Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 * Israel—Sýrland: Peres reynir að draga úr spennu Tel Aviv, IH.desember. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA ísraels, Yitzhak Shamir sagði í dag aö Isra- elar vilji foröast að magna spennu milli ísrael og Sýrlands en svo gæti þó fariö aó grípa yrði til aðgerða ef Sýrlendingar gengju lengra en þeir hefðu þegar gert. Shimon Peres forsætisráðherra sagði aö þó Sýr- lendingar hefðu ekki áhuga á að semja friö hefðu þeir enn ekki brot- ið landamærasamninga við ísraels- ríki. Talið er að Peres hafi haft þessi ummæli í því skyni að draga úr Vladimir N. Chernavin Undirtylla Gorskovs sett yfír flotann GORBACHEV, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, svipti Sergei G. Gorskov aðmírál embætti á dög- unum, en hann hafði þá verið yfir- maður sovézka flotans í 29 ár. í hans stað setti Gorbachev Vladimir N. Chernavin aðmírál yfir flotann, en hann var aðstoðarmaður Gorskovs. Brottvikning Gorskovs er liður í hreinsunum í æðstu valdastöðum hersins, sem Gorbachev hóf fljót- lega eftir embættistökuna í marz sl. Vestrænir flotamálafulltrúar telja að aldurinn hafi orðið Gorskov að falli, en hann er 75 ára. Út spurðist fyrst um breytinguna er dagblað sovézka hersins, Krasnaya Zvezda, skýrði frá því að „yfirmaður flotans, Chernavin" væri komin í heimsókn til Túnis. Fremur lítið er vitað um Chernavin aðmírál, sem er 57 ára. Hann hefur verið annar tveggja aðstoðaryfirmanna sovézka flot- ans frá í marz 1982. Gorbachev hefur skipt um menn í fjórum lykilstöðum í sovézka hernum. Auk brottvikningar Gorskovs vék hann yfirmanni stjórnmáladeildar herjanna frá, yfirmanni eldflaugaherjanna og yfirmanni sovézka heraflans í Austur-Þýzkalandi. Þá er í gangi þrálátur orðrómur um að Viktor G. Kulikov verði látinn víkja sem yfirmaður Varsjárbandalagsherj- anna, en þeim starfa hefur hann gegnt frá 1977. spennu sem verið hefur milli ríkj- anna síðan Israelsmenn skutu niður tvær sýrlenskar orrustuþot- ur hinn 19. nóvember. Sýrlendingar gripu til þeirra mótaðgerða að flytja loftvarnaeld- flaugar að landamærum ísrael og telja ísraelar það ógnun við reglu- legt eftirlitsflug sitt yfir Líbanon. Bandaríkjamenn hafa einnig reynt að draga úr spennunni með því að hvetja stjórnina í Damascus til að flytja eldflaugarnar frá landa- mærunum. Vinnudeila flugvirkja í Noregi: 56 flug féllu niður Osló, 18. desember. AP. NORRÆNA flugfélagið SAS varð að fella niður 56 flugferðir á mið- vikudag þegar 179 flugvirkjar fé- lagsins í Noregi drógu úr afköstum sínum í löglegum aögerðum vegna launadeilna. Blaöafulltrúi SAS í Noregi segir að þúsundir farþegar hafi orðið fyrir óþægindum vegna truflana á flugi og hafi flutninga- geta flugfélgsins minnkað um einn þriðja vegna aðgerða flugvirkja, sem fara sér hægt við vinnu sína. Aðgerðir flugvirkja komu verst niður á flugi frá Bergen og Osló. Ástandið fór versnandi eftir því sem leið á daginn og var þá öllu flugi frá Bergen aflýst og far- þegum ráðlagt að taka sér far með lestum. V 1 f Veður víða um heim L»gst Hæst Akureyri -3 úrk.