Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 72

Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 t JÓN ÓLAFUR HERMANNSSON lést 27. nóvember. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svanborg Guðbrandsdóttir, Þóranna Jónsdóttir, Ævar Ákason, Hermann Jónsson, Katrfn Heiöar og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURÐUR HÓLMSTEINN JÓNSSON, blikksmíöameistari, Mímisvegi 6, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 9. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans eru beönir aö láta Hallgrímskirkju njóta þess. Baldur Sigurösson, Hulda Þorláksdóttir, Magnús Sigurösson, Kristjana Karlsdóttir, Ólöf Helga Siguröard. Brekkan, Ásmundur Brekkan, Hólmsteinn Sigurösson, Guöný Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, YNGVI GESTSSON, byggingarfræðingur, Vogatungu 18, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 10. desem- ber kl. 15.00. Guörún Gunnarsdóttir, Oddný I. Yngvadóttir, Gunnlaug Yngvadóttir, Bjarni Hrafn Ingólfsson, Gestur Karl Yngvason, Yngvi Gunnar Bjarnason. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, NÍELS GUÐMUNDSSON, Engjavegi 31, Isafiröi, veröur jarösunginn frá isafjaröarkirkju þriöjudaginn 10. desember kl. 14.00. Hansína Jóhannesdóttir, Guðmundur Níelsson, Þóra Þorvaldsdóttir, Ásta Kristín Níelsdóttir, Benedikt Sigurösson, Gunnar Níelsson og barnabörn. mm Útför h JÓNÍNU VALDIMARSDÓTTUR SCHIÖTH fró Hrísay, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. desember kl. 13.30. Helga Schiöth, Sigurður Brynjólfsson, Rafn H. Gíslason, Alda Hallgrímsdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Jónína S. Lárusdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Halldór Ásgrímason, Ásta Þ. Sigurðardóttir, Ellert J. Þorgeirsson og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, bróöir og mágur, SIGUROUR RAFNSSON, Garöbraut 66, Garði, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 10. desember kl. 13.30. Þeim er vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina Ægi, Garöi. Sólveig Ivarsdóttir, Rafn Alexander Sigurósson, Elísabet Ólöf Siguróardóttir, Ingveldur Ásdís Siguröardóttir, Ólafía Rafnsdóttir Sigurösson, Níels P. Sigurösson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir og sonur, ELLERT KRISTJÁNSSON, Móabaröí 30B, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, þriðjudaginn 10. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag lamaðra og fatlaöra eöa aörar líknarstofnanir. Jóhanna Krístjénsdóttir, börn, tengdabörn og Jóhanna E. Sigurðardóttir. líkastar ævintýraheimi sem laukst upp af því að töfrasprota hafði verið brugðið. Árið 1929 fór Ásta enn utan og nú til Danmerkur. Nam hún þar listdans og kennsluaðferðir i ball- et. Síðan stofnaði hún balletskóla í Reykjavík, þann fyrsta hér á landi, og kenndi þá listgrein í nokkur ár. Samhliða samdi hún og æfði dansatriði við leiksýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þessi árin var gullöld revíunnar. Ásta tók mikinn þátt í þeim og hafði með höndum alla „koreografíu" á þeim sýningum lengi vel. Síðasta verkefni Ástu Norðmann fyrir leikhús var við vígslu Þjóðleik- hússins á sumardaginn fyrsta 1950 þegar Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson var færð upp, samdi hún þá alla dansa í þeirri sýningu og æfði þá. Ásta var einn af hvatamönnum að stofnun Félags íslenskra list- dansara 27. mars 1947 þegar fimm konur sameinuðust í þeirri félags- stofnun danslistinni til framdrátt- ar. Ásta var kjörin fyrsti formaður og gegndi því til 1952. Félagið sótti um inngöngu í Bandalag íslenskra listamanna og var fullgildur aðili að BÍL 1948 sem jafngilti fullri viðurkenningu á þessari listgrein hérlendis. í formannstíð sinni sótti Ásta fundi hjá BÍL og var þá oftast eina konan sem sat þá fundi. Eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa og enn frekar þegar fastur ballett- skóli