Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Sovétmenn kaupa fisk fyrir IV2 milljarð króna SAMNINGUR um sölu 26.000 lesU af frystum fiski til Sovétríkjanna á næsta ári var undirritaður síðstlið- inn þriðjudag. Þetta er 1.000 lestum minna en á þessu ári og stafar það af því að samdráttur í veiðum á karfa og takmörkuð framleiðslugeta koma í veg fyrir möguleika á af- greiðslu meira magns. Ólafur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hrðafrystihúsanna, sagði í samtali Útyegsbanki — Hafskip hf.: Rannsóknarnefnd heimilt að krefjast skýrslna STJÓRNARLIÐAR í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis hafa flutt breytingartillögur í þremur efnisatriðum við skipan fagnefndar til að kanna viðskipti Útvegsbanka íslands og Hafsskips hf. í fyrsta lagi leggja þeir til að starfssvið nefndarinnar verði skilgreint svo: „Illutverk nefndar- innar er að kanna hvort um óeðlilega viðskiptahætti hafi verið að ræða í viðskiptum Útvegsbanka íslands og Hafskips hf. á undanfórnum árum eða í viðskiptum Hafskips hf. við aðra aðila'*. í annan stað leggja þeir til að flokkatilaðfylgjastmeðrannsókn “nefndin setji sér starfsreglur, afli nauðsynlegra gagna og sé heimilt í samráði við skiptaráðanda að krefjast skýrslna, munnlegra eða skriflegra, af einstökum mönnum og opinberum aðilum, m.a. starfs- mönnum Útvegsbanka íslands". í þriðja lagi segir í breytingar- tillögu stjórnarliða að „rannsókn- arnefndin skuli hraða störfum sínum og skila skýrslu til við- skiptaráðherra sem geri Alþingi grein fyrir störfum og niðurstöð- um nefndarinnar". Fulltrúar stjórnarandstöðu í þingnefndinni leggja til að “sam- einað Alþingi kjósi sex alþingis- menn samkvæmt tilnefningu þing- þessari. Hafi þeir rétt til að hlýða á yfirheyrsiur og kynna sér gögn málsins". við Morgunblaðið, að auk sam- dráttar í veiðum hefði markaður fyrir frystan karfa aukizt verulega í Bandaríkjunum, Evrópu og Jap- an. Birgðir á karfa hefðu á undan- förnum misserum verið miklar og erfiðleikar að selja hann. Við hefð- um því beitt við Sovétmenn þrýst- ingi til aukningar kaupa á þessum fiski, en svo væri ekki lengur. Samið var um sölu á 14.000 lest- um af karfaflökum, 6.000 lestum af ufsaflökum og ennfremur er gert ráð fyrir því, að Sovétmenn kaupi 6.000 lestir af heilfrystum fiski. Heildar söluverðmæti þess- ara afurða er 37 milljónir dala, rúmlega einn og hálfur milljarður króna. Meðaltalshækkun í krónum talið er 11,6% og er í samræmi við hækkun viðkomandi fisktegunda á öðrum mörkuðum. Samningagerðina önnuðust Benedikt Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SH, og Ólafur Jóns- son, sölustjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins. Alþingi: Álsamningur samþykktur í efri deild Stjornarfrumvarp til stað- festingar á viðaukasamningi við Alusuisse var samþykkt sem lög í efri deild Alþingis í gær með 11 atkvæðum gegn 6. Nafnakall var um fyrstu grein frumvarps- ins eftir aðra umræðu. Já sögðu 12 þingmenn stjórnarflokkanna, nei fjórir þingmenn Alþýðu- bandalags og kvennalista. Hjá sátu tveir þingmenn Alþýðu- flokks og fjarstaddir voru tveir þingmenn Bandalags jafnaðar- manna. Við þriðju umræðu voru greidd atkvæði um frumvarniö í heild og var það þá samþykkt með 11 atkvæðum gegn 6 sem fyrr segir, og mættu nú þing- menn