Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
Nýtt Nýtt
Pils, blússur, peysur, vesti, allar jóla- og
áramótavörur eru komnar.
Glugginn
Laugavegi 40 (Kúnsthúsið)
Sími 12854.
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise
í kvöld fimmtudaginn 19. des. „La Trace“ (Slóðin)
eftir Bernard Favre frá 1983. Myndin er með
enskum texta. Sýningar kvikmyndaklúbbsins eru
á hverjum fimmtudegi kl. 20.30 í Regnboganum.
Hornið/Djúpið
Hafnarstræti 15
Jazz í kvöld
Jazztríó Björns Thoroddsen
Ath. Djúpiö er opið fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld frá kl. 19.00—23.30.
Skoðanakönnun Hagvangs:
Mikill munur á fylgi Framsóknar-
flokks eftir kynferði og búsetu
KÖNNUN Hagvangs á fylgi
stjórnmálaflokkanna, sem greint
var frá hér í blaðinu í gær, leiðir
í Ijós verulegan mun á fylgi Fram-
sóknarflokksins eftir búsetu og
kynferði kjósenda. Eins og Tafla I
sýnir er fylgi flokksins mest í
dreifbýli (56,3%), síðan í þéttbýli
úti á landi (11,8%), en mun minna
á höfuðborgarsvæðinu (6,4%).
Samkvæmt könnuninni eru
karlar 16,0% stuðningsmanna
Framsóknarflokksins, en konur
9,5% (Tafla II). Slíkur munur á
stuðningi eftir kynferði er ekki
merkjanlegur hjá öðrum stjórn-
málaflokkum, nema Samtökum
um kvennalista. Þar eru konur
14,2% stuðningsmanna, en karl-
ar 4,2%.
I fréttinni um könnunina í gær
var eingöngu tekið mið af tölum
um þá þátttakendur, sem afstöðu
tóku. I Töflu III sjást í heild
svörin við spurningunni: „Ef efnt
yrði til alþingiskosninga á næstu
dögum, hvaða stjórnmálaflokki
eða samtökum myndir þú greiða
atkvæði?" Alls svöruðu 787
spurninginni og um 37% þeirra
tóku ekki afstöðu, sem er svipað
hlutfall og í síðustu könnun
Hagvangs.
Rangt var farið með fylgi
Alþýðuflokksins í kosningunum
1983 hér í blaðinu í gær. Það var
11,7%. Þá var einnig ranghermt,
að Flokkur mannsins hefði boðið
fram í kosningunum 1983 og
fengið 1% atkvæða. Sú hlut-
fallstala gildir um sérframboð
sjálfstæðismanna í Vestfjarða-
kjördæmi og framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi vestra.
Taflal FYLGIEFTIR BÚSETU
Höfuðb. Þéttbýli Dreifbýli
svæðið úti á landi úti á landi
Alþýðubandalag 13,1 19,3 6,3
Alþýðuflokkur 18,0 17,4 2,1
Bandalag jaf naðarm. 5,3 3,1 —
Framsóknarflokkur 6,4 11,8 56,3
Samtök um kvennal. 12,0 4,3 6,3
Sjálfstæðisflokkur 43,5 44,1 29,2
Flokkur mannsins 1,8 — —
n=283 n=161 n=48
Tafla II FYLGIEFTIR KYNJUM
Karlar Konur
Alþýðubandalag 14,9 14,2
Alþýðuflokkur 16,0 16,4
Bandalag jafnaðarmanna 4,6 3,9
Framsóknarflokkur 16,0 9,5
Samtök um kvennalista 4,2 14,2
Sjálfstæðisflokkur 42,4 41,8
Flokkur mannsins 1,9 —
n=262 n=232
Tafla III FYLGIFLOKKANNA í FJÓRUM
KÖNNUNUM HAGVANGS
Nóv. — Júní — Maí Febr.
des. ’85 júlí ’85 ’85 ’85
Alþýðubandalag 9,1 7,7 8,3 6,6
Alþýðuflokkur 10,2 10,3 14,4 12,6
Bandalag jafnaðarmanna 2,7 4,9 3,6 3,7
Framsóknarflokkur 8,1 7,0 8,0 6,1
Samtök um kvennalista 5,6 5,8 5,0 6,9
Sjálfstæðisflokkur 26,3 27,9 27,2 24,8
Flokkur mannsins 0,6 0,4 0,4 0,8
Mun ekki greiða atkvæði 6,4 5,7 4,0 3,4
Mun skila auðu 8,3 4,9 5,1 6,6
Veit ekki 15,7 20,1 17,6 21,6
Neitar að svara 7,0 5,8 5,9 6,9
100,0 100,0 100,0 100,0
Smáenkná
Olympia Reporter
skóla-, ferða og heimilisritvél
með leiðréttingarbúnaði.
Léttbyggð og áreiðanleg
ritvél sem þolir mikið
vinnuálag og ferðalög.
Leitið nánari upplýsinga
um aðrar gerðir
Ekjaran
ÁRMÚLA 22, SlMI 83022,108 REYKJAVÍK
Morgunblaðið/Sig. örn Leðsson
Lára Öskarsdóttir (Lh.) eigandi Kólgu og Björk Leifsdóttir.
Patreksfjörður:
Hárgreiðslustof-
an Kólga opnar
Patrek.sfirdi, 16. desember.
NÝ hárgreióslustofa, Kólga, hefur
verið opnuð hér á staðnum. Þctta er
fyrsta hárgreiðslustofan sem hér opn-
ar.
Stofan er í gömlu virðulegu timb-
urhúsi, sem gert hefur verið upp.
Eigandi stofunnar er Lára Óskars-
dóttir, hárgreiðslumeistari, sem
starfað hefur hjá Permu í Reykjavík
í 7 ár. Lára hefur sótt námskeið í
útlöndum, m.a. hjá „Vidal Sassoon"
í London. Með Láru starfar Björk
Leifsdóttir.
Stofan er opin alla virka daga
klukkan 13 til 17 og einnig alla
laugardaga. -S.Ö.L.