var komin á laggirnar var unnt að segja að íslensk danslist væri komin á fastan grunn. Ásta hætti beinum afskiptum af dansin- um á áratugnum 1950—1960 en fylgdist með málefnum hans af óskiptri athygli alla tíð. Hún hafði átt sinn stóra hlut í að gera löndum sínum kleift að njóta fagurs list- dans. Hinn 4. apríl 1932 giftust þau Ásta og Egill Árnason stórkaup- maður í Reykjavík og stóð þeirra heimili lengst að Fjölnisvegi 14. Egill var af reykvískum ættum, sonur Kristínar Sigurðardóttur steinsmiðs Friðrikssonar að Laugavegi 28 og Árna Einarssonar kaupmanns í versluninni Frón á þeim stað. Síðari kona Árna var Vigdís Kristjánsdóttir myndvef- ari. Hjónaband Egils og Ástu var farsælt og þau mjög samrýnd. Svo var einnig um Ástu og einkasystur hans, Sigríði Björgu, sem var fyrri kona séra Garðars Þorsteinssonar í Hafnarfirði. Systkinin létust með stuttu millibili, Egill 21. ágúst 1973 og Sigríður 2. apríl 1974. Síðan hefur Ásta haldið heimili fyrir sig, en heilsa hennar var tekin að bila og sjón hennar að daprast. Snemma þessa árs fluttist hún að Gimli við Miðleiti í nýja mið- bænum í Kringlumýri. Þar fékk hún góða íbúð með fallegu útsýni og taldi sig geta átt þar friðsælt ævikvöld. Fyrir nokkru varð hún að leggjast í sjúkrahús og þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Ástu og Agli varð fjögurra barna auðið, eina telpu misstu þau nýfædda en þrjú börn þeirra eru uppkomin. Elstur er Már við- skiptafræðingur sem rekur fyrir- tæki er faðir hans stofnsetti með byggingarvörur, eiginkona hans er Guðrún Steingrímsdóttir kaup- Blömastofa Fnöfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. maður í Reykjavík; Árni tónlistar- maður búsettur í Bandaríkjunum giftur Dorit leikstjóra, af þýskum ættum; yngst er Kristín búsett í Reykjavík, áður gift Erling Andreasen. Barnabömin eru sjö að tölu og barnabarnabörnin tvö, í þessum sprota framtíðarinnar áttu þau Egill og Ásta yndi sitt ogánægju. Ég sá Ástu fyrst þegar ég var á barnsaldri og kom til Akureyrar í heimsókn til yngstu systur hennar sem þar var þá búsett. Okkur féll vel við fyrstu kynni og þau góðu tengsl héldust alla tíð. Hún var grannvaxin, fíngerð og björt yfir- litum, ljóshærð og bláeyg. í fram- komu var hún hlýleg og kurteis. í Reykjavík varð ég á unglingsárum heimagangur á heimili hennar og Egils og er minnisstætt hversu skemmtilegt var að skoða mynda- safn hennar frá náms- og starfs- árum hennar í danslistinni. Mér er hugfast hversu laus Ásta var við að hreykja sér, hafði ríka til- finningu fyrir hefðum og þeim takti sem við á í mannlegum samskiptum. Mér fannst hún búa yfir reynslu sem ekki bar alltaf mikið á en tiltæk ef eftir var leitað og haldbær. Með fjölskyldu minni þakka ég áratuga tryggð, Ásta var tekin að þreytast og hún var til- búin til farar. Megi hún vera kært kvödd. Björg Einarsdóttir Við leiðarlok — örfá kveðju- orð. Jarðneskri lífsgöngu elskulegrar tengdamóður minnar er lokið. Þung voru sporin síðustu dagana, en Drottinn veitir líkn með þraut og hann tók hana til sín að morgni föstudagsins 29. nóvember. Tuttugu og sjö ár eru drjúgur tími í lífshlaupi hvers manns, en sá er árafjöldinn er við áttum samleið, ávallt nána, en mest þó hin síðari ár. Fyrir þessi ár öll þakka ég af heilum hug og enda þótt ég hefði kosið að þau yrðu mörgum fleiri veit ég og skil, að hún varð hvíldinni fegin. Hún fæddist á Akureyri þann 26. ágúst 1904, dóttir hjónanna Jórunnar Einarsdóttur frá Hraun- um í Fljótum og Jóns S. Norðmann frá Barði í sömu sveit. Hún var næstyngst 6 systkina, sem á legg komust. Að henni stóðu merkir og sterkir stofnar í báðar ættir. Feðraarfurinn kom enda vel fram í henni og systkinum hennar, því öll voru þau með fádæmum vel gerð, listfeng og listelsk. Nú lifa aðeins Katrín, sem elst var systk- inanna, og Jórunn, hin yngsta. Hin, sem látin eru, voru: Jón, Kristín, Óskar og nú, Ásta. Þekkja