Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
Bœjarstjóri skotinn rétt viö nefið á mér...
Auðvitað er maður allt af
að upplifa eitthvað nýtt og
eftir á, sérstakiega, verð-
ur öll sú reynsla harla
athygiisverð. Ég hafði til
dæmis aldrei lent í skot-
hrið áður. Einhvern tíma
verður allt fyrst hugsaði
ég með mér, en varð að
því búnu að setjast niður
í forsalnum á Kenthóteli í
Ankara, af því að fæturnir
á mér skulfu. Ég var að
koma niður úr morgun-
verði. Kenthótel er í mið-
Ianddyrinu voru nokkrir
gestir að tala saman og
ekki eftirtektarvert.
Einn þeirra bjóst til að
ganga út af hótelinu rétt
áundan mér.
Systir mín heima á
íslandi var að færast á fimmtugs-
aldurinn þennan dag og ég hafði
hripað texta afmælisskeytis á
miða. Þar sem Tyrkland er tveim-
ur tímum á undan, fannst mér
ekki liggja á að senda skeytið strax
og skundaði því á eftir umræddum
manni að útidyrunum. Og þó.
Væri ekki bezt að senda skeytið
bara núna ... ég var að leggja af
stað að móttökuborðinu og sé þá
að maðurinn hnígur niður og svo
heyrðust skothvellir. Á næstu
sekúndum fór allt í uppnám. Þess-
ar næstu sekúndur erij óralangar
í endurminningunni. Fyrir utan
dyrnar lá maðurinn og engdist og
blóðið fossaði úr brjósti hans.
Viðbrögð á slíkum stundum,
kannski sér í lagi þegar maður
hefur ekki lent í þessu áður, eru
kyndug. Ég hljóp út og fór að
stumra yfir manninum sem var
sjálfsagt það vitlausasta sem á að
gera. Eg horfði agndofa á hann
... og síðan var eins og þytur færi
hjá og svo kom einn hveilur enn
og blóð spýttist úr hægra fæti
mannsins. Þá var mér nóg boðið,
hótelstarfsmenn drógu mig snar-
lega inn og skelltu mér niður i
stól og það var náð í koníak. Ég
man ég hugsaði „að vera að drekka
koníak klukkan níu að morgni."
Maðurinn var fluttur burt, allt
varð krökkt af lögreglu og einn
byssumaðurinn, sá sem hafði skot-
ið fjórða skotinu, náðist, hinir
komust undan. Seint og um síðir
fékk ég svo skýringu á málinu.
Þarna höfðu fjórir bræður verið
að verki, maðurinn sem var skot-
Bæjarstjóranum var gerð fyrirsát úti
fyrir Kenthótelinu
inn hét Tahir Vesek. Hann var
bæjarstjóri í smábæ í suð-austur
Anatolíu sem heitir Cizre. Ætt
Veseks og bræðranna fjögurra
hafa háð blóðugt ættarstríð svo
skiptir kynslóðum. Á sl. sumri
höfðu bróðir bæjarstjórans og
frændi til dæmis verið drepnir á
heimili sínu í Cizre. Ég starði á
konuna í mótttökunni, hún sagði
ósköp blátt áfram frá þessu.
„Svona atburðir eru ekki óal-
gengir í Suðaustur-Anatolíu. Fjöl-
skylduheiður hefur verið svívirtur
og er hefnt. Ættarstríðinu linnir
ekki.“ Ég spurði, hvort byssumað-
Tyrklands sem sameinast í þökk
og virðingu til hans. í þessari
byggingu er einnig safn um Atat-
úrk, þar má virða fyrir sér bollana
sem hann drakk úr. Stífpressuð
fötin hans og burstaða skóna,
gjafir og heiðursmerkin sem hann
fékk og bílana hans. Þar eru
myndir af honum frá ýmsum tím-
um og rakin barátta hans frá því
hann sté á land í Anatolíu til að
berjast gegn Ottomanvaldsmönn-
unum.
Ankara kom mér á óvart um
margt. Víst er hún stílhrein og
skipulögð borg. Vart hægt að
hugsa sér meiri andstæður en
Ankara og Istanbul. Umferðaröng-
bænum, á prýöilegum stað
og þjónusta til fyrirmynd-
ar. Þetta var um níuleytið
á þriðjudags morgni og
dagurinn lofaði góðu. Ég
hafði hugsað mér að fara
í morgungöngu og átta
mig smávegis á borg Atat
iirks, sem er ekki síður
lifandi í hugum Tyrkja nú
en fyrir fímmtíu árum.
Anatolíusafnið.
Frá umferðarmiðstöðinni.
urinn sem náðist yrði settur í
fangelsi. „Hann fær sjálfsagt
fremur vægan dóm,“ sagði hún
„vegna þess hvernig málið er vaxið.
Það hefði gegnt öðru máli ef síð-
asta skotið hefði lent í þér ...“
Eftir koníakið var ég orðin svo
Ijónhress að mér datt ekki í hug
að breyta áformum um morgun-
gönguna. Hins vegar gleymdi ég
skeytinu, þar til seinni part dags-
ins.
Eins og ég sagði áður skynjar
maður nálægð Atatúrks hvar-
vetna, í Tyrklandi ekki sízt í
Ankara. Þó eru liðin fjörutíu og
sjö ár síðan hann dó. Ég var stödd
á Prinsessueyjum á Marmarahafi
á dánardægri hans, 10. nóvember.
Alls staðar voru myndastyttur af
Ataturk eða minnismerki og alls
staðar kransar og blóm. Og fánar
blöktu í hálfa stöng. Og orð Atat-
úrks: Ne mutlu Tiirktim diene letruð
bæði á minnismerki og fjölda
margar opinberar byggingar.
Lausleg útlagning á þeim: „Hve
stoltur ég er af því að vera Tyrki."
í Ankara fór ég náttúrlega til
minnismerkis hans sem er hvað
helgast löndum hans. Við breið
inngöng eru stórar myndastyttur,
sem eiga að vera tákn allra stétta
þveiti má að vísu finna með lagni
í Ankara, en ekkert ámóta og í
Istanbul. í Ankara eru breiðgötur,
torg með fögrum myndastyttum
og minnismerkjum, göturnar í
miðbænum eru hreinni og fólkiðf.
gengur ekki eins hratt og í Istan-
bul. v
Ég fór að skoða Museum of
Anatolian Civilization, eftirminni-
legt og sérstaklega fróðlegt, þar
sem löng saga er rakin og merki-
legar fornleifar hafa skapað heil-
lega mynd langt aftur í aldur. Það
er skipt niður í skipulegar deildir
gripum og frásögnum frá hinum D
ýmsu tímaskeiðum og verðugt að
eyða á þessu safni nokkrum
klukkutímum. Að vísu þarf þekk-
ing gests á fyrri tímum Anatolíu
að vera pottþéttari en mín var, til
að maður innbyrði allt sem þarna
var í boði.
Ég fór sömuleiðis og skoðaði
leifar af súlum og hofum en það
sem kom mér sem sagt mest á
óvart var mengunin og fátæktin.
Piltur frá ferðaskrifstofu, sem
leiðbeindi mér um safnið ofan
nefnda sagði að um fjörutíu pró-
sent Ankara væru fátækrahverfi
vegna þess hve gríðarlegur fjöldi
hefði streymt til borgarinnar hin