Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
46
hygðist stokka upp reksturinn,
endurskipuleggja hann allan og
auka hlutaféð um 80 milljónir
króna. Hlutafjárloforðin hafi síð-
an borist inn frá febrúar til apríl.
Bankinn hafi því ekki verið þeirrar
skoðunar að eðlilegt væri að van-
meta hugmyndir stjórnenda Haf-
skips um möguleika á hagræðingu
og áframhaldandi rekstri. Það hafi
svo komið í ljós í júlímánuði hver
staða fyrirtækisins hafi í raun og
veru verið og þá hafi þegar í stað
verið gengið í það að finna kaup-
anda að fyrirtækinu, en því miður
hafi ekki tekist að semja við þá.
Eimskipsmenn segjast ekki vera
vissir um að stjórnendur Hafskips
hafi gert sér grein fyrir því í júlí-
mánuði sl. að TA-siglingarnar
væru þeirra banabiti, þó að þeir
hafi séð hið mikla tap sem var á
fyrstu fjorum mánuðum ársins.
Forsvarsmenn Hafskips segja aft-
ur á móti að fyrstu vísbendingar
fyrir liðlega ári hafi gefið til kynna
að í TA-siglingunum væri hægt
að byggja á rekstri sem gæfi hagn-
að. Aðspurðir um hvað hafi valdið
því að hægt var að halda rekstrin-
um áfram fram yfir mitt ár 1985,
án þess að minnsta vitneskja um
gífurlegan taprekstur lægi fyrir,
segja þeir að hafi fyrst og fremst
verið vegna þess að allar tölulegar
upplýsingar frá Bandaríkjunum
hafi borist mjög seint. Kostnaðar-
legar upplýsingar, gámakostnaður
og annar kostnaður, hafi ekki legið
fyrir fyrr en í júlíbyrjun og þá
fyrst hafi komið í ljós að hann var
miklu meiri en áætlað hafði verið.
Tapið á þessum fjórum fyrstu
mánuðum ársins var nálægt 100
milljónum króna, og mjög mikið
af því var á TA-siglingunum. Tap
sl. árs og fyrstu 8 mánuði þessa
árs var samtals um 250 milljónir
króna, en enn er ekki ljóst hvert
tapið verður síðustu fjóra mánuði
ársins, þó ljóst sé að það verður
verulegt.
Forsvarsmenn Hafskips segja
að uppi hafi orðið fótur og fit í
fyrirtækinu þegar fjögurra mán-
aða uppgjörið barst í júlíbyrjun.
Menn hafi bókstaflega ekki trúað
þessum tölum.
Strax farið að ræða
við Eimskip þegar
staðan var Ijós
Skýrðu þeir Útvegsbankanum frá
stöðu fyrirtækisins þann 17. júlí
og þá krafðist bankinn þess að
Hafskip færi þegar í stað að leita
kaupanda að fyrirtækinu og þá var
farið út í viðræður við Eimskip.
Viðræður þær sem hófust á milli
Eimskips og Hafskips í júlí í sumar
voru til að byrja með fremur laus-
ar í böndunum. Eimskipsmenn
báðu um tölulegar upplýsingar,
þannig að þeir vissu nákvæmlega
um hvað væri að ræða. Gerðu þeir
Hafskipsmönnum fljótlega grein
fyrir því að enginn áhugi væri hjá
Eimskip að gerast aðili að TA-
hluta rekstrar Hafskips, en Haf-
skipsmenn höfðu verið með hug-
myndir um að stofna sérstakt félag
um þann rekstur með þátttöku
Eimskips, Hafskips og jafnvel
þriðja aðilans, erlends.
Eimskipsmenn segja að samein-
ingu Hafskips og Eimskips hafi
oft borið á góma í óformlegum
viðræðum á undanförnum árum,
þar sem markaðurinn hér sé ekki
nægilega stór fyrir þrjú skipafé-
lög. Segja þeir að þá hafi verið
talað um nauðsyn þess að sameina
kraftana í samkeppninni við SÍS.
SÍS hafi ekki náð miklum árangri
í því að auka markaðshlutdeild
sína, en viljað seilast eftir meiri
flutningum, með það að markmiði
að vera með þriðjung markaðarins.
