Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
Minning:
Kristín Kristjáns-
dottir Hallberg
Harðdrægur sjúkdómur hefur
enn höggvið skarð í glæsilegan
systkinahóp frá Dagverðareyri við
Eyjafjörð. Kristín Kristjánsdóttir
Hallberg er kvödd í dag. Rannveig
systir hennar, fyrri kona Peters
Hallberg, dó 35 ára, Eggert lög-
maður bróðir þeirra um fimmtugt
og Guðrún 42ja ára. Eftir lifir
i Gunnar bóndi á Dagverðareyri.
Þar sem heimili okkar Kristínar,
JPwþó hvort í sínu landi, voru nokkuð
samtvinnuð um árabil vegna sam-
starfs eiginmanna okkar, langar
mig að kveðja hana með nokkrum
endurminningar- og saknaðarorð-
um. Upphafi farsæls samstarfs
þeirra Peter Hallbergs og Halldórs
verður best lýst með orðum hans
sjálfs í bréfi til mín:
„Ég varð mjög hrifinn af „ís-
landsklukkunni", enda var hún á
allra manna vörum. Ég byrjaði að
snúa henni á sænsku, í upphafi
mest til þess að glíma við málið,
og án þess að hugsa neitt um birt-
ingu. Én svo komst ég í samband
við Halldór, og það varð til þess
að ég hélt áfram þangað til verkinu
var lokið. Og árið 1948 varð „Is-
lands klocka“ mesti bókmennta-
viðburðurinn hér í Svíþjóð. Um það
leyti var ég auðvitað ákveðinn í
því að halda áfram, bæði með því
að þýða eftir Halldór og skrifa um
bækur hans.“
Það voru Kristín og Pétur sem
fyrst lyftu glösum á heimili sínu
„Ískjallarahlíðinni" í Gautaborg
fyrir réttum 30 árum þegar Hall-
dór fékk nóbelsverðlaunin.
En nú kemur fyrst upp í hugann
dagurinn þegar Stína kom ein upp
" > að Gljúfrasteini og sagðist vera
að fara aftur til Svíþjóðar til Pét-
urs og barnanna. Mig minnir að
það hafi staðið yfir verkfall hjá
verkfræðingum og ég blaðraði eitt-
hvað um að það væri rétt hjá henni
að nota frítímann; en Kristín varð
alvarleg og reyndi að gera mér
ljóst á sinn fína og hæversklega
hátt að hún væri á leið að giftast
Pétri Hallberg. Fram að þeim tíma
höfðum við verið góðar kunningja-
konur, en engir trúnaðarvinir. Það
var því ekki fyrr en þennan dag
sem ég kynntist einlægni hennar
og innileik, og seint gleymi ég
hvernig hún brosti þegar hún fann
að ég samgladdist henni í því sem
hún var að segja mér, þó það kæmi
mér svona á óvart. Þessi frænd-
garður hafði sérstaklega viðkvæmt
og fínlegt bros og ég sé því stund-
um bregða fyrir hjá Auði dóttur-
dóttur minni sem er af sama fólki
í föðurætt.
Þegar ég hitti Kristínu fyrst
hjá þeim Rannveigu og Guðrúnu
Jónasdóttur í Karfavogi, fanst mér
hún kyrrlát og stilt og ekki mjög
mannblendin. Kanski var það
vegna þess að nú var hún ásamt
Eggert bróður sínum, að flytjast
inní það fyrirferðarmikla kven-
réttindabæli sem þar hafði staðið
um nokkur ár; en Rannveig á för-
um til Svíþjóðar og eldmóðurinn
með henni. Við Kristín áttum þó
eftir að njóta þar margra
skemmtilegra stunda næstu árin.
Hún mintist aldrei á kvenréttindi,
en var mikil raunsæiskona og stóð
jafnfætis karlmönnum í hverju
starfi.
Það var mjög kært með þeim
systrum og Stína fór til Gauta-
borgar til að vera hjá Rannveigu
systur sinni síðustu ævidaga henn-
ar. Hún fór síöan til Englands til
framhaldsnáms og rannsókna-
starfa í efnaverkfræði á vegum
British Council, og var þar að
r minsta kosti í ár. Hún reyndi að
ganga börnum Péturs í móðurstað
eins oft og samviskusamlega og
henni var unt á þessu erfiða tíma-
bili. Ég tel mig ekki færa um að
meta störf hennar að öðru leyti.