flestir, sem nú eru komnir um eða yfir miðjan aldur, að ekki er of- mælt, að systkinahópurinn allur hafi markað veruleg spor í listalífi okkar, sérstaklega á tónlistarsvið- inu. Fjögurra ára gömul missti Ásta föður sinn og fluttist þá ásamt móður sinni og systkinum öllum til Reykjavíkur, þar sem hún átti heimili æ síðan. Ung að árum fór hún utan til dansnáms, fyrst til Leipzig en síðar til Kaupmannahafnar. Dans- skóla rak hún í Reykjavík um langt árabil og í um þrjátíu ár mun vart hafa verið fært upp á sviði hér í Reykjavík leikstykki með dönsum, án liðsinnis hennar. Síðasta verk, er hún vann fyrir leiksvið, var við Nýársnótt Indriða Einarssonar við vígslu Þjóðleikhússins árið 1950. Hinn 4. apríl 1931 giftist hún Agli Árnasyni, stórkaupmanni, og áttu þau ástríka samleið til and- láts hans í ágúst 1973. Nú eru þau saman á ný. Börnin urðu þrjú, Már, Árni og Kristín. Þau öll, ásamt tengdadætrum, barnabörnum, öðrum aðstandend- um og ástvinum öllum, drúpa nú höfði í sorg yfir missi mikilhæfrar manneskju. Reisn hennar var mikil allt til síðustu stundar. Hógvær hæfileikakona er geng- in. Guð blessi minningu hennar alla tíð. Guórún Steingrímsdóttir Ásta Normann, ein af stórbrotn- ustu listakonum okkar, er látin. Ég átti því láni að fagna að þekkja Ástu frá því að ég man fyrst eftir mér. Móðir mín og Ásta þekktust ungar stúlkur í Tjarnargötunni, og leigðu svo reyndar saman íbúð á Lindargötunni um tíma, á fyrstu hjúskaparárum Ástu og manns hennar, Egils Árnasonar, stór- kaupmanns. Eldhúsið var sameig- inlegt og virtist ekki koma að sök, því mér er minnisstætt að þar var oft mikið skrafað og hlegið dátt. Það var því engin tilviljun að ég var sett í skóla til Ástu þegar hún stofnaði fyrsta listdansskóla á íslandi haustið 1928. Ég var þá aðeins fjögurra ára gömul. Það sem mér er einkum minnisstætt frá þessum tímum hjá Ástu. er hvað þeir voru skemmtilegir. Ásta var sjálf síkvik og vakandi yfir hverri okkar hreyfingu, og svo man ég að allir tímar enduðu á því, að við fengum að dansa einhvern lit- inn og skemmtilegan dans, sem lífgaði mikið upp á tilveruna. Ég held jafnvel að við þessir smá- krakkar höfum haft á tilfinning- unni að við værum þátttakendur í einhverju nýju og stórkostlegu, sem það auðvitað var, sem sé fyrsti vísir að listdansi á íslandi. Ásta kenndi svo dans um margra ára skeið hér í Reykjavík, og dans- kennslu vetrarins lauk ávallt með nemendasýningum, og var til þess tekið hversu fágaðar sýningar hennar voru, bæði dansar og bún- ingar, svo að unun var á að horfa, enda gat það tæpast öðruvísi orðið frá hennar hendi. Ásta hélt nokkrar danssýningar í Reykjavík, einkum fyrstu árin eftir að hún kom heim frá námi, og vakti alltaf mikla hrifningu. Það þarf ekki annað en að líta á dansmyndir af Ástu frá þessum árum til þess að sjá að þar fóru saman mýkt, yndisþokki og glæsi- bragur, sem hlaut að vekja aðdáun. Skemmtileg umsögn um fyrstu dansýningu Ástu var höfð eftir Dr. Helga Pjeturs: „Nú er vorið komið". En þó að skólinn og danssýning- arnar hafi að sjálfsögðu rutt merkilega braut, verður Ástu e.t.v. lengst minnst fyrir dansa sem hún samdi og æfði fyrir leiksýningar í Iðnó, svo sem Veisluna á Sól- haugum, Álfhól, Kinnahvolssystur og Dansinn í Hruna, svo að eitt- hvað sé nefnt, og síðast fyrir uppfærslu á Nýársnóttinni við opnun Þjóðleikhússins 1950. Hún var hugmyndaríkur danshöfundur, var mjög létt um að semja dansa og ná góðum heildarsvip á sýning- ar. Margir þessara dansa verða ógleymanlegir þeim sem sáu. Gott var okkur sem yngri vorum, að leita til Ástu um hjálp og ráð, hún var alltaf boðin og búin til þess að gefa okkur bendingar, lána okkur dansa eða búninga, eða hvað sem var. Hún var líka alltaf ein- hver mesti aufúsugestur á dans- sýningar okkar sem á eftir komum, því að hún var svo hrifnæm og einörð að ef dans „sló í gegn“ og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.