í viðræðunum sem hófust í júlí
var ekki lengur talað um samein-
ingu fyrirtækjanna, heldur að
Eimskip keypti íslandssiglingar
Hafskips og yfirtæki skuldbind-
ingar félagsins. Eimskipsmenn
segja að erfiðlega hafi gengið
framan af að fá nákvæmar töluleg-
ar upplýsingar, og því hafi þeim
ekki verið ljóst hversu stór vandi
Hafskips var, fyrr en líða tók á
haustið.
Útvegsbankinn
tekur yfir viðræðurnar
við Eimskip
Eftir miðjan október verða við-
ræðurnar einungis á milli Eim-
skips og Útvegsbankans, enda ljóst
að Útvegsbankinn átti orðið allar
eigur Hafskips og meira til. Við-
ræðurnar gengu út á yfirtöku
Eimskips á öllum eigum félagsins
og skuldbindingum félagsins í Út-
vegsbankanum. Eimskip lagði ríka
áherslu á að bankinn tryggði það
að Hafskip yrði ekki tekið til gjald-
þrotaskipta, en það hefði þýtt að
Eimskip, með því að kaupa ís-
landsrekstur Hafskips og nýtt fé-
lag yrði stofnað um TA-siglingarn-
ar án þátttöku Eimskips, fengi að
lokum öll hlutabréf Hafskips og
gæti nýtt sér til skattafrádráttar
skattatap Hafskips frá liðnum
árum. Eimskip gerði bankanum
grein fyrir hugmyndum sínum að
kaupum, en þær gerðu ráð fyrir
að félagið keypti eignirnar á 9,5
milljónir dollara, en greiddi auk
þess 2,7 milljónir dollara fyrir
50—70% þeirra viðskipta sem
Hafskip hafði. Bankinn taldi þetta
óaðgengilegan grundvöll, enda
ekki á hans færi að semja um
viðskipti viðskiptavina Hafskips
við Eimskip. Ekki var farið að
ræða greiðslukjör sérstaklega í
viðræðum Eimskips og Útvegs-
bankans, þegar viðræður við SÍS
voru hafnar af Hafskipsmönnum.
Dró þá Eimskip til baka með bréfi
þann 20. nóvember til Útvegs-
■ Þetta fyrirtæki átti aðeins að
starfa í örfáa daga, þar sem miklar
líkur voru taldar á að samningar
tækjust við SÍS þegar þetta var.
Var meginmarkmiðið með stofnun
félagsins að forða því að skip
Hafskips væru kyrrsett í erlendum
höfnum, en erlendir lánardrottnar
Hafskips voru mjög farnir að
ókyrrast um miðjan nóvember
vegna þeirrar miklu umfjöllunar
sem fyrirtækið hafði fengið í fjöl-
miðlum hér heima og erlendis.
Daginn eftir, eða 18. nóvember,
fékk stjórn Hafskips svo þriggja
mánaða greiðslustöðvun og var
hugmyndin sú að leita nauðar-
samninga við stærstu lánar-
drottna félagsins og forðast þann-
iggjaldþrot.
Þá fóru viðræðurnar við SÍS í
gang af fullum krafti, en óformleg-
ar könnunarviðræður höfðu öðru
hvoru átt sér stað frá því í október-
mánuði. Þessar viðræður við SÍS
voru teknar upp að frumkvæði
þeirra Páls G. Jónssonar í Pólaris
og Sveins R. Eyjólfssonar, Frjálsri
fjölmiðlun. Páll er sagður gamall
framsóknarmaður, auk þess sem
honum og Vali Arnþórssyni,
stjórnarformanni SÍS, sé vel til
vina. Því hafi Páll haft visst frum-
kvæði að því að viðræður við það
fyrirtæki sem helstu hluthafar
Hafskips hafa svo iðulega nefnt
erkióvininn voru teknar upp. Segja
forsvarsmenn Hafskips að leitað
hafi verið til SÍS, þegar talið var
að trúlega gengju samningavið-
ræður Eimskips og Útvegsbankans
ekki upp. Það hafi verið afleit
friður var um málið og fyrirtækið
var í fullum rekstri.