Bandalags jafnaðar- manna, sem greiddu mótat- kvæði. Albert Guðmundsson, iðnaóarráðherra: Var ekki umboðs- maður Aerospatiale ALBERT Guömundsson, iðnaöarráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði ekki verið umboðsmaður fyrir Aerospatiale-verksmiðjurn- ar í Frakklandi eins og Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, fullyrti í samein- uðu þingi á þriðjudag og bar þá fyrir sig ritið íslensk fyrirtæki. Albert sagði að fulltrúar Aero- Að sögn Guðmundar Þórðarson- spatiale hefðu leitað til sjn um ar, framkvæmdastjóra Gunnars Ásgeirssonar hf., hefur fyrirtækið haft frá 1. apríl 1983 umboð fyrir frönsku sölusamsteypuna OGA í París, en hún hefur m.a. milli- göngu um sölu á hinni nýju Daup- hine-þyrlu Aerospatiale-verk- smiðjunnar, sem Landhelgisgæsl- an hefur fest kaup á. fyrirgreiðslu fyrir nokkrum árum og væri ekkert óeðlilegt við það, þar sem hann væri ræðismaður Frakka á íslandi. Hann kvaðst hafa sent upplýsingar og fyrir- spurnir um málaleitan Aerospat- iale til Landhelgisgæslunnar, en ekki hefði neitt orðið úr viðskipt- um. Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, sagði að svörin sem gefin voru vegna fyrirspurnar Guðrúnar Helgadóttur um þyrlukaup Land- helgisgæslunnar hefðu verið mið- uð við þau gögn, sem fyrir hendi væru í ráðuneytinu og hjá Land- helgisgæslunni. Það voru starfs- menn dómsmálaráðuneytisins sem unnu svarið, en fyrirspurninni var beint til fjármálaráðherra. Ólafur kvað ritið íslensk fyrirtæki ekki að finna í ráðuneytinu. „Það eru engin gögn hjá okkur, sem veita upplýsingar um það hver var umboðsmaður Aerospatiale-verk- smiðjunnar á árunum 1980—1983,“ sagði Ólafur. Hólmfríður Karlsdóttir kemur til íslands sera Ungrú heimur. Hólmfríður kynni land og þjóð Samningsdrög við Miss World Ltd. þess efnis liggja fyrir NÚ LIGGJA fyrir samningsdrög sex íslcnskra aðila við Miss World Limited þess efnis, að Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur, kynni land og þjóð og ís- lenskar útflutningsafurðir á ferð- um sínum næsta árið. Hinir ís- lensku aðilar eru félag íslenskra iðnrekenda, Flugleiðir, Ferðamála- ráð, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband íslenskra fisk- framleiðenda og Reykjavíkurborg. Samningaumleitanir hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Hólmfríður mun vegna kjörs síns sem „Miss World“ ferðast víðs vegar um heim á vegum fyrir- tækisins. ísfilmhf.: Hlutafé aukið um 36 milliónir króna — Borgarráö samþykkir hiuíaijáraukningu „ÞAÐ LIGGUR fyrir tillaga um að auka hlutafé um 36 milljónir þannig að allir hluthafar auki hlutafé sitt úr 2 milljónum króna í 8 milljónir,“ Könnun Hagvangs: Stuðningur við ríkis- stjórnina minnkar KÖNNUN Hagvangs á afstöðu væntanlegra kjósenda til ríkis- stjórnarinnar leiðir í Ijós að rúm- lega helmingur þeirra sem afstöðu tóku (50,3%) er andvígur henni, en tæplega helmingur (49,7%) er henni hlynntur. f síðustu könnun Hag- vangs í júní-júlí voru 57,4% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi ríkis- stjórninni, en 42,6%andvígir. Spurt var: „Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkisstjórn?" Úrtakið var 1.000 manns 18 ára og eldri um land allt og spurning- unni svöruðu 787, þar af tóku 662 afstöðu. Skipting þeirra sem afstöðu tóku eftir kynjun