ígr. Amiterdam 6 10 rigning Aþena 7 17 heióskírt Barcelona 14 mistur Berlín 0 5 rigning Brbssel 3 9 rigning Chicago 10 19 rigning Dublín 5 10 heiðskírt Feneyjar 6 þoka Frankfurt 5 9 rigning Genf +2 1 skýjaó Helsinki +15 +13 heióskírt Hong Kong 13 17 akýjaó Jerúsalem 10 12 skýjað Kaupmannah. Las Palmas 1 3 skýjað vantar Lissabon 4 12 skýjað London 10 12 heiðskirt Los Angeles 10 28 heiöskírt Lúxemborg 4 súld Malaga 13 skýjað Mallorca 14 mistur Miami Montreal 15 20 skýjað vantar Moskva +21 +« skýjað New York 0 4 heiðskírt Osló +13 +5 skýjað París 5 8 skýjað Peking +9 2 heiðskirt Reykjavík 1 skýjað Ríóde Janeíro 21 33 heíðskírt Rómaborg 0 11 heiðakírt Stokkhólmur +« +3 skýjað Sydney 18 29 heiðakírt Tókýó +1 9 heiðakírt Vínarborg 9 10 skýjað Þórshöfn 6 léttakýjaö Gengi gjaldmiðla London, 18. desember. AP. GENGI Bandaríkjadollara hækkaði í dag gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims, utan kanadíska doll- arans. í London kostaði sterlingspund- ið síðdegis í dag 1,4210 dollara (1,43785). Gengi annarra helstu gjald- miðla var þannig að dollarinn kostaði: 2,5141 vestur-þýsk mörk (2,5045), 2,11275 svissneska franka (2,1012), 2,8370 hollensk gyllini (2,8230), 7,7065 franska franka (7,6675), 1.718,125 ítalskar lírur (1.709,75), 1,4933 kanadíska dollara (1,39485) og 202,9j5 japönsk jen (201,70). AP/Símamynd Kasparov og Timman að tafli í þriðju einvígisskák þeirra. Timman vann skákina, en Kasparov vann tvær fyrstu. Timman er álitinn þriðji sterkasti skákmaður heimsins, kemur næst á eftir Kasparov, sem vann heimsmeistaratitil- inn á dögunum, og Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara. Timman snýr á Kasparov Hilversum, Hollandi, 18. desember. AP. HOLLENZKI stórmeistarinn Jan Timman sneri laglega á heimsmeist- arann, Garry Kasparov, í þriðju ein- vígisskák þeirra í gærkvöldi. Kasp- arov sá sitt óvænna og gafst upp í 41. leik, en þá höfðu þeir setið aö tafli í fimm stundir. Kasparov vann tvær fyrstu ein- vígisskákirnar, en alls tefla stór- meistararnir fimm skákir og lýkur einvíginu á sunnudag. Timman stýrði hvítu mönnunum í þriðju skákinni og lékust fyrstu 22 leik- irnir nákvæmlega eins og í fyrstu einvígisskákinni, sem Timman tapaði vegna helzt til djarfrar taflmennsku. Að þessu sinni tefldi Timman af meiri varfærni og var skákin jafnteflisleg fram í 30. leik er hann hóf mikla sókn, sem Kasparov, sem átti aðeins 17. mínútur eftir, átti ekki nógu gott svar við. Kasparov gaf skákina þegar óhjákvæmilegt fall drottningarinnar blasti við. Að skák lokinni kom Timman í sal þar sem skákir þeirra Kasp- arovs eru útskýrðar og sagði að réttlátast hefði verið að hann tapaði skákinni, því sókn sín hefði verið á misskilningi byggð. „Það er rétt hjá honum,“ sagði Kasp- arov „og þess vegna reyndi ég að knýja fram sigur í lokin en tók of mikla áhættu í dirfsku minni,“ sagði Kasparov. Bandaríkin skuldseigasta ríki heimsins á næsta ári? Washington, 18. desember. AP. BANDARÍKIN verða líklegasta skuldseigasta ríki heims þegar á næsta ári og ef svo heldur fram sem horflr munu skuldir Bandaríkjanna árið 1990 nema þúsund milljöröum dollara, að sögn hagfræðinga. Árið 1982 voru Bandaríkin stærsti lánardrottinn heims, en fjórum árum seinna hafa átt sér stað hlutverkaskipti. Árið 1990 verða erlendar skuldir Banda- ríkjamanna líklegast langtum meiri en samanlagðar skuldir þró- unarríkja, eða á annað þúsund milljarða dollara. Hinn 1. október sl. námu erlend- ar skuldir Bandaríkjamanna 33 milljörðum dollara og nemur skuldasöfnunin á annan tug millj- arða á mánuði. Með sama áfram- haldi verða Bandaríkjamenn skuldugasta þjóð heims í sumar- byrjun næsta árs og komnir fram úr Brazilíumönnum, sem skulda Lfbanon: Barist við „grænu línuna“ Beinit, Líbanon, 18. desember AP Herir kristinna og múhameðstrú- armanna háöu fallbyssubardaga