Kaupfélagsstjóraveldi
Sambandsins tók ráðin
af æðstu stjórn
Sambandsins
SlS sá þarna leið til þess að ná
aukinni markaðshlutdeild, sem er
auðvitað það sem fyrirtækið hafði
fyrst og fremst áhuga á. Var því
gengið til kynningarviðræðna, og
eftir að valkostir höfðu verið
kynntir Sambandsstjórn, var hald-
ið út í hinar eiginlegu samninga-
viðræður. Það kom svo í hlut 5
stjórnarmanna, sem tengjast allir
kaupfélagsarmi Sambandsins, að
hafna þeirri tillögu sem viðræðu-
nefnd SÍS lagði til. Fjórir stjórnar-
manna, þar á meðal Valur Arn-
þórsson stjórnarformaður og ólaf-
ur Sverrisson varaformaður, voru,
ásamt tveimur öðrum stjórnar-
mönnum, þeim Valgerði Sverris-
dóttur og Herði Zóphaníassyni,
stúðningsmenn tillögunnar sem
þeir Erlendur Einarsson forstjóri
Sambandsins, Axel Gíslason að-
stoðarforstjóri Sambandsins, Óm-
ar Jóhannsson framkvæmdastjóri
Skipadeildar og Þorsteinn Ólafs-
son framkvæmdastjóri Þróunar-
og nýsköpunardeildar Sambands-
ins voru höfundar að. Það var því
kaupfélagsstjóraveldi Sambands-
ins sem tók ráðin af æðstu emb-
ættismönnum Sambandsins og
stjórnendum. Segjast þessir menn,
sem þarna biðu lægri hlut, una
ákvörðun meirihluta lýðræðislega
kjörinnar stjórnar, en vitað er að
margir þeirra eiga afar erfitt með
að sætta sig við þessa niðurstöðu.
Það er því ekki talið ólíklegt að
mál þetta verði með einum eða
öðrum hætti tekið upp á nýjan leik
innan Sambandsstjórnar, þó að
þessi sameiningarmöguleiki sé
ekki lengur fyrir hendi. Tillagan
var þess efnis að Sambandið gengi
til samninga um stofnun sjálf-
stæðs félags um rekstur Skipa-
deildar Sambandsins, þar sem
hlutafé yrði 500 milljónir króna.
Var lagt til að Sambandið ætti 300
milljónir hlutafjárins, en aðrir
200, þar á meðal einstakir hlut-
hafar Hafskips. Sambandsmenn
leggja á það áherslu að það hafi
aldrei verið hugmyndin að SlS
yfirtæki með einum eða öðrum
hætti skuldir Hafskips, hvorki í
Útvegsbankanum, né annars stað-
ar. Sá valkostur sem samninga-
menn höfðu komið sér saman um,
áður en hann var felldur í Sam-
bandsstjórn, gerði ráð fyrir að
nýja félagið fengi allar eigur
Skipadeildar Sambandsins og um
50 til 60% þeirra viðskipta sem
Hafskip hafði. Þannig hefði nýja
fyrirtækið tryggt sér um 40%
flutninganna til og frá landinu.
Voru aðilar sammála um að
þetta fyrirtæki gæti orðið Eimskip
verðugur keppinautur. Aukin
umsvif hins nýja félags myndu
leiða af sér aukna hagkvæmni í
rekstri og betri nýtingu á þeim
eigum sem fyrir væru. Sambandið,
eins og Eimskip, telur að flutn-
ingamarkaðurinn hér á landi sé
ekki það stór að hann rúmi þrjú
skipafélög. Því verði engin fram-
búðarlausn í því að þriðja félagið
verði stofnað á nýjan leik. Telur
SÍS því að eina hugsanlega lausnin
til þess að Eimskip fái raunveru-
lega sainkeppni á markaðnum sé
stofnun nýs félags um skiparekst-
ur Sambandsins, með þátttöku
manna úr einkageira atvinnulífs-
ins.
Eigendur hlutafjár-
aukningarinnar ætluðu
að reyna að taka
sitt á þurru
Þeir Páll, Sveinn og Hörður
Einarsson hjá Frjálsri fjölmiðlun
voru aðalþátttakendur frá ís-
lenzka skipafélaginu í viðræðunum
við SlS, og reyndu þeir að tryggja
það að nýja hlutaféð, 80 milljón-
irnar, væri ekki glatað fé. Vildu
þeir fá að leggja fram hlutabréf
frá Hafskip og fá í staðinn hluta-
bréf í nýja félaginu og það yrði
skoðað sem visst hlutafjárframlag
þeirra. Ekki náðist samkomulag
um þennan hátt við þá SÍS-menn,
þó að þeir væru vissulega reiðu-
búnir til þess að greiða eitthvað
Morgunblaðið/Bjarni
fyrir hlutabréfin, sem þeir töldu
jafngilda því að þeir væru að
tryggja sér vissan hluta viðskipt-
anna sem Hafskip hafði haft.