er sú, að meirihluti karla (52,3%) styður stjórnina, en 47% kvenna. Stuðningur við ríkis- stjórnina er mestur í dreifbýli. Þar eru 73,7% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi stjórninni, en 53,8% þeirra sem búa í þéttbýli úti á landi og 43,7% þeirra sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Sjá bls. 56 fleiri fréttir úr skoðanakönnun Hagvangs. Afstaðan til ríkisstjórnarinnar Spurningunni svöruðu 787 manns. Til samanburðar eru sýndar niðurstöður úr fyrri könnunum. N6v./ des. Júní/ júlí Maf Febr. SepL/ okt. Júlf Apr. ’85 ’85 ’85 '85 ’84 '84 *84 Styður 41,8 49,1 45,5 41,9 47,5 58,0 69,6 Styöur ekki 42,3 36,5 41,1 41,5 40,3 26,5 20,5 Veitekki 13,5 12,5 11,3 13,6 8,9 12,7 7,9 Neitar 2,5 1,9 2,1 2,9 3,3 2,8 2,0 Ef aðeins eni Uldir þeir nem afstððu tóku, en það voru alls 662, eru niðurstöður þessar: Nóv./ des. Júnf júlí Maí Febr. Sept./ okt. Júlf Aprfl ’85 ’85 '85 '85 ’84 ’84 ’84 Styöur 49,7 57,4 52,5 50,2 54,1 68,6 77,2 Styöur ekki 50,3 42,6 47,5 49,8 45,9 31,4 22,8 sagði Indriði G. Þorsteinsson, stjórn- arformaður í fsfilm hf. Á fundi borg- arráðs á þriðjudaginn var samþykkt tillaga Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, um hlutafjáraukningu borgar- innar í fyrirtækinu. Tillaga borgarstjóra var tví- þætt. Annars vegar um heimild til að auka hlutafé í ísfilm hf. í allt að 8 milljónir króna og veita bráðabirgðalán upp í hlutafjár- aukningu, ef eftir verður leitað. Hins vegar að bjóða hluta hluta- fjár eða allt til sölu til fyrirtækja eða einstaklinga í samræmi við samþykktir ísfilm hf. Fyrri liður tillögunnar var samþykktyur með 3 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigur- jóns Péturssonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalags. Seinni hluti til- lögunnar var samþykktur með samhljóða atkvæðum. Indriði G. Þorsteinsson sagði að síðasta ár hefði verið eins konar biðtími hjá ísfilm h.f. en með gild- istöku nýju útvarpslaganna væri sá biðtími á enda, er útvarpslaga- nefnd tekur til starfa. Indriði kvaðst á þessu stigi ekki geta gefið upplýsingar um hvað væri á döf- inni hjá fyrirtækinu né heldur hvenær útvarps- og sjónvarps- rekstur hæfist hjá félaginu, en þróunin á næsta ári myndi ráða úrslitum í þessum efnum. Hluthafar í fsfilm hf. auk Reykjavíkurborgar eru Árvakur hf., Frjáls fjölmiðlun, Almenna bókafélagið, Samband íslenskra samvinnufélaga og Haust hf. 16 umsækjendur um embætti dýralæknis í Helluumdæmi SEXTÁN sækja um embætti héraðs- dýralæknis í Helluumdæmi, sem laust er frá áramótum. Umsækjendur eru: Alfreð Schiöth, dýralæknir, Einar Otti Guð- mundsson, héraðsdýralæknir ísa- fjarðarumdæmis, Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir, Guðbjörg Anna Þorvarðardóttir, héraðs- dýralæknir í Strandasýslu, Gunn- ar Gauti Gunnarsson, dýralæknir, Gunnar Þorkelsson, héraðsdýra- læknir Kirkjubæjarklaustri, Kjartan Hreinsson, dýralæknir, Konráð Konráðsson, dýralæknir, Lars Hansen, dýralæknir, Margrét Ellertsdóttir, dýralæknir, Ólafur Jonsson, dýralæknir, ólöf Guðrún Sigurðardóttir, dýralæknir, Þor- steinn Líndal, héraðsdýralæknir í Skógaumdæmi, Þorsteinn ólafs- son, dýralæknir, forstöðumaður í Hrísey, Þorvaldur Hlíðdal Þórðar- son, dýralæknir. Einn umsækjandi óskar nafnleyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.