yflr „grænu línuna“ er leiðtogar þeirra hófu friðarviðræður á ný á miðviku- dag til að reyna að flnna launsn á hinu áratugalanga borgarastríði í Líbanon. Þúsundir manna leituðu skjóls í kjöllurum þegar fallbyssu- kúlur sprungu í báöum borgarhlut- unum. Undanfarna sex daga hafa bar- dagar af þessu tagi blossað upp í Beirut með stuttu millibili og hafa nokkrir menn látið lífið af völdum þeirra. í bardaganum á miðviku- dag lét a.m.k. einn maður lífið og þrír slösuðust af völdum sprengi- kúlna. Bardaginn braust út í þann mund sem samningamenn herj- anna hófu friðarviðræður við Abdul-Halim Khaddam, varafor- seta Sýrlands. nú 103 milljarði dollara. Alþjóða- bankinn gerir ráð fyrir að skuldir þróunarríkja munu nálgast þús- und milljarða dollara í lok þessa árs. Brezki hagfræðingurinn Steve Harris, sem reiknað hefur út væntanlegar skuldir Bandaríkja- manna, og er fyrrverandi ráðgjafi framkvæmdastjóra OECD, byggir útreikninga sína á gengi dollarans, sem féll um 20% á alþjóða gjald- eyrismörkuðum frá því í febrúar og fram í október. Lækkunin þýðir að bandarískar vörur lækka í verði í útlöndum og sala þeirra eykst. Hins vegar hefur komið í ljós að fjárfestingar og fjárhagslegar ráð- stafanir Bandaríkjamanna í út- iöndum eru langt umfram útflutn- ingstekjur þeirra, allt að 50% meiri, og skuldasöfnun þeirra því örari en nokkurs annars iðnríkis. Nýtt gerviefni reynist vel í baráttunni við skæðan hjartasjúkdóm Temple, Texas, 18. denember. AP. TILRAUNIR með gervihjálpar- hvata (coenzyme), sem nefndur er Q-10 og er eftirlíking af lífrænu efni, sem hjartað þarfnast til að geta breytt fæðu og súrefni í orku, virðast lofa góðu. Gæti þar verið fundið fyrsta gagnlega lyflð við ákveðnum sjúkleika (cardiomyop- athy), sem leggst á hjartavöðvann sjálfan. Lyfið er enn til reynslu á rann- sóknastofum White Memorial- spítalans í Temple í Texas og hefur gefið góða raun. Aðrir kostir fólks með þennan sjúkdóm eru engir, nema þá e.t.v. hjartaí- græðsla. Dr. Per Langsjoen, sem starfar hjá White Memorial, skýrði ný- lega frá tilraunum sínum með hjálparhvatann Q-10 og kvað 91% sjúklinganna hafa fengið bót. Hefðu þeir a.m.k. færst upp um einn flokk samkvæmt skil- greiningu Hjartaverndarsam- takanna í New York. Til dæmis hefðu sjúklingar í IV. flokki, sem fyndu stöðugt fyrir einkennum sjúkdómsins, færst niður í III. flokk og fyndu nú aðeins til ein- kennanna eftir áreynslu. Hann sagði, að getuleysi lækna til að fást við sjúkdóminn hefði orðið sér hvatning í þessu starfi:- „Eg taldi gott, ef einn af hverjum fjórum sjúklingum fengi bót, og hefði aldrei getað ímyndað mér, að árangurinn yrði eins góður og raun ber vitni," sagði Langsjo- en. Earl Weed, sem er 61 árs að aldri, var svo illa haldin af sjúk- dómnum fyrir átta mánuðum, að hann gat lítið aðhafst. „Eg klæd- dist, settist í stól og sofnaði, það var allt og sumt, sem ég gat afrekað," sagði hann, er hann minntist píslagöngu sinnar með þennan sjúkdóm, sem veiklar hjartavöðvann og dregur loks til dauða. Þá fékk hann fyrstu meðferð- ina með Q-10, en lyf þetta er gert úr efnum, sem er að finna í laufblöðum tóbaksplöntunnar. „Eg hef núna undanfarið verið að mála húsið mitt utan sem innan, og fyrst ég ræð við það, held ég, að mér séu flestir vegir færir," sagði Weed. Erfitt er að greina cardiomy- opathy og því eru ekki til neinar áreiðanlegar tölur yfir dauðsföll af völdum sjúkdómsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.