi. Umsóknir sendist fyrir 22. desember 1985 til: Sérsteypan sf., c/o íslenzka járnblendifélagiö hf., Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. 25 ára stúlka stúdent frá V.í. óskar eftir skrifstofustarfi, helst við tölvur. Er vön skrifstofustörfum, einnig tölvum. Tilboð óskast sent augld. Mbl. merkt- „F — 3477“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.