Hún var fyrsta íslenska konan sem
lauk verkfræðiprófi og mér er
kunnugt um að vegna þess stóð til
að heiðra hana núna uppúr jólum
r í Verkfræðingafélagi íslands.
Síðastliðið vor ætluðum við
Halldór að fara úr Kaupmanna-
höfn til Gautaborgar að heilsa upp
á þau Kristínu og Pétur. Ekki varð
úr þeirri för. Kristín var enn einu
sinni lögð inn á sjúkrahús fársjúk,
nýkomin heim úr skemmtiferð um
Frakkland með manni sínum. Þó
lifði hún af og naut sumarsins með
fjölskyldu sinni langt frammá
haust.
Þó samvistir okkar yrðu slitr-
óttari fanst mér ég alltaf hitta vin
þar sem hún var, og ég dáðist að
henni og þótti vænna um hana
eftir því sem ég hitti hana oftar;
ekki síst þessi síðustu reynsluár.
Ég undraðist oft hvað hún gat
verið glöð og kát og vita samt
alltaf nákvæmlega hvað henni leið.
Síðustu vikuna sem hún lifði gat
hún sest upp í rúminu og gert að
gamni sínu við vini og fjölskyldu.
Þó Stína væri svo lítillát að segja
stundum: „Uss, ég er ekkert gáfuð,
ég var bara sett í bekk með Rann-
veigu svona ung,“ þá var hún samt
ein mentaðasta og gáfaðasta
stúlka minnar samtíðar, og reynd-
ar þær systur báðar, svo ólíkar sem
þær voru.
Hjartanlegar samúðarkveðjur
til fjölskyldu hennar í Gautaborg
og hér á landi.
Auður Sveinsdóttir
Kristín Kristjánsdóttir Hall-
berg fæddist á Dagverðareyri við
Eyjafjörð 21. janúar 1919. Foreldr-
ar hennar voru Kristján Sigurðs-
son, kennari og bóndi á Möðruvöll-
um í Hörgárdal. Kristín lauk stúd-
entsprófi frá stærðfræðideild
Menntaskólans á Akureyri vorið
1938. Var hún efst í þeirri deild á
stúdentsprófinu og hlaut fjögurra
ára styrk til framhaldsnáms er-
lendis. Hún brautskráðist úr Dan-
marks Tekniske Höjskole sem
efnaverkfræðingur árið 1945, og
mun hún hafa verið fyrsta íslenska
konan, sem lauk verkfræðiprófi.
Hún vann sem verkfræðingur við
Atvinnudeild háskólans, fyrir
Fiskimálanefnd og við Macaulay
Institute, Aberdeen, þar til hún
giftist eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Peter Hallberg, í Gautaborg
árið 1955. Hallberg var áður giftur
eldri systur Kristínar, Rannveigu.
Fyrst kynntist ég Kristínu
haustið 1933, er hún var aðeins 13
ára gömul. Hún var yngst bekkjar-
systkina, en líka var hún fremst í
•lólasvdnahókin
Einstaklega fallegt ævintýri um Línu og
Lása sem búa í bjálkahúsi lengst inni í
skóginum ásamt jólasveinamömmu og
jólasveinapabba! Tröllabókin eftir sama
höfund kom út í fyrra og seldist upp
skömmum tíma. Nú hefur bókin verið
endurprentuð og anda sjálfsagt mörg börn
léttar.
Pönnukókutcrtan
Skemmtileg bók um karlinn Pétur og kött-
inn Brand sem á afmæli þrisvar á ári og
snæðir þá gómsæta pönnukökutertu.
Kalli og Kata í skólanum
Kalli oí* Kata í fjölkikaliúsi
Bókaflokkur fyrir litlu börnin sem vísar
veginn fyrstu skrefin á þroskabrautinni.
• • •
*
Egget'hækurnar
Bráðfallegar og skemmtilegar sögur með
myndum, sem komið hafa út í nokkur ár.
Bækur sem íslensk börn hafa ótvírætt
kunnað að meta.
Xícturbókin
Gullfalleg og skemmtileg bók með litríkum
myndum. Margt skrítið gerist á nóttunni
þegar flestir sofa. Þá fara bæði eldflugur,
Ijósormar og Óli merkjamaður á kreik.
Utli svatri Samhó
Einstaklega skemmtileg smábarnasaga
sem löngu er orðin sígild. Seldist upp en
hefur nú verið endurprentuð.
Verð 448 kr.
PÖNNUKÖKU
TEBTAN
Svcn Nordqvist
ÞU^SOFNAR- SEINTUMÞESSrjOL