Eimskip með nálægt
75%flutninga til
og frá landinu
Eimskip gerir sér vonir um að
ná a.m.k. 50% þeirra flutninga sem
Hafskip hafði. Reyndar er næsta
fullvíst að félagið stefnir að mun
meiri hlutdeild eða 75 til 80% þess
sem Hafskip hafði. Fyrirtækið er
þegar byrjað að ná til sín viðskipt-
um, svo sem kísilflutningunum,
sem er dágéður biti fyrir félagið.
Það er því ljóst að Eimskip nálgast
að hafa um 75% flutninga til og ■
frá landinu og á hugsaniega eftir ■
að stækka enn. Eimskip segir að
með auknum flutningum geti fyr-
irtækið nýtt betur það flutninga-
kerfi sem það hefur byggt upp. Það
geti náð aukinni hagkvæmni,
komið á tíðari ferðum. Segjast
forráðamenn fyrirtækisins keppa
að því að vera áfram stórir og
standa sig. Þeir muni veita sínum
viðskiptavinum þá þjónustu sem
þeir vilja óg eiga að fá. Ef þeir
geri það ekki, þá muni einfaldlega ■
'w' ■■■.
Tvö af skipum Hafskips bundin í Reykjavíkurhöfn.
bankans hugmyndir sínar að
samningsgrundvelli um kaup á
íslandssiglingum Hafskips. Strax
daginn eftir óskaði Útvegsbankinn
eftir því með bréfi til Eimskips
að viðræður væru teknar upp á ný.
íslcnzka skipafélagið
stofnað til að forðast
kyrrsetningu skipa
Þann 17. nóvember sl. gripu
forsvarsmenn Hafskips, að höfðu
samráði við stjórnendur Útvegs-
bankans, til þess ráðs að stofna
nýtt félag um tslandssiglingar
Hafskips og hlaut félagið nafnið
fslenzka skipafélagið. í stjórn þess
félags voru kjörnir þeir menn sem
áttu stóran hlut þeirra 80 milljóna
króna, sem ákveðnar voru í hluta-
fjáraukningunni. Þeir Sveinn R.
Eyjólfsson og Hörður Einarsson
og fyrirtæki á þeirra vegum (10
milljónir), Páll G. Jónsson (10
milliónir), Jón G. Zoega og ólafur
B. ólafsson. Þó stóðu fyrir utan
stjórnina stórir eigendur nýja
hlutafjárins, menn eins og Finn-
bogi Kjeld (15 milljónir), Ragnar
Kjartansson og Björgólfur Guð-
mundsson, sem sameiginlega
keyptu 6 milljónir.
staöa í þeim þrengingum sem fé-
lagið var komið í, að aðeins einn
ótryggur kostur var fyrir hendi.
Markmiðið með samningum við
SÍS hafi verið að tryggja meira
jafnvægi á flutningamarkaðnum,
með því að stofna hlutafélag með
SÍS. Þau sjónarmið séu mjög víða
í viðskiptalífinu, að það sé betra
þessarar þjónustugreinar vegna,
að reyna að tryggja jöfnuð. Þetta
sé jafnframt ríkt sjónarmið hjá
fjölmörgum viðskiptavinum Haf-
skips sem séu lítt hrifnir af Sam-
bandinu. Viðræðurnar við SÍS hafi
ekki hafist af neinum krafti fyrr
en Eimskip kynnti Útvegsbankan-
um skilyrtar tillögur sínar. Þá
hafi verið talið að Eimskip væri
með snyrtilegum hætti að bakka út
úr viðræðunum. Segjast Hafskips-
menn sannfærðir um að ef samið
hefði verið fyrr á þessu ári, þá
hefði mátt forðast gjaldþrot.
Umfjöllun fjölmiðla hafi hins
vegar komið í veg fyrir að hægt
væri að semja um sölu á fyrirtæk-
inu, meðan það var í fullum
rekstri. Útvegsbankinn og Eim-
skip eru sammála þessu sjónar-
miði og segja að miklum fjármun-
um hefði verið bjargað, ef tekist
hefði að ganga frá samningum sl.
sumar á meðan að